Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 11. rnars 1989
Laugardagur 11. mars 1989 - DAGUR - 9
; - v;
0 - R&fölifí -- LÆisooríjKW.tr 11. mars '<0KC*
Barna
Samstarfshópur stéttarfélaga:
- og unglingavika
- Hvers vegna og fyrir hverja?
Vikan 12.-19. mars ber hér á
landi yfírskriftina Barna- og
unglingavika og verður þess
minnst með margvíslegum
hætti. Á Akureyri hefst vikan
reyndar í dag, laugardaginn
11. mars, með fundi í Dyn-
heimum um samskipti foreldra
og bama og tómstundir barna
og unglinga. Hér er ætlunin að
kynna þessa viku og ræða við
nokkra aðila sem hlut eiga að
máli, en málefni barna- og
unglinga munu verða áberandi
í blaðinu umrædda viku.
í upphafi er vert að minnast á
aðdragandann að þessari Barna-
og unglingaviku og líta á það
hvernig útfærsla hennar er
hugsuð. Upphafið má rekja til
þess að á 4. fulltrúaþingi Kenn-
arasambands íslands árið 1987
var samþykkt víðtæk ályktun um
uppeldis- og skólamál og þar var
komið inn á málefni barna á svo-
hljóðandi hátt:
„4. fulltrúaþing KÍ hvetur
stjórn og fulltrúaráð KÍ til að
beita sér fyrir, í samráði við önn-
ur samtök launafólks, að efnt
verði til ráðstefnu um málefni
barna.“
í ályktun um skólamál segir
m.a. þetta: „Kennararog samtök
þeirra hafa ítrekað reynt að
vekja athygli ráðamanna og
almennings á því hve mjög skort-
ir á að skólum sé gert kleift að
sinna uppeldi og kennslu með
viðhlítandi aðbúnaði hvað varðar
námsgögn, aðstöðu og tíma.“
Um breytta þjóðfélagshætti
segir fulltrúaráðið: „Pað fer ekki
á milli mála að örlagaríkar breyt-
ingar sem hafa valdið rótleysi og
upplausn á mörgum sviðum hafa
gerst í íslensku þjóðfélagi á síð-
ustu áratugum. Fjöldi foreldra er
stunda atvinnu utan heimilis fer
sívaxandi, lág daglaun sem kalla
á meiri eftir- og aukavinnu valda
aðskilnaði foreldra og barna úr
hófi fram, börn á viðkvæmu
þroskaskeiði verða að sjá sér
farborða daginn langan.“
Og loks um framboð á fjöl-
miðlaefni: „Hvað varðar sjón-
varp eru áhrif þess miðils svo
sterk að nauðsynlegt er að gera
til hans strangar gæðakröfur, sér-
staklega varðandi barnaefni . . .
Að mati þingsins er brýnt að
kenna börnum notkun fjölmiðla,
einkum myndlestur, svo þau geti
á gagnrýninn hátt unnið úr því
flóði af myndrænu áreiti sem nú
er hluti daglegs lífs okkar.“
Vekja athygli á kjörum
barna og unglinga
Eftir þetta þing var ákveðið að
stefna að ráðstefnu um málefni
barna og unglinga og vorið 1988
voru send bréf til annarra stéttar-
félaga og boðað til fundar um
málið. Undirbúningsnefnd var
stofnuð. Á fyrsta fundi hennar
kom fram mikill áhugi á samstarfi
og jafnframt voru allir sammála
um að hefðbundin ráðstefna væri
ekki rétta leiðin til að ná fram
settum markmiðum, sem eru
fyrst og fremst þau að vekja
athygli og umræðu á kjörum
barna og unglinga á íslandi í dag.
Ennfremur að vekja athygli á
þeirri aðstöðu sem foreldrar hafa
í þjóðfélaginu til að að rækja
uppeldisskyldur sínar.
Undirbúningsnefndin ákvað að
setja upp sex dagskrár í Barna-
og unglingavikunni, sem fluttar
yrðu á mismunandi stöðum. Inni-
hald dagskránna yrði eftirfar-
andi:
1. Áhrif fjölmiðla - fjölmiðla-
neysla.
2. Neysla - þarfir - vinna barna
og unglinga.
3. Samvera fjölskyldunnar -
vinnutími foreldra
4. Jafnrétti til náms - fá allir
tækifæri - hvað verður um þá
sem ekki fá að njóta sín?
5. Dagvistun - uppeldi eða
geymsla - fyrir hverja?
6. Tómstundir - hvemig eyða
börn og unglingar frítíma
sínum?
