Dagur - 10.02.1989, Blaðsíða 14
14 - D4GUR - 10. febrúar 1989
■ ■
Oxndælingar
10. þorrablót U.M.F.Ö. verður haldið
í Hlíðarbæ laugard. 11. febrúar og hefst
kl. 20.30.
Brottfluttir hreppsbúar
velkomnir og mega hafa með
sér gesti.
Miðapantanir í símum 26843, 26825 og 26835
fyrir hádegi í dag föstudaginn 10. febrúar.
Stjómmálaályktun
- Sambands ungra framsóknarmanna
Almennur
stjórnmálafundur
Framsóknarfélag Grýtubakkahrepps boðar til
almenns stjórnmálafundar í Samkomuhúsinu á
Grenivík, sunnud. 12. febrúar kl. 16.00.
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra og Val-
gerður Sverrisdóttir, alþingismaður mæta á fundinn.
Fjölmennið. Stjórnin.
Stjórn Sambands ungra fram-
sóknarmanna kom saman til
fundar föstudaginn 27. janúar sl.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á fundinum:
„Enn og aftur héfur það sýnt
sig að Framsóknarflokkurinn er
burðarásinn í íslenskum stjórn-
málum og þjóðin treystir á for-
ystu hans.
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar hefur nú setið í 4
mánuði og þegar náð nokkrum
árangri í baráttunni við efnahags-
vandann sem ríkisstjórn Þor-
steins Pálssonar skildi eftir sig.
Vextir hafa verið lækkaðir til
hagsbóta fyrir heimilin í landinu
og atvinnulífið sem komið var að
fótum fram. Atvinnutrygginga-
sjóður gegnir lykilhlutverki í
endurreisnarstarfi atvinnuveg-
anna, skattar hafa verið hækkað-
ir til að freista þess að ná halla-
lausum ríkisbúskap og reynt hef-
ur verið að færa gengisskráningu
krónunnar nær þörfum atvinnu-
lífsins.
Meirihluti ríkisstjórnarinnar á
Alþingi er naumur og hún því illa
í stakk búin til að koma í gegn
þeim víðtæku efnahagsaðgerðum
sem þjóðinni eru nú lífsnauðsyn-
legar. Styrkja verður meirihluta
hennar, annað hvort með nýjum
samstarfsaðilum eða kosningum.
Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn
lenti í stjórnarandstöðu hefur
neikvæð afstaða hans til allra
góðra mála ekki komið Sam-
Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5
Ágætu viðskiptavinir!
Fyrir helgina bjóðum við upp á
mikið úrval af kjöti ásamt
ýmsum smáréttum.
T.d. Nautakjöt, kýrkjöt, lambakjöt, svínakjöt.
Smáréttir: Ostabuff, baconbuff, paprikubuff,
lambakjötssnúðar, nautakjötssnúðar og í
desert: Sherrytriffle.
Tilboð ★ Tilboð ★ Tilboð
SöltuÖ rúllupylsa
á aöeins kr. 265.- kg
★ Þessu getið þið ekki sleppt ★
\/
Verið
velkomin
VISA
Hrísalundur
bandi ungra framsóknarmanna á
óvart.
Einkennilegt ráðaleysi Kvenna-
listaflokksins hefur hins vegar
valdið Sambandi ungra fram-
sóknarmanna vonbrigðum þegar
flokkurinn hefur átt þess kost að
veita félagshyggjuöflunum í land-
inu stuðning.
Félagshyggjuöflunum er nauð-
syn að standa saman í þeirri bar-
áttu sem framundan er. Samband
ungra framsóknarmanna leggur
til að eftifarandi atriði verði þar
höfð að leiðarljósi:
★ Gengi íslensku krónunnar sé
þannig skráð að viðskipta-
jöfnuðurinn batni og tryggi
útflutningsatvinnuvegunum
viðunandi rekstrarafkomu.
★ Vaxtamunur verði ákveðinn
með lögum og bankakerfið
með því þvingað til hag-
ræðingar. Raunvextir verði
lækkaðir með valdboði.
Útvegsbanki íslands hf. verði
lagður niður.
Hlutafjársjóður verði stofnað-
ur til stuðnings sjávarútvegs-
fyrirtækjum.
Hugmyndum sjávarútvegsráð-
herra um úreldingarsjóð verði
hrint í framkvæmd.
Framkvæmd vörugjaldsins
verði endurskoðuð svo það
vinni ekki gegn hagsmunum
ísl. iðnaðar.
