Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 10. febrúar 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþrottir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Vaxandi atvinnu- leysi á Akureyri Atvinnuástand hefur versnað til mikilla muna síðustu mánuði og víða er atvinnuleysis tekið að gæta í tals- verðum mæli. Akureyri hefur ekki farið varhluta af þessu, þótt víða á Norðurlandi sé atvinnuástand verra en þar, svo sem í Ólafsfirði og á Húsavík. Hins vegar eru e.t.v. mestu möguleikarnir á Akureyri til að auka atvinnutækifærin, því atvinnulíf þar er mun fjölbreytt- ara en á öðrum stöðum á Norðurlandi. í desembermánuði sl. voru 174 á atvinnuleysisskrá á Akureyri og þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna svo háa tölu um atvinnuleysi í bænum. Og enn hefur sigið á ógæfuhliðina, því 27. janúar sl. var tala atvinnulausra á skrá komin í 218. Langflestir þeirra eru félagar í Einingu, Iðju og Félagi verslunar- og skrifstofufólks, eða 161 samtals en segja má að flestar starfsgreinar eigi „fulltrúa" á atvinnuleysisskrá á Akureyri um þessar mundir. Þessar tölur gefa síst tilefni til bjartsýni. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Framsókn- arflokksins á Akureyri, vakti máls á þessum vanda á fundi bæjarstjórnar Akureyrar fyrir skömmu. Hún vakti sérstaka athygli á aldursdreifingu atvinnu- lausra, en ljóst er að ungt fólk er þar í miklum meiri- hluta. „Við þurfum að fara aftur til janúar 1984 til að finna sambærilegar tölur um atvinnuleysi og við sjá- um í dag,“ sagði Úlfhildur m.a. „Fólk ræddi hér áður um að atvinnuleysi á Akureyri væri bæjarstjórninni að kenna, svo skemmtilega sem það gat látið í eyrum. Það er þó lofsvert að atvinnumálanefnd skuli fylgjast með hjá atvinnufyrirtækjum í bænum og hafi látið gera könnun á þeim vettvangi. Ég tel að nefndin og bæjar- fulltrúar eigi að fylgjast vel með þessum málum og viðurkenna vandann, því atvinnuleysið í bænum er greinilega vandamál sem við getum ekki lokað augun- um fyrir. Ég vil minna á að á fyrra kjörtímabili bæjar- stjórnar, þegar atvinnuleysi var mikið, gerði atvinnu- málanefndin ýmislegt í þeim efnum og væri gaman að fletta fundargerðabókum til að sjá hvaða úrræði komu upp á borð nefndarinnar þá, því hún sat ekki auðum höndum. Ég beini því til bæjarfulltrúa að finna leiðir til lausnar vandanum, sérstaklega hvað snertir atvinnu- leysi unglinga. Á Akureyri eru tugir unghnga atvinnu- lausir. Þessi ungmenni hafa ekkert sérstakt að gera og ég veit að hvorki þeim né foreldrum þeirra finnst þetta viðunandi ástand," sagði Ulfhildur ennfremur. Óhætt er að taka undir þessi orð bæjarfulltrúans. Á síðasta kjörtímabili var atvinnumálanefnd bæjarins afar starfsöm og ýmist stofnaði eða stuðlaði að stofn- un fjölmargra nýrra fyrirtækja á Akureyri. Sú atvinnu- málanefnd sem nú situr þarf að láta mun meira til sín taka, því atvinnuhorfurnar framundan eru allt annað en bjartar. Sér í lagi er vaxandi atvinnuleysi ungs fólks alvarlegur hlutur, því talsverð hætta er á að ungt fólk flytjist búferlum úr bænum, ef það fær ekki vinnu í sinni heimabyggð. BB. Fjölskylduvísitölu í stað allra hinna Hvað myndir þú gera, ef þú ynnir 25 milljónir í happdrætti? Þetta er sú spurning sem oft glymur yfir landsmönnum þessa dagana og svörin eru misjöfn að vonum. Við höfum misjafnar langanir og þrár, fólk óskar sér allt frá að fara í heimsreisu og yfir í að eign- ast lítið sjávarþorp. Nú, miði er möguleiki og maður spilar með. Hver veit hvenær okkar tími er kominn, fyrir svona uppákomu? En það er fleira í farvatninu en að einhverjir verði margmilljón- erar. Nú er okkar ágæta ríkis- stjórn að reyna að styrkja stöðu sína með því að fá Borgaraflokk- inn til liðs við sig. Frá mínu leik- mannssjónarmiði, sýnist mér það vera afleitur kostur. Nógu erfitt virðist vera að ná samkomulagi í hinum ýmsu og erfiðu málum fyr- ir þrjá aðila, hvað þá þegar fjórir ólíkir flokkar ætla að fara að stjórna. Nýjasta vísitalan virðist ætla að valda miklu fjaðrafoki bæði með- al stjórnmálamanna og hinna ýmsu hópa sem starfa við hag- stjórn og lánastofnanir. Ég held að fátt rugli hinn almenna borg- ara meira í ríminu en allar þessar vísitölur sem í gangi eru í okkar