Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 15.04.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 15. apríl 1989 „Hefur þetta ein- hvem tímann gerst?“ - æsispennandi einvígi aö þessu sinni í einvígi að þessu sinni eru mættir þeir Geirmundur Val- týsson hljómlistarmaður, með meiru, og Ágúst Guðmunds- son framkvæmdastjóri Útgerð- arfélags Skagfirðinga. Þeir tóku vel í að taka þátt í keppn- inni og það er rétt að taka það strax fram að keppnin var æsi- spennandi, og hefur einvígið aldrei verið svona jafnt. Þegar eru fimm keppendur komnir áfram og nú verður það annað- hvort Geirmundur eða Ágúst sem verður sá sjötti. Fyrsta spurningin var sérsmíð- uð fyrir „orginala“, en þeir flösk- uðu báðir. Geirmundur mundi ekki árið og Ágúst giskaði á 1971. Geiri var að hugsa um að segja 1871, þannig að búsetan hefur verið að þvælast fyrir þeim. Ágúst sagðist hreinlega hafa mis- skilið spurninguna. f>á var það hrákalumman. Hún vafðist fyrir þeim, Geira datt í hug að hráka- lumma væri það sem menn spýttu út sér eftir að hafa hóstað og Ágústi datt helst í hug að það væri einhvers konar hrákadallur. Báðir hlógu innilega þegar þeir heyrðu rétt svar. Hvorugur með það rétt og staðan því 0-0. Þá var það dýrafræðin, Geiri sagðist ekkert vita um keisara- mörgæsina og vildi ekki giska. Ágúst byrjaði á því að spyrja: „Er hún til?“ en halaði inn sitt fyrsta stig með því að giska rétt. Fjórða spurningin var nær þeim og hafði Geiri alla höfundana þrjá á hreinu. Ágúst var klár á þeim bræðrum, Jóni Múla og Jónasi, en gat ekki þann þriðja. Staðan því 3-3 og leikurinn að æsast. Þeir höfðu fimmtu spurning- una á hreinu, þó eftir smá umhugsun, en greinilegt var að eitthvað mundu þeir frá líffræð- inni úr skólabókunum. Báðir komnir með fjögur stig og keppn- in hálfnuð. í sjöttu spurningunni hugsuðu þeir sig mjög vel um. Ágúst sagði: „Ands . . . ég má ekki svara þessari vitlaust," og hugsaði málið vel. En ekki tókst honum að svara rétt, það munaði tveim árum, en Geiri var með 4 mílurnar á hreinu. Geiri því komin með 5 stig og Ágúst 4. Við næstu spurningu, um afkvæmi asna og hryssu, voru viðbrögð misjöfn. Ágúst svaraði „Múldýr“ nær strax, en Geiri var ekki alveg með þetta á hreinu. „Hefur þetta einhvern tímann gerst?“ spurði Geiri efins. í fyrstu hélt hann að blaðamaður væri að gera grín að sér, en svo var ekki. Þetta dýr er víst til út í hinum stóra heimi! Eftir þessa sjöundu spurningu var staðan enn orðin jöfn, 5-5. Þá var það Mælifellshnjúkur- inn, fjallið tignarlega sem blasir við Skagfirðingum á degi hverjum. Þeim voru boðin skekkjumörk upp á 10 metra og Geirmundur stundi mikið, sagði að það væri skömm að vita þetta ekki, og var nokkuð langt frá því. Ágúst sagðist hljóta að hafa þetta, hann hafi einhvern tímann gengið á hnjúkinn. Hann var mjög heitur, vantaði aðeins 18 metra uppá að fá rétt svar. Stað- an því enn jöfn og tvær spurning- ar eftir. í næst síðustu spurningu voru þeir báðir klárir á í hvaða sæti Tindastóll lenti, en það stóð í þeim hvað liðið fékk mörg stig. Þannig að þarná fengu þcir báðir eitt stig. Þá var það úrslitaspurn- ingin, hvort ánamaðkurinn væri með augu eða ekki. „Þetta hef ég nú ekki spáð í,“ sagöi Geiri og velti fyrir sér mörgum möguleikum. Áð lokum komst hann að þeirri niðurstöðu að maðkurinn hefði engin augu og það er laukrétt. Ágúst sýndi svipuð viðbrögð og giskaði á að hann væri ekki með augu. Þarna fengu þeir því sitt hvort stigið og báðir komnir með 7 stig. Tíu spurningum lokið og staðan jöfn. Þetta hefur aldrei komið upp áður í einvíginu og var því borið undir Geirmund og Ágúst, hvort þeir vildu auka- spurningu eða láta varpa hlut- kesti, til að fá úrslit. Eftir