Leitað hefur verið eftir sam-
starfi við fjölmiðla umrædda viku
og er stefnt að því að sjónvarpað
verði frá lokadegi vikunnar í
Háskólabíói.
Barna- og unglingavikan verð-
ur væntanlega mest áberandi í
Reykjavík, svo og á Akureyri.
Ragnhildur Skjaldardóttir kenn-
ari er fulltrúi í undirbúnings-
nefndinni og hefur hún séð um að
hleypa af stokkunum starfsemi i
kringum Barna- og unglingavik-
una á Akureyri og jafnvel víðar á
Iandsbyggðinni.
Barnfjandsamlegt
þjóðfélag
Ég ræddi stuttlega við Ragnhildi
um Barna- og unglingavikuna og
einnig Ármann Helgason frá
Iðju, Huldu Harðardóttur fóstru
og Úlfhildi Rögnvaldsdóttur
bæjarfulltrúa. í tali þeirra kom
fram að víða er ekki nægilega vel
búið að börnum og unglingum í
þjóðfélagi okkar og sjálfsagt að
vekja athygli á ýmsum atriðum,
sem foreldrar hafa jafnvel ekki
komið auga á. En hvað segir
Ragnhildur almennt um aðbúnað
barna og unglinga og markmið
þessarar viku?
„Markmiðið er að vekja
athygli stjórnvalda og almenn-
ings á ástandi þessara mála. Okk-
ur finnst þetta þjóðfélag að sumu
leyti barnfjandsamlegt. Við erum
að drepast úr lífsgæðakapphlaupi
en börnin og unglingarnir verða
gjarnan útundan. Dagvistarmál
eru í ólestri og skólamálin einnig.
Skóladagurinn er sundurtættur
hjá börnunum og þau eru send út
og suður. Hjá Iitlu börnunum er
skóladagurinn mjög stuttur og oft
enginn til að gæta þeirra eftir
skóla. Foreldrarnir eru á kafi í
vinnu og það er þjóðfélagsins að
breyta þessu. Það eru þessi mál
sem við viljum vekja athygli á og
þess vegna er þetta á stéttar-
félagslegum grunni sem við erum
að vinna að þessu,“ sagði Ragn-
hildur.
Hún sagði að Barna- og ungl-
ingavikan tæki til barna allt frá
dagvistaraldri og upp í unglinga í
framhaldsskólum. Ekki væri
hægt að taka ákveðinn aldurshóp
út úr og segja að ástandið væri
verst þar því brotalamir væru
mjög víða í kerfinu.
„í sambandi við unglingana þá
finnst mörgum að þeirra málum
hafi lítið verið sinnt. Fólk hefur
æpt úlfur, úlfur, allir á fylleríi, en
kannski hefur of lítið verið gert
til þess að bjóða þeim upp á
eitthvað annað, eða kenna þeim
öðruvísi félagsstörf en þau sem
tilheyra áfengi,“ sagði Ragnhild-
ur.
Krakkar á vinnumarkaði
réttlausir
í máli viðmælenda minna kom
fram að unglingar á vinnumark-
aði eru oft réttlausir. Stéttarfélög
gefa út taxta fyrir þá en þeir eru
samt ekki í neinu stéttarfélagi og
enginn sem gætir hagsmuna
þeirra ef á þeim er brotið.
Atvinnurekendur fara oft með
þessa krakka eins og þeim sýnist.
„Yfirleitt er ekki gert ráð fyrir
að þessir krakkar séu á vinnu-
markaðinum, a.m.k. ekki f
almennum störfum eða fram-
leiðslustörfum. Vinnulöggjöfin
gerir ekki ráð fyrir því og ekki
vinnuverndarlögin heldur," sagði
Ármann.
- Eru börn við vinnu í ein-
hverjum sérstökum greinum? Er
nokkuð hægt að tala um barna-
þrælkun?
„Það er kannski ekki hægt að
tala ym slíkt en vinna barna
þekkist í flestum greinum. Besta
dæmið er auðvitað „pokadýrin" í
100 gr. af léttmjólk innihalda
aðeins 46 hitaeiningar. Ogþaðeru
verðmætar hitaeiningar, því aðþeim
fylgja mörg mikilvægustu
næríngarefnin. Efþú vilt grennast, þá
erbetra að draga úrþýðingarminni
hitaeiningum.
Mjólkgetur dregið úr
tannskemmdum víð eðlilegar
aðstæður. Hið háa hlutfall
kalks, fosfórsogmagníum
veitirtönnum vemd. Eftirneyslu
sætinda eða sykurríkrar
máltíðarert.d. gottaðskola
munninn með mjóik.
