Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 5
10. febrúar 1989 - DAGUR - 5
Hlífar Karlsson:
Þingeyingar frábiðja sér
slíkt tiífinningaleysi
- Þórarni Sveinssyni, mjólkursamlagsstjóra KEA, svarað
Þann 1. febrúar sl. birtist í Degi
viðtal við Þórarin Sveinsson
mjólkurbússtjóra MSKEA, sem
ég tel mér skylt, og get ekki und-
an vikist að gera nokkrar athuga-
semdir við. Blaðamaðurinn V.G.
talar um orðróm þess efnis að
MSKEA yfirtaki MSKÞ. Þetta er
ekki rétt. Hér er ekki um orðróm
að ræða, heldur ummæli Þórarins
sem hinsvegar gætu auðveldlega
orðið að orðrómi, sé þeim ekki
svarað og sannleikur málsins
dreginn fram í dagsljósið. Orð-
rómi sem gæti haft þær afleiðing-
ar að grafa undan afkomu þess
héraðs sem MSKÞ starfar í. I veg
fyrir slíkar afleiðingar vil ég
koma og í þeim tilgangi mætti ég
í viðtal við blaðamann Víkur-
blaðsins sem birtist í því blaði 26.
jan. sl.
Málið er að mínu mati alvar-
legt, vegna þess að hér eru ekki
ummæli einhvers Tóta taktlausa
úti í bæ, heldur mjólkurbússtjóra
MSKEA. Staðreyndir málsins
eru nefnilega þær að ekkert ligg-
ur fyrir um vilja, hvorki stjórnar
KEA og því síður stjórnar KÞ,
þess efnis að MSKÞ verði lagt
niður eða yfirtekið af MSKEA.
Áður en slíkur vilji liggur fyrir, ef
hann á annað borð kemur nokk-
urn tímann til með að liggja fyrir,
er það bæði ótímabært og ekki
síður óæskilegt, að gefa út yfir-
lýsingu í þá veruna sem hann gaf,
þó í þröngum hópi sé. En það er
einmitt undir slíkum kringum-
stæðum sem orðrómur verður til,
sem erfitt getur reynst að bera til
baka.
í viðtalinu við Dag segir Þórar-
inn að verið sé að rugla saman
tveimur óskyldum málum þ.e.
byggðastefnu og hagkvæmni í
rekstri mjólkurbúa. Hvenær urðu
byggðastefna og hagkvæmni í
hvaða mynd sem er óskyld mál?
Síðan hvenær á byggðastefna
enga samleið með hagkvæmni?
Málið er því miður ekki eins
einfalt og Þórarinn vill vera láta.
Með rökum hans væri hægt að
segja að ef halla færi undan fæti
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa,
þá væri best að leggja Fiskiðju-
samlag Húsavíkur niður og vinna
allan aflann í frystihúsi ÚA.
Hvað hefur fiskaflinn minnkað
mikið á svæðinu? Með sömu rök-
um mætti spyrja: Hvað eru menn
að búa í Ólafsfirði?
Nei, málið er ekki svona ein-
falt. Það eru nefnilega órofa
tengsl á milli byggðar og atvinnu-
lífs. Þetta er staðreynd sem allir
gera sér grein fyrir sem á annað
borð taka þátt í framleiðslu og
vinnslu afurða af landsins gæðum
og atvinnurekstri almennt. Lætt
hefur verið vafasömum fullyrð-
ingum að í þessu máli, sem auð-
veldlega geta valdið misskilningi.
Það eru starfsaðferðir sem erfitt
er að þola og sitja þegjandi
undir.
