Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. mars 1989 - DAGUR - 13
;eir kannar kjötbirgðirnar í einni af frystigeymslum sláturhússins.
Finnst of lítill hugur í
mönnum á Húsavík
„Samfara rekstrarerfiðleikum
kaupfélagsins, er ég núna þessa
síðustu daga ekki síður uggandi
um annan atvinnurekstur hér á
Húsavík, einkum útgerð og fisk-
vinnslu. Ég hef verulegar áhyggj-
ur af þróun sem orðið hefur í
þessum atvinnuvegi á síðari árum
hér á Húsavík. Núna, á þessum
síðustu tímum þegar virkilega
þrengir að í sjávarútvegi og flest
allir aðrir í þessum atvinnuvegi
eru að þjappa sér saman og
sameina fyrirtæki til að standa
sterkari í aðsteðjandi vanda, þá
tvístrast menn hér og fara að
verka í hverjum skúr. Þetta
finnst mér vera mikil öfugþróun
og menn þyrftu að skoða sinn
gang í þessum efnum. Það er
engum vafa undirorpið að
avinnulíf í þessum bæ byggir á;
annarsvegar útgerð og fisk-
vinnslu og hinsvegar á þjónustu
við byggðir í kring. Þetta verður
hvorutveggja að þrífast til að
þetta samfélag megi þróast
áfram. Húsavík, útgerðin og
sveitirnar í kring, þetta er ein
órofaheild sem verður að vinna
saman.
Mér finnst allt of lítill hugur í
mönnum hér á Húsavík, og það
virkar svolítið framandi fyrir
sveitamanninn sem er nýlega
kominn hingað, þessi deyfð yfir
mönnum í sambandi við atvinnu-
málin. Ég leiði gjarnan hugann
að því hvort þetta sé hugsanlega
afleiðing þess að menn ætli kaup-
félaginu visst forræði, án þess að
vera tilbúnir til að taka á sjálfir,
sem er virkilega nauðsynlegt.
Það er hættulegt að gera of mikl-
ar kröfur til fyrirtækisins en sinna
því samt ekki. Ég vildi gjarnan
sjá unga og fríska, nýmenntaða
menn takast á við nýja mögu-
leika, en það verður þá einnig að
gera þeim það kleift og spurning-
in er hvort kaupfélagið í sam-
vinnu við aðra aðila, gæti hugsan-
lega myndað einhverskonar fjár-
festingarsjóð. Auðvitað eru erf-
iðleikar núna, en ég tel alveg
bráðnauðsynlegt að eitthvert
fjármagn sé til reiðu til að gera
mönnum með hugmyndir fært að
fitja upp á einhverju nýju. Fors-
enda þess að slík fyrirtæki nái
rekstrargrundvelli er að þau fari
af stað með verulegt eigið fé, þ.e.
kafni ekki strax í fjármagns-
kostni. Það sem við þurfum hér á
Húsavík eru nokkur smærri fyrir-
tæki, sem hvert skaffar svona 5-
10 störf, til að hleypa svolitlu lífi
í atvinnulífið sem er allt of ein-
hæft að mínu viti.
Menn kunna að undrast mína
umfjöllun um þessi mál, en það
er sama hvort það er trillusjó-
maður eða almennur skrifstofu-
maður hér á Húsavík, eða bóndi
upp í Mývatnssveit, hagsmunir
allra eru þeir sömu, það að allt
atvinnulíf hér gangi vel bæði til
sjávar og sveita.“
Vinnsla afurðanna
mikilvæg fyrir bæjarfélagið
- Ef við víkjum að störfum þín-
um sem sláturhússtjóra, er ekki
unnið eitthvað að slátrun allt
árið?
„Við erum með stórgripaslátr-
un allt árið og slátrum flestar
vikur. Nú byggist allt á því að
koma með vöruna ófrosna beint
á markað, þess vegna er lógað
nokkurn veginn jafn óðum og
selt er. Þetta hefur gengið nokk-
uð vel og bændur hafa verið sam-
vinnuþýðir og eru að koma auga
á gildi þess að hafa jafnt og gott
framboð. Á svínakjöti er mikil
framleiðsluaukning á landsvísu
og það er vaxandi vandamál því
tiiheyrandi undirboð eru komin
af stað á markaðnum, en við
reynum hvað við getum að mark-
aðssetja fyrir bændur hér í
heimahéraði því ekki veitir sveit-
unum af meiri verðmætasköpun.
Það er vandinn að vita aldrei
hvort við erum að gera nógu vel.
Framleiðslan er að breytast og
það er reynt að selja sem allra-
mest, en við erum aldrei fullkom-
lega ánægð með okkar árangur.“
- Er Sláturhús KÞ ekki eitt hið
fullkomnasta á landinu?
