Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 11. mars 1989 Krakkar og bjór Heil og sæl. Efni pistilsins er að þessu sinni helgað krökkum og bjór, en sterkari efni læt ég eiga sig! Ef við byrjum á krökkunum þá langar mig til að minnast á hvimleiða málvillu sem veður uppi, ekki bara hjá krökkunum heldur líka hjá fullorðnum þeg- ar þeir tala um krakka. Dæmi: Krakkarnir mínir smakka ekki áfengi. Þau vita að það er skaðlegt. - Hvað er rangt við þetta? Jú, krakki er karlkynsorð og þess vegna er talað um þá krakkana en ekki þau. Fólki er orðið gjörsamlega um megn að skilja þetta. Málvillan er senni- lega tilkomin vegna þess að fólk talar um krakka en hugsar um börn og þess vegna er sagt þau. Gott ef fólk er ekki líka farið að segja þau um unglingana, en ég vil aðeins benda fólki á að hug- leiða kyn orða áður en það not- ar viðeigandi fornöfn. Áður en þetta fer að snúast upp í þátt um íslenskt mál er best að ég vindi mér í bjórinn. Ekki í bókstaflegri merkingu þó vegna þess að hann er svo ægi- lega fitandi. Auk þess finnst mér þessi bjór sem seldur er hér á landi of sterkur, nema ég ætli mér að verða full, sem mér þyk- ir reyndar lítt skemmtilegt. En íslenskir karlmenn kunna vel að meta þennan mjöð. Með froðuna á nefbroddinum og ístruna milli fóta hlaupa þeir á milli barborðsins og salernisins, hæstánægðir með lífið og tilver- una, þangað til daginn eftir. Þá sjá þeir eftir öllu saman og inn nægilega skynsamur til að hlýða mér. Synirnir hlýða mér líka, a.m.k. ennþá, og því get ég vel við unað á þessu karla- heimili. Ég las það í Degi að ungling- arnir hefðu prófað bjórinn ræki- lega og af þeim sökum hefði skapast ófremdarástand fyrir utan Dynheima. Sjálfsagt er að líta þetta mál alvarlegum aug- um, en þó tel ég að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af ung- lingunum. Við vitum að 10% þeirra verða alkóhólistar, hinir hlaupa af sér hornin, eru kannski mislengi að því og eiga miserfitt með það, en það tekst að mestu hjá þessum 90%. Eftir nokkur ár er það gleymt að þeir hafi nokkru sinni verið til vand- ræða sakir ölvunar og óspekta. Þetta var sú hlið er snýr að bjór og öðru áfengi. Einn af hverjum tíu getur ekki stjórnað sinni drykkju og fer sífellt niður á við, andlega, líkamlega og félagslega. En það eru ýmsir aðrir þættir sem geta höggvið skörð í þennan fríða hóp ungl- inga. Sum skörðin mynduðust reyndar strax í bernsku. Þá er ég að tala um uppeldi og umhverfi. Það eru mörg ljón á veginum. Vinnubrjálæði og lífs- gæðakapphlaup foreldra, sundr- aðar fjölskyldur, sjónvarps- og myndbandagláp, vinna barna með skólanum, þjóðfélag sem er fjandsamlegt börnum o.s.frv. Ég vil bara hvetja alla til þess að taka þátt í barna- og ungjinga- vikunni. Takk fyrir. heimta náð og miskunn hjá eiginkonunum. Maðurinn minn er fjarskalega uppveðraður út af þessu hland- litaða vatni. Hann hélt sig þó á mottunni 1. mars, enda er hann í ábyrgðarstöðu og getur ekki leyft sér að sulla í miðri viku, hvað þá í vinnunni. Föstudag- inn 3. mars var ísskápurinn hins vegar troðfullur af bláum, græn- um og gylltum dósum, sem reyndar gekk ótrúlega fljótt á. Ég prísaði mig sæla yfir því að búa ekki í blokk því salernis- ferðir mannsins voru óteljandi og stóðu langt fram eftir nóttu. Þá var ég reyndar komin í bólið en ég heyrði að undir það síð- asta var bjórinn ekki aðeins far- inn að