Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 4
3 - íRJÐAÖ - HísQS eism .f t lugBbiRousJ 4 - DAGUR - Laugardagur 11. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÚRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Eitt ráðuneyti iimhverfismála Umhverfismál eru og hafa verið hornreka í íslenska stjórnkerfinu. Þó er mönnum að verða æ betur ljóst mikilvægi þessa málaflokks. Undanfarin ár hefur verið rætt um nauðsyn þess að samræma stjórnun umhverfismála og þá með því að stofna sérstakt umhverfismálaráðuneyti að hætti annarra þjóða á Vesturlöndum. Eins og staðan er nú væri svo sem hægt að móta sam- ræmda stefnu í umhverfismálum til langs tíma og sú stefnumótun er reyndar þegar hafin. Það verður þó örugglega þrautin þyngri að framfylgja þeirri stefnu, því enginn einn aðili öðrum fremur hefur með stjórn umhverfismála að gera. Þvert á móti hafa hin ýmsu fagráðuneyti með einum eða öðrum hætti umsjón með þessum viðamikla málaflokki. Þar má m.a. nefna menntamálaráðu- neytið, samgönguráðuneytið, sjávarútvegs- ráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, iðnaðarráðu- neytið, utanríkisráðuneytið og síðast en ekki síst landbúnaðarráðuneytið. Það segir sig sjálft að svo dreifð yfirstjórn getur aldrei orðið skilvirk. Hún þarf nauðsynlega að vera á einum stað - í einu ráðuneyti. Sökum þess hve umhverfismál eru viða- og þýðingarmikill málaflokkur hefur verið talið best að stofna um hann sérstakt ráðuneyti. Frum- varp um samræmda stjórn umhverfismála ligg- ur nú fyrir Alþingi. Stefnt er að afgreiðslu þess fyrir þinglok og talið að það eigi stuðning mikils meirihluta þingmanna vísan. Á nýloknu Búnaðarþingi var mörgum á óvart samþykkt ályktun sem gengur þvert gegn þeirri stefnu sem stjórnvöld eru að móta um stjórnun umhverfismála. Búnaðarþing mælir gegn sam- þykkt ofangreinds frumvarps og telur að ein- stakir þættir í stjórnun umhverfismála séu að meginhluta til best komnir í umsjón hinna ýmsu fagráðuneyta. Þó er fallist á nauðsyn þess að „fyrir hendi sé ákveðinn aðili eða ráðuneytis- deild sem hafi á hendi samræmingu á verka- skiptingu hinna einstöku ráðuneyta og komi fram sem sameiginlegur fulltrúi þjóðarinnar í samskiptum hennar við umheiminn um þessa mikilvægu málaflokka, “ eins og segir í ályktun Búnaðarþings. Vonandi láta þingmenn þessa íhaldssömu afstöðu meirihluta Búnaðarþingsfulltrúa ekki hafa áhrif á sig þegar frumvarpið um samræmda stjórnun umhverfismála verður afgreitt. Stofnun sérstaks umhverfismálaráðuneytis yrði tvímæla- laust stórt skref fram á við og í raun staðfesting þess að umhverfismál þarf að taka mun fastari tökum en gert hefur verið fram til þessa. BB. myndbandorýni Spilltar löggur ogmellumaimna Videoland: Sliakedown on the Sunset Strip Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Walter Grauman Aðalhlutverk: Perry King, Season Hubley, Joan Van Ark Sýningartími 90 mínútur Bönnuð börnum yngri en 12 ára Shakedown on the Sunset Strip er byggð á sannsögulegum atburðum um spillingu innan lög- reglunnar í Los Angeles. Efnið býður upp á snarpa kvikmynd, spennumynd þar sem enginn veit hverjum er í rauninni hægt að treysta, því spillingin er alls ráð- andi. Walter Grauman hefur hins vegar greinilega hafnað þessari leið og búið til all sérstæða Marlow-stælingu með gaman- sömu ívafi. Drottningin í spillingarnetinu er mellumamman Brenda Allen (Joan Van Ark) sem starfar undir vernd háttsettra manna í lögregl- unni. t>ar erum náin tengsl að ræða. Charlie Stoker (Perry King) er metnaðarfull lögga í spillingardeild sem ætlar sér að komast á toppinn með því að negla Brendu, en það er hægara sagt en gert. í fyrstu er Charlie aðeins að hugsa um eigin frama. Hann er líka í aukavinnu til að græða peninga, en lífsviðhorf hans tekur nokkrum breytingum þegar ekkert gengur með Brendu. Hvað eftir annað snúast valdamenn innan lögreglunnar gegn honum og niðurlægja hann með því að setja hann í umferð- arlögregluna. Loks fer frama- vonin að víkja fyrir göfugari hugsunum á borð við þá að upp- ræta spillingu innan lögreglunnar í Los Angeles. Þessi mynd er býsna óvenju- leg. Sögusviðið er Los Angeles á fimmta áratugnum og er flakk- að á milli fortíðar og nútíðar. Aragrúi af spilltum og óspilltum lögreglum gerir það að verkum að myndin verður ruglingsleg á köflum. Hún er