Þórarinn spyr hvaðan tölurnar
komi. Því er fljótsvarað. Þær
koma frá samtökum afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði og eru frá
1986. Semsagt þær nýjustu. Hvað
hann á við með að þær hafi ekki
verið ræddar, veit ég ekki. Hann
talar um gamlar og ekki sambæri-
legar tölur. Og fyrst farið er að
nefna tölur og dreifingarkostnað
skal eftirfarandi upplýst: Heima-
markaður MSKÞ nær frá Raufar-
höfn í austri að Hálshreppi í
vestri, en er ekki lítið svæði á
Húsavík. Ennfremur að Siglu-
fjörður, Ólafsfjörður, Dalvík og
Grenivík og allt þar á milli telst
til heimamarkaðar MSKEA. Á
svæði MSKÞ búa 4500-5000
manns og dagvörusalan, þar á ég
við nýmjólk, léttmjólk, súr-
mjólk, undanrennu, jógúrt og
rjóma er um 1,2 milljónir lítra á
ári. Á svæði MSKEA búa 15-
20.000 þúsund manns og sala
sömu vöru er um 5,3 milljónir
lítra á ári. Kostnaður við af-
greiðslu og útkeyrslu er reiknað-
ur út í aurum á hvern líter. Hjá
MSKÞ er þessi kostnaður 1,45 en
1,5 hjá MSKEA þrátt fyrir rúm-
lega fjórfalt magn. Er.þetta eðli-
legt? Nefna mætti fleiri dæmi sem
eru á sama veg.
Fram kemur í fyrrnefndu við-
tali í Degi að MSKEA hafi verið
í hörðum aðhaldsaðgerðum, sagt
upp fólki, hætt að vinna á laugar-
dögum o.s.frv. En af hverju ein-
mitt núna? Skyldi það vera vegna
þess að eftir fyrstu 9 mán. fyrra
árs vantaði MSKEA 89 milljónir
króna upp á reksturinn, eða kr.
5,80 á hvern lítra. Á sama tíma
og vöntun litlu „óhagkvæmu“
samlaganna, sem sumir eru svo
áfjáðir í að leggja niður (á ísa-
firði, Patreksfirði, Hvamms-
tanga, Blönduósi, Þórshöfn,
Vopnafirði og Neskaupsstað) var
48,8 millj. kr. eða kr. 5,92 á
hvern lítra. Það má vart á milli
sjá hvar vöntunin er meiri.
Ef Húsavík er hins vegar bætt
við litlu samlögin, en þar er
vöntunin kr. 1,39 á hvern lítra,
þá vantar litlu samlögin 55,5
milljónir króna eða kr. 4,25 á
hvern lítra. Svo mega menn velta
því fyrir sér hvort hagkvæmnin
þurfi endilega að liggja í stærri
einingum eins og sumir virðast
gefa sér sem eitthvert efnahags-
legt lögmál. í morgunþætti svæð-
isútvarpsins á þriðjudaginn í síð-
ustu viku, lýsti Þórarinn því yfir
að verðmiðlunarkerfi mjólkur-
iðnaðarins væri sprungið. Iðnað-
inn vanti 400 milljónir króna. Já,
bruðl og offjárfestingar dynja á
okkur með vaxandi þunga.
MSKEA situr ekki lengur eitt að
verðmiðlunarkúnni með litlu
samlögunum. Hún er blóðmjólk-
uð og það þurfa fleiri að komast
að. Allt í einu birtist Mjólkur-
samsalan með kröfu uppá 218
milljónir. Staðreyndin er nefni-
lega sú að MSKEA hefur á
undanförnum áratug þegið á
núvirði hundruð milljóna úr þess-
um sjóði, til að greiða niður fjár-
festingu sem ekki hefur náð að
standa að fullu undir sér, m.a.
vegna samdráttar. Til þess að
hún standi betur undir sér þarf
aukið hráefni. Og þar sem sam-
drátturinn hjá MSKEA nemur
„einni Húsavík" liggur þá ekki í
augum uppi að sækja „eitt stykki
Húsavík" til Húsavíkur?
