Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. mars 1989 - DAGUR - 5 Tilkynningaþjónusta fyrir ferðamenn opin allan sólarhringinn í Reykjavík: Fólk notar þessa þjónustu í tengslum við páskaferðalögin - segir Ragnheiður Hauksdóttir „Við fylgdumst með á þriðja tug ferðahópa yfir páskahátíð- ina í fyrra og þetta voru allt frá dagsferðum upp í 10-14 daga ferðir. Þessi þjónusta hefur verið starfrækt síðustu árin og það er áberandi hversu vel hún er notuð í kringum páskana,“ segir Ragnheiður Hauksdóttir á vaktinni í tilkynningaþjón- ustu Securitas, Landssambands hjálparsveita skáta og Lands- sambands flugbjörgunarsveita. Ragnheiður segir að ferðalang- ar víðs vegar á landinu tilkynni um ferðaáælun sína á vaktina í Reykjavík. „Fólk tilkynnir okkur hvert það ætlar, í hvers konar ferð, á hvernig farartæki það ætlar, hvar á að gista, hvenær lagt er af stað og hvenær ætlunin er að koma á áfangastað. Fólk gefur okkur upplýsingar um búnað sinn og auk þess ýmsar persónulegar upplýsingar um ferðalangana. Síðan ræður fólk því hvort það lætur okkur vita af sér á leiðinni en annars miðast okkar aðgerðir við komutíma fólks á áfanga- stað,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir að síðustu dagar hafi verið frekar rólegir en þess megi vænta að heldur lifni yfir í dag. Hún telur að minna geti orðið um ferðalög yfir páska- hátíðina í ár en í fyrra vegna þess hve veður hefur verið ótryggt á síðustu vikum og þess hve páskar séu snemma á ferðinni í ár og því Braut í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri: Bóklegt nám hefst um áramót „Þarna hefur verið stigið mjög stórt skref og við fögnum því sérstaklega að um þetta mál hafí verið gerð samþykkt á ríkisstjórnarfundi. Nú verður ekki aftur snúið með sjávar- útvegsbrautina,“ segir Harald- ur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, en í síðustu viku ákvað ríkisstjórn á fundi sínum að nám í sjávarútvegsfræðum skuli hafíð við skólann um næstu áramót. Með þessari samþykkt er Ijóst að bóklegt nám í sjávarútvegs- Leiðrétting í grein sem birtist í Degi 9. mars um skaðsemi áfengisnotkunar mæðra fyrir fóstur misritaðist nafn Árna Einarssonar og var hann sagður Sigurðsson. Þetta leiðréttist hér með. EHB fræðum hefst um áramót og má búast við að á fyrsta ári verði skráðir á bilinu 15-20 nemendur. Haraldur Bessason háskólarektor. Áhugi virðist gífurlegur á þessu námi, ef mið er tekið af fjölda fyrirspurna um það. Að sögn Haraldar Bessasonar verður leitað til manna í atvinnu- lífinu á svæðinu um stunda- kennslu við sjávarútvegsbrautina en síðan verða auglýstar fastar stöður kennara við brautina. Ekki liggur fyrir hvenær auglýs- ingar um þær verða birtar. Stofnun sjávarútvegsbrautar kallar á aukið kennslurými Há- skólans og segist Haraldur binda vonir við að úr því rætist. Á næsta skólaári lætur VMA fjórar kennslustofur af hendi í Iðnskóla- húsinu og á árinu 1990 er gert ráð fyrir að allt rými þess húss, nema e.t.v. smíðastofa, verði nýtt af Háskólanum. Þá eru hugmyndir uppi um byggingu einingarhúsa á lóð lðnskólahússins við Þórunn- arstræti þar sem komið verði upp nauðsynlegri rannsóknaraðstöðu fyrir nám í sjávarútvegsfræðum. óþh Fjárhagsmál Hofsóshrepps: Greiðslustöðvun framlengd - áætlun á lokastigi hjá prhaldsstjóm Fjárhaldsstjórn Hofsóshrepps er nú á lokasprettinum við að vinna 2ja til 3ja ára fram- kvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið og verður hún kynnt fyrir sveitastjórn- armönnum hreppsins ein- hverja næstu daga. Að sögn Húnboga Þorsteinssonar for- manns tjárhaldsstjórnarinnar átti að kynna áætlunina í þess- ari viku en sökum veðurs tókst það ekki. Þá hefur fjárhalds- stjórnin verið í viðræðum við lánardrottna Hofsóshrepps og að sögn Húnboga hafa þær viðræður gengið með eðlileg- um hætti og unnið er að því að koma þeim málum á hreint. Greiðslustöðvun á Hofsós- hrepp, sem var sett á til 3ja mán- aða, átti að renna út fyrir skömmu, en fjárhaldsstjórnin fékk hana framlengda um 