eiginlega ekki spennandi en nokkuð gamansöm og líflegt handrit rétt lyftir henni yfir meðalmennskuna. Persónu- sköpun er fábrotin og er það kannski helsti galli annars þokka- legrar myndar. SS Óvenjuleg beEibrögð Videoland: House of Canies Útgefandi: Skífan Leikstjóri: David Mamet Aðaihlutverk: Lindsay Crouse, Joc Mantegna Sýningartími: 98 mínútur Bönnuð yngri en 16 ára Petta hefði getað orðið ansi góð mynd. Söguþráðurinn er nefni- lega slunginn eða a.m.k. 3A hand- ritsins. Þess vegna er best að segja sem minnst frá efninu því óvænt atburðarás er það besta við House of Games. Þó er í lagi að geta þess að myndin fjallar um sálfræðingin Margaret Ford, sem er virt í sínu starfi og hún er höfundur metsölubókar. Hún er á kafi í vinnu, henni vegnar vel, hún er rík, en ekki hamingjusöm. Reyndar ákaflega dauf og þurr persóna. Þá kynnist hún Mike, smáglæpamanni og klækjaref. Hún heillast af lífi hans og langar til að skrifa bók um þennan framandi heim. Jafn- framt fjarlægist hún sinn eigin örugga heim og kemst fljótlega í mikil vandræði. Brellurnar sem Mike og félag- ar hafa í frammi eru oft kostuleg- ar og atburðarásin verður óvænt fyrir vikið. Reyndar er ekki laust við að maður sjái í gegnum plott- ið þegar líður á myndina en eigi að síður er handritið ágætur grunnur. Undir lokin dettur botninn hins vegar úr þessu og þegar á heildina er litið skemmir útfærslan annars bærilegt efni. Að nokkru leyti er við leik- stjórann að sakast, en þó á hann ágæta spretti í myndinni. Leikar- amir em hins vegar æði misjafnir og sérstaklega átti ég erfitt með að sætta mig við Lindsay Crouse í hlutverki sálfræðingsins. Vissu- lega átti hún að vera doðaleg en varla svona hroðalega dauðyflis- leg og einhæf. Joe Mantegna leikur hana auðveldlega í kaf, án þess þó að vera framúrskarandi. Umhverfi myndarinnar er trú- verðugt. House of Games er kvikmynd sem er öðruvísi en flestar aðrar og ágæt tilbreyting að horfa á hana. En hana skortir margt til þess að komast upp úr meðalmennskunni, en hér er meðalmennskan óvenjuleg og vissulega er það kostur. SS Bjór!!! Videoland: Bjór (Beer) Útgefandi: Skífan Leikstjóri: Patrick Kelly Aðalhlutverk: Loretta Swit, Rip Torn, Kenneth Mars Sýningartími: 90 mínútur Aldurstakmark: Bönnuð yngri en 12 ára Bjór kom á markaðinn 1. mars, bæði í útsölum ÁTVR og á myndbandaleigunum. Hér ætla ég fjalla um síðarnefnda bjórinn, nefnilega gamanmyndina Bjór (Beer), sem er hreint ekki svo galin þótt hún sé galin! Hér er auglýsingamennskan í algleym- ingi og við getum prísað okkur sæla yfir því að bjórauglýsingar skuli ekki vera leyfðar hér á landi, þótt vissulega geti þær ver- ið hallærislega skemmtilegar eins og í þessari mynd. Salan á Norbecker bjór er á hraðri niðurleið og hafa verk- smiðjurnar ákveðið að rifta samningum við Feemer auglýs- ingastofuna. Þá dettur kvenlegg auglýsingastofunnar, B.D. Tuck- er (Loretta Swit), snjallræði í hug og hún skapar nýja ímynd með hjálp þriggja auðnuleysingja. Þeir verða brátt þekktir sem Norbecker-mennirnir og Nor- becker bjór verður tákn karl- mennskunnar og salan blómstrar. Skemmst er frá því að segja að hér er um stórskemmtilegt hand- rit að ræða og leikstjórinn kemur bæði gríninu og boðskapnum vel til skila. Mörg atriði eru spreng- hlægileg enda Norbecker- mennirnir ekki neinar venjulegar týpur. Geðveikur glæpamaður kemur líka við sögu og gamall alki (Rip Torn). Atriðið þegar svertinginn úr Norbecker-klík- unni er að reyna að vera svartari og kallar son sinn negra er óborg- anlegt og áhrifamáttur fáránlegra neðanbeltisauglýsinga er vægast sagt skoplegur. Norbecker-gengið stefnir beint á toppinn með B.D. í broddi fylkingar. Ádeilan á ósvífni aug- lýsingamennsku er berskjölduð en þó yndislega lúmsk á köflum. Bjór er mynd sem kom mér á óvart. Loretta Swit (Hot lips) er bara góð í þessu hlutverki svo og Norbecker-mennirnir og Rip Torn. Öðrum hættir til að ofleika hastarlega eins og gengur og gerist í myndum af þessu tagi, en myndin er skemmtileg og einnig umhugsunarverð á þessum bjórtímum. SS ÞJÓÐRÁÐ í HÁLKUNNI Tjara á hjólböröum minnkar veggrip þeirra verulega. Ef þú skrúbbar eða úöar þá meö olíuhreinsiefni (white spirit / terpentína) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. y | UMFERÐAR Uráð 1 Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.