Samkeppnisiðnaðinum verði
tryggð bankaviðskipti á sömu
kjörum og sjávarútveginum.
Verkin verði látin tala í hag-
ræðingu í rekstri ríkisfyrir-
tækja með sameiningu og
skipulagsbreytingum. T.d.
með sameiningu Borgarspítala,
Landakots og Landsspítala."
Söngför til ísrael
Eins og margir vita stendur mikið
til hjá Kirkjukórasambandi Aust-
urlands á næstu mánuðum.
Ákveðið hefur verið að fara í
söngferð til ísrael um jól 1989.
Kirkjukór Akraness fór fyrstur
íslenskra kóra í slíka söngferð
um jól 1977 og síðan hafa nokkrir
kórar farið og nú síðast kórar
Hveragerðis og Kotstrandar-
kirkju 1987. í þessum ferðum er
m.a. sungið við fæðingarkirkjuna
í Betlehem á aðfangadag og þjóð-
leikhúsinu í Jerúsalem á jóladag
ásamt kórum frá fleiri löndum.
Nú ætlum við sem sagt að ráð-
ast í svona ferð og er það í fyrsta
skipti sem Kirkjukórasamband
gefur öllum kirkjukórsfélögum á
sínu svæði tækifæri til að vera
með. Pátttakan er mjög góð eða
um 80 manna jólakór frá ýmsum
stöðum á Austurlandi.
f>að segir sig sjálft að svona
ferð er dýrt og mikið fyrirtæki.
Kirkjukórarnir þiggja engin laun
fyrir sína miklu vinnu og eiga því
enga sjóði. Sama er uppi á ten-
ingnum hjá Kirkjukórasamband-
inu sem hefur engar tekjur og
verða því farnar ýmsar leiðir til
fjáröflunar. Kórfélagar á hverj-
um stað munu afla peninga með
vinnuframlagi á ýmsan máta og
einnig mun sambandið leita eftir
styrkjum sem síðan verður skipt
jafnt niður á alla kórfélaga.
f.h. stjórnar
Sigurbjörg I. Helgadóttir.
VME Group:
Risaf\TÍrtæki í fram-
leiðslu þungavmnuvéla
- stofnað með samruna
Volvo BM, Michigan og Euclid
Stofnað hefur verið eitt stærsta
fyrirtæki í heiminum í fram-
leiðslu á þungavinnuvélum.
Fyrirtækið tók formlega til starfa
1. janúar sl. og heitir það VME
Group. VME stendur fyrir Volvo
BM, Michigan og Euclid. Fyrir-
tækið var stofnað með samruna
Volvo BM í Svíþjóð og Clark
Michigan í Bandaríkjunum sem
áður höfðu verið sjálfstæð dótt-
urfyrirtæki AB Volvo og Clard
Equipment Company. Volvo BM
og Clark Michigan hafa bæði ára-
tuga reynslu í framleiðslu hvers
konar þungavinnuvéla undir
vörumerkjunum Volvo BM,
Michigan og Euclid. Nýja fyrir-
tækið mun selja framleiðsluna
undir þessum þremur vörumerkj-
um auk þess sem Akermans
sænska gröfufyrirtækið er einnig í
samsteypunni. Framleiðslulína
VME býður því m.a. upp á eftir-
farandi úrval af þungavinnuvél-
um: Hjólaskóflur, liðstýrðar
þungaflutningabifreiðar og fjöl-
nota vinnuvélar (hjólaskófla +
grafa) frá Volvo BM. Hjólaskófl-
ur og hjólaýtur frá Michigan.
Stórar grjótflutningabifreiðar frá
Euclid og hjóla- og beltagröfur
frá Akermans.
Höfuðstöðvar VME eru skráð-
ar í Hollandi af skattalegum sem
og öðrum ástæðum en framleiðsl-
Ein hinna stórvirku vinnuvéla sem
nýja fyrirtækið framleiðir.
an kemur frá 13 verksmiðjum. Af
þeim eru flestar í Svíþjóð og
Bandaríkjunum en fyrirtækið
hefur einnig verksmiðjur í Kan-
ada, Belgíu og Brasilíu.
Umboð fyrir VME á íslandi
hefur Brimborg hf., Skeifunni
15, Reykjavík og hefur fyrirtækið
ráðið sérstakan sölumann til að
annast sölu á framleiðsluvörum
VME. Umboðsaðili Brimborgar
hf. á Norðurlandi er Þórshamar á
Akureyri.