Dagur


Dagur - 10.02.1989, Qupperneq 7

Dagur - 10.02.1989, Qupperneq 7
10. febrúar 1989 - DAGUR - 7 j blönduðu hagkerfi hlýtur að vera rúm fyrir öll félagsform“ - segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga Magnús Gauti Gautason settist í stól kaupfélagsstjóra Kaup- félags Eyfirðinga fyrir skömmu, eins og kunnugt er. Blaðamaður hitti hann að máii af því tilefni og ræddi við hann um nýja starfið, starfsemi KEA, samvinnuhreyfinguna og fleira sem tengist starfi kaupfélagsstjóra í stærsta kaupfélagi landsins. Magnús Gauti var fyrst spurð- ur að því hvernig honum líkaði í þessu starfi. „Mér finnst þetta ágætt, enn sem komið er, en auðvitað get ég lítið sagt ennþá. Þetta er anna- samt starf og bæði skemmtilegt og spennandi. Verkefnin eru óþrjótandi.“ - Hvernig er Kaupfélagi Ey- firðinga stjórnað, hvernig er sam- spilið milli stjórnar KEA og kaupfélagsstjóra? „Kaupfélagsstjórn ræður kaup- féiagsstjóra og hann ber ábyrgð gagnvart stjórninni á daglegum rekstri og ákvörðunum honum tengdum. Stjórn kaupfélagsins tekur meiriháttar ákvarðanir varðandi stærri fjárfestingar, stefnumótun og slíkt. Kaupfélagsstjóri sér um að ráða menn til starfa og ber að fylgjast sem best með rekstrinum á hverjum tíma, grípa inn í þegar aðgerða er þörf og sinna daglegri stjórnun að öðru leyti. Starf kaupfélagsstjóra felst einnig í að vinna að heildarstefnu og skipu- lagi fyrirtækisins í samráði við stjórn og starfsmenn þess. Mótun framtíðarstefnu kaupfélagsins í samráði við þessa aðila er ekki veigaminnsti þátturinn." Verkaskiptingin innan KEA - Hvernig er verkaskiptingu inn- an KEA háttað? „Það ríkir ákveðin verkaskipt- ing innan kaupfélagsins. Varð- andi starf kaupfélagsstjóra KEA þá geta ekki öll mál endað inni á borði hjá honum. Einn maður hefur takmarkaða getu til að leysa úr fjölda mála. Verkaskipt- ing er nauðsynleg til að hægt sé að leysa úr því sem að höndum ber á sem einfaldastan hátt. - Má vænta veigamikilla breytinga hjá kaupfélaginu á næstunni? „Breytingar eru alltaf að verða á starfsemi KEA frá einum tíma til annars. Menn taka kannski ekki eftir þessum breytingum í fljótu bragði. KEA er stórt fyrir- tæki með fjölda starfsmanna og það er ekki þess eðlis að hægt sé að snúa stefnu þess við umsvifa- laust. Ef líkja má KEA við stórt skip'þá má segja að siglingu þess verður ekki breytt fyrirvaralaust, það þarf alltaf tíma til aðlögunar. - Hefur þú einhverjar nýjung- ar á takteinum hvað varðar starf- semi eða skipulag KEA? „Ég vona að menn geti alltaf búist við nýjungum frá okkur. Hér eru ákveðin atriði í skoðun en það er ekki tímabært að segja neitt á þessu stigi. Við erum alltaf að reyna að bæta reksturinn og efla þjónustuna en nánar get ég ekki rætt um þau mál í einstökum atriðum.“ - Á Akureyri ríkir töluverð samkeppni við Kaupfélag Eyfirð- inga á ýmsum sviðum, m.a. í verslunarrekstri. Hvetur þú fólk „Mæting á félagsfundi hefur aukist og frekar. Það er von mín að félagsstarfið til að ganga til liðs við félagið og hverju fær það áorkað með því að gerast félagsmenn? „Félagsmenn í KEA hafa margra hagsmuna að gæta, sem neytendur og í sumum tilvikum einnig sem framleiðendur. KEA er það stórt fyrirtæki að það hef- ur mikil afskipti af atvinnurekstri í héraðinu. Ég vil því hvetja fólk til að ganga í félagið, mæta'á félagsfundum því þar er vett- vangur þess til að koma skoðun- um sínum á framfæri, gera fyrir- spurnir og taka virkan þátt í kosningum til aðalfundar sem síðan kýs stjórn félagsins. Félags- fundirnir eru ágætur vettvangur fyrir fólk til að hafa áhrif. Margir eru virkir félagar í kaupfélaginu en þeir mættu vera miklu fleiri. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir fólk að geta haft bein áhrif á stjórnun atvinnufyrirtækja með þessum hætti.“ - Hafa menn þá ekki áttað sig á þessum möguleika, margir hverjir? „Það getur vel verið. Félagsleg deyfð hefur svifið yfir vötnunum alllengi en mér finnst þetta þó vera að breytast til batnaðar. Mæting á félagsfundi hefur aukist og ég vona að hún eigi eftir að batna enn frekar. Það er von mín að félagsstarfið innan KEA eigi eftir að blómstra." Samvinnuhreyfíngin er þverpólitískt afl - Er vegið að KEA á mörgum sviðum? