Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 6
6 - Pft9Wgi«wrftwr. Meiri grundvöllurfyrir að reka crtvinnuknaltspymullð en alvinnuleikhijs ó Akureyri - Stefón Gunnlaugsson leikur laus í Helgarviðtali í dag Maðurinn sem er í helgarviðtali í dag er þekktur fyrir allt annað en að slæpast. Hann er innfæddur Akureyr- ingur, Eyrarpúki meira að segja og býr að sjálfsögðu enn í bænum. Hann kemur hreint til dyranna, segir sína meiningu og stendur á henni. Hann er kunnur fyrir dugnað og hefur unnið ómetanlegt starf fyrir íþróttafé- lagið sitt. Stefán heitir hann og er Gunnlaugsson, en manna á meðal er hann bara kallaður Stebbi Gull. Hér ræðir hann um heima og geima, en að sjálfsögðu var ekki hægt að sneiða hjá því að spjalla aðeins um íþrótt- irnar enda maðurinn annálaður áhugamaður. Hann seg- ir hér skemmtilega frá Gullaldarárum Sjallans, starfi sínu sem fasteignasali og lýsir skoðunum sínum á íburði í opinberum byggingum svo eitthvað sé nefnt. egar Stefán var ungur piltur, kaus hann að læra að verða framreiðslumaður. „Ég byrjaði í Sjallanum þegar hann var opn- aður 1963, þá 18 ára gamall. Auk þess vann ég 13 ár sem tryggingafulltrúi hjá Bruna- bót, en þá var Þórður Gunnarsson umboðs- maður Brunabótar og framkvæmdastjóri Sjallans. Þórð tel ég vera þann besta vinnu- veitanda sem hægt er að hugsa sér. Honum var það einkar lagið að stjórna fólki án þess að það yrði mikið vart við hann. Ég tel þann eiginleika hjá stjórnanda mikinn kost, því þeir sem þurfa að vinna undir stjórn einhvers manns, þurfa að geta unnið hlutina þannig að yfirmaðurinn þurfi ekki stanslaust að skipta sér af.“ Það var einmitt á þessum árum Stefáns í Sjallanum og hjá Brunabót að þeir taka sig saman hann og Þórður, auk Hallgríms Ara- sonar og Jónasar heitins Þórarinssonar og stofna Bautann 1971. „Bautinn var alltaf mjög vinsæll á sumrin, en í byrjun var stað- urinn með sjálfafsgreiðsluformi, var svona meira grill. Smiðjan kom ekki fyrr en 1977, en okkur fannst vanta sal fyrir einkasam- kvæmi og fyrsta árið var t.d. eingöngu um slíka starfsemi að ræða. Skömmu sfðar bættist Björn Arason í þennan hóp og Sævar Halldórsson sem keypti hlut Maríu, ekkju Jónasar og reka þeir Björn og Sævar saman Bautabúrið sem við stofnuðum fyrir um 5 árum síðan. “ Ogurlega góð ár Við viljum forvitnast meira um Sjallaárin. Rósrauður blær virðist hvíla yfir minning- unni um Gullaldarár Sjallans hjá fólki sem var upp á sitt besta þá, en hvernig skyldi það hafa verið að vera hinum megin við „borðið?" „Þetta voru ógurlega góð ár og þarna var t.d. fastur kjarni sem kom kvöld eftir kvöld, helgi eftir helgi og átti sín föstu borð. Það var ekki nóg með það, því þegar síldarárin stóðu sem hæst, komu menn langar leiðir, jafnvel á einkaflugvélum til þess eins að fara í Sjallann og eyddu óhemjumiklum peningum í þetta. Það var alltaf nóg að gera; opið öll kvöld vikunnar nema miðvikudagskvöld og föstudagskvöld voru engu síðri en laugardagskvöldin. Um helgar mætti fólk snemma þvi það þótti mikið kappsmál að ná sér í borð, en því má ekki gleyma að á þessum tíma voru dans- staðir aðeins opnir til eitt á föstudögum og tvö á laugardögum og fyrstu árin er ég ekki frá því að hafi verið meira um matargesti. Nú þarna var Ingimar Eydal að sjálfsögðu með sína hljómsveit og það var mjög mikil stemmning í kringum húsið.“ Aðspurður um hvort það hafi þá ekki verið gaman að vinna í Sjallanum fyrir bragðið, sagðist Stefán telja það. Að sjálfsögðu hafi þetta oft verið ansi erfitt því alltaf var mikið að gera. „Maður smakkaði aldrei vín í vinn- unni en var samt þræl timbraður daginn eft- ir af tóbaksreyknum. Mér finnst almennar reykingar hafa verið meiri þá en í dag.“ Skemmtanamynstrið hefur breyst - Nú ert þú hættur þegar Sjallinn brennur, var samt ekki sárt að horfa á eftir honum? „Maður vissi fyrir það fyrsta að þetta yrði meiriháttar áfall fyrir bæinn. Því hvaða álit sem menn hafa á Sjallanum, þá eða nú, er því ekki að neita að fátt hefur laðað eins að bænum og þessi skemmtistaður.