Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 10. febrúar 1989 spurning vikunnar Björn Már Jakobsson: Já, við erum búnir að fá fullt af nammi og fengum mest í Bún- aðarbankanum. Kári Garðarsson: Já, rosalega. Ég vaknaði kl. 08.00 og við erum búnir að fara út um allan bæ og fá fullan poka af nammi. Auður Jakobsdóttir: Já ég vaknaði kl. 07.00 og klæddi mig í búninginn sem mamma bjó til. Við erum eigin- lega búnar að fara út um allan bæ. Brynja Hrönn Þórsdóttir: Við vöknuðum snemma og fór- um eiginlega út um allt. Krakk- arnir fá víst mest í Lindu, en við fórum ekki þangað því þar var svo mikil biðröð. Nanna Þorbjörg Guðmundsdóttir: Já æðislega gaman. Við erum búnar að fá næstum því tvo poka af nammi, en við ætlum ekki að borða allt í einu. Var gaman á öskudaginn? (Spurt á Akureyri) Sigfús Jónsson: Um prhagsáætlun Akureyrarbæjar 1989 Nú sér senn fyrir endann á þeirri árlegu törn sem felst í gerð fjár- hagsáættunar fyrir bæjarsjóð og stofnanir bæjarins. Unnið hefur verið að henni nær óslitið í 3-4 mánuði af nefndum og embættis- mönnum bæjarins. Á lokasprett- inum hefur bæjarráð fengið það erfiða hlutskipti að samræma áætlanir einstakra deilda og fjalla um óskir þeirra er lúta að fjár- festingum, tækjakaupum, við- haldi og nýmælum í starfsemi. Óskirnar eru margar en aðeins er unnt að verða við litlum hluta þeirra og sannast þar gamla orð- takið að „fús er hver til fjárins". í fjárhagsáætlunum bæjarins í gegnum tíðina má lesa þær áherslubreytingar sem orðið hafa í tímans rás. Fyrstu áratugi í sögu bæjarstjórnar var fátækrafram- færsla langstærsta verkefnið svo sem lesa má í kvæði Bólu- Hjálmars, Eyjafjörður frá 1870. Bæjarstjórnin ver og vaktar, veldisboð með lögum fraktar, þeir sem eru minni maktar, mega rétti sínum ná. Um og upp úr síðustu aldamót- um tóku verkefni bæjarfélagsins að breytast. Æ minni hluti útgjaldanna fór nú til fátækra- framfærslu en meira fjármagni var varið til gatnagerðar, hol- ræsa, vatnsveitu, rafveitu og hafnarframkvæmda. Hélst svo fram um miðja öldina að áherslur tóku að breytast og bæjarfélagið að auka þjónustu sína við ein- staklinga og einstaka hópa. Er hér m.a. átt við börn, aldraða, sjúka og aðra þá sem minna mega sín. Einnig hafa íþrótta- og æskulýðsmál, fræðslumál og menningarmál skipað veglegan sess í starfsemi bæjarins á síðustu árum. Til þessa síðarnefndu mála, sem gjarnan eru nefnd „mjúku málin“ á nútímaíslensku er nú varið yfir 60% af útgjöldum bæjarsjóðs. Heldur er rýmra um fjárhag bæjarsjóðs en var þegar ég stóð hér í sömu sporum í fyrra. f>á barði ég lóminn vegna dökks útlits um tekjuöflun bæjarsjóðs á árinu. Sem betur fer rættist þó vel úr þeim málum á haustmán- uðum, auk þess sem verðlags- forsendur áætlunarinnar stóðust nokkurn veginn. Hin mikla aðhaldsáætlun síðasta árs styrkti því stöðu bæjarsjóðs verulega. Óstöðugleiki í íslensku efna- hagslífi og óstjórn í fjármálum þjóðarinnar veldur sem fyrr áhyggjum. Á síðasta hausti var t.d. enn einu sinni gripið inn í ákvarðanir um gjaldskrárhækkanir hjá Hita- veitu Akureyrar og fleiri stofn- ana af ríkisvaldinu. Á síðasta ári var lagður sérstakur skattur á er- lend lán sem veldur veitunni bú- sifjum og nú snemma í janúar fór Alþingi í síðbúið jólafrí án þess að hafa samþykkt lánsfjárlög fyr- ir árið 1989. Hitaveitan þurfti að taka stórt erlent lán í janúar til greiðslu á skuldum en gat ekki því engin voru lánsfjárlögin. Ég hef drepið hér stuttlega á nokkur dæmi frá reynslu hitaveitunnar til að benda á hvaða óvissu fyrirtæki og stofnanir þurfa að búa við. Dagvistastofnanir og sundlaugin frusu inni með eðlilegar verðlags- Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akur- eyri. hækkanir þegar verðstöðvun brast á sl. haust og þurfa þessar stofnanir því að hækka sínar gjaldskrár allnokkuð umfram verðlagshækkanir á þessu ári til að halda í fyrra horfi. Ég vil í máli mínu víkja fyrst