Dagur - 23.03.1989, Blaðsíða 6
\ - FHJDAQ - &ri&ai i^JfcípyJmcaB'
6 - DAGUR - Fimmtudagur 23. mars 1989
Kvikmyndasíðan
Jón Hjaltason
Sljaman sem aldrei fékk Óskarinn:
Richard Burton
Rætur hans voru í Wales, útnára
Bretlandseyja, sem helst hafa
orðið þekktar fyrir heldur óhugn-
anlegar kolanámur. Foreldrar
hans komust aldrei á síður dag-
blaða en sonurinn varð er tímar
liðu einn tekjuhæsti leikari sög-
unnar og sá umtalaðasti, ekki
síður fyrir stormasamt einkalíf en
kvikmyndaleik. Árið 1925 var
honum gefið nafnið Richard
Jenkins en það átti eftir að breyt-
ast í Richard Burton.
í upphafi leikferils síns var
Burton sviðsleikari í Old Vic
leikhúsinu í London. Alla tíð síð-
an Old Vic-leikhúsið byrjaði að
hasla sér völl hefur það lagt sér-
staka áherslu á sígild leikrit og
hafa verk Shakespears skipað þar
öndvegi. í Old Vic lék Burton
maðal annars í Hinrik V og
Óþelló. Á 6. áratugnum yfirgaf
Burton klassíkina og sneri sér að
kvikmyndaleik. Hann hafði þó
ekki alveg sagt skilið við brak-
andi leikfjalir því í kringum 1960
sneri hann aftur á leiksviðið, þó
ekki til Old Vic heldur á Broad-
way þar sem laun hans fyrir viku
vinnu voru að sögn snapvísra
manna meiri en hann hafði haft
fyrir allt sitt leiklistarbrölt á
Bretlandseyjum.
En kvikmyndirnar áttu hug
hans. í Bretlandi sló hann fyrst í
gegn á hvíta tjaldinu í Last Days
of Dolwyn árið 1949, þá 24 ára
gamall. Síðan átti Burton eftir að
leika í tugum kvikmynda að við-
bættum þeim sviðshlutverkum er
hann tók að sér. Vinnufíkil kall-
aði Jack Nicholson Burton og
ekki að ástæðulausu.
í Hollywood voru peningarnir
og Burton líkaði fátt betur en að
eyða. Sagt er að hann hafi keypt
skartgripi á Elísabetu sína Taylor
fyrir 30 milljónir dollara. Brenni-
vínið fékk hann ódýrara en stórar
fúlgur fóru í það líka. 1952 var
Burton kominn til Hollywood að
leika í sinni fyrstu mynd þar
vestra, My Cousin Rachel.
Myndin fékk þokkalega dóma og
Burton var skráður í keppnina
um Óskarsverðlaunin fyrir auka-
hlutverk sem hann þó ekki fékk.
Tónninn var gefinn.
Fyrsta af sex tilnefningum
Burtons til Óskarsverðlauna fyrir
aðalhlutverk kom árið eftir fyrir
The Robe. Vonbrigðin geta þó
varla hafa verið stórkostleg þegar
styttan gekk honum úr greipum í
það sinnið því meðal keppinaut-
anna var Montgomery Clift sem
lék þá í bestu mynd ársins From
here to Eternity og William
Holden en Holden hreppti hnoss-
ið að þessu sinni.
Um það leyti sem Burton sló í
gegn á Broadway í Camelot
(1961) og lék í Kleopötru á móti
Elísabetu Taylor byrjaði slúðrið
að leika hann grátt og þau tvö
gerðu svo sannarlega sitt til að
gefa því vind undir vængi. Eyðsla
hans var fram úr hófi og lífernið
eftir því. Árið 1964 var hann í
þriðja sinn meðal vænlegra Ósk-
arshafa. Nú fyrir Becketen Burt-
on mátti lúta í lægra haldi fyrir
Rex Harrison og May Fair Lady.
En eftir Becket var Burton með
litlu millibili tilnefndur í þrígang
til að hampa styttunni eftirsóttu.
Sjálfsagt hefur hann um þetta
Richard Burton sem Hinrik VIII. í Anne of the Thousand Days.
leyti verið farinn að velta því fyr-
ir sér hvenær röðin kæmi að hon-
um -og ekki að ástæðulausu því
bæði 1965 og 1966 fékk hann
tækifæri til að sýna svo ekki varð
um villst að hann stóð flestum
leikurum framar.
Fyrra árið gaf hann stórkost-
legá mynd af beygðum manni í
The Spy Who Came in From the
Cold. Jafnvel tríó jafn framúr-
skarandi leikara og Olivier (Ot-
hello), Steiger (The Pawnbroker)
og Oskar Werner (Ship of
Fools), hefði ekki átt að standa í
veginum fyrir Burton að þessu
sinni og gerði það heldur ekki því
enginn þeirra fékk Óskarinn.
Hver hefði haldið fyrirfram að
Lee Marvin myndi skjóta þessum
snillingum aftur fyrir sig en það
var einmitt það sem hann gerði.
