Dagur - 11.03.1989, Síða 13

Dagur - 11.03.1989, Síða 13
21.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Þægileg tónlist á sunnudegi. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Mánudagur 13. mars 07.30 Páll Þorsteinsson. Þægileg morguntónlist - litið í blöðin og sagt frá veðri og færð. Fréttir kl. 8 og Potturinn kl. 9. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Morgun- og hádegistónlist - allt í einum pakka. Fréttir kl. 10, 12 og 13. - Potturinn kl. 11. Bibba og Halldór á Brávallagötu 92 kíkja inn milli kl. 10 og 11. 14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Síðdegið tekið létt á Bylgjunni. - Óskalög- in leikin. Síminn er 611111. Bibba og Halldór aftur og nýbúin milli kl. 17 og 18. Fréttir kl. 14 og 16. Potturinn kl. 17. 18.00 Fréttir. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Steingrímur Ólafsson spjallar við hlust- endur. Síminn er 611111. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri músík minna mas. 20.00 Bjami Ólafur Guðmundsson. Þægileg kvöldtónlist. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Hljóðbylgjan Laugardagur 11. mars 09.00 Kjartan Pálmarsson. er fyrstur á fætur á laugardögum og spilar tónlist fyrir alla, alls staðar. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Axel Axelsson með tónlist við þitt hæfi. 15.00 Fettur og brettur. íþróttatengdur þáttur 1 umsjá Einars Brynjólfssonar og Snorra Sturlusonar. Farið verður yfir helstu íþróttaviðburði vikunnar. 18.00 Topptíu. Bragi Guðmundsson leikur tíu vinsælustu lögin á Hljóðbylgjunni. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Þráinn Brjánsson og laugardagskvöld sem ekki klikkar. 24.00 Næturvakt Hljóðbylgjunnar. 04.00 Ókynnt tónlist til morguns. Sunnudagur 12. mars 09.00 Haukur Guðjónsson Hress og kátur á sunnudagsmorgni. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Pétur Guðjónsson sér um að hafa góða skapið í lagi á sunnu- degi. 16.00 Hafdís Eygló Jónsdóttir spilar og spjallar. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 íslenskir tónar. Kjartan Pálmarsson leikur öll bestu íslensku lögin, lögin fyrir þig. 23.00 Þráinn Brjánsson kveldúlfurinn mikli, spilar tónlist sem á vel við á slíku kvöldi. 01.00 Dagskrárlok. Mánudagur 13. mars 07.00 Réttu megin framúr. Ómar Pétursson spjallar við hlustendur í morgunsárið, kemur með fréttir sem koma að gagni og spilar góða tónlist. 09.00 Morgungull. 12.00 Ókynnt hádegistónlist. 13.00 Perlur og pastaréttir. 17.00 Síðdegi í lagi. Umsión Þráinn Brjánsson. 19.00 Ókynnt kvöldmatartónlist. 20.00 Pétur Guðjónsson með Rokkbitann á mánudagskvöldi. 23.00 Þráinn Brjánsson tekur síðasta sprettinn á mánudögum. 01.00 Dagskrárlok. Stjarnan Laugardagur 11. mars 10.00 Loksins laugardagur. Gunnlaugur Helgason og Margrét Hrafnsdóttir fara í skemmtilega og skondna leiki með hlustendum. Gamla kvikmyndagetraunin verður á staðnum og eru verðlaunin glæsileg. Einnig fá Gulli og Margrét létta og káta gesti í spjall. Engin furða að þátturinn beri yfirskriftina Loksins laugardagur! 17.00 Stjörnukvöld í uppsiglingu. Ýmsir dagskrárgerðarmenn stöðvarinnar slá á létta strengi, leika vinsæla tónlist og kynda undir laugardagskvölds fárið. 22.00 Darri Ólason mættur á Stjörnunæturvaktina. Hann er maðurinn sem svarar 1 síma 681900 og tekur við kveðjum og óskalögum. Darri er ykkar maður. 