Neytendur greiða nú kr. 2,77 á
hvern innveginn mjólkurlítra í
verðmiðlunarsjóð. Sjóðurinn var
stofnaður til að jafna aðstöðu
fólksins í landinu, þannig að allir
gætu fengið ferska mjólk á sitt
borð án tillits til búsetu, til þess
að jafna aðstöðu bænda, til að
skaffa neytendum þessa mjólk og
til þess að styðja við bakið á
minni samlögum sem vitað var að
vegna smæðar sinnar gætu aldrei
staðið óstudd. Verðmiðlunin er
óendurkræft framlag til þessara
markmiða sem birtist í lægra
hráefnisverði til bænda og/eða
hærra útsöluverði til neytenda.
Verðmiðlunin er ekki hugsuð til
að fjármagna offjárfestingu, fjár-
magnskostnað og gengistöp
hinna stóru, sem eru að leggja
hana í rúst, sjálfum sér og sínum
mistökum til bjargar.
Burt með hreppapólitíkina og
tilfinningasemina segir Þórarinn,
annars fer allt suður. En eru það
ekki einmitt rök Þórarins sem í
raun mæla með því að allt fari
suður? Með hans rökum gætum
við lagt niður landbúnað á ís-
landi. Annars hafa Þingeyingar
svo sannarlega ekki stundað
hreppapólitík eða skotgrafahern-
að og látið aðra þ.m.t. Akureyr-
inga, í friði með sín vandamál
nema beinlínis hafi verið beðið
um hið gagnstæða. Ef skilningur
manna á góðri vegagerð og einu
atvinnusvæði felst hinsvegar í því
að Þingeyingar eigi að færa at-
vinnu sína yfir til Akureyrar, þá
er það hrapallegur misskilningur
sem verður að leiðréttast.
Þórarinn biður um alvöruum-
ræðu og að tilfinningarnar verði
ekki látnar ráða. Hvernig menn
ætla að ræða hugsanleg örlög
heilla byggðarlaga án þess að
blanda tilfinningum inn í málið,
það er mér ofraun að skilja. Slíkt
er vanvirðing við bestu kosti
mannlegs eðlis. Þingeyingar frá-
biðja sé slíkt tilfinningaleysi.
Eg vil að lokum vona að menn
geti lagt ágreiningsefni sín til
hliðar. Ágreiningsefni sem
sprottin eru af ótímabærri og
óæskilegri yfirlýsingu sem ekkert
stóð á bak við. Hvorki efnisleg
rök eða vilji kjörinna fulltrúa í
lýðræðislega uppbyggðum sam-
vinnufélögum.
Húsavík 7. febrúar 1989.
Hlífar Karlsson,
mjólkurbússtjóri M.S.K.Þ.
IBM býður til kpningar og sýningar
á Hótel KEA, Akureyri, 14. og 15. febmar 1989
KYNNINGIN er báðadagana kl. 10.00 -11.30_____________________
Kynntar verða ýmsar nýjungar og það
sem er efst á baugi hjá IBM t.d. ný þjón-
usta sem höfðar sérstaklega til lands-
byggðarinnar.
Væntanlegir þátttakendur á kynningarnar
eru beðnir að skrá sig hjá Bókvali Akur-
eyri, sími: 26100.
SÝNINGIN ER OPIN: Þriðjudag 14.02. kl 10.00 -19.00
Miðvikudag 15.02. kl. 10.00 -16.00
TIL SÝNIS VERÐUR M.A.:
jþ- Nýja AS/400 fjölnotendatölvan sem
fengið hefur frábærar viðtökur bæði
hérlendis og erlendis.
||r Margar gerðir PS/2 einmenningstölva
með nýjungum s.s. OS/2 og DOS 4.0
stýrikerfum, nettengingum, geisla-
diskum og skanna.
Nýjasta System 36 tölvan.
||r Nýir búðarkassar sem auka verulega
hagkvæmni í verslunarrekstri.
Einnig fjölbreyttur hugbúnaður og verk-
efni fyrir ýmsar tölvugerðir.
Hér gefst gott tækifæri til að kynnast af eigin raun hvað hægt er
að gera með réttri tölvuvæðingu.
FYRST OG FREMST
SKAFTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK SiMI 697700