Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 23. mars 1989 Þegar frúar- bíllinn festist Heil og sæl. Ég veit ekki hvern- ig veðrið er núna þegar blaðið berst ykkur í hendur en hitt veit ég að það er leiðinlegt þegar ég sit hér við skriftir, endurnærð eftir baðið. Ég festi bílinn í skafli, þennan skemmtilega litla frúarbíl, og það er lífsreynsla sem mig langar til að segja ykk- ur frá. Ekki það að ég hafi ekki fest bílinn áður en það eru við- brögð minna elskulegu sam- borgara sem kveikja í mér tjáningarþörf. Fyrst vil ég þakka bílstjóran- um á jeppanum sem þröngvaði mér út í skaflinn. Hann mætti mér á þröngri götu í Þorpinu og bar sig mjög lipurlega að. Fyrir framan jeppann var nefnilega kyrrstæður bíll og sjálfsagt hefði bílstjóri jeppans átt að bíða fyrir aftan hann þegar hann mætti mér, a.m.k. samkvæmt umferðarlögunum. Þess í stað ruddist hann framhjá kyrrstæða bílnum og stefndi beint á litla japanska frúarbílinn sem varð hvekktur og stakk sér á bólakaf í skafl til að forðast árekstur við ferlíkið. Bílstjórinn má eiga það að hann brosti fallega þegar hann ók í burtu og gott ef hann veifaði ekki líka. „Ja, nú er það slétt og snúið,“ tautaði ég við sjálfa mig, ennþá með hugann við saumaklúbbinn kvöldið áður. Ég reyndi auðvitað að bakka út úr skaflin- um en píslin spólaði og veinaði ámátlega. Stálpaðir unglingar áttu leið hjá og hermdu þeir óspart eftir væli frúarbílsins. Héldu síðan för sinni áfram og vinkuðu með bjórdósum. í ófærðinni er slæmt að vera bjargarlaus kona á litlum bíl, en auðvitað vilja allir karlmenn rétta fram hjálparhönd, eða hvað? i heilsupósturinn í7'Umsjón: Sigurður Gestsson og EinarGuðmann f „Ritskoðun“ á páskamatnum Nú þegar páskarnir koma og flestir landsmenn fara í frí, gefst fólki tækifæri til þess að slappa af frá hinu daglega amstri. Að venju er slegið upp miklum veisl- um með tilheyrandi áti og drykkju. Einhver gæti haldið að nú ætluðu greinarhöfundar að halda heilmikla ræðu um óholl- ustu og skaðsemi sem þessum veisluhöldum vill fylgja. Nei ekki aldeilis. Þó að það sé vitað mál að aldrei nema á jólum og pásk- um sé Iátið eins mikið ofan í sig af öllu því sem venjulega myndi teljast hreinasta svínarí í holl- ustumálum, þá hefur skapast sú hefð að það sé bannað að „rit- skoða“ það sem þá er borðað. Þess vegna ætlum við ekki að kvelja neinn með eldheitum fyrirlestrum um næringargildi í páskaeggjum eða misjafnlega heilsusamlegum veislumat. Það væri hreinlega lögbrot. Það er líka eins og hátíðarnar njóti ein- hverrar friðhelgi sem algerlega er bannað að rjúfa. Hörðustu græn- metisætur og sérvitringar í matar- æði sjást með æðisglampa í aug- um lauma páskaeggi af stærri gerðinni í innkaupakörfuna eins og þeir hafi loksins fundið það sem þeir hafa leitað alla ævi. En svo að við gerumst nú svo- lítið andstyggilegir þá langar okkur til þess að koma með smá innlegg í það sem gæti kallast hefðbundinn veislumatur. Ekki er nú hægt að segja að íslendingar hafi mjög frjótt ímyndunarafl í vali á veislumat. Yfirleitt er not- ast við svínakjöt, Iambakjöt eða rjúpu. Sennilega eru það ekki mörg prósent af þjóðinni sem borða eitthvað annað en ein- hverjar afurðir af þessu þrennu. Svo við gefum þeim, sem vilja endilega rjúfa hefðina og borða á hátíðunum eitthvað hollt og hag- stætt fyrir línurnar, einhverja punkta, þá væri reynandi að elda sér fuglakjöt, svo sem kalkún, kjúkling, önd, gæs eða eitthvað í þá áttina. Ekki ætlum við að benda á sérstakar matreiðsluað- ferðir nema að því leyti að benda fólki á að