Dagur - 11.03.1989, Side 11

Dagur - 11.03.1989, Side 11
LSHf»?«#æWr s1í1 NJMMRjr-DftGtf -11: barnasíðan ijl Umsjón: Stefán Sæmundsson. Dagbókin: Saltfiskur og vélmenni (Kafli úr dagbók drengs) Þá er ég kominn aftur, kæra dagbók, og ætla aö segja þér hvaö gerðist helst hjá mér í dag. Þetta er búinn aö vera ósköp venjulegur föstudagur, nema hvaö Birna frænka kom ekki í heim- sókn. Hún er víst upptekin viö það aö skrifa grein um óþekk börn, sem hún ætlar síðan aö fá birta í blöðum eöa fá aö lesa í útvarpi. Ég veit að þessi grein er um mig, þótt ég sé ekkert óþekkur. Birnu finnst þaö bara, engum öörum. Spyrjið bara pabba og mömmu. Ég fór í skólann snemma í morg- un og var mjög stilltur. Kennarinn spuröi hvort ég væri veikur og horföi skringilega á mig. Ég veit ekki af hverju. Þegar ég kom heim í hádeg- inu sagöi mamma að kennarinn heföi hringt í sig og spurt hvort eitthvað væri aö, ég heföi verið svo rólegur. Mamma hló bara og sagði að allt væri í himnalagi. Þaö var saltfiskur í matinn. Ég skil ekki af hverju sjómennirnir eru aö veiða þennan saltfisk. Hann er fullur af beinum og ormum og svo er hann ægilega saltur. Ég veit alveg hvers vegna hann er saltur. Sjórinn er nefnilega saltur og saltfiskur er gam- all fiskur sem er búinn að vera lengi í sjónum og orðinn saltur í gegn. Mér finnst asnalegt aö veiöa þennan saltfisk. Sjómennirnir eiga frekar aö veiða þorsk, ýsu, fiskibollufisk og svoleiðis. Ég var aö hugsa um þaö í dag hvaö ég ætlaði að gefa pabba í afmælisgjöf. Hann á afmæli á þriðju- daginn. Mamma sagðist ætla að kaupa fínan rakspíra sem ég gæti gefiö honum og kannski trefil líka en mig langar til aö gefa honum eitt- hvaö sem hann hefur aldrei fengiö. Hann hefur fengiö þúsund rakspíra og trefla. Ég spurði mömmu hvort ég mætti ekki gefa honum vélmenni sem myndi vekja hann á morgnana. Vélmenni sem gæti æpt á pabba og ýtt við honum og síðan dregið hann á lappir eins og mamma gerir alltaf. Þá þarf hún ekki aö vakna svona snemma til þess aö æpa og vekja hann. Þetta þótti mömmu rosalega sniðugt en hun hélt að svona vekjaraklukkuvélmenni væru ekki til. Pabbi þyrfti bara aö læra aö vakna þegar klukkan hringdi. Kannski ég gefi honum risastóra vekjaraklukku sem hringir svo hátt aö hann hlýtur aö vakna. Kannski kirkjuklukku. Mamma sagöi aö þaö væri ekki pláss fyrir kirkjuklukku í svefnherberginu svo ég verð að finna upp á einhverju öðru. En nú ætla ég aö fara aö sofa. Vonandi dreymir mig eitthvað skemmtilegt í nótt. Ylfa Guðný Sigurðardóttir, 6 ára gömul stúlka úr Hjallalundi 13f á Akureyri, teiknaði þessa mynd af manni með fugl í bandi. R AAiEÓ BA/VDI '/ M1 oi Þeir sem hafa séð leikritið um Emil í Kattholti kannast ábyggilega við atburðina í sirkusnum. Hér má sjá Emil, ídu, mömmu og pabba. Teiknarinn heitir Telma Brimdís Þorleifsdóttir, 9 ára gömul. Brandarar Maður: Stundum skil ég ekki konuna mína. Hinn: Hefurðu leitaö til sálfræö- ings? Maður: Ekki kennir hann mér kínversku! (Sendandi: Harpa Halldórsdóttir, Þelamerkurskóla, 9 ára Gunnar: Mamma, mér fannst lýsiö ekkert vont í dag. Mamma: Þaö var Ijómandi. Fékkstu þér fulla skeiö? Gunnar: Ég fann enga skeið svo að ég notaði bara gaffal. Pabbi: Guttormur! Af hverju slóst þú litla strákinn? Guttormur: Af því aö hann sló mig ... á eftir! - I dag gerðist þaö sem aldrei hefur komið fyrir mig áöur og mun aldrei gerast aftur. - Hvaö í ósköpunum var þaö? - Ég varö 10 ára. Á bæ einum í Eyjafirði sátu göm- ul hjón viö ofninn og yljuðu sér. - Sá hefur átt marga syni þessi Smith, sagöi gamla konan og leit á vörumerkiö á ofninum. - Hvaöa Smith? hváöi maður- inn. - Jú, líttu bara á ofninn. Þar stendur Smith og sonur - nr. 105. Pabbinn: Hvernig er þaö, lærir þú nokkuð í skólanum? Sonurinn: Jú, eiginlega alltof mikiö. Ég get ekki munað þaö allt saman. Þegar ég hef lært eitt- hvað segir kennarínn mér eitt- hvaö nýtt og þá gleymi ég öllu hinu. Fallhlífar- hermenn Hér kemur gamansaga fyrir eldri börnin. í síöari heimsstyrjöldinni þegar heldur var fariö aö halla á Breta, gripu þeir til þess ráös að auglýsa eftir sjálfboðaliöum í herinn. Fengu þessir sjálfboöaliöar æöi oft litla sem enga þjálfun áöur en haldið var á vígstöövarnar. Og þannig var ástatt fyrir fallhlífar- hermönnunum í bresku flugvélinni sem sveimaði yfir óvinalandinu. Liö- þjálfinn var að gefa mönnunum síö- ustu fyrirmælin: „Strákar, þið stökkv- ið bara út og látið ykkur falla góöa stund. Þá kippið þið í spottann sem er hérna viö bringuna á ykkur. Þá opnast fallhlífin og þiö svífið hljóð- lega til jarðar. Ef svo ólíklega vill til að fallhiífin opnast ekki þá skuluð þiö toga í spottann sem lafir niöur með vinstra hnénu. Þá opnast vara- fallhlífin og þiö svífiö örugglega til jarðar. Þar bíöur ykkar trukkur sem flytur ykkur í fremstu víglínu.“ Þegar liöþjálfinn haföi mælt þetta stukku þeir út. Sá síðasti sem stökk lét sig falla góða stund og kippti svo í spottann viö bringuna. En ekkert geröist. í örvæntingu sinni þreif hann í spottann viö vinstra hnéö, en spott- inn slitnaði bara og ekkert geröist. Þegar kappinn var aö falla framhjá hinum fallhlífarhermönnunum heyrðist hann tuldra: „Bölvuö vit- leysa er þetta, ætli þaö sé ekki lygi með trukkinn líka.“ - Þessi saga er aö sjálfsögöu bæöi ósönn og ábyrgöarlaus. Krakkar - Takið eftir Barnasíðan er blaðsíðan ykkar. Sendið okkur teikningar, skrýtlur, eða annað skemmtilegt efni. Munið að láta nafn fylgja með. Biðjið mömmu og pabba að hjálpa ykkur með utanáskriftina sem er: Dagur - Barnasíða Pósthólf 58 602 Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.