Óskarinn 1965 var hans fyrir Cat
Ballou.
Árið eftir var Burton enn einu
sinni orðaður við Óskarinn. í
þetta skiptið fyrir leik sinn á móti
Elísabetu Taylor í Who’s Afraid
of Virginia Woolf? En þetta er
sama verkið og sýnt er um þessar
mundir í leikhúsinu okkar hér á
Akureyri. Við þetta tækifæri
vann Elísabet Taylor sín önnur
Óskarsverðlaun en Burton fékk
engin. Öllum röksemdum, rök-
hyggju, eða skynsemi yfir höfuð
að tala hafði verið feykt burtu
með vindinum. Sannleikurinn er
auðvitað sá að í besta falli eru
verðlaunaveitingar sem byggja á
einhverju ómælanlegu umdeilan-
legar en Óskarsverðlaunaafhend-
ingin er umfram annað sýning en
ekki keppni. Burton tapaði sýn-
ingunni.
Enn átti hann eftir tvær útnefn-
ingar til styttunnar en gangan var
öll orðin á brekkuna. Burton var
í augum heimsins orðinn meiri
glaumgosi en leikari. Röddin
stórkostlega og leikhæfileikarnir
féllu í skuggann. Lífernið var
heldur ekki slíkt að það byði
heim heiðursóskarsverðlaunum
og væmnum ræðum yngri leikara,
slíkum sem haldnar eru yfir fyrr-
verandi keppinaut þegar hann
heltist úr lestinni og stafar ekki
lengur frá sér neinni ógnun.
Óskarsútnefningar
Sigurvegarar
1952 Richard Burton My Cousin Rachel Anthony Quinn Viva Zapata
1953 Richard Burton The Robe William Holden Stalag 17
1964 Richard Burton Becket Rex Harrison My Fair Lady
1965 Richard Burton The Spy Who Came in From the Cold Lee Marvin Cat Ballou
1966 Richard Burton Who’s Afraid of Virginia Woolf? Paul Scofield A Man For All Seasons
1969 Richard Burton Anne of the 1000 Days John Wayne True Grit
1977 Richard Burton Equus Richard Dreyfuss The Goodbye Girl
Missíssippi í ljósum loga
Nýjasta mynd leikstjórans Alans
Parkers, Mississippi Burning hef-
ur heldur betur komið við kaunin
á frændum okkar vestra. Hún
hefur verið tilnefnd til Óskars-
verðlauna sem besta myndin, fyr-
ir besta leikstjórn, bestan karl-
leikara í aðalhlutverki (Gene
Hackman), bestan leik kven-
manns í aukahlutverki (Frances
McDormand).
Myndin gerist árið 1964, sama
ár og Martin Luther King vann
friðarverðlaun Nóbels, og byggir
á sannsögulegum atburðum.
Tveir hvítir norðanmenn og einn
svartur sunnanmaður, allir með-
limir í mannréttindasamtökum,
eru teknir fyrir of hraðan akstur í
Fíladelfíu í Mississippi. Um
kvöldið eða nóttina er þeim
sleppt frjálsum út í myrkrið og
hverfa eins og jörðin hafi gleypt
þá.
Næstu sex vikur fínkembdu
FBI-menn sýsluna í leit að
mönnunum þremur eða því sem
kynni að vera eftir af jarðneskum
leifum þeirra. Að lokum fundust
lík þremenninganna eftir að 30
þúsund dollurum hafði verið
heitið þeim er gæti gefið ein-
hverjar gagnlegar upplýsingar í
málinu. Fjórum mánuðum síðar
voru 19 menn handteknir og 1967
voru sjö þeirra, þar með lög-
reglustjóri staðarins dæmdir fyrir
morð.
Þetta er sagan sem Alan Park-
er segir að teknu ríkulegu skálda-
leyfi, Pungamiðja bíómyndarinn-
ar er samvinna eða kannski öllu
heldur togstreita á milli tveggja
hvítra FBI-manna sem sendir eru
að rannsaka málið. Anderson
(Hackman) er innfæddur Missis-
sippibúi og kann tökin á sýslubú-
um. Hinn, Ward (Willem
Dafoe), er ekki jafn hagvanur í
Suðurríkjunum. Þessir tveir tak-
Lík börn leika best segja Klansmenn og vitna til Biblíunnar og sækja í hana
rök fyrir aöskilnaði kynþáttanna. Varanlegasta vörn hvíta mannsins gegn
menguðu hugarfari, vondu blóði og í einu orði sagt heimsku annarra kyn-
þátta er dauðinn.
ast á við grímuklædda
Klanmenn, krossar eru brenndir,
eldur settur í skóla svartra og í
meira en tvo tíma reynir Parker
sitt besta að ganga fram af áhorf-
endum. Nafnið eitt Mississippi
Burning, eða Mississippi í Ijósum
logum, segir sína sögu um það
hvað íslenskum áhorfendum
verður senn boðið upp á.