Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 11.03.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 11. mars 1989 - DAGUR - 5 Fréttagetraun liðins mánaðar Gamla bakaríið á Siglufirði. Hvaða breytingar er verið að gera á husinu? (Sjá spurningu nr. 10.) Hvaða lausn fann Michael J. Clarke á vanda selióleikara? (Sjá spurningu nr. 3.) Fréttagetraun liðins mánaðar hefur mælst vel fyrir hjá lesendum, enda er bæði fróðlegt og skemmtilegt að rifja upp gang mála í þjóðlífinu og eygja vinningsvon um leið. Nú er komið að fréttagetraun fyrir febrúarmánuð og eru spurningarnar tengdar efni Dags þann mánuð. Þrír svarmöguleikar eru gefnir upp en aðeins eitt svar er rétt. Vinsamleg- ast fyllið út svarseðilinn og sendið okkur. Skila- frestur er til 3. apríl, en þá verður dregið úr svarseðlunum og hinir heppnu fá vöruúttekt í viðurkenningarskyni. 1) I hvern er vitnað í eftirfarandi fyrirsögn: „Þakklæti og söknuð- ur eru efst í huga“? (1) Val Arnþórsson á sfðasta starfsdegi hans hjá KEA. (X) Hallfreð Örgumleiðason er hann kvaddi lesendur blaðsins. (2) Gunnar Ragnars, fráfarandi forstjóra Slippstöðvarinnar, er hann leit yfir farinn veg í viðtali við Dag. 2) Höldur sf. færði út kvíarnar með því að kaupa fyrirtæki í Reykjavík. Hvaða fyrirtæki og hvaða starfsemi er hér um að ræða? (1) Höldur keypti flugskólann Flugtak og ætlar að bjóða upp á flugkennslu og leiguflug. (X) Fyrirtækið heitir Kennedy sf. og er innflutningsaðili fyrir sterkan bjór frá Bandaríkjunum. (2) Höldur keypti fyrirtækið Spör, sem er alhliða heildverslun en leggur mesta áherslu á fugla- fóður. 3) Michael John Clarke fann lausn á vanda sellóleikara. I hverju er sú lausn fólgin? (1) Hann hannaði nýtt selló sem er mun minna en hefðbundið selló og hægt að leika á það eins og fiðlu. (X) Hann skrifaði bók um sálar- líf sellóleikara þar sem fram koma lausnir á helstu vandamál- um sem upp koma hjá selló- leikurum. (2) Hann bjó til nýjan sellófót (Pin-ball) með skopparabolta neðst á fætinum þannig að hljóð- færið rennur ekki til. 4) Myndbandaæði greip um sig á Akureyri eitt sunnudagskvöld. Hvers vegna? (1) Myndbandaleigur ákváðu að leigja spólurnar á 20 kr. þetta kvöld. (X) Sjónvarpsútsendingar duttu út vegna rafmagnsleysis fyrir sunnan. (2) Sjónvarpið var með beina útsendingu umrætt kvöld frá Myrkum músíkdögum. 5) Hvers vegna komust bakterí- urnar Clostridium Perfringens og Bacillus Cerius á forsíðu Dags? (1) Þær höfðu mengað vatnsból- ið á Raufarhöfn og valdið maga- kveisu hjá íbúunum. (X) Þær ollu matareitrun á þorra- blótum á Dalvík og Árskógs- strönd. (2) Þær lögðust á skagfirsk hross og sviptu þau vitinu. 6) Bæjarstjórn Ólafsfjarðar vill stefna að byggingu húss í fullri lcngd. Um hvernig hús er að ræða? (1) Náðhús. (X) íþróttahús. (2) Sjúkrahús. 7) Ágreiningur kom upp við uppfærslu Leikfélags Akureyrar á leikritinu Hver er hræddur við Virginíu Woolf? Hvaða áhrif höfðu þessar deilur? (1) Aðalleikararnir urðu hræddir við Virginíu og tóku fyrstu vél heim til Reykjavíkur. (X) Hrafn Gunnlaugsson var fenginn norður til að hafa hemil á Helga Skúlasyni. (2) Þrír aðstandendur sýningar- innar óskuðu eftir því að nöfn þeirra yrðu ekki birt í leikskrá eða opinberum kynningum á verkinu. 8) Hvað sagði Vigfús B. Jónsson um byggingu varaflugvallar í Aðaldal? (1) „Ég vil heldur hlusta á fugla- sönginn en öskrin og smellina í hljóðfráum þotum.