Dagur - 11.03.1989, Síða 16
Akureyri, laugardagur 11. mars 1989
Öll þjónusta fyrir
háþrýstislöngur
tengi og barka
í bílinn, skipið eða vinnuvélina
Pressum tengin á • Vönduð vinna
þÓRSHAMAR HF.
Við Tryggvabraut ■ Akureyri ■ Sími 22700
Minjasafnið á Akureyri:
Grunnskólanemendur í tóvinnu
I Minjasafninu á Akureyri hef-
ur farið fram safnkennsla í
tóvinnu og ullarmeðferð undan-
farnar vikur. Kennslan fer
þannig fram að grunnskóla-
nemendur spreyta sig á að
vinna uU með gömlu handverk-
færunum; kömbum og snæld-
um.
Guðný G. Gunnarsdóttir,
safnvörður Minjasafnins, leið-
beinir nemendunum um vinnu-
brögðin. Grunnskólum á Akur-
eyri stendur til boða að senda
nemendur í heimsókn í slíka
safnkennslu í 15 til 25 manna
hópum. Mikilvægt er að safn-
kennslan sé undirbúin af kennara
í viðkomandi bekkjum áður en
safnið er heimsótt. Lesörkin „Ull
og tóvinna" frá þjóðminjasafninu
er notuð til undirbúnings fyrir
safnkennsluna og eins má nota
þær upplýsingar til aðstoðár
nemendum við að vinna skóla-
verkefni um ullarvinnslu.
Kynningarrit hefur verið sent
til grunnskóla á Akureyri um
þetta verkefni. Hingað til hafa
nemendur 7. bekkjar Gagnffæða-
skóla Akureyrar farið í Minja-
safnið í þessu skyni en safn-
kennslan stendur öllum grunn-
skólanemendum til boða, bæði
eldri sem yngri. Góð reynsla hef-
ur verið af þessu framtaki Minja-
safnsins og hefur unga fólkið
áhuga á að kynnast vinnubrögð-
um eldri kynslóða. EHB
Þeir voru önnum kafnir við aö kemba og spinna, strákarnir í 7. bekk E í Gagnfræðaskóla Akureyrar, þegar Ijós-
myndari smellti af þeim mynd í Minjasafninu. Ekki var annað að sjá en þetta væri hin besta skemmtun. Mynd: tlv
Hótel Ólafsijörður stækkar:
Hef trú á að jarðgöngin veki
forvitni ferðafólks í sumar
Þessa dagana er unnið að
endurbótum á Hótel Ólafsfirði
og er ráðgert að Ijúka þeim að
mánuði liðnum. Um er að
ræða stækkun á veitingasal og
þá verður settur upp bar, sem
ekki hefur áður verið í Hótel-
inu.
Húsnæði hótelsins verður breytt
í þá verðu að byggðar verða tvær
litlar álmur við það, önnur í
norðvesturenda og hin vestan
hússins. Þangað verða fluttar
geymslur og þvottahús en rýmið
sem þá losnar verður nýtt til
stækkunar á veitingasalnum.
Lætur nærri að með þessum
breytingum stækki veitingasalur-
inn um helming, áður tók hann
um 40 manns í sæti en eftir breyt-
ingarnar má ætla að verði pláss
fyrir um 70 gesti í sæti.
Hótel Norðurland:
Nýr hótel-
ráðinn
I gaer var gengið frá ráðningu
hótelstjóra Hótels Norðurlands,
sem áður hét Hótel Varðborg.
Nýi hótelstjórinn heitir Guð-
rún Erla Gunnarsdóttir og mun
hefja störf 1. maí nk. Hótelið
verður opnað 1. júní eftir gagn-
gerar endurbætur. Þegar er farið
að bóka gesti á nýja hótelið. VG
segir Páll Ellertsson hótelstjóri
stjóri
Páll Ellertsson, hótelstjóri,
sagði í samtali við Dag að ekki
liggi fyrir hvað þessar breytingar
kosti. Hann segir að þær hafi ver-
ið fjármagnaðar með láni frá
Byggðastofnun.
Páll segir að með breytingum á
veitingaaðstöðu verði Hótel
Ólafsfjörður mun betur í stakk
búið til að taka á móti stórum
hópum ferðafólks. Hann segist
bjartsýnn á sumarið, ekki síst
vegna framkvæmda við jarðgöng
í Ölafsfjarðarmúla. „Ég trúi að
jarðgöngin muni vekja forvitni
ferðafólks og það leggi leið sína
hingað til að kynna sér fram-
kvæmdirnar. Ég hef enga trú á
öðru en Hótelið komi til með að
njóta góðs af þessu,“ segir Páll
Ellertsson. óþh
Skagaströnd:
Nóg að gera
í kringum
rækjuna og
fískinn
„Það er ailt gott að frétta af
okkur. Það er næg vinna
núna og ég veit ekki til þess
að við séum með neina á
atvinnuleysisskrá í dag, þeir
gætu kannski verið einn til
tveir,“ sagði Guðmundur
Sigvaldason sveitarstjóri á
Skagaströnd í samtali við
Dag, er blaðið sló á þráðinn
til hans. Nóg er að gera í
kringum rækjuna og fiskinn,
rækjubátarnir sex sem gerð-
ir eru út frá Skagaströnd
eiga þó nokkuð eftir af
kvóta. Búist er við að inn-
fjarðarrækjan muni duga
fram í aprílmánuð.