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum í samkeppni og það er jákvætt. Þó finnst mér og fleirum að samvinnuhreyfingin fái nei- kvæða umfjöllun í vissum fjöl- miðlum og því miður eru tiltekin pólitísk öfl andsnúin henni. Sam- vinnuhreyfingin er í raun þver- pólitískt afl og ég hef aldrei skilið hvers vegna menn hafa endilega viljað blanda félagsforminu sjálfu ég vona að hún eigi eftir að batna enn innan KEA eigi eftir að blómstra.“ og stjórnmálum saman. Við lif- um í blönduðu hagkerfi og ég held að flestir íslendingar séu sammála um að vilja halda því áfram. í blönduðu hagkerfi hlýt- ur að vera rými fyrir öll félags- form og æskilegt að sem mest fjölbreytni þrífist á því sviði.“ - Útflutningsgreinar lands- manna hafa átt verulega undir högg að sækja vegna utanaðkom- andi aðstæðna á liðnu ári. Hvern- ig hefur efnahagsástandið komið við rekstur kaupfélagsins? „Afkoman hefur versnað mik- ið í útflutningsgreinum, það er rétt. KEA rekur fiskvinnslur í Grímsey, á Dalvík og í Hrísey og er með stærri útflytjendum fisk- afurða í landinu. Áfkoma fisk- vinnslunnar versnaði mikið á síð- asta ári. Þessi fyrirtæki KEA hafa verið og eru mjög vel rekin en þrátt fyrir það hefur greinilega hallað nokkuð undan fæti á þeim vettvangi, miðað við fyrri ár. Þetta er ekki vegna þess að þeir aðilar sem þarna hafa lagt hönd að verki hafi staðið sig illa heldur hefur grundvellinum nánast verið kippt undan rekstrinum.“ - Hvað gerir þú í frístundum? „Ég hef oft verið spurður þess- arar spurningar undanfarið. Ég geri mest lítið í tómstundum og ver tíma mínum með fjölskyld- unni. Jú, ég hef gaman af að skreppa í veiðiferðir en geri þó ekki mikið af slíku. Að öðru leyti get ég ekki sagt að ég hafi marg- vísleg áhugamál fyrir utan starfið.“ - Getur þú lokað dyrunum á kvöldin og skilið kaupfélagsstjór- ann eftir niðri á skrifstofu? „Nei, það er ekki hægt. Ég gerði mér auðvitað grein fyrir þeirri hlið starfsins þegar ég tók það að mér. Það fylgir starfi kaupfélagsstjóra KEA að vera vakinn og sofinn í starfinu. En ég get aldrei skilið starfið eftir á skrifstofunni, hvort sem það er nú kostur eða galli.“ EHB SIONIM3K Bændur, bifreiðaeigendur, verktakar og útgerðarmenn Eigum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir SONNAK rafgeyma. * HLEÐSLA - VIÐGERÐIR - ÍSETNING Gúmmíviðgerð Óseyri 2. Símar 21400 og 23084. Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum. 6. LEIKVIKA - 11. FEBRÚAR 1989 1 mm X :fijm Leikur 1 Coventry - Newcastle _ Leitor Z Millweli -'Arsenet iiii iílííSfiv Leikur 3 Norwich • Derbv Leikur 4 Nott.For - Q.P.R. Leikur 5 Sheff.Wed. - Man.Utd. Leikur 6 Southampton - Everton Leikur 7 Tottenham - Charlton Leikur 8 Wimbledon - AstonVilla Leikur 9 C.Palace - Blackburn Leikur 10 Man.Citv - Ipswich eúeikur 11 Oxford - Portsmouth Leikur 12 Watford • Leeds Símsvari hjá getraunum eftlr kl. n laugardögum er 91-84590 og -84 r:15á 464. Þrefaldur pottur Gangi 1. vinningur út að þessu sinni, verður SPRENGIVIKA f 7. leikviku. Hjúkrunar fræðingar Eftirtaldar stöður hjúkrunarfræðinga í heilsu- gæslustöðvum eru lausar til umsóknar nú þegar: 1. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á Djúpavogi. 2. Staða hjúkrunarforstjóra og hálf staða hjúkrunar- fræðings við Heilsugæslustöðina í Ólafsvík. 3. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Hólmavík. 4. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Þórshöfn. 5. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina í Neskaupstað. 6. Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. 7. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðv- arnar á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. 8. Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöðina á ísafirði. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 6. febrúar 1989.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.