04.00-10.00 Næturstjörnur. Ókynnt tónlist úr ýmsum áttum. Fréttir á Stjörnunni kl. 10, 12 og 16. Sunnudagur 12. mars 10.00 Margrét Hrafnsdóttir. Þessi fjallhressa útvarpskona fer á kost- um hér á Stjörnunni. Margrét fer rólega af stað en kemur okkur síðan smátt og smátt í gang. 14.00 í hjarta borgarinnar. Þetta er þáttur sem öll fjölskyldan hlustar á. Jörundur Guðmundsson stýrir þessum bráðskemmtilegu þáttum sem eru í beinni útsendingu frá Hótel Borg. Þar koma fram leikararnir Guðmundur og Magnús Ólafssynir, kallaðir Mól og Gól. Einnig mæta í þáttinn fulltrúar frá tveim- ur fyrirtækjum sem keppa í léttum og spennandi spumingaleikjum og síðast en ekki síst spjallar Jörundur svo við tvo kunna gesti í hverjum þætti. Skemmtiþáttur sem enginn má missa af! 16.00 Margrét Hrafnsdóttir. Magga tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið og heldur uppi góðri stemmningu, hvar annars staðar en hér á Stjömunni? 18.00 Stjarnan á rólegu nótunum. Þægileg tónlist á meðan þjóðin nærir sig. 20.00 Sigursteinn Másson. Óskalagaþáttur unga fólksins. S. 681900. 24.00-07.30 Næturstjörnur. Ókynnt tónlist úr ýmsum áttum. Mánudagur 13. mars 7.30 Jón Axel Ólafsson vaknar hress og vekur hlustendur með skemmtilegri tónlist við allra hæfi, spjall- ar við hlustendur og tekur púlsinn á ýms- um málum. Fréttir kl. 8 og fréttayfirlit kl. 8.45. 10.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Hver vinnur 10.000 kailinn? Sá eða sú sem hringir í síma 681900 og er hlustandi númer 102, vinnur 10.000 krónur í bein- hörðum peningum. Helgi spilar að sjálf- sögðu nú sem fyrr öll nýjustu lögin og kryddar blönduna hæfilega með gömlum, góðum lummum. 14.00 Gísli Kristjánsson spilar óskalögin og rabbar við hlustendur. Síminn er 681900. 18.00 Af líkama og sál. Bjarni Dagur Jónsson stýrir þætti sem fjallar um okkur sjálf, manneskjuna og hvernig best er að öðlast andlegt öryggi, skapa líkamlega vellíðan og sálarlegt jafnvægi. Af líkama og sál er opinn vett- vangur fyrir skoðanaskipti og þú getur komið með þína spurningu til viðmæl- anda Bjarna Dags sem verða meðal ann- ars Jóna Ingibjörg, kynfræðingur, Rafn Geirdal, heilsuráðgjafi og Garðar Garð- arsson, samskiptaráðgjafi. 19.00 Setið að snæðingi. Þægileg tónlist á meðan hlustendur snæða kvöldmatinn. 20.00 Sigurður Helgi Hlöðversson og Sig- ursteinn Másson. Þessir tveir bráðhressu dagskrárgerðar- menn fara á kostum á kvöldin. Óskalaga- síminn sem fyrr 681900. 24.00-07.30 Næturstjörnur. Ókynnt tónlist úr ýmsum áttum til morguns. Fréttir á Stjörnunni kl. 8, 10, 12, 14 og 18. Fréttayfirlit kl. 8.45. Oft er talað um að fjölmiðlar, hvort sem það eru blöð, útvarp eða sjónvarp, eigi að gæta hlutleys- is í fréttaflutningi. En staðreyndin er sú að það er ekkert til sem heitir hlutleysi ( fjölmiðlum, hvort sem þessar stofnanir eru „frjálsar og óháðar", ríkisfyrirtæki, styöji ákveðna stjórnmálaflokka eða séu í einkaeign. Hvað er maðurinn að segja? Eru þá fjölmiðl- arnir vísvítandi að leiða almenning á glapstigum í fréttaflutningi? Nei, það er ekki raunin en stað- reyndin er sú að í hvert skipti sem einhver ákveðin frétt er birt, er verið að taka afstöðu með því einu að birta nákvæmlega þessa ákveðnu frétt, en ekki einhverja aðra. Fréttir eru í eðli sínu aldrei hlutlausar. Þær taka afstöðu og oftast kemur það einhverjum vel en öðrum illa að ein- hver viss frétt er birt. Fjölmiðlar eru mjög skoðanamyndandi og geta oft ráðið því hvaða mál er rætt um í samfélaginu hverju sinni. Segj- um sem svo að Dagur tæki upp á því að fjalla mikið um eitthvert afmarkað mál, t.d. ávana og fíkniefnaneyslu, eins og blaðið reyndar hefur gert, þá er strax búið að beina sjónum almenn- ings að þessu máli. Ef blaðið gætti ekki hófs væri hægt að magna upp múgsefjun þannig að les- endur blaðsins héldu að allt væri vaðandi i fikni- efnum á