Beinin þroskast og styrkjast fram
að fertugsaldr og þess vegna er
mikilvægtað þau fái nægjanlegt kalk
allan þann tíma tilþess að standa vel
að vígi þegar úrkölkun hefst um
miðjanaldur.
Eftirfertugsaldurinn ernægjanlegt
kalk úr fæðunni nauðsynlegt til þess
að hamla gegn beingisnun. Tvöglös
afmjólk á dag ergóð regla.
Þeir sem hreyfa sig mikið virðast
nýta kalkið úr fæðunni betur og hafa
því meirí beinmassa á efrí árum en
þeirsem hreyfa sig lítið.
MjólkerauðugafB
vítamínum sem erumikilvæg til
þess að t.d. húð, hár, neglur,
taugakerfi og sjón séu í góðu lagi.
GóÖ
töká
málunum
Til þess að ná góðum tökum á líkamsþyngd
og ummáli er ein leið best: Að tileinka sér rétt
mataræði og losna við ómæld óþægindi og
jafnvel heilsubrestaf völdum megrunarkúra.
Mjóik og mjólkurvörur eru mikilvægur hlekkur í
fæðuhringnum. Konur ættu að gæta þess
sérstaklega, að það er erfitt að fullnægja
kalkþörfinni án mjólkur eða mjólkurmatar, auk
þess sem þar er á ferð einn fjölhæfasti
bætiefnagjafi sem völ er á. Auðvelt er að velja
mjólk og mjólkurvörur með mismunandi
fitumagni og fá þannig bæði hollustuna og
hitaeiningasnautt fæði.
verslununum svo og blaðburðar-
börn, krakkar í afgreiðslustörfum
í sjoppum og unglingar í þjón-
ustustörfum á veitingahúsum,
þar sem þeir afgreiða áfengi án
þess að hafa aldur til að vera inni
á slíkum húsum,“ sagði Ármann.
„Það er reyndar ansi mikið
vinnuálag á sumum krökkum
sem eru á fullu í skóla og fara síð-
an beint úr skólanum í vinnu, t.d.
börnin sem afgreiða poka í Hag-
kaupum. Þar leggja þau inn
stundaskrárnar sínar og þar er
fiskað út hvenær þau eru ekki í
skóla og á þeim tímum mæta þau
í vinnu. Hjá sumum er þetta
býsna langur vinnudagur þegar á
heildina er litið, lengri en við
mynduin kæra okkur um,“ sagði
Ragnhildur.
Óhófleg vinna skólabarna
- Eru börn og unglingar farin að
vinna meira með skóla en áður?
Ragnhildur: „Greinilega miklu
meira, bæði í grunn- og fram-
haldsskóla. Þetta þekktist varla í
grunnskóla hér áður fyrr nema í
blaðaútburði. En hvernig stendur
á þessu? Er þetta fátækt eða
hvaða þarfir eru þau að upp-
fylla?“
Úlfhildur: „Þetta er ekki
fátækt. Þeir krakkar sem eru
harðastir við vinnuna eru stelpur
sem þurfa alltaf að kaupa sér ný
föt, o.s.frv. Þetta er bara spegil-
mynd af þjóðfélaginu. Fullorðna
fólki skapar þennan „standard"
og börnin snúast eftir honum.
Það er keppni á milli barnanna
alveg eins og hjá foreldrunum,
sem vilja eiga fínni bíl, stærra hús
og nýrra sófasett. En það er mjög
alvarlegt í sambandi við vinnu
barna að þau fá ekki inngöngu í
verkalýðsfélög fyrr en þau eru
orðin 16 ára og hafa engar trygg-
ingar í rauninni fyrr en þá.“
- Hvað áhrif hefur þessi langi
vinnudagur á börnin?
Ragnhildur: „Okkur í skólan-
um finnst þessir krakkar alveg
óskaplega þreyttir. Það liggur við
að þeir gráti þegar þeim eru sett
fyrir heimaverkefni. Þetta er svo
óskaplega erfitt og það liggur við
að þeir sofni í tímum. Þá heyrum
við það úr framhaldsskólunum að
þar flosna nemendur upp í stór-
um stíl og margir vilja kenna
þessari vinnu um.“
Hulda: „Og nú ganga þessir
krakkar um atvinnulausir því
þeir'fá ekki heilsdagsvinnu."
Ármann: „Kerfið reiknar held-
ur ekki með þeim og skólakrakk-
ar fá ekki atvinnuleysisbætur,
nema einhverja smáaura, því
bæturnar miðast við fjölda vinnu-
stunda síðustu 12 mánuði.
Menn þurfa að ná a.m.k. 400
vinnustundum á þessum tíma til
að fá einhverjar bætur og auðvit-
að verður viðkomandi að vera í
verkalýðsfélagi og hafa náð 16
ára aldri."