leita niður og út heldur líka upp. Það voru ekki fögur hljóð. Heilsa karlangans daginn eftir var slík að hann gat ekki einu sinni horft á ensku knatt- spyrnuna. Ég fékk þá loksins frið fyrir tautinu í Bjarna Felixsyni. Um kvöldmatarleytið hafði karlinn loksins þrek til að renna niður vatnssopa og hann sagði ekki orð yfir því að ég hafði g-'arlægt bjórinn úr ísskápnum. g sagði honum að við ættum ekki að geyma áfengi á slíkum stað, þar sem það blasti við son- um okkar. Um þetta atriði urð- um við sammála, enda maður- „Við vitum að 10% þeirra verða alkóhólistar, hinir hlaupa af sér hornin.“ heilsupósturinn Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann Eiga konur erfiðara með að hætla að reykja? Það er ekki nóg með ab konum sem reykja virðist stafa meiri hætta af hjartasjúkdómum en öðrum. Lungnakrabbamein er í sífelldri aukningu meðal kvenna. (USA). Ástæðan er enn og aftur reykingarnar. Lungnakrabba- mein veldur dauða miðaldra, sem og eldri kvenna vegna vana sem þær áunnu sér áratugum áður, þegar þekking á því hver áhrif reykinga eru voru tiltölulega óþekkt. Hins vegar ættu ungar konur í dag að vita betur. Einhverra hluta vegna virðast ungir menn stunda reykingar minna heldur en kvenþjóðin. Reykingar eru taldar orsök um 85% af lungnakrabba bæði hjá konum og körlum. Það eru hins vegar ýmsar röksemdir sem benda til þess að konur eigi erfið- ara með að hætta að reykja held- ur en karlmenn. Ástæðan fyrir því gæti verið sú að konurnar verða oft hræddar um að þær fitni ef þær hætti að reykja eða taki upp einhverja aðra siði sem ekki geta talist betri. Eða það sem verra er að þær hafa ekki nægjan- legt sjálfstraust til þess að leggja í að hætta. Þetta eru allt saman sálfræðilegar ástæður svo engin skal halda því fram að ekki sé hægt að sigrast á þeitn. Það gætu þó verið líkamlegar eða erfðafræðilegar ástæður fyrir þessum erfiðleikum. T.d hafa vfsindalegar rannsóknir sem gerðar voru á öpum sýnt að ein- hverra hluta vegna áttu kven- aparnir erfiðara með að hætta að reykja heldur en karlaparnir. Eitt er það sem allar reykinga- konur ættu að vita um lungna- krabba, og það er að hann er ólíkur brjóstakrabbameini að því leyti að hann er næsturn því alltaf banvænn. Lungnakrabbi er svo undirförull sjúkdómur að yfirjeitt koma engin einkenni (brjóst- verkir, stöðugur hósti, létting) fram fyrr en það er orðin lítil von um lækningu. Þó að komið sé auga á einkenni lungnakrabba með myndatöku er hann yfirleitt kominn á það stig að lítið sem ekkert er hægt að gera. Það er því greinilegt að konur sem karl- ar hafa góða ástæðu til þess að hætta að reykja. Æfingar þynna blóðið Nú hefur verið sýnt fram á að reglulegar æfingar stuðli að því að blóðið hlaupi ekki eins mikið í kekki og áður. Tímaritið „The Medical Journal Circulation“ segir frá rannsókn í Finnlandi sem gerð var á því hvaða áhrif æfingar hefðu á 19 miðaldra menn sem allir höfðu aðeins of háan blóðþrýsting. Eftir að hafa stundað rösklega göngu og rólegt skokk fimm daga vikunnar í þrjá mánuði, var greinilegt að blóðið hljóp ekki eins mikið í kekki og hjá þeim sem engar æfingar stunduðu. Þessar uppgötvanir bæta á þann þekkingaforða á fyrirbyggjandi aðferðum gegn hjartasjúkdómum sem þegar hef- ur aflast. Reykingar eru eins og tímasprengja sem enginn veit hvenær springur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.