Norðurlandi. Kannanir í Bandaríkjunum hafa sýnt það að fólk sem les meira af hinum svokölluðu æsifrétta blöðum, þar sem aðallega er fjallað um glæpi og hneykslismál ýmiskonar, er miklu hræddara um líf sitt og veigrar sér jafnvel við að fara út á kvöldin. Fólk sem hins vegar les vandaðri blöð er mun afslappaðra gagnvart umhverfi sínu og virð- ist eiga auðveldara að meta stöðuna raunhæft í samfélaginu i kringum sig Hins vegar er frumskylda hvers blaða- eða fréttamanns að reyna að skýre satt og rétt frá og leitast við aö finna sem flesta fleti á því máli sem verið er að fjalla um og setja það fram á sem sanngjarnastan hátt, þótt það sé alltaf erfitt eins og ég benti á í byrjun þessarar greinar. Þarna er komiö inn á viðamikið mál sem þyrfti mun meira pláss en þessi Ijósvakarýnisgrein leyfir og verð ég því að setja punkt hér, en hver veit nema þetta mál verði tekið upp síöar. Andrés Pétursson. r v tíaí'f Btem .t Laugardagur r iMQsbisgUBJ — FlþyAQ 11. mars 1989-DAGUR 13 Til lelgu í eitt ár er snyrtilegt skrifstofuhúsnæði, 71,2 fm að stærð, á götuhæð við Ráðhústorg. Leigist helst með öllum búnaði. Upplýsingar í síma 96-22152 kl. 10.00-12.00 og kl. 14.00-16.00 á virkum dögum. ______________________________________/ Hjúkrunarfræðingar Kristnesspítali óskar að ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 96-31100 og leitið upplýsinga um hvað þessi áhuga- verði vinnustaður hefur upp á að bjóða auk fagurs umhverfis. Kristnesspítali. Vantar blaðbera frá 1. apríl í: Fjólugötu, Fróðasund, Geislagötu, syðri hluta Glerárgötu, Lundargötu og efri hluta Strandgötu. Barna- og unglingavika Áhugafólk um málefni bama og unglinga Fundur í Dynheimum laugardaginn 11. mars Dagskrá: Kl. 13.40 Húsið opnað. Myndir, ritgerðir, Ijóð o.fl. eftir börn og unglinga lil sýnis á 1. hæð. Tónlistarflutningur. Tónlistarskóli Akureyrar. Setning. Áhrif vinnuálags á samskipti foreldra og barna. Karólína Stefánsdóttir, félagsráðgjafi flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Tónlistarflutningur. Tónlistarskóli Akureyrar. Kl. 15.00. Félagsmiðstöð og skóli. Sofíía Pálsdóttir forstöðumaður íélagsmiðstöðvarinnar Fjörgynjar. Skóli - Félagsmiðstöð? )ón Eyfjörð, kennari. Hvað viljum við? Maríanna Gunnarsdóttir, grunnskólanemi. Hjördís Halldórsdóttir, menntask.nemi Tónlistarflutningur. Tónlistarskóli Akureyrar. Hlé - Veitingar seldar á kaffiteriu. Kl. 16.00. Pallborðsumræður um tómstunda- og félagsmál barna og unglinga á Akureyri. Stjórnandi: Guðrún Frímannsdóttir. Fyrir svörum sitja: Björn lósef Arnviðarson, bæjarfulltrúi, Drífa Sturludóttir, grunnskólanemi, Guðfinna Gunnarsdóttir, foreldri, Gunnar Jónsson, formaður Æskulýðsráðs Akureyrar, Hjördís Halldórsdóttir, menntask.nemi )ón Björnsson, félagsmálastjóri, Jón Baldvin Hanpesson, skólastjóri, Maríanna Gunnarsdóttir, grunnskólanemi, Sigríður Stefánsdóttir.bæjarfulltrúi, Steindór Steindórsson, forstöðu- maður Dynheima. ★ Að loknum pallborösumræöum veröur skemmtiatriöi a vegum félagsmiðstöövarinnar í Dynheimum. ★ Fundarstjórar: Alma Oddgeirsdóttir og Jón Stefán Baldursson. Foreldrar, börn, unglingar og aörir sem áhuga hafa eru hvattir til aö mæta. Samstarfshópur stéttarfélaga á Akureyri. .t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, ANTONS KRISTJÁNSSONAR, Brekkugötu 9, Akureyri. Guö blessi ykkur öll. Hanna Stefánsdóttir, Kristján Antonsson, Dórothea Valdimarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Rósa Jónsdóttir, Guðmundur Ó. Guðmundsson, Anna jngólfsdóttir, Haraldur H. Guðmundsson, Helga Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.