Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 20

Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 20
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF Q)j FJARMAL ÞIN - SÉKGREIN OKKAR Akureyri, fímmtudagur 23. mars 1989 ^FJÁRFESriNGARFÉLACD Ráðhústorgi 3, Akureyri Neytendasamtökin harðlega gagnrýnd af kjötiðnaðarmönnum, matvörukaupmönnum og eigendum matvöruverslana: Gæðakönnun á farsi og hakki ekki mark- tæk vegna ófagmannlegra vinnubragða „fáránlegar blekkingar um sóðaskap í verslunum4 Neytendasamtökin eru gagn- rýnd harðlega í ályktunum sem félög matvörukaupmanna, kjötverslana og kjötiðnaðar- manna hafa sent frá sér vegna gæðakönnunar á kjötfarsi og nautahakki sem Neytenda- samtökin birtu þann 16. mars sl. Fullyrðingum formanns samtakanna um að viðhafður hafi verið sóðaskapur í við- komandi vcrslunum vísa þessi félög algerlega á bug sem fárán- iegum blekkingum. Félag kjötverslana og Félag matvörukaupmanna telja að Neyt- endasamtökin hafi í þessu máli tekið sér undarlegt vald til sak- fellingar. „Minna vinnubrögð sem þessi mjög á aðferðir græn- friðunga, þar sem tilgangurinn helgar meðalið, bersýnilega gert í því skyni að auglýsa upp samtök- in. Er það ekki í fyrsta skipti sem það er gert og verður ekki hjá því komist að átelja þessi vinnubrögð samtakanna," segir m.a. í sam- eiginlegri ályktun félaganna. Fyrrnefnd félög gera öll athugasemdir við framkvæmd könnunarinnar og segja að þar hafi verið viðhöfð ófagmannleg vinnubrögð. „Félögin vilja taka skýrt fram að gæðakönnunin er ekki marktæk vegna ófagmann- legra vinnubragða,“ segir í álykt- uninnni. Fjögur atriði telja félög- in ámælisverð. í fyrsta lagi hafi hvorki sýnatökudagur né sá dag- ur sem sýnið var rannsakað kom- ið fram í könnuninni. í öðru lagi hafi sýnatökumenn ekki haft löggildingu. í þriðja lagi hafi framleiðandi sýna ekki komið fram í könnuninni heldur ein- göngu söluaðili og í fjórða lagi hafi lokaniðurstaða Neytenda- samtakanna verið mjög ósann- gjörn í garð þessara verslana. í máli samtakanna hafi komið skýrt fram að verslununum sé einum um að kenna. Matvörukaupmenn segja utan- aðkomandi mengun af völdum gerla geta átt sér stað á öllu ferli fyrsta vinnslustigs, þ.e. áður en Getraunir/Lottó nk. laugardag: 20 milljónir í fyrsta vimiing! Þaö má gera ráö fyrir að lukku- pottarnir verði heldur betur digrir nk. laugardag. Lottó- Páskaveðrið: Norðanátt og éljagangur Ekki er útlit fyrir hagstætt páskaveður á Norðurlandi en reyndar ekki ýkja óhagstætt heldur. Veðurstofa Islands gerir ráð fyrir norðanátt allt fram á páskadag með élja- gangi. „Veðurspáin fyrir skírdag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag er norðanátt, 4-6 vindstig, él og hægt vaxandi frost. Gjörðu svo vel,“ sagði Bragi Jónsson veðurfræðingur. Þessi spá gildir fyrir allt Norðurland, eða allt frá Vest- fjörðum til Austfjarða. Bragi sagðist ekki búast við neinu stór- viðri heldur væri hér um hina hefðbundnu norðanátt að ræða sem Norðlendingar ættu að kann- ast við. SS potturinn verður þrefaldur og pottur Islenskra getrauna verður fjórfaldur. Ekki er óeðlilegt að ætla að til samans verði fyrsti vinningur beggja lukkupottanna hátt í-20 millj- ónir króna. Getraunaunnendur bíða örugg- lega spenntir eftir úrslitum í enska sparkinu nk. laugardag. Rcyndar full ástæða til, fjórfald- ur pottur í boði. Það vill segja að fyrsti vinningur hefur ekki gengið út síðustu þrjár leikvikur og því bætist þrefaldur vinningur við getraunapott þessarar viku. Starfsmenn íslenskra getrauna áætla að fyrsti vinningur á laugar- daginn verði hátt í 10 milljónir króna. Þeir benda á að þann 17. desember sl. hafi potturinn verið fjórfaldur og fyrsti vinningur ver- ið 8,1 milljón króna. Þá fluttist mun minni þrefaldur pottur yfir á fjórðu leikviku og í ljósi