„Jú, þetta er eitt af þremur
húsum sem hafa haft útflutnings-
leyfi til Efnahagsbandalagsins og
því þurft að uppfylla mikið harð-
ari reglur um viðhald og aðbún-
að, þær hafa verið okkur ákaf-
lega dýrar en ekki skilað sér til
baka í auknum tekjum. En sam-
fara þessu er húsið í háum
„standard“, gæðalega séð. Það
ríkir mikil óvissa í útflutnings-
málunum og eins og er er lokað á
okkur í Efnahagsbandalaginu.
Óvíst er með þróunina en líkur á
að einhverju húsi verði haldið
með útflutningsleyfi.“
- Er sláturhúsið stærsta deild
KÞ?
„Þessi rekstareining sem ég
vinn við veltir tæpum 400 mill-
jónum á ári og skilur verulegar
fjárhæðir eftir í virðisauka. Þessi
eining er því mikilvæg fyrir þetta
bæjarfélag, stór gjaldandi til
bæjarfélgsins og atvinnuskap-
andi, rekstur mjólkursamlagsins
er álíka viðamikill."
Matarskatturinn hafði
alvarlegar afleiðingar
„Meðferð og vinnsla á kjötvörum
er ákaflega áhugavert viðfangs-
efni, verið er að búa í hendur
neytenda vöru sem þeir eru með
á borðum hjá sér, jafnvel dag-
lega. Það gerir miklar kröfur til
þeirra sem við kjötiðnað starfa
að vera vakandi fyrir óskum við-
skiptavina og opnir fyrir nýjung-
um.
Það var ákaflega afdrifarík
aðgerð er matarskatturinn var
settur á í byrjun árs 1988, einmitt
þegar meiningin var að reyna að
auka sölu kjötvara með því að
búa þær sem best í hendur neyt-
enda. Matarskatturinn kom ákaf-
lega illa við þá viðleitni og því
harðar við sem vinnsla vörunnar
var meiri, þannig að matar-
skatturinn á kjötinu sjálfu var
greiddur niður en eftir því sem
vinnslu- og umbúðakostnaður
varð meiri, þættir sem sölu-
skatturinn lagðist af fullum
þunga á, þeim mun meiri urðu
áhrif matarskattsins. Því miður
hefur þetta orðið til samdráttar
hvað varðar vinnslumeiri og
vandaðri vörur.
í viðleitni til að lækka vöru-
verð hafa kjötvinnslur og kjöt-
iðnaðarmenn þurft að beita ýms-
um þeim aðferðum sem ekki telj-
ast skemmtilegar. Kjötiðnaðar-
maður með langa starfsreynslu
sagði við mig um daginn að ekki
væri gaman fyrir neinn með
metnað að stunda þessa atvinnu-
grein lengur. Þetta eru nú
kannski svolitlar ýkjur. En til að
ná niður hráefnisverðinu hafa
menn farið út í að nota ýmis
vatnsbindiefni til að fá vöruna til
að draga í sig vatn og verða þess
vegna hlutfallslega ódýrari. Bæði
þessi vatnsbindiefni, mjölvörur
og ýmis drýgingarefni þýða ódýr-
ari vöru pr. kíló.“
- Hafið þið hjá Kjötiðju KÞ
tekið upp þessar drýgingar-
aðferðir?
„Við höfum verið íhaldssamir í
þessum efnum og reynt að halda
uppi þessum gæðavörum, en
engu að síður verðum við að
koma til móts við neytendur í því
að bjóða ódýra vöru og höfum
því farið af stað með nokkrar
vörutegundir í þessum dúr, sem
við höfum m.a. kynnt á kjötvik-
unni. Við reynum að fara þessa
sömu leið, gefa mönnum kost á
því að fá ódýrari vöru, en vel að
merkja, gæðaminni vöru enn-
fremur. Ég vil að fólk geri sér
glögga grein fyrir hvað þarna er
um að ræða, og að verið er að
koma til móts við neytendur sem
ef til vill hafa ekki úr miklu að
spila.“
- Nú er Kjötiðjan ef til vill
þekktust fyrir framleiðslu á svo-
kölluðu Húsavíkurhangikjöti.
Hvað veldur því að það er svona
rosalega gott, vinnsluaðferðin
eða eitthvert framleiðsluleynd-
armál?
„Við höldum fyllilega við þeim
gömlu verkunaraðferðum sem
gilt hafa við meðferð þessarar
vöru og vöndum mjög til fram-
leiðslunnar. Við höfum auglýst
þessa vöru upp í síauknum mæli
sem Húsavíkurhangikjöt og náð
árangri, seljum kjötið í vaxandi
mæli á Reykjavíkurmarkaðnum.
Núna fyrir jólin náðum við ákaf-
lega góðu samstarfi í kynningar-
málum við Nóatúnsbúðirnar og
vonum að framhald verði á því
samstarfi. Ég er ákveðið þeirrar
skoðunar að við eigum að aug-
lýsa okkar vöru upp sem merkja-
vöru, gæðavöru frá Húsavík.