Börn blóta á ensku
Við ræddum líka um fjölmiðla og
áhrif þeirra. Fram kom að mál-
tilfinningu barna hefur hrakað.
Nú blóta þau á ensku en ekki á
íslensku. Þau horfa á ofbeldis-
myndir, hryllingsmyndir og jafn-
vel klámmyndir á Stöð 2 og á
myndböndum. Foreldrarnir
fylgjast ekki með því hvað börnin
eru að horfa á. Kennarar heyra
oft á tali barna hvernig kvik-
myndir þau hafa séð og áhrif
mynda sem alls ekki eru við hæfi
barna geta vægast sagt verið
óæskileg.
En um þetta verður nánar rætt
í Barna- og unglingavikunni.
Rétt er að minna á fundinn í
Dynheimum í dag kl. 14, sem
samstarfshópur stéttarfélaga á
Akureyri boðar til. Húsið er opn-
að kl. 13.40 og verða myndir, rit-
gerðir, Ijóð o.fl. eftir börn og
unglinga til sýnis á 1. hæð.
Á fundinum verður rætt um
áhrif vinnuálags á samskipti for-
eldra og barna, félagsmiðstöðvar
og skóla og nemendur skýra frá
sínum skoðunum. Þá verða pall-
borðsumræður með þátttöku
kennara, nemenda, foreldra,
bæjarfulltrúa, félagsmálastjóra
og formanns æskulýðsráðs. Á
milli liða verður flutt tónlist og
skemmtiatriði að loknum umræð-
um. Sjálfsagt er að hvetja, börn,
unglinga, foreldra og alla sem
áhuga hafa á málefnum. barna og
unglinga til þess að mæta á fund-
inn og gefa Barna- og unglinga-
vikunni gaum. SS
íþróttir
Körfuknattleikur/Úrvalsdeild:
Haukamir sluppu
fyrir hom
- sigruðu Tindastól 90:83
Það var hart barist þegar
Tindastóll og Haukar mættust
í fyrrakvöld í síðasta leik
Úrvalsdcildarinnar í körfu-
knattleik á þessuin vetri.
Haukar léku vel í fyrri hálfleik
og náðu 18 stiga forskoti þegar
mest var. Síðustu 10 mínútur
leiksins voru þó Tindastóls-
manna, sérstaklega þeirra
Eyjólfs Sverrissonar og Har-
aldar Leifssonar. Jafnt og þétt
söxuðu Tindastólsmenn á for-
skot Haukanna en náðu þó
ekki að jafna. Sjö stig skildu
liðin þegar leikurinn var
flautaður af og Haukar sigruðu
því 90:83.
Framan af fyrri hálfleik virtist
vörn Tindastólsmanna ekki
smella saman. Þeim gekk illa að
ráða við stórstirni Haukanna,
sérstaklega Pálmar Sigurðsson
sem gerði 5 þriggja stiga körfur í
fyrri hálfleik. Að sama skapi
voru Tindastólsmenn óheppnir
með skot sín í fyrri hálfleik og
því var útlitið orðið harla dökkt
þegar fyrri hálfleikurinn var
liðinn. Hálfleikstölur 51:34.
Þegar um 8 mínútur voru liðn-
ar af síðari hálfleik var staðan
orðin 68:46 fyrir Hauka en þá
kom að vendipunkti leiksins.
Heldur lifnaði yfir Tindastóls-
vörninni og hvað eftir annað
stálu þeir boltanum af Haukum.
Valur og Haraldur sáu um að
hirða fráköstin og á næstu mínút-
um sýndi Tindastólsliðið hvað í
því býr. Haraldur og Eyjólfur
skiptust á um að skora þriggja
stiga körfur og því minnkaði for-
skot Haukanna óðfluga. Eyjólfur
skoraði 26 stig í hálfleiknum og
alls 39 stig í leiknum. En enda-
spretturinn kom of seint, forskot
Haukanna var orðið of mikið til
að hægt væri að vinna það upp á
fáurn mínútum. Tíminn vann
með Haukum og sjö stig skildu
þegar leiknum lauk.
Stig Hauka: Pálmar 23, ívar Ásgr. 19,
Henning Hennings. 18, Jón Ingvars. 10,
Haraldur Sigm. 6, Tryggvi Jónss. 6,
Eyþór Árnas. 2, Reynir Kristj. 2.
Stig UMFT: Eyjólfur 39, Haraldur
Leifs. 22, Valur Ingim. 17, Björn
Sigtryggs. 2 Ágúst Kárason 2, Kári
Marísson 2. ’ jóu