þeirrar staðreyndar telja menn ekki óeðlilegt að ætla að fjórfaldur vinningur verði nokkuð hærri nú. Lottópotturinn hefur ekki gengið út síðustu tvær vikurnar. Fyrsti vinningur var rúmar 5 milljónir síðast og samkvæmt spá íslenskrar getspár mun hann tvö- faldast nk. laugardag. Það verður því ekki annað séð en að allir landsins fjárhættuspil- arar hafi í nógu að snúast á laug- ardaginn. Vonandi fá einhverjir þeirra milljónir í páskagjöf! óþh kjötið komi til vinnslu í verslun- inni. Þess vegna geti hvorki Neyt- endasamtökin, né nokkur annar aðili, dæmt þessar verslanir, sem aðeins fari með lokastig ferilsins. sekar. JÓH / fjötrum fannfergis. Mynd: TLV Alexander Stefánssyni svarað: Lykilatriði að hús- bréfin verða á gengi segir aðstoðarmaður félagsmálaráðherra „Einn stærsti þátturinn í hús- bréfakerfinu snýr einmitt að landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir að fólk þar geti farið með húsbréfaviðskipti í gegnum sinn banka. Fólk á landsbyggð- inni er alls ekki bundið af því í hvaða viðskiptum fólk á höfuðborgarsvæðinu er. Því get ég ekki skilið þessi orð þingmannsins,“ segir Rann- veig Guðmundsdóttir, aðstoð- armaður félagsmálaráðherra, varðandi ummæli Alexanders Stefánssonar um bréfakerfið í Degi húsnæðis- gær. Ljót aðkoma að hænsnakofa á Sauðárkróki: Slitinn hausinn af 20 hænuungum, 4 hænur fótbrotnar og einn hani lemstraður ijót Ar- Það var vægast sagt aðkoman hjá hænsnabúi manns Kristjánssonar á Sauð- árkróki sl. sunnudagsmorg- un. 20 ungar hænur, 9 mán- aða, lágu dauðar og búið að snúa þær úr hálsliðnum, og af sumum slitinn hausinn, 4 gamlar hænur voru fótbrotn- ar og illa leiknar og einn hani var allur lemstraður. í kofa rétt hjá hænsnakofanum var „Þetta er ekki heilbrigt“ segir eigandi kofans gamall hestur, barnahestur, og hann var eins og hengdur upp á þráð, mjög órólegur, en þetta er hestur sem hreyfir sig mjög Jítið. Þegar komið var að þessu voru hurðirnar að báðum kofunum opnar og rúða í hænsnakofanum var brotin. „Ég er mjög sár yfir þessu, ekki að skaðinn sé svo mikill, heldur að svona nokkuð geti gerst. Ég held því fram að þarna geti ekki verið um mink að ræöa. Hann gengur mjög hreint til verks, hann sýgur úr hænunum blóöið og staflar þeim síðan. Ég veit þetta, því það var einu sinni áður ráðist á hænsn hjá mér, og það var greinilega eftir mink, því þeim var öllum staflað. Ég hef fengið menn til að skoða þetta, sem hafa meira vit á þessu en ég, og þeir segja að hér geti ekki verið um mink að ræða,“ sagði Ár- mann í samtali við Dag. Málið er í rannsókn hjá lög- reglunni. „Það er engin ástæða til að þegja yfir þessu. Það er nauðsynlegt að þetta upplýsist. Þetta er alltaf að koma fyrir, víöar heldur en hér á Sauðár- króki, og þetta mál þarf að upp- lýsast, þetta er ekki heilbrigt,“ sagði Ármann að lokum. -bjb Alexender hefur hvað harðast gagnrýnt frumvarp Jóhönnu Sig- urðardóttur, félagsmálaráðherra, um húsbréfakerfið og lýst því yfir að hann greiði atkvæði á móti því við afgreiðslu þess í Alþingi. Hann benti á það í Degi í gær að í sinni núverandi mynd skapaði húsbréfakerfið nýja þenslu á höfuðborgarsvæðinu en lands- byggðin sæti eftir með sárt ennið. Þá hafði Alexander uppi efa- semdir um vexti á húsbréfunum. Aðstoðarmaður félagsmálaráð- herrra segir þessar efasemdir byggðar á veikum grunni. „Það verða fastir vextir á bréfunum og þau verða alltaf á gengi. Það er í raun lykilatriðið í húsbréfakerf- inu. Seðlabanki og Húsnæðis- stofnun verða viðskiptavakar í kerfinu og fylgjast með daglegu gengi húsbréfanna.“ Að sögn Rannveigar þýðir þetta að sá sem gerir viðskipti með húsbréf fær uppgefið gengi á þeim degi sem viðskiptin fara fram og fær sam- kvæmt genginu nákvæmlega það sem um var samið fyrir bréfið. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.