Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 23. mars 1989 „Feikimikilvægt fyrir byggðarlagið a5 kaupfélagið sé öflugt og sterkt" Þorgeir B. Hlöðversson í helgarspjalli Kjötvika varhaldin í Kaupfélagi Þingeyinga 6.-10. mars, á vegum Matbæjar og Kjötiðju KÞ. Tilgangurkjötvikunnarvaraðvekjaauknaathygli á hvað um erað vera í vinnslu og sölu kjötvara og því úrvali framleiðsluvara sem á boðstólnum er. Ýmsar vörur voru seldar á tilboðs- og kynningarverði og á hverjum degi voru kynningar á tilbúnum réttum. Meðal starfsfólks kjötiðjunnarsem buðu viðskiptavinum að bragða á réttunum var Þorgeir Björn Hlöðversson, ungur maður, vel menntaður, sem fyrir rúmu ári tók við starfi fulltrúa á afurðasviði hjá KÞ. Það þýðir að Þorgeir ber rekstrarlega ábyrgð á sláturhúsi, kjötiðju og fóðurstöð KÞ. Kjötvikan vakti athygli og Dagur fór þess á leit við Þorgeir að hann segði svolítið frá sjálfum sér, sínu starfi og viðhorfum. Fyrst var Þorgeir spurður um hugmyndina að kjötvikunni: „Páll Þór, markaðsfulltrúi KÞ átti hugmyndina, sem við þróuð- um síðan áfram í samvinnu við starfsfólk Kjötiðju og Matbæjar. Það er heldur daufara yfir versl- un svona yfir vetrartímann og ástæða þótti til að vekja þar svo- lítið líf og eins að láta aðeins verða vart við okkur í Kjötiðj- unni. Það er' mikils virði fyrir kjötvinnsluna að láta neytendur vita af sér. Við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir nýjungum og endurnýjunarþörfin í kjöt- vörunum er mikil. í tilefni af kjötvikunni var gefin út Kjöt- kveðja, bæklingur með spenn- andi uppskriftum og upplýsing- um um meðferð hráefnisins. Það er ákaflega mikilvægt að vera í góðum takti við óskir neytandans og við vorum með skoðanakönn- un í gangi til að kanna viðhorf viðskiptavinanna á kjötvikunni.“ Mikill sveitamaður í mér - Segðu aðeins frá sjálfum þér. Hver ert þú? „Ég heiti Þorgeir og er fæddur og uppalinn í sveitinni, á bænum Björgum í Kinn, sonur hjónanna Hlöðvers Hlöðverssonar og Ástu Pétursdóttur. Ég er að verða þrí- tugur og er mikill sveitamaður í mér enda alinn upp við þessi venjulegu sveitastörf. Ég gekk hefðbundinn menntaveg, stóð snemma hugur til búskapar og fór í almennt búnaðarnám, strax 17 eða 18 ára. Síðan hóf ég búskap í samvinnu við bróður minn og föður og tvo föðurbræð- ur. Jafnframt búskapnum hef ég prófað ýmislegt annað; t.d. sjó- mennsku, bæði á fraktskipum og vertíðarbátum. Þegar ég var orðinn 24 ára fékk ég áhuga á að mennta mig meira og fór í framhaldsnám, tók stúdentspróf frá Tækniskóla íslands, hélt áfram og hóf nám við Búvísindadeildina á Hvann- eyri. Þaðan útskrifaðist ég sem búfræðikandídat vorið 1987, þetta er viðurkennt háskólanám og gefur svipaða gráðu og líf- fræðideildin í Háskólanum. Þetta er fjölþætt nám og víða er komið við, þetta er sú menntun sem ráðunautar í landbúnaði hafa. Vitanlega fór ég til náms með það í huga að verða til gagns hér í heimahéraði og það var í nóvember 1987 sem ég réðst til núverandi starfs. Það er mín skoðun að mikilvægt sé fyrir framtíð íslensks landbúnaðar að vel sé unnið að afurðamálunum. Haft hefur verið á orði að bænd- ur almennt, og afurðasölufélög- in, hafi sofið á verðinum í sölu- málunum. Menn voru kannski undir einhverjum áhrifum for- ræðishugsunarháttar frá ríkinu um að kjöt ætti að seljast nokkurn „Dilkakjötið er alltaf efst á óskalistanum hjá mér.“ veginn af sjálfu sér, sem kemur í bakseglin núna með veruiega minnkandi sölu.