talna- og prósentuþjóðfélagi. Þetta er reyndar hið ágætasta vopn fyrir stjórnmálamenn sem eiga erfitt með að koma með skynsamleg rök fyrir máli sínu. Hugsum okkur umræður í sjón- varpi þar sem stjórnmálafræðing- ur, já e.t.v. prófessor í stjórn- málafræðum, getur ekki varið málstað sinn á eðlilegan hátt, hve gott það er fyrir hann að koma með allar vísitölurnar inn í umræðurnar með miklum spek- ingssvip. Nei, það þyrfti að koma með eina skilmerkilega vísitölu í staðinn fyrir allar hinar. Þessa vísitölu mætti e.t.v. kalla fjöl- skylduvísitölu, þar sem ætlast væri til að vísitölufjölskyldan með sín vísitölubrauð, skildi hvað verið væri að mæla. Þegar ég var að læra, reyndar á þokkalegu kaupi, á mínum ung- dómsárum, áttum við strákarnir okkar „vísitölu“ sem við skildum allir. Hún var þannig, að við fengum útborgað á föstudögum, og ef kaupið entist okkur fyrir nauðsynjum, bíóferðum tvisvar í viku og svo dansíballi um helgar með tilheyrandi fjárútlátum, þá var okkar vísitala á núlli. Nú, ef við fórum fram úr áætlun með fjárútlátin, þá urðum við reyndar að fara inn á lánskjaravísitöluna, en það voru óskráð lög að hún færi á núll við næstu útborgun. Það var alltaf einn og einn maður með peningavit sem kall- að var. Hann þurfti ekki endilega að vera svo klár í kollinum að öðru leyti, en alltaf átti hann pen- inga, þótt aðrir í sömu aðstöðu væri blankir. Ég held að við eig- um nóg af gáfnaljósum í ríkis- stjórninni, en okkur vantar sem sé mann með peningavit. Ef fjármálaráðherra réði til sín slík- an mann, segjum t.a.m. einhvern sem náð hefði einhverju fyrirtæk- inu í hinu mikla skuldafeni á rétt- an kjöl, þá gæti fjármálaráðherr- ann lagst í ferðalög á rauðum og allavega litum ljósum og komið annað slagið heim, án þess að skuldir ríkissjóðs hefðu hækkað um svo sem einn milljarð í fjar- verunni! Þó að rætt sé um að þessi fjögurra flokka stjórn geti orðið að veruleika, eru samt margir sem spá að ekki verði langt í næstu alþingiskosningar. Ef svo verður, hvað er þá vænlegast að kjósa? Mitt álit er, að þeir sem óráðnir eru í hvað kjósa skuli, þyrftu hreinlega að nota útilok- unaraðferðina. Ef ég ætti að gera það standa, aðeins tveir flokkar eftir með þokkalega einkunn. Framsóknarflokkurinn, undir forystu Steingríms Hermanns- sonar og svo Sjálfstæðisflokkur- inn með Þorstein Pálsson í farar- broddi. Það er eitthvað mannlegt við þessa tvo flokksleiðtoga sem setur þá í mínum augum skör hærra en leiðtoga hinna flokk- anna. Þeir sem sáu þáttinn á Stöð 2 um síðustu mánaðamót, þar sem Ólafur Friðriksson og félagi hans þjörmuðu að forsætisráð- herranum, fannst flestum nóg um. Það má segja að forsætisráð- herra hafi staðið af sér flestar þær ásakanir sem þeir félagar settu fram í þessu viðtali. Það er sér- staklega þessi prúðmennska og jafnvægi sem auðkennir öll sam- skipti Steingríms við fjölmiðla, sem ég trúi að hafi aflað honum þeirra vinsælda sem hann nýtur meðal þjóðarinnar. Mér finnst staða Þorsteins Pálssonar nokkuð svipuð að þessu leyti. Hann notar gífuryrði ekki mikið, og sýnir einnig oftast stillingu þegar hann kemur fram fyrir alþjóð. Margir myndu nú ætla að gott væri að hafa Alþýðubandalagið í stjórn, og ekki hvað síst með fjármála- ráðuneytið í sínum höndum, þar sem ætla mætti að það stæði vel við bakið á láglaunafólki og þeim sem minna mega sín. En mér sýnist bara á öllu að Alþýðu- bandalagið leggi þyngri og meiri álögur á okkur launafólk en þeir flokkar sem oft eru bendlaðir við hátekjufólk og þá sem best eru settir fjárhagslega. Þetta er nú reyndar aðeins mín skoðun og oftnefnt bandalag getur ennþá afsannað þessa kenningu. En ef Alþýðubandalagið gerir það ekki, getur það ekki vænst mikils fylgis í næstu kosningum. En við skulum muna að það er ekkert nýtt að stjórnmál og ráð- herrar veki umtal og deilur í þjóðfélagi okkar. Árið 1931 rauf Tryggvi Þórhallsson, sem þá var forsætisráðherra, þing og boðaði til nýrra kosninga. Þetta þingrof olli miklum deilum, götuæsingum og viðsjám í heila viku. Við skul- um því horfa bjartsýn fram á veginn, þótt veður séu nokkuð válynd, bæði í náttúrlegum skiln- ingi og hvað afkomu þjóðarbús- ins viðvíkur. Munum að glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.