Leggja okkur fram um gæðavöru
og góða þjónustu."
Mömmusteikin er
alltaf ágæt
- Hvað um framtíðina, er eitt-
hvað nýtt á döfinni?
„Kjötvikan var hugsuð til að
komast í betri tengsl við viðskipta-
vini og svo stefnum við áfram,
fram á veginn með góða þjónustu
og góða vöru. Það er alltaf nauð-
synlegt að vera vakandi fyrir
nýjungum, það er einu sinni svo
með kjötvörurnar að líftími
þeirra flestra er tiltölulega
skammur, aðeins nokkur ár, og
nauðsynlegt að vera með endur-
nýjun í gangi. Ég er bjartsýnn á
vaxtarmöguleika okkar í matvæla-
framleiðslu. Við eigum að sækja
fram á þeim vettvangi hér úti á
landsbyggðinni. Við verðum að
Ieggja hart að okkur svo þessi
vinnsla hverfi ekki í síauknum
mæli suður á höfuðborgarsvæð-
ið.“
- Nú eru páskarnir framund-
an. Hver er óskamaturinn þinn á
páskum?
„Dilkakjötið er alltaf efst á
óskalistanum hjá mér, gamla,
góða lambalærið. Mömmusteikin
er alltaf ágæt, fyllt, úrbeinað
lambalæri.
Þegar minnst er á góðan mat
dettur mér fituumræðan í hug,
seinni árin hefur hún gengið út í
algjörar öfgar, þó vissulega verði
að taka tillit til óska neytenda í
þessu efni. Ég vil nefna sem
dæmi að þegar menn biðja mig
um þriðja flokks dilkakjöt neita
ég þeim ákveðið í fyrstu og segist
vilja selja þeim kjöt. Ef viö tök-
um dilkakjötið fyrir fyrst eru
hæfilega feitir skrokkar mikið
betri en þeir mögru. Því betur
hefur orðið mikil framför í rækt-
un fjár núna seinni árin og við
erum komin með betur vaxið og
vöðvafylltara fé, en samfara því
hefur fylgt nokkuð aukin hætta á
fitusöfnun. Stefnan verður að
vera sú að þróa þetta í átt til að
féð sé vel vöðvafyllt en án mikill-
ar fitusöfnunar. Hæfilega feitt
kjöt er besta kjötið. Þroskaferill
gripanna er þannig að þeir fara
ekki að safna svokallaðri innan-
vöðvafitu, sem gefur vöðvunum
bragð og mjúkleika, fyrr en eftir
að þeir byrja að safna yfirborðs-
fitu. Þroskaferillinn er; fyrst bein
og vöðvar, yfirborðsfita og síðan
innanvöðvafita. Þetta kemur enn
betur í ljós með nautgripi, ef
nautakjöt á að vera gæðavara er
ákaflega mikilvægt að gripirnir
séu orðnir hæfilega feitir. Hæfi-
lega feitt kjöt er merki um að
gripirnir hafi verið í góðu ástandi
við slátrun.“
Við þökkum Þorgeiri fyrir
spjallið og vona að honum og
öðrum landsmönnum verði páska-
lambið að góðu. IM
ÆTLAR ÞU
AÐ GERAST
ÁbyrgðM
SmaðuRH
Á SKULDABRÉFI?
Hafðu þá í huga, að ef lán-
takandinn greiðir ekki af lán-
inu, þá þarft þú að gera það.
Getir þú það ekki, gæti svo
farið að þú misstir þína íbúð á
nauðungaruppboð. Um slíkt
eru fjölmörg dæmi.
ÞÚ TEKUR ÁBYRGDINA
Með því að gerast ábyrgðar-
maður á skuldabréfi, ábyrgist
sá hinn sami, að af láninu verði
greitt á réttum gjalddögum.
ÞÚ GÆTIR ÞURFT
AÐ BORGA
Greiði lántakandinn ekki af
láninu á tilskildum gjalddögum,
þá þarf ábyrgðarmaðurinn að
gera það, eða eiga á hættu að
krafist veröi nauðungarupp-
boðs á íbúð hans.
Hafðu eftirfarandi hugfast áður
en þú gerist ábyrgðarmaður á
láni sem vinur þinn eða vanda-
maður ætlar að taka:
GETUR ÞÚ GREITT AF
LÁNINU
EF LÁNTAKANDINN
IeturmbekkkMI
Við leggjum til að þú fylgir
þeirri reglu að veita aldrei
öðrum veöleyfi í íbúð þinni fyrir
láni sem þú getur ekki sjálfur
greitt af, nema þú sért viss um
að lántakandinn muni standa í
skilum.
FÓLK HEFUR MISST
ALEIGU SÍNA VEGNA
VINARGREIÐA.
HAFÐU ÞITT Á HREINU