Dagur


Dagur - 15.04.1989, Qupperneq 4

Dagur - 15.04.1989, Qupperneq 4
4 * DA@UR - baugar<lagur‘15i.aprífc.1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Alkóhólistar og aðstandendur Sjúkdómsheitið alkóhólismi er viðurkennt hér á landi og íslendingar standa mjög framarlega á sviði með- ferðar fyrir alkóhólista. Áfengismeðferð geta þeir fengið hjá Ríkisspítölunum og SÁÁ, Samtökum áhugafólks um áfengisvandamálið. SÁÁ starfrækir afvötnunarstöðina Vog í Grafarvogi og meðferðar- stöðvar að Staðarfelli í Dölum og Sogni í Ölfusi. Fjöl- margir Norðlendingar hafa þurft að leita sér hjálpar vegna áfengisvandamála og sú hjálp hefst gjarnan á Vogi hjá SÁÁ. Meðferðina hafa þeir því orðið að sækja suður líkt og svo ótal margt annað, en nú í vet- ur varð nokkur breyting á högum norðlenskra alkó- hólista með stofnun SÁÁ-N, Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið á Norðurlandi. Skrifstofa á vegum SÁÁ-N var opnuð á Akureyri 6. janúar 1989 og má telja að þar hafi merkur áfangi náðst. Þetta er fyrsta göngu- og ráðgjafardeild fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra utan Reykjavík- ur. Ráðgjafi er starfandi á skrifstofunni og SÁÁ-N hefur einnig beitt sér fyrir því að fá námskeið og fyrirlesara að sunnan til hjálpar norðlenskum alkó- hólistum og aðstandendum þeirra. Það er auðvitað réttlætismál að landsmenn allir sitji við sama borð þegar um meðferð sjúkdóma er að ræða og stefna SÁÁ hlýtur að vera sú að opna skrif- stofu í hverjum landsfjórðungi. Þjónustustöð á borð við þá sem opnuð var á Akureyri í upphafi ársins er m.a. talin leiða til þess að viðkomandi alkóhólisti horfist í augu við vandamál sitt fyrr en ella, en það getur tekið viðkomandi mörg ár að viðurkenna að hann eigi við vandamál að etja. Fyrsta skrefið er síð- an í flestum tilfellum afvötnun og að henni lokinni eftirmeðferð. SÁÁ-N stefnir að því að koma á fót meðferðarstofnun á félagssvæðinu í framtíðinni en hlutverk þjónustustöðvarinnar er í stórum dráttum tvíþætt. Annars vegar er um að ræða aðstoð og leið- beiningar fyrir fólk sem þjáist vegna eigin neyslu eða annarra og hins vegar aðstoð við fólk sem er að koma úr áfengismeðferð. Hér má rifja það upp að ýmsir höfðu uppi efasemd- ir um að þörf væri fyrir þjónustustöð á vegum SÁÁ á Norðurlandi og kváðu upp dauðadóm yfir skrifstof- unni um leið og hún var opnuð. Skemmst er frá því að segja að þessar efasemdir hafa verið afmáðar því reynslan af skrifstofunni fyrstu mánuðina sýnir ber- lega að þörfin var brýn. Aðsóknin hefur farið fram úr öllum vonum og ástæðan er önnur og betri en sú að æ fleiri leggist í drykkjuskap því svo virðist sem alkóhólistar á Norðurlandi hafi í ríkara mæli viður- kennt vandamál sitt og vilji leita sér hjálpar. Einnig hafa aðstandendur notið góðs af þjónustunni, en að baki hverjum alkóhólista eru aðstandendur sem þjást, ekki síður en alkóhólistinn sjálfur. Boðberar góðra tíðinda eru ávallt velkomnir og til- koma þjónustustöðvar SÁÁ-N á Akureyri er vissu- lega fagnaðarerindi. Hvert skref sem stigið er í bar- áttunni gegn þjóðarbölinu alkóhólisma er skref til góðs. SS úr hugskotinu Kjamorka og kjarafár Vonir þeirra Ólafsfirðinga um snjólétt sumar virðast, að minnsta kosti í augnablikinu, ætla að rætást. Að sönnu er nokkuð erfitt að geta sér til um það hvort framhald verður á þíðunni sem ríkt hefur þessa síð- ustu daga, þar sem Páll Berg- þórsson og þeir hinir á veður- stofunni eru í verkfalli, ekki ánægðir með launin sín, fremur en þorri þjóðarinnar, þó svo að þorri þjóðarinnar sé nú ekkert að rjúka í verkfall út af því. Hann lætur sér einfaldlega nægja að semja að gömlum og góðum t'slenskum sið um ein- hverja tiltekna verðbólgu. Það er nefnilega svo gaman að fá ja, helst nokkrar milljónir upp á ítölsku í launaumslögin og þurfa að borga, meðal annars nýum- samdar orlofsferðir hærra verði, því vitaskuld hafa þeir ekki meiri skilning á gengisfellingun- um íslensku hjá Sterling en Flugleiðum. Vorgalsi Já, það virðist vera að hlaupa einhver vorgalsi í verðbólguna blessaða, enda mun hún vini eiga á hinum ólíklegustu stöðurn, rétt eins og Útvarps- ráð. Það er eins og menn vilji halda dauðahaldi í þessi sérís- lensku steinaldarfyrirbæri, lík- lega til að geta nöldrað út í þau bara svona af gömlum vana, því svo virðist sem íslenska þjóðin sé ekki nægilega hugmyndarík til þess að geta fundið sér ný nöldursefni þegar þau gömlu hverfa. Líklega má flokka blessaða verndarana okkar á Miðnes- heiðinni hér líka. Sennilega eru þeir ekki mjög margir sem í alvöru vilja þá burt og líklega síst af ölíum forkólfar banda- lagsins, sem við það myndu missa sjálfa forsenduna fyrir höfuðnöldri sínu innan stjórna og utan, nöldri sem þeim er ekki síst nú alger lífsnauðsyn að eiga í bakhöndinni, eftir allt Sjafnaryndisklúðrið hjá Svav- ari, sem að vísu hefur ekki held- ur orðið krötum til neins fram- dráttar, því hvern fjárann varð- ar krata eða aðra á landsbyggð- inni um það, þó upphlaup verði útaf einhverri skólastjóra- kvensu suður í Reykjavík, þó svo eflaust þætti mörgum ekki amalegt að flokkurinn manns styddi mann svo dyggilega við að halda starfi, eða þá hreinlega fá það . . . Sá vorgalsi sem þetta Sjafnar- yndi verður eiginlega að kallast varð ríkisstjórninni ekki að falli, en það gæti hins vegar vor- Reynir Antonsson galsi fyrrnefndra verndara á Miðnesheiðinni orðið. Þeir ætla nefnilega að fá til liðs við sