Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 23. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Páskahátíð Páskar fara í hönd. Þeir eins og allar hátíðir kirkjunnar eru friðarhátíð. Páskarnir eru í senn hátíð sorgar og gleði. Sorgar vegna ranglætisins sem náði hámarki með kross- festingu frelsarans og gleði vegna sigurs ljóssins og lífsins yfir myrkri og dauða. Sérhverjum manni er hollt að hugleiða boðskap páskanna. Þótt langt sé um liðið frá því Kristur var krossfestur er föstudag- urinn langi síður en svo liðin tíð í mann- kynssögunni. Grimmdin, múgsefjunin og hið hróplega ranglæti sem dagurinn stend- ur fyrir heyrir alls ekki sögunni til. Daglega berast okkur fréttir af hliðstæðri grimmd og ranglæti utan úr heimi. Hryðjuverka- menn fremja hrottalegustu glæpi og láta tilganginn helga meðalið. Þjóðir, þjóðar- brot og ýmsir minnihlutahópar sæta kúgun og ofbeldi af ýmsu tagi og tugþúsundir láta lífið árlega í í staðbundnum stríðum sem háð eru af fullkomnu miskunnarleysi. Aukin menntun og siðvæðing meðal þjóða heims hefur ekki dregið úr þeirri tilhneig- ingu mannsins að deila og drottna og svíf- ast einskis til að ná settu marki. Boðskapur Krists á því ekki síður erindi til okkar í dag en áður. Boðskapur páskanna er sígildur og honum megum við aldrei gleyma. Fyrir flesta er páskahátíðin tími hvíldar og afþreyingar. Þá gefst kærkomið tækifæri til að slappa af frá annríki hversdagsins í faðmi fjölskyldunnar. Páskarnir eru einnig stór stund í huga hinna fjölmörgu ferming- arbarna sem fá þar með staðfestingu kirkj- unnar á skírn sinni. Um það bil fjögur þús- und ungmenni fermast á þessu ári og þar af langstærstur hluti í páskavikunni. Það hefur löngum tíðkast að fagna þeim merka áfanga og halda fjölskyldu og vinum ferm- ingarbarnsins veislu. Það er sjálfsögð og ágæt venja en þó er ástæða til að að brýna fyrir aðstandendum fermingarbarna, nú sem fyrr, að gæta þess að umgjörðin skyggi ekki á athöfnina sjálfa. Fermingar- veislur og það tilstand sem þeim fylgir hafa á stundum gengið úr hófi fram í okkar neysluþjóðfélagi. Veislan og gjafirnar sem fermingunni fylgja eru einungis hismið í kringum kjarnann. Dagur óskar fermingarbörnum og aðstandendum þeirra svo og landsmönn- um öllum gleðilegra páska. BB. Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþankar Minning frá Póllandi Þaö var komið fram í ágúst síö- ast liðið sumar, komið var kvöld og við höfðum fariö út að borða kvöldskattinn en vorum nú á heimleið á hóteliö. Þetta var í Varsjá. Hún er fyrir austan. Þarna í miðborginni voru breið- ar götur en ekki mikið notaðar. Á annatímum fóru þó þama um Skodabílar öðru hverju, sumir með sóllúgur og sportfelgur, líka pólski Fíat og Lada. Umferðin var því furðu hávær miðað við fjölda bíla. Nú var umferðin hins vegar farin að róast enda klukkan farin aö ganga tíu. Strætin nánast auð. Hins vegar er fyrirhyggjan svo mikil hjá borgaryfirvöldum, eða áætlanagerðin vitlaus, að það voru undirgöng undir þessar götur. Þetta eru myndarleg jarð- göng og hýsa dálítið mannlíf. Og nú komum við þarna að breiðgötu, Ólafsfirðingar, á leið á vinabæjarmót í Danmörku og þurfum þess vegna yfir göt- una. Að visu voru bílar ekki í augsýn þá stundina en þó töld- um við vissara að fara neðan- jarðar yfir götuna til að valda ekki röskun í umferðinni ofan- jarðar. Sem við erum nú komin nokkra metra niður í Pólland og höfðum fundið réttan rangala til að komast upp aftur, helst hinu megin við auða götuna, verða fyrir okkur biómasölukonur. Þær eiga í fórum sínum undur faileg blóm og bjóða til sölu fyrir peninga, helst bandaríska pen- inga en aðrir peningar eru lítils virði hér um slóðir. - Nú stóð þannig á að okkur hjónunum hafði hlotnast aldeilis afleitt her- bergi á þriggja stjörnu hótelinu sem við gistum á meðan sumir aðrir höfðu fengiö þrjú herbergi og eldhús eða eins konar svítur ætlaðar sovjeskum miðstjórn- armönnum og pólskum hers- höfðingjum. Af þessu var ég öfundsjúkur. Maðurinn sem tók á móti mér í afgreiðslunni hefur vafalaust haldið að ég væri ótraustur framsóknarmaður þegar hann sá mig og þess vegna úthlutað mér þessari óskaplegu vistarveru. Ég mátti samt ekki kvarta þar sem hægt var þó að loka þessu herbergi innan frá sem var meiri munað- ur en sumir aðrir gestir á þessu luxushóteli áttu að fagna. Einn ( hópnum fékk til dæmis herbergi sem hurð var að vísu fyrir en hvorki húnn né skrá. Þessi hafði kosið íhaidið síðast. Vinafólk okkar hafði boöið okkur í kvöld- kaffi og með því er heim kæmi á hóteliö. Þeim hafði hlotnast herforingjasvíta með tveim