Skömmu eftir áramót var
komið fyrir flæðilínu í frysti-
húsi Hólaness hf. og cr allt
komið á fullt þar að nýju. Þar
er nú unnið í hópbónus, í staö
einstaklingsbónus áður, og er
starfsfólk ánægt með núver-
andi fyrirkomulag.
Aðspurður um framkvæmd-
ir á vegum Höfðahrepps í
sumar sagði Guðmundur Sig-
valdason að þær yrðu af skorn-
unt skammti. Helstu fram-
kvæmdir verða þær að lokið
verður við byggingu fimm
kaupleiguíbúða, sem byrjað
var að byggja sl. suntar. Fyrir
skömmu var fjárhagsáætlun
Höfðahrepps afgreidd fyrir
þetta ár, og niðurstöðutalan
þar er í kringum 75 milljónir
króna. Tekjuafgangur er um
3,3 milljónir og sagði Guð-
mundur að staðan væri ögn
betri en í fyrra, þó ekki væri
hún góð.
Sem kunnugt er á Höfða-
hreppur 50 ára afntæli í ár og í
sumar verður mikið um dýröir
á Skagaströnd í tilefni afmæl-
isins. -bjb
Steftit að því að byggja ofan
á hús Kaupfélagsins á Dalvík
- hugsanlega ráðist í 600 fm byggingu við Bílaverkstæði Dalvíkur
Stefnt er að því að byggja eina
hæð ofan á aðalbyggingu úti-
bús KEA á Dalvík í sumar.
Málið hefur ekki hlotið
afgreiðslu bygginganefndar á
Dalvík en ef hún afgreiðir
erindi KEA jákvætt verða
væntanlega hafnar fram-
kvæmdir í júní nk.
í raun er um að ræða viðbygg-
ingu við núverandi efstu hæð
Kaupfélagshússins. Hún er ein-
ungis yfir hluta af húsinu en hug-
myndin er að byggja heila hæð
ofan á gömlu „kringluna" og
þannig fengist um 300 fm. rýmii
sem Kaupfélagið myndi einungis
nýta að hluta en hugmyndin er
síðan að leigja út afgangsrýmið.
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson,
útibússtjóri KEA á Dalvík, segir
að nú liggi fyrir teikningar af
slíkri viðbyggingu sem nú sé ver-
ið að endurskoða til framlagning-
ar í bygginganefnd. Hann segir
að í langan tíma hafi þak hússins
verið að miklu leyti ónýtt og fyrir
hafi legið að endurnýja þyrfti það
að meira eða minna leyti. Kostn-
aður við slíkar endurbætur segir
Rögnvaldur að hefði orðið mikill
og litlu minni en ef hreinlega væri
byggð hæð ofan á húsið. Því hafi
mönnum þótt eðlilegast að stíga
skrefið til fulls og ráðast í slíka
byggingu þó fyrirséð væri á þess-
ari stundu að Kaupfélagið þyrfti
ekki í dag á öllu rýminu að halda.
En það eru fleiri járn í eldinum
hjá útibúi KEA á Dalvík. Hugs-
anlegt er að ráðist verði í við-
byggingu við Bílaverkstæði Dal-
víkur fyrir vélsmiðju. „Þessi
bygging er inn í myndinni á árinu
og nú er verið að leita til lána-
stofnana með fyrirgreiðslu,“ seg-
ir Rögnvaldur Skíði.
Um er að ræða 600 fermetra
hús sem kæmi vinkilt út frá
núverandi lager verkstæðisins.
„Það er brýnt að gera þarna brag-
arbót því núverandi húsnæði
vélsmiðjunnar er mjög lélegt og
varla hægt að bjóða mönnum upp
á að vinna í því.“
í fyrra var gerð áætlun unt
byggingu nýs húss við Bílaverk-
stæði Dalvíkur ásamt með nauð-
synlegum endurbótum á Bíla-
verkstæðinu. Áætlunin hljóðaði
upp á um 40 milljónir króna á
verðlagi síðasta árs. „Nú er ekki
rætt um breytingar á eldra hús-
næðinu. Sjónum er fyrst og
fremst beint að byggingu nýs húss
og að bæta aðstöðu fyrir
starfsmenn. Kostnaður við slíkar
framkvæmdir er nokkru lægri en
fyrri áætlun gerði ráð fyrir,“ segir
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson.
óþh