“ - Nú virðist ganga frekar treglega að fá Akureyringa til að skemmta sér nema á laugardögum í dag, hvers vegna heldur þú að það sé? „Ég held að skemmtanamynstrið hafi breyst. Fólk skemmtir sér minna og öðru- vísi. Það er orðið dýrara inn og fólk hefur líka minni peninga milli handanna. Málið er hins vegar, að þetta þarf að kosta svona mikið því það er dýrt að reka vejtingastaði og þeir eru mikið skattlagðir.“ A Sjallaárum Stefáns kynntist hann kon- unni sinni, Hugrúnu Engilbertsdóttur en hún er ættuð frá Akranesi. „Hún var að læra hjúkrun hér á Akureyri og kom auð- vitað í Sjallann eins og allir sem í bænum voru og þannig kynntumst við.“ Stefán og Hugrún eiga nú saman fjögur börn, elstur er Gunnlaugur 21 árs, þá Eva Laufey 19 ára, Stefán 17 ára og yngstur er Davíð 8 ára. Fasteignasala spennandi starf Athafnamennskan hefur greinilega vaknað snemma hjá Stefáni, því hann kom víða við á þessum árum. Hann var t.d. einn af stofn- endum SS Byggis og fyrir um tíu árum vann hann í þrjú ár sem fasteignasali hjá þeim bræðrum, Jóni og Gunnari Sólnes. „Þetta var spennandi vinna og átti mjög vel við mig a.m.k. þá. Fasteignasala er starf sem þú þarft að hafa meira fyrir en þegar þú seljur einn sjúss eða eina steik. Þarna ertu að fara með, ekki aðeins aleigu fólks heldur alla peningana sem það kemur til með að afla næstu árin. Það treystir þér fyrir pen- ingunum sínum og því mátti maður ekki eingöngu hugsa um að koma sölu á til þess að fá prósenturnar. Ég fann talsvert fyrir þessari ábyrgð, en auðvitað var maður líka áhugasamur að selja. Maður reyndi að gera fólki grein fyrir hvaða verðmæti það var með í höndunum og það er oft verið að tala um að sölumenn fasteigna geti ráðið verði á húsum, en það er mesti misskilningur. Ég tel það oftar þannig, að eigendur fasteigna telja sig með meiri eign en raunin er, en auðvitað er það eigandinn sem samþykkir að lokum það verð sem sett er upp fyrir fasteignina." - Heldur þú að það vanti hjá fasteigna- sölum að ráðleggja fólki að ráðast ekki í kaup sem það ræður ekki við? „Já sjálfsagt, en það er sjálfsagt líka vegna þess að fasteignasölumönnum er ekki gerð grein fyrir og þeir e.t.v. kynna sér ekki nægilega hvaða möguleika eða tekjur fólk hefur, sem er nauðsynlegt. Eftir að verðtryggingar lána komu til, verður t.d. að spá í þessa hluti og hvort aðilar sem eru að kaupa eignir eigi möguleika á að standa í skilum. Aður heyrði það til undantekninga að lán vegna húsnæðiskaupa voru verð- tryggð í topp.“ Hrossakaup í pólitík Það er ekki hægt að ræða við Stefán Gunn- laugsson án þess að minnast á íþróttir sem eru hans aðaláhugamál. Boltaíþróttirnar eru þar í uppáhaldi og knattspyrna númer eitt. En ef það væru ekki íþróttirnar, hvað væri hann að gera í staðinn? Myndi pólitík- in t.d. heilla? „Nei, ekki pólitík. Pólitíkin höfðar ekki til mín. Mér hafa verið boðin sæti á listum hjá þremur stjórnmálaflokkum, en ég er sennilega of mikill einfari til að eiga heima í pólitík. íþróttirnar eru öðruvísi, þar er t.d. ekki eins mikið um hrossakaup og í stjórnmálunum. Ég get eiginlega ekki hugsað mér neitt annað en þetta sem ég er að gera. Snobbíþróttir eins og veiði eða golf eru ekki fyrir mig, ég hef aldrei prófað þær og hef engan áhuga á þeim. Nú tek ég sjálfsagt of stórt til orða í sambandi við golfið og ætla mér alls ekki að móðga vini mína þar, en hér áður fyrr var golf heldri manna íþrótt, það er ekki hægt að neita því. Svo verð ég sennilega að viðurkenna það að ég hef ekki lægni til að leika golf og á ekki til nógu mikla þolinmæði til að standa og berja laxveiðiár.“ Við fórum aðeins nánar út í þann eigin- leika Stefáns að vera óþolinmóður og spurðum hann eftir hverju honum þætti þá erfiðast að bíða. Ekki stóð á svari: „Topp- árangri KA í knattspyrnu.