baönerbergjum og býtibúri ásamt mubleruðum stofum tveim, samiiggjandi og mörgum svefnherbergjum, þar var líka vatn I krönum. Þessi hjón hafa ekki á sér framsóknarsvip né yfirbragð. En á leið okkar í veisluna verða samsagt fyrir okkur þessar blómsölukonur. Þær eru dálítið uppblásnar í framan og öræfalegar en upplit- ið samt borubratt þegar þær sjá þessa dollaralegu ferðalanga koma aðvífandi. Sem yfirbót fyrir öfund mína afréð ég nú að færa svítufrúnni, vinkpnu minni, dálítinn blómvönd. Ég fæ nú blómstrin ( hendumar og vegna þess að ég var í þess konar skapi greiddi ég blómseljunni dollara fyrir og tók hún fegin viö. Og þar sem ég var þá stundina „skáldlega upplyftur í öllu kven- fólki“ þá kyssti ég hana á kinn- ina að auki. Hún var sandblásin og hrjóstrug. Þetta hefði ég þar aö auki betur látið ógert vegna þess að í þann mund sem ég hyggst halda áfram göngunni á vit veislunnar kemur hún skrækjandi á eftir mér konan og heimtar fleiri dali, fyrir kossinn nefnilega. Til þess að valda ekki frekari óspektum í þessu hrjáða landi reiddi ég fram féð og skundaði áleiðis að yfirborði jarðar með blómvöndinn dýra. Þetta dálitla atvik kemur mér æ oftar í huga upp á síðkastið enda getur sagan um það hæg- lega verið eins konar dæmi- saga fyrir okkur framsóknar- menn að draga lærdóm af. Sannleikurinn er nefnilega sá að eftir því sem frá líður eru farnir að fyrnast andlitsdrættir þessarar aðgangshörðu kaup- konu undir Varsjá en þegar ég sé hana fyrir mér nú finnst mér alltaf að hún sé eins og ríkis- stjórnin okkar í framan einkum til augnanna. Við vorum nefni- lega, framsóknarmenn, undur ánægðir með stjórnina þegar hún var stofnuð og tilbúnir til þess aö reiða fram það sem þyrfti til þess að hún gæti nú komið fram öllum þeim þjóðþrif- um sem hún sagðist hafa tiltæk okkur öllum til hagsbóta. Við guldum því glaðir okkar og sögðum meira að segja „skítt með það“ þegar skattarnir hækkuðu og ráðin reyndust dýrari en í fyrstu var ætlað. En nú er svo komið fyrir mér a.m.k. að í hvert sinn sem nýjar hækk- anir verða fyrir frumkvæði stjórnarinnar okkar finnst mér ég heyra skrækina í blómakon- unni forðum sem lætur ekki laust né fast fyrr en ég hefi greitt henni sérstaklega fyrir það eitt að vilja vera elskuleg- ur við hana og gera henni lífs- baráttuna bærilegri. Eg er hreint ekkert viss um að ég sé tilbúinn til þess að kaupa öllu fleiri blómvendi, hef bara engin efni á því, og allra síst að sýna þeim vinarhót sem bjóða þessi ósköp. Mig langar einna helst að koma mér upp á yfirborðið aftur og burt frá þeim sem verða þeim mun óbilgjarnari í kröfum sínum sem þeir fá meira. Ríkistjórnarblómsölu- andlitið er orðið fyrir mér ein- hvern veginn svoleiðis að það er eins og mig langi ekki einu sinni til að klappa á kinnina hvaö þá meira, enda afleiðingar þesskonar lauslætis dýrkeyptar eins og dæmin sanna. Ég veit auðvitað að það er ekki fallegt að hugsa svona og allra síst í þessu veðri og með páskahátíð á næstu grösum. en það verður þá bara að hafa það. Gleðilega páska. Páskahelgin í Hlíðarfjalli: Flugleiöatriimn og skíðamót alla helgina - leiðbeinandi við göngubrautina Það verður mikið um að vera í Hlíðarfjalli um páskana og verða allar lyftur og göngu- brautir opnar hátíöisdagana. Flugleiðatrimmið á gönguskíð- um fer fram á páskadag, sam- hliðasvig Flugleiða fer fram um helgina, parakeppni fyrir 12 ára og yngri fer fram á skírdag, þrautabraut verður fyrir yngstu kynsióðina og á páskadag messar séra Pálmi Matthíasson við Skíðastaði kl. 13.00. Flugleiðatrimmið fer fram á Páskadag. Brautin verður opnuð kl. 10.00 og verður opin til kl. 16.00. Klukkan 14.00 fer fram tímataka í karla- og kvenna- flokkum fyrir þá sem vilja. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 4 km og 8 km. Allir þátttakendur fá númer og viðurkenningu. Síð- an verður dregið úr pottinum helgarferð á vegum Flugleiða og svo stóri vinningurinn flugferð til Luxemborgar. Samhliðasvig Flugleiða fer fram á laugardag og svo úrslitakeppnin á annan í páskum. í úrslita- keppnina komast þeir sem hlotið hafa rétt til að keppa í fullorðins- flokki á vegum SKÍ, auk þeirra sem unnið hafa sér rétt úr for- keppninni. Verðlaun eru flug- ferðir til Luxemborgar, bæði í karla- og kvennaflokki. Skráning þarf að hafa borist fyrir laugar- dag í síma 21766. I Hlíðarfjalli verður boðið upp á þrautabraut alla daga fyrir yngstu kynslóðina. Leiðbeinandi verður við göngubrautina föstu- daginn langa milli 11.00-15.00 og mun hann aðstoð fólk að bera rétt undir skíðin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.