nokkurt þref var ákveðið að varpa hlutkesti í votta viður- vist. Kastað var krónu, Geir- mundur valdi fiskinn og Ágúst framhliðina. Upp kom fiskurinn og það er því Geirmundur sem kemst áfram, en Ágúst er úr leik, eftir þessa æsispennandi keppni. Þar með eru sex keppendur komnir áfratn, og eftir er að fá tvo í viðbót. -bjb Geirmundur Valtýsson Ágúst Guðmundsson Rétt svör 1. Hvaða ár fékk Sauðárkrókur kaupstaðarréttindi? (1) Man það ekki (0) 1971 (0) 1947 2. Hvað er hrákalumma? (1) Það sem menn spýta út úr sér Hrákudallur (0) eftir að hafa hóstað (0) Síðasta lumma á pönnu 3. Hvað verpir keisaramörgæs mörgum eggjum á ári? (1) Veit það ekki (0) Einu(l) Einu 4. Hverjir eru höfundar Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks, „Allra meina bót“? (3) Jón Múli Árnason, Jónas Árna- Jón Múli Árnason og Jónas Stefán Jónsson, Jón son og Stefán Jónsson (3) Árnason (2) Múli Árnason og Jónas Árnason 5. Hvar á tungunni skynjar maður helst sætt bragð? (1) Nálægt tungubroddinum (1) Við tungubroddinn (1) Nærri tungubroddi 6. Hver var fiskveiðilögsaga íslands árið 1956? (1) 4mílur(l) 12mílur(0) 4 mílur 7. Hvað heitir afkvæmi asna og hryssu? (1) Veit það ekki (0) Múldýr(l) Múldýr 8. Hvað er Mælifellshnjúkur hár? (1) (Skekkjumörk lOm) 1110 m (0) 880 m (0) 1138 metrar 9. í hvaða sæti lenti Tindastóll í úrvalsdeildinni í körfubolta og hvað fengu þeir mörg stig? (2) 8. sæti(l) 21 stig í 8. sæti (1) 14 stig í 8. sæti 10. Hvað hefur ánamaðkur mörg augu? (1) Ekkert(l) Ekkert(l) Ekkert Stig samtals: 7 7 13 matarkrókur Blessaðir bragðlaukarnir Pað kennir ýmissa grasa í matarkróknum að þessu sinni. Fiskborgarar, ostasúpa og skúffukaka. Petta hljómar kannski kunnuglega en ekki er allt sem sýnist. Til að mynda er ekki sjálfgefið mál að steikja fiskborgara á pönnu, þá er liœgt að mat- reiða á mun girnilegri hátt. Skúffukakan er einnig ný- stárleg og ostasúpan er sann- kallaður veisluréttur. Gjörið þið svo vel. Fiskborgarar á grænmetisbeði 4-5 fiskborgarar 1 poki frosin grœnmetisblanda, helst maísblanda 1 laukuj 1 púrra„ 1 appelsína ...... ~ ' 2 dl appelsínusafi Grænmetið er sett í eldfast mót, á botninn, og fiskborgurunum rað- að ofan á. Léttsteikið lauk og púrru á pönnu og setjið yfir fiskinn. Áppelsínusneiðum er raðað milli fiskborgaranna og safanum, eða t.d. einni Blöndu, hellt yfir allt saman. Þetta er síð- an ofnsteikt í u.þ.b. 20 mínútur og borið fram með soðnum kart- öflum og gjarnan hýðishrísgrjón- um. Góður hversdagsréttur og ekki of dýr. Skúffukaka 250 g smjörlíki 200 g sykur 4 egg 250 g hveiti 1 tsk. lyftidufi 100 g súkkulaðibitar 100 g hnetur,/ 125 g rúsínur Safi úr l'/y appelsínu Smjörlíki og sýkur hrært saman, eggin sett saman við og að síð- ustu þurrefnin. Sett í ca 30x2o cm form og bakað við 175 gráður í u.þ.b. 50 mínútur. Meðan kakan er volg er appelsínusafanum hellt yfir hana. Einnig má í staðinn setja appelsínuglassúr á kökuna. Ostasúpa 1 laukur 2 msk. smjör 3 msk. Iiveiti 1 l kjötsoð 3 dl rifinn ostur 1 eggjarauða 1 dl þeyttur rjómi Saxið lauk og brúnið hann í smjöri. Hrærið hveiti saman við og hellið soðinu yfir. Látið sjóða í 5 mínútur við vasgan hita. Þá er rifna ostinum bætt í, eggjarauð- unni og rjómanum. Súpán á ekki að sjóða eftir að östurinn er kom- inn út í. Bragðbæta má með salti og pipar ef þurfa þykir. Einnig er mjög gott að hafa gúrkubita, skinkustrimla, aspargus, rækjur Þessi ostasúpa er gríðarléga góð og gefur ýinsa möguleika. eða sveþpi í súpiinrii eða til þess að bera fram í litlum skálum með henni, eftir smekk hvers og eins. Borðið síðan endilega gróft og gott brauð nteð súpunni og kitlið blessaða bragðlaukana. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.