2 mán- uði, eða til 19. maí. „Fram að þeim tíma munum við fyrst og fremst reyna að ljúka málinu. Áætlanirnar eru á lokastigi og hitt er í fullri vinnslu,“ sagði Húnbogi að lokum í samtali við Dag. -bjb bílor allra veðra von. Þeir sem hyggja á ferðalög um páskana geta hringt í síma 91- 686068 í Reykjavík og tilkynnt um ferðir sínar, sér að kostnaðar- lausu. JÓH Akureyri: Ekið á kyrrstæða bfla Síðastliðinn mánudag var ekið á tvo kyrrstæða bíla á Akur- eyri og stungu tjónvaldarnir af í báðum tilvikum. Rannsókn- arlögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að þessum ákeyrslum en tjón eigendanna er mikið því bílarnir eru tölu- vert skemmdir. Ekið var á bifreiðina A-2267 sem er Volkswagen bjalla, drapplituð, á tímahilinu 15.30- 16.30 á bílastæði við Geislagötu 10. Bifreiðin skemmdist mjög mikið að aftan. Þá var ekið á bifreiðina Þ-1135 sem er Subaru station, drapplit- uð, á tímabilinu frá kl. 12-16 á mánudag á bílastæði við Slátur- hús KEA. Vinstra framhorn bif- reiðarinnar skemmdist nokkuð. Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um þessar ákeyrslur eru vinsamlegast beðnir um að láta rannsóknarlögregluna vita, ella er hætt við að eigendur bíl- anna sitji sjálfir uppi með tjónið. Gunnar Jóhannsson rannsókn- arlögreglumaður sagði aö ákeyrslur á kyrrstæða bíla virtust hafa færst í vöxt að undanförnu og það heyrði nú til undantekn- inga ef tjónvaldurinn léti við- komandi bifreiðareiganda vita af óhappinu. SS Húsnæði óskast Félagasamtök á Akureyri óska eftir íbúðar- eöa iðn- aöarhúsnæöi til leigu undir starfsemi sína. Æskileg stærð 220 frn og stór og góð lóð. Húsnæðið má þarfnast lagfæringar. Skilvtsar greiðslur. Upplýsingar í síma 22285. Ferliþjónustan Ekið verður hjá Ferliþjónustunni um páskana. Akstur þarf að panta í síma 24929, fimmtudaginn 23. mars kl. 9.30-10.30 og 17.00-18.00. Föstu- daginn langa kl. 9.30-10.30 og 17.00-18.00. Akstur fyrir laugardag og sunnudag skal panta á föstudag. Mánudagur, annar í páskum, kl. 9.30-10.30 og 17.00-18.00. Forstöðumaður. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Akureyri: Subaru bflasýning Subaru 1800 GL 4WD. Helgi Ingvarsson stcndur á bakvið bílinn. Mynd: ehb Um síðustu helgi var haldin sýn- ing á Subaru og Nissan bifreiðum hjá Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar á Akureyri, en Sigurður er með söluumboð fyrir Ingvar Helgason hf. Sérstök áhersla er lögð á að kynna Subaru 1800 GL fjórhjóla- drifs-skutbílinn hjá Ingvari Helga- syni því sá bíll er langsamlega söluhæsti Subaruinn, að sögn Helga Ingvarssonar, sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins, en hann kom til Akureyrar í tilefni af bílasýningunni. Svo virðist sem fjórhjóladrifs- bílar séu sífellt að verða vinsælli hér á landi, ekki síst meðal fólks sem býr í „dreifbýli,“ ef rnenn vilja kalla alla byggð utan Reykjavíkur því nafni. Subaru GL skutbíllinn er rúmgóður og nýtískulegur með vandaða inn- réttingu og hæfir vel sem alhliða fjölskyldubíll. Fjórhjóladrifið kemur að góðurn notum þegar ekið er í erfiðum aðstæðum, t.d. upp brattar brekkur. GL-bíllinn er með rafmagns- speglum, hægt er að fá hann með rafknúnum rúðum og „central" læsingum á hurðum, velti- og vökvastýri, snúningshraðamæli og mörgum aukahlutum, t.d. ál- felgum fyrir „low-profile“- dekk. Tæknilegar upplýsingar unt vél: Borun x slaglengd 92x60 mm, 4 cyl. OHV. Þrjár gerðir véla eru framleiddar í skutbílinn eftir gerðum, 1600 cc (DL), 1800 cc eða 1800 cc turbo. Þjöppun, 1800 GL 9:1, turbo 7,7:1, afl 1800 vélarinnar DIN er 90 kw á 5600 snúningum, tork (DIN) 137(14.0, 101) á 3600 snún. Hámarkshraði 165 km/klst., bensíntankur tekur 60 lítra. Bensíneyðsla er gefin upp sem 10,4 lítrar á 100 km í þéttbýli en 6,7 lítar í þjóðvegaakstri. Raf- geyinir er 40 amperstundir. Hægt er að fá btlana beinskipta með fimrn gíra kassa eða sjálfskipta með þriggja þrepa skiptingu. Hjólbarðar eru af stærðinni 175/ 70-13. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.