“ - Er spennandi að takast á við þessi verkefni? „Það hefði einhvern tíma verið skemmtilegra að taka við þessum rekstri en einmitt núna, þegar erfiðleikarnir eru himinhróp- andi. Þessi atvinnurekstur býr við sérstaklega erfiðar aðstæður en ég vona að það sé að rofa til. Sláturleyfishafar eru klemmdir á milli bænda og ríkisvaldsins, þeim er ætlað að borga bændum fullt verð fyrir sínar afurðir án þess að ríkið standi við sinn hlut, við að gera sláturleyfishöfunum það mögulegt, sem leiðir síðan til verulegs tapreksturs. Reksturinn er uggvænlega dýr og mjög ríður á að draga úr öllum kostnaði, við erum að einbeita okkur að því á fullu og vonandi náum við ein- hverjum árangri. Ég vona alla- vega að við séum á réttri leið.“ á Björgum að undanförnu, enda meirihlutann af sólarhringnum hér á Húsavík. Ég er búinn að byggja tvíbýlishús á Björgum í félagi við bróður minn og hef alls ekki gefið á bátinn að búa þar eða eiga þar heima. Þess má geta að ég hef stundum haft orð á því við félaga mína á skrifstofu kaup- félagsins að þeir njóti ákaflega mikilla forréttinda að hafa útsýni til Kinnarfjalla, en þess sakna ég mjög á skrifstofu sláturhússins þar sem gluggarnir snúa í norður og útsýnið er bara til Húsavík- Kaupfélagið mikil staðfesta fyrir byggðina - Þú talar um erfiðleika í rekstri sláturhússins. Er ekki erfitt að reka flestar deildir kaupfélagsins um þessar mundir? „Jú, það er ekki aðeins slátur- húsareksturinn sem er erfiður, heldur hefur þessi samvinnu- rekstur allur verið óskaplega erf- iður. Það er uggvænlegt, því von- andi þarf engum að segja hvað kaupfélagið er mikil staðfesta fyrir byggðina hérna. Vonandi hafa erfiðleikarnir að undan- förnu vakið menn til meiri umhugsunar um stöðu félagsins og mikilvægi þess. Frá barnæsku hef ég borið ákaflega mikla virðingu fyrir félaginu og sögu þess og frá því ég réðist hér til starfa hefur mér staðið hugur til að ná árangri inn- an þess, fyrir þetta byggðarlag." - Hefur faðir þinn ekki starfað áratugum saman fyrir kaupfélag- ið? „Hann hefur unnið sem endur- skoðandi. Forfeður mínir stóðu í baráttunni á upphafsárum kaup- félagsins og fylgdu því fram á veg og seinni árin hefur faðir minn unnið fyrir kaupfélgið, verið ákaflega annt um það og hag þess. Ég hef alist upp í þessu umhverfi og við þessa sögu og það hefur verkað sterkt á mig, jafnframt því sem ég geri mér skýra grein fyrir hvað það er feikimikilvægt fyrir þessar byggð- ir hér að kaupfélagið sé öflugt og sterkt. Því var ég tilbúinn til að ráðast til þessarra starfa og til að takast á við málin. Þessir himinhrópandi rekstrar- örðugleikar, sem verið hafa und- anfarið, vekja hjá manni ugg, þar koma til utanaðkomandi örðug- leikar sem þó ekki fría okkur frá því að bæta okkar rekstur hér heimafyrir. Starfsfólkið hefur náð greinilegum árangri á þessu sviði, ef ytri aðstæður eyðileggja hann ekki, þ.e.a.s. ef fjármagns- kostnaður rýkur upp úr öllu valdi. Það hefur verið viss ánægja að vinna innan þessa fyrirtækis núna uppá síðkastið, yfir höfuð er góð stemmning hjá fólkinu og það hefur náð árangi og unnið vel. Ég er ákaflega þakklátur fólkinu sem ég hef unnið mest með, í sláturhúsinu og kjötiðj- unni, fyrir vel unnin störf því það er auðvitað starfsfólkinu mikið að þakka þegar miðar fram á veginn.“ - Hvað er að frétta af þínum fjölskylduhögum, ertu einhleyp- ur enn eða kannski kvæntur og margra barna faðir? „Síðastliðin ár hefur verið haft á orði að ég hafi eingöngu verið giftur starfinu og tölvunni en hugsa að ég fari að verða leiður á þeirri sambúð, fari að sækja um skilnað og leita fyrir mér á öðrum miðum. Vegna anna tel ég mig hafa verið til lítils gagns á félagsbúinu i Þorj Sláturhús KÞ, Kinnarfjöllin eru í baksýn og undir þeim, lengst til vinstri, stendur bærinn Björg þar sem Þorgeir á heima. Myndir: II

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.