“ Sumir myndu eflaust telja Stefán ákaflega þolinmóðan mann eftir að heyra það svar. Stór hluti frístunda Stefáns hafa farið í KA og segist hann ekki geta hugsað sér það öðruvísi. „Orkan hefur mikið til farið í félagið og sjálfsagt hefur annað þurft að sitja á hakanum. Það hafa t.d. aldrei verið tekin frí öðruvísi en að þau rekist ekki á knattspyrnuvertíðina. Hann er nú formað- ur knattspyrnudeildar en hefur í gegnum árin sinnt öðrum stjórnarstörfum einnig. Hann var formaður félagsins árið 1970, tók sér síðan smá frí en hefur verið á fullu síðan. Eitt ár tók hann t.d. að sér hand- knattleiksdeildina þegar hún var í miklum skuldum og enginn annar vildi taka starfið að sér. - Hefur þú sjálfur leikið knattspyrnu Stefán? „Ég var í fótbolta sem strákur og hafði óhemju gaman af. Komst í lið í yngri flokk- um en ekki þegar ég varð eldri, sem var bæði vegna þess að ég var ekki nógu góður og að þá var ég líka byrjaður í Sjallanum og hafði minni tíma.“ Vígsla KA-hússins ógleymanleg - Hver myndir þú segja að væri stærsta stund KA þann tíma sem þú hefur starfað? „Það er bygging KA-heimilisins sem voru mikil tímamót. Ég var áður búinn að starfa í kringum uppbyggingu vallanna og girðingu svæðisins og því næst var ákveðið að fara út í þessa byggingu. Allt í kringum það var ævintýri líkast. Fyrst var bara ákveðið að byggja litla áhaldageymslu en formaður félagsins þá Guðmundur Heiðreksson og ég unnum mjög náið saman. Hans hlutur í byggingu hússins er t.d. mun stærri en margir halda því það var hann sem teiknaði húsið. Við höfðum með okkur mjög góða menn í byggingarnefnd sem unnu mikið, en það var samt aldrei haldinn formlegur fundur í nefndinni þó ótrúlegt megi teljast. Þetta var bara drifið áfram og byggt upp, upphaflegum áætlun- um breytt eftir því sem leið á bygginguna og húsið reist á einu ári. Að flestra áliti eig- um við þarna mjög gott og skemmtilegt hús. í dag teljum við reyndar að við gætum notað eins og tvo búningsklefa í viðbót en við höfum kost á að bæta þeim við seinna." Stefán segir að tiltölulega auðvelt hafi verið að fá sjálfboðaliða til vinnu, en þó hafi reynst nauðsynlegt að vera með menn á launum sem gátu þá stjórnað sjálfboða- liðunum. „Það verður mér ógleymanlegt þegar við vígðum húsið. Nóttin áður og nóttin á eftir; lifa lengi í minningunni. Auðvitað var ekki ailt tilbúið daginn áður og við vorum ákveðin í að vígja ekki húsið fyrr en allt væri komið í lag bæði innanhúss og utan. Það voru tugir manna að störfum alla nóttina í óskaplega góðu og skemmti- legu veðri. En tilkoma hússin olli byltingu í félagsmálum félagsins og í dag skilur eng- inn hvernig hægt var að reka félagið áður.“ - Hvað er svona heillandi við íþróttirnar og þá helst, fótboltann? „Spennan og að starfa með skemmtilegu fólki að sama markmiði, sem er að ná árangri og vera betri í ár en síðasta ár. Vera með sterkari menn og betri þjálfara. Það er óhemju krefjandi og erfitt starf að reka öfluga knattspyrnudeild.“ Gervigrasvöllur óraunhæf hugmynd nú í nýlegu viðtali við Svein Jónsson formann KR í Morgunblaðinu segir Sveinn að atvinnumennska í knattspyrnu nálgist óðum. Stefán hefur lýst þeirri skoðun sinni að meiri grundvöllur sé fyrir því að reka atvinnuknattspyrnulið en atvinnuleikhús á Akureyri. „Það er miklu meiri áhugi fyrir knattspyrnu en leikhúsi á Akureyri. Auð- vitað verður mjög erfitt að reka atvinnu- mannalið hér, þó það væri bara hálf- atvinnumannalið og hvort hægt verður að reka tvö slík lið á Akureyri veit ég ekki. Hins vegar er ég á þeirri skoðun að nauð- synlegt sé að eiga tvö öflug knattspyrnu- og íþróttafélög í bænum eins og er nú. Þá tel ég að atvinnumennska sé það sem muni koma, en þó er brýnna að koma upp boð- legri aðstöðu fyrir knattspyrnumenn. Varð- andi gervigrasvöll hefur nú komið í ljós að það mun kosta okkur geysilega mikið að hita hann upp og grundvöllurinn fyrir slík- um velli því brostinn á meðan hitaveitan er svona dýr. í Reykjavík kostart.d. 3,7 millj- ónir á ári að hita gervigrasið í 7 mánuði og sama magn myndi kosta 9,3 á Akureyri. Þessi upphæð myndi sjálfsagt hækka því

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.