Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 1
TEKJUBRÉF KJARABRÉF FJARMAL P I N 5ÉRGREIN OKKAR FJARFESTINGARFEL^GlDj Ráðhústorgi 3, Akureyri Það er ekkert á þessa veðurguði að treysta. Eg held ég taki enga áhættu og haldi mig bara inni í ylnum. Það er líka fátt skemmtilegra en að horfa á mannlífið úr stofuglugganum! Mynd: tlv Björgvin EA: Einangrun endurnýjuð Áætlað er að viðgerð á Björg- vini EA-311 ijúki í Flekkefjord í Noregi í dag og hann haldi áleiðis heiin á morgun. Til stóð að gera við einangrun í lest til bráðabirgða en ákveðið var að ráðast í viðameiri viðgerðir en til stóð sem fólust í því að brjóta upp allt lestargólf skipsins. í ljós kom að einangrun í gólfi var mjög léleg og þurfti að skipta um hana svo og að endurnýja gólfið. Að sögn Valdimars Braga- sonar, útgerðarstjóra Útgerðar- félags Dalvíkinga, bendir allt til þess að lélegan fisk í síðasta túr Björgvins, sem seldur var í V,- Þýskalandi, megi rekja til lélegr- ar cinangrunar í lcstargólfi. „Það var korninn koltvísýrungur í ein- angrun og því gaus upp óskapleg fýla þegar gólfið var brotið upp,“ segir Valdimar. Björgvin EA var afhentur Útgerðarfélaginu í ágúst á liðnu ári. Á honum er eins árs ábyrgð og því ber skipsmíðastöðin í Flekkefjord köstnað af endurbót- um lestarinnar. „Lestin átti að þola ísfisk og því verður ekki annað sagt en hér sé á ferðinni smíðagalli. Það leikur enginn vafi á því að þessi viðgerð er í ábyrgð,“ segir Valdimar Braga- son. óþh Fundur um ávana- og fíkniefni: Neysla á amfetamíni og kókaíni breiðist ört út Síðastiiðið finuntudagskvöld var haldinn opinn fundur um ávana- og fikniefni í Alþýðu- húsinu á Akureyri á vegum foreldrasamtakanna Vímulaus æska og Lionsklúbbanna á Akureyri. Þessum fundi verða gerð ítarleg skil í næstu viku, en þarna komu fram margvís- leg sjónarmið varðandi áfeng- is- og fíkniefnaneyslu, sérstak- lega á Akureyri. Arnar Jensson, fulltrúi í fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykja- vík, upplýsti að á síðustu 10 árum hefðu 86 einstaklingar í Eyja- fjarðarsýslu verið kærðir fyrir brot á lögum um ávana- og fíkni- efni. Þar af voru 68 á Akureyri en 18 í nágrannabyggðarlögum. Hann sagði að þetta gæti ekki tal- ist mikið miðað við mörg önnur sveitarfélög. Ólafur H. Oddsson héraðs- læknir sagði að það væri ástæða til að vera hæfilega bjartsýnn vegna ástandsins á Akureyri. Samfélagið þar væri íhaldssamt, þróunin hægari en víða annars staðar og íþróttastarf mjög öflugt. Þetta gæti, ásamt öðrum þáttum, haldið útbreiðslu fíkni- efna í lágmarki. Arnar benti á að foreldrar yrðu að vera á varðbergi og þeir þyrftu - foreldrar hvattir til að vera á varðbergi að þekkju einkenni fíkniefna- neyslu og þau áhöld sem notuð eru við neysluna. Hann sagði að örvandi efni á borð við amfeta- mín og kókaín væru í sókn, þau hefðu lækkað í verði og breiddust ört út. Afleiðingar þessa mætti síðan sjá í aukinni tíðni ofbeldis og glæpa. Ingjaldur Arnþórsson, starfs- maður SÁÁ-N, fjallaði m.a. um afneitun foreldra. Hann nefndi dæmi af móður 18 ára pilts, en hann var kominn úr tengslum við samfélagið vegna fíkniefna- neyslu. Þegar rætt var við móður- ina vildi hún hins vegar ekki kannast við það að sonur hennar ætti í neinum vandræðum með fíkniefni. Vandamálið var ekki viðurkennt og sagði Ingjaldur að samskipti við foreldra væru oft mjög erfiður þröskuldur í þessum málum. SS Nýafstaðið Búnaðarþing: Krafa gerð um að ríkis- sjóður standi í skilum - stjórn Búnaðarfélags íslands falið að knýja á um aukafjárveitingu vegna skuldar ríkissjóðs við bændur A nýafstöðnu Búnaðarþingi var m.a. fjallað um vanefndir ríkissjóðs á lögbundnum greiðslum til bænda samkvæmt jarðræktar- og búfjárræktar- lögum. í ályktun þingsins um málið gerði þingið þá kröfu til stjórnvalda að ríkissjóður standi skil á þessum greiðslum og að fullar verðbætur verði greiddar á ógreidd jarðrækt- arframlög vegna framkvæmda 1987 svo og annarra vanskila sem kunni að vera. Stjórn Búnaðarfélags íslands var falið að knýja á um aukafjárveit- ingu hjá Fjármálaráðuneytinu á þessu ári til að staðið verði við lög. Sú upphæð sem er í vanskilum er um 230 milljónir króna. í greinargerð með lokaályktun Búnaðarþings um málið segir að vanefndir á greiðslum jarðrækt- arframlaga valdi bændum fjár- hagsvandræðum þar eð framlögin séu ákveðinn liður í fjármögnun sem bændur geri ráð fyrir þegar í framkvæmdir sé ráðist. Þeirri fullyrðingu er varpað fram í greinargerðinni að hætta sé á því að kynbótastarf lamist ef framlög samkvæmt búfjárræktar- lögum bregðist á þann hátt sem nú hafi gerst. Öflugt kynbótastarf sé forsenda framfara í búfjárrækt og því hljóti það að koma illa við ef kynbótaþátturinn bregðist. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.