Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. mars 1989 - DAGUR - 7 Hvað er að gerast Húnvetnskur hestadagur - á Réttarvatni nk. laugardag Hestaíþróttadeild A.-Húnvetn- inga gengst fyrir húnvetnskum hestadegi laugardaginn 25. mars nk. á Réttarvatni við Vatnahverfi og hefst dagskráin kl. 14.00. Keppt verður í ístölti, kappreið- um, bæjakeppni og ef til vill ein- hverju fleira. í yfirlýsingu frá Hestaíþróttadeildinni kemur fram að tilefni þessa húnvetnska hestadags sé þörf stjórnar til að láta bera á sér og sínum! Bæjakeppnin líkist hefðbund- inni firmakeppni hestamanna og fer þannig fram að einstakir bæir kaupa sér þátttökurétt. Hending ræður fyrir hvaða bæi efstu knap- arnir keppa. Verðlaun eru eign- arbikar fyrir efsta bæ og verð- launapeningar fyrir 3 efstu knapa. Þá verða einnig veitt veg- leg verðlaun í ístöltinu og kapp- reiðunum. Það verður því líf og fjör á Réttarvatni nk. laugardag og Húnvetningar hvattir til að koma og sjá fjörlega hesta og knapa. Skíðalandsmótið hefst í dag Keppni á Skíðalandsmótinu á Siglufirði hefst í dag með keppni í svigi kvenna og stór- svigi karla. Eftir hádegið verð- ur síðan keppt í göngu karla, kvenna og pilta. Keppnin í alpagreinum fer fram á hinu nýja skíðasvæði Sigl- Glerárkirkja: Kyrrðarkvöld á föstudagmn langa Á föstudaginn langa kl. 20.30 verður kyrrðarkvöld í Glerár- kirkju. Verður þar minnst písl- argöngu Krists með lestri og söng. Sóknarpresturinn sr. Pálmi Matthíasson mun lesa m.a. úr píslarsögunni og Passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar og kirkjukórinn undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar söng- stjóra og organista leiðir söng. Er vonandi að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga kyrrláta stund í Glerárkirkju á föstudag- inn langa. Á páskadagsmorgun verður síðan hátíðarguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 8.00. Á eftir þeirri athöfn verður sameiginleg- ur morgunverður kirkjugesta. Borið verður fram kakó en kirkjugestir eru beðnir að hafa með sér meðlæti. Jón sýnir í Gamla Lundi Föstudaginn langa 24. mars kl. 16 opnar Jón Laxdal Halldórsson sýningu á upplímingum í Gamla Lundi. Jón Laxdal er Akureyringur fæddur 1950. Fyrsta einkasýning hans var í Rauða húsinu 1983, Virginía Woolf: Síðustu sýningar Leikfélag Akureyrar sýnir leikrit- ið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? fimmtudaginn 23. mars, laugardaginn 25. mars og mánu- daginn annan í páskum kl. 20.30. Þetta eru síðustu sýningar á leikritinu. Leikarar í þessu rómaða verki eru þau Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Ragnheiður Tryggva- dóttir og Ellert A. Ingimundar- son. Leikfélag Dalvíkur: Dysin sýnd í Ungó Næstkomandi Iaugardag kl. 21 sýnir Leikfélag Dalvíkur Dysin - úr aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson. Verkið var frumsýnt í Ungó þann 10. mars sl. og óhætt er að segja að það hafi hlotið frábæra dóma, jafnt áhorfenda sem gagnrýnenda. Dysin er rammíslenskt leik- verk, sem tekur mið af sannsögu- legum atburðum í Múlaþingi á öldinni átjándu. Fólk varð illa úti í kjölfar Móðuharðindanna og það fengu m.a. þrír menn að reyna, Gunnsteinn, Eiríkur og Jón (sem reyndar heitir Sveinn í Dysinni). Ósætti kom upp milli þeirra félaga sem lauk með því að Eiríkur tunguskar Svein. Mál- ið fór fyrir réttvísina. Upp úr þessu öllu spinnur Böðvar Guðmundsson hina athyglisverð- ustu fléttu sem allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að sjá. Að sögn formanns Leikfélags Dalvíkur er stefnt að nokkrum sýningum á Dysinni í næstu viku. óþh firðinga í Skarðsdal, en þar hafa í haust og vetur staðið yfir miklar framkvæmdir við að setja upp tvær skíðalyftur, alls tæpir 2000 m. Svæði þetta er sérlega glæsi- legt og brekkur við allra hæfi frá náttúrunnar hendi. Keppni í göngu og stökki fer fram við íþróttamiðstöðina að Hóli. Búist er við tæplega áttatíu keppendum og koma þeir frá eftirtöldum skíðahéruðum: Reykjavík, ísafirði, Dalvík, Ólafsfirði, Fljótum og Siglufirði. Kristján Möller er mótsstjóri, Freyr Sigurðsson leikstjóri í alpa- greinum, Magnús Eiríksson leik- stjóri í göngu og Sigurjón Erlendsson leikstjóri í stökki. næst í Nýlistasafninu 1987 auk samsýninga á Akureyri. Á þess- ari sýningu eru aðallega smá- myndir frá síðustu sex árum. Sýningin stendur aðeins til mánudagsins 27. mars og er opin daglega frá kl. 16 til 21. Næsta verkefni Leikfélags Akureyrar er Sólarferð eftir Guðmund Steinsson og er frum- sýning áætluð 7. apríl. EG HELD ÉG GANGI HEIM Gamlal I fullu gi BOKAMARKAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA GLERÁRGÖTU 36 - AKUREYRI - SÍMI: 27699 Þúsundir bókatitla Allt að 90% verðlækkun Meðalverð Zll.-krónur Bókapakkar - tilboð Greiðslukortaþjónusta SA GAMLI , EINI SAN OPNUNARTlMI: Miðvikud. 22. mars . kl. 13-19 Miðvikud. 29. mars . kl. 13-19 Fimmtud. (skirdag) 23. mars . kl. 13-19 Fimmtud. 30. mars . kl. 13-19 Laugard. 25. mars .. kl. 13-19 Föstud. 31. mars .... kl. 13-19 Mánud. (annar í páskum) 27. mars . kl. 13-19 Laugard. 1. apríl .... kl. 13-19 Þriðjud. 28. mars .. kl. 13-19 Sunnud. 2. apríl . kl. 13-19 Margar sjaldgæfar bækur Bækur frá öllum helstu bókaútgefendum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.