grandskoða girnilegar matreiðslubækur um þessi efni. Það er allt of lítið um að fólk nýti sér valmöguleikana sem þessar margvíslegu bækur bjóða uppá. Þó svo að fiskurinn sé „gull“ holl- ustunnar þá þýðir sennilega ekk- ert að benda gallhörðum íslend- ingum á að reyna að brydda uppá einhverri veislumeðferð á fisk- flakinu, þar sem sjaldgæft er meðal annarra en útlendra land- krabba að líta á fisk sem veislu- mat. Jól og páskar eru sennilega sá tími sem margir leggjast í hálf- gert letilíf og át. Hins vegar er þetta einnig tími útiveru og skíðaiðkana og vonandi gefst bæði færi og veður til þess að skreppa á skíði eða í góða göngu- ferð. Nú er málið að dusta rykið af gönguskónum ef sólin skyldi nú láta sjá sig. Hvað á bjargarlaus kona á bólakafi í fönn til bragðs að taka? Að sjálfsögðu ætlaði ég út úr bílnum til að líta á aðstæður en það gekk ekki þrautalaust að opna dyrnar svo djúpt var þessi bílangi sokkinn. Loks komst ég út og klofaði snjóinn í þunnum nælonsokkabuxum. Þetta leit illa út. Enga hafði ég skófluna og ekki bjó ég yfir líkamlegum styrk karlmannsins. Andlegur máttur minn hafði lítið í kolfast krílið að gera. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst og neyðin kennir naktri konu að spinna. Ég skimaði í kringum mig eftir hjálp og þegar einhver nálgaðist lagðist ég utan í bílinn líkt og ég væri að ýta honum. Ungur maður með hormottu og kamel í kjaftinum stöðvaði bíl sinn og j>lápti á mig dágóða stund. Eg leit hjálparþurfi við en þá blístraði hann lágt og ók á brott. Þannig gekk þetta dágóða stund uns góðhjartaða konu bar að garði og reyndi hún að ýta bílnum með mér án árangurs. Fleiri fengu að spreyta sig en ekkert gekk. Loksins kom hann, stæltur karlmaður á sterklegum jeppa. „Við reddum þessu félagarnir,“ sagði hann og beraði mjallahvít- ar tennurnar. Síðan strauk hann jeppa sínum, tengdi bíla okkar saman með kaðli og kippti mín- um úr skaflinum. Ég var svo fegin að ég hefði getað kysst hann og reyndar virtist mér hann ekki mótfallinn þeirri hugmynd, a.m.k. stóð hann þarna eins og hann væri að bíða eftir einhverju. „Þakka þér kærlega fyrir hjálpina," sagði ég og ætlaði að rjúka af stað. Hann bað mig að bíða og ég komst fljótlega að ástæðunni. Matarboðum og fleiri gylliboðum rigndi yfir mig og hann sagðist fús til að aðstoða mig á allan hugsanlegan hátt. Svona eru nú þessir karl- menn og ekkert við því að gera en ég gat losnað við hann án þess að særa hann um of. Eftir þetta ævintýri, heitt bað og kakó, fór ég að hugsa um páskana, fermingarnar og allt þetta tilstand sem jafnast á við sjálf jólin hvað heimilisútgjöld- in varðar. Sem betur fer slepp ég enn um sinn en ekki líður á löngu þar til drengirnir komast á fermingar- og bjóraldurinn. Þá get ég farið að velta mér upp úr áhyggjum, en núna er engin ástæða til þess. Einu áhyggjurn- ar sem ég hef í sambandi við páskana eru tengdar líkams- þyngd minni. Hún gæti rokið upp um 2-3 kíló og það sæmir ekki konu í minni stöðu. Þegar maðurinn minn kom heim sagði ég honum frá hrakn- ingum mínum og bjóst við að hann myndi rjúka upp og skammast út í samborgara sína fyrir ósvífni og ódugnað. En hann hló bara og sagði að konur ættu ekki að keyra bíl þegar snjór væri á götum. Og ég sem hef alltaf hrósað honum fyrir jafnréttislegt sinni. Þessum samskiptum verður ekki lýst nánar og verið þið bara sæl og gleðilega páska. Anna Yr Margir fara á skíði eða í gönguferðir um páskana en aðrir iðka sitt eina sanna sport og slappa bara af.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.