Dagur


Dagur - 11.03.1989, Qupperneq 7

Dagur - 11.03.1989, Qupperneq 7
LfflSÍra^flr H ’(H»§1fS«iÍT)SÖ0Aa7 a hér snjóar meira og er kaldara en í Reykja- vík. Ég er því spenntari fyrir því að byggja létt hús yfir malarvöll, hafa það óupphitað en með góðri lýsingu. Þetta þyrfti bara að vera skýli sem aftraði snjó og vindi og væri raunhæfari lausn á okkar vanda í dag. Það þarf aö leysa þetta mál, með því myndi létta á íþróttahúsunum og knattspyrnu- menn gætu æft allt árið. í dag æfir enginn fótbolta úti á veturna og það er ekki raun- hæft fyrir okkur að tala um atvinnu- mennsku á meðan aðstaðan er ekki betra.“ íburður í opinberum byggingum of mikill Áhugi á byggingu íþróttahúss hjá KA er mikill og hefur nú verið skipuð nefnd sem kanna á möguleika á slíkri byggingu. Nefndin hefur ekki starfað mikið ennþá, en draumurinn er að byggja slíkt hús í sam- vinnu við Lundarskóla. „Skólayfirvöld hafa áhuga á slíkri samvinnu, en ég held að við verðum að fara sömu leið og Hafnarfjarð- arbær og Seltjarnarnes fóru á sínum tíma og byggja íþróttahús á mjög skömmum tíma þó svo að ég hafi ekki trú á að hægt verði að endurtaka það sem gert var þegar félagsheimilið var byggt. Við þurfum að leitast við að byggja hús áþekkt Skemm- unni sem ég tel mjög gott íþróttahús. Þar er komið ódýrt og gott hús án alls íburðar, en notagildi íþróttahúss á að vera númer eitt, rétt lýsing, góð gólf, loftræsting og næg lofthæð er það sem þarf. íburður í opinber- um byggingum er allt of aigengur þó hann sé hvergi eins mikill og í kirkjunum. Mér finnst bruðlað þar og tel að þó þær bygging- ar þurfi að sjálfsögðu að vera góðar, þurfi ekki eins og stundum virðist vera, afkára- legar byggingar til þess að ná sambandi við Guð. Ég vil þó taka fram að við erum laus við þetta bruðl í kirkjum hér á Akureyri." Stefán segir bæjaryfirvöld á Akureyri sýna íþróttafélögum góðan skilning. Þó finnst honum ríkja doði vegna byggingar íþróttahússins og er óhress með þá afgreiðslu sem félagið fékk þegar sótt var um stærra svæði. „Það er sorglegt að félagið skuli vera búið að fá úthlutað svæði og setja niður á það eignir sem metnar eru á 40-50 milljón- ir, en fá síðan ekki svæði í viðbót eins og félagið þarf. Ég tel bæjaryfirvöld sleppa til- tölulega vel frá því þegar frjáls félagasam- tök vilja gera svona hluti eins og KA hefur sýnt áhuga á að gera. Bær og ríki eiga að styrkja félög sem starfa svona mikið en gera kröfur til og hafa eftirlit með því að peningum sem veitt er sé vel varið. Auðvit- að á að verðlauna félög sem byggja upp með því að veita þeim enn meiri styrk. Þar sem allur peningur fer í að reka félög frá degi til dags, á að veita meira aðhald í fjár- veitingum." Hugmynd KA-manna um rekstur sam- eiginlegs íþróttahúss með Lundarskóla er sú, að skólinn réði yfir húsinu frá kl. 08.00 til 17.00 á daginn og þá tæki félagið við og ræki húsið jafnframt á kvöldin og um helgar. „Svona fyrirkomulag á rekstri væri mjög hentugt, en það á umfram allt að byggja hentugt hús og án íburðar. VG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.