“ (X) „Málið verður að hafa eðli- legan meðgöngutíma." (2) „Gleymið ekki að gefa smá- fuglunum.“ 9) Bóndinn fór á vöðlum eftir mjólkinni. Þannig greinir Dagur frá ferðum bónda nokkurs í Kelduhverfi, en við spyrjum af hverju hann notaði vöðlur? (1) Bærinn var vegasambands- laus vegna flóða í Jökulsá og því þurfti hann að vaða yfir Litluá til að ná í mjólk sem bóndi úr sveit- inni færði honum á árbakkanum hinum megin. (X) Hann fann ekki stígvélin sín og þurfti því að grafa upp vöðl- urnar sem hann notar í laxveið- inni. (2) Hann var að máta nýju vöðlurnar sínar og kornst ekki úr þeim þannig að hann varð að fara á vöðlunum eftir mjólkinni, þrátt fyrir að hafa ætlað að nota gúmmískóna. 10) Hvaða breytingar er verið að gera á Gamla bakaríinu á Siglu- firði? (1) Það er einfaldlega verið að endurnýja það svo hægt sé að kalla það Nýja bakaríið. (X) Þarna eiga fógeti og lögregl- an að hafa aðsetur í framtíðinni og í kjallaranum er sérhannað kjarnorkubyrgi þar sem aimannavarnir munu funda reglulega. (2) Verið er að innrétta átta íbúðir í húsinu. 11) Hver mælti svo: „Ég hef hugleitt í fullri alvöru að banna alla heimaslátrun.“? (1) Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráð- herra, á fundi í Hlíðarbæ. (X) Óli Valdimarsson sláturhús- stjóri í tilefni af forsíðufrétt.Dags um fjölda kinda sem horfið hafa sporlaust. (2) Sigfús Jónsson bæjarstjóri á fundi með íbúasamtökunum í Síðuhverfi. 12) Hver sagði og af hvaða tilefni: „Við bíðum bara eftir hafisnum og ísbjörnunum.“? (1) Bjarndýrabaninn úr Fljótun- um, vegna þess að hann hefur setið auðum höndum síðan hinn sögufrægi ísbjarnarhúnn gekk á land. (X) Soltinn bóndi á Vestfjörð- um. Hann langaði að sökkva tönnum sínum í ísbjarnarkjöt eftir allt selaátið að undanförnu. (2) íbúi í Grímsey. Þar hafði verið vonskuveður og vantaði eiginlega bara hafís og ísbirni til að kóróna ástandið. SS Var Hrafn Gunnlaugsson fenginn til þess að hafa hemil á Helga Skúlasyni, sbr. spurningin nr. 7? Fréttagetraun janúarmánaðar: Þrír vinníngshafar Hér koma rétt tákn við frétta- getraun janúarmánaðar sem birtist í helgarblaði Dags 11. febrúar og jafnframt nöfn vinningshafa. Fjölmargir sendu inn svarseðla og voru þrjú umslög dregin úr bunkan- um. Eftirtaldir aðilar fá senda úttcktarmiða fyrir hljómplötu- úttekt í Hljómdeild KEA: Þorbjörn Ágústsson, Sporði, Línakradal, 531 Hvammstangi. Skúli Þ. Jónsson, Boðagerði 6, 670 Kópaskeri. Sveinn Hjálmars- son, Arnarsíðu 8e, Akureyri. Rétt röð var þessi: 1) X 2) 1 3) X 4) 2 5) 1 6) X 7) 2 8) 2 9) X 10) 1 Svör þátttakenda voru yfirleitt rétt en þó voru nokkrir sem flöskuðu á 6. spurningunni, sem hljóðaði svo: Formaður áfeng- isvarnanefndar Akureyrar átti sér að minnsta kosti eina nýárs- ósk og lét hann hana í ljós á síð- um blaðsins. Hvers óskaði for- maðurinn, Ingimar Eydal sér? Þarna héldu nokkrir að svar nr. 2, að áfengir drykkir yrðu bann- aðir með lögum, (t.d. með lögum í flutningi Hljómsveitar Ingimars Eydal), væri rétt, en rétt svar var X: Eitt þúsund og fimm hundruð króna fjárframlags til að standa straum af rekstri nefndarinnar. Dagur þakkar öllum sem sendu okkur svör og við vonum að lesendur haldi áfram að taka þátt í fréttagetraun liðins mánað- ar. SS 1. Svarseðill (1, X eða 2) 7. 2. 8. 3. 9. 4. 10. 5. 11. 6. 12. Nafn: Heimilisfang: Sími: Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun, Strandgötu 31 ■ Pósthólf 58 ■ 602 Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.