að afkomu bæjarsjóðs á síðasta ári, fjalla þá um forsendur fyrir teknahlið áætlunarinnar og síðan um útgjaldahliðina. Að lokum mun ég fjalla um fjárhagsáætlanir annarra bæjarstofnana. Afkoma ársins 1988 Þegar fjárhagsáætlun var sam- þykkt í upphafi sl. árs var gert ráð fyrir að almennar tekjur bæjarsjóðs, þ.e. að frátöldum vaxtatekjum og tekjum vélasjóðs yrðu 916.963 þús. kr. í maí sl. var tekjuáætlunin lækkuð um 13 millj. kr. vegna ákvörðunar ríkis- valdsins um skerðingu á framlagi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og í lok ársins var áætlun um útsvar hækkuð um 9 millj. kr. Alls voru því áætlaðar tekjur 912.963 þús. kr. en urðu í reynd um 924 millj. kr., þ.e. greiddar tekjur eða 11 millj. kr. umfram áætlun. í þeirri tölu er ekki meðtalin staðgreiðsla útsvars í desember sem greidd er bæjarsjóði í janúar og nemur um 40 millj. kr. Hagnaður að rekstri vé'asjóðs var áætlaður 4 millj. kr. en varð í reynd 5,3 millj. kr. Vaxtatekjur voru áætlaðar 16,8 millj. kr. en vextir greiddir bæjarsjóði reynd- ust um 25 millj. kr. Áfallnar vaxta- tekjur reyndust hins vegar tæp- lega 53 millj. kr., þar af reiknaðir dráttarvextir 46,5 millj. kr. Rekstrargjöld bæjarsjóðs voru í upphafi árs áætluð 772.521 þús. kr., en séu fjármagnsgjöld ekki meðtalin og tekið tillit til breyt- inga sem gerðar voru á útgjalda- hlið áætlunarinnar síðar á árinu varð niðurstöðutala áætlunarinn- ar 739.551 þús. kr. Rekstrargjöld bæjarsjóðs urðu í reynd um 758 millj. kr. eða tæplega 20 millj. kr. umfram áætlun. Gjaldfærður stofnkostnaður var áætlaður í upphafi 49.930 þús. kr. en var lækkaður í 45,5 millj. kr. með breytingum á áætl- uninni síðar á árinu. í reynd varð hann aðeins 39,6 millj. kr. Kostnaður við nýbyggingar og vélakaup var í upphafi árs áætl- aður 91 millj. kr. en eftir nokkrar breytingar sem gerðar voru á árinu varð endanleg áætlun 93,7 millj. kr. Ríkisframlög til nýbygginga voru áætluð 37.705 þús. kr. en hækkuðu um 6 millj. kr. á árinu. Nettó var kostnaður bæjarsjóðs vegna nýbygginga og vélakaupa því áætlaður 49.995 þús. kr. en varð í reynd 55.909 þús. kr. Ástæðan er fyrst og fremst sú að framlag til bygginga aldraðra við Víðilund, þ.e. gatnagerðargjöld, var ekki inni í fjárhagsáætlun. Vaxtatekjur bæjarsjóðs voru áætlaðar 16,8 millj. kr. en urðu í reynd 25 millj. kr. í greiddum vöxtum, þar af rúmlega 18 millj. kr. í dráttarvöxtum. Vaxtagjöld bæjarsjóðs voru áætluð 40,9 millj. kr. en greiddir vextir urðu aðeins 24,1 millj. kr. Mestu mun- aði þar að gert hafði verið ráð fyrir 18 millj. kr. kostnaði vegna yfirdráttar á hlaupareikningi sem var ekki nýttur á árinu. Niðurstaðan er því sú að afkoma bæjarsjóðs batnaði greiðslulega séð í heild um 18,7 millj. kr. á árinu 1988. Veltufjárstaða bæjarsjóðs batnaði mjög mikið á árinu 1988. Með því að afskrifa skuldir dval- arheimilanna við bæjarsjóð sem veltufé kemur í ljós að hreint veltufé hefur aukist um tæpar 99 millj. kr. á árinu. Veltufjárhlut- fallið var í árslok 1988 1:1,46 en hafði í ársbyrjun verið 1:0,92. Ástæður batnandi veltufjárstöðu eru fjórar: 1) Aukning útistand- andi bæjargjalda um 58 millj. kr. Tafla 6 Samanburður á tekjum milli fjárhagsáætlana 1988-1989 Áætlun Rauntölur Áætlun Hækkun Hækkun 1988 1988 1989 frááætl. frá raun- 1988 tölum '88 (D (2) (3) (1) 1 (3) (2)/(3) Útsvar 508.000 558.000" 648.000 27,6% 16,1% Aðstöðugjald 153.500 156.173 184.000 19,9% 17,8% Skattar affasteignum 163.300 163.739 198.600 21,6% 21,3% Framlag úr Jöfnunarsjóði 50.300 54.188 56.300 11,9% 3,9% Aðrir skattar og tekjur 2.800 3.336 3.300 17,9% ( 0,1%) Tekjuraffasteignum 30.810 29.923 37.450 21,6% 25,2% Vaxtatekjur 16.800 25.053 18.800 11,9% (25,0%) Ýmsartekjur 8.253 12.427 11.053 33,9% (11,1%) Alls: 933.763 1.002.839 1.157.503 24,0% 15,4% 1) Miðað er við 12 mánaða útsvar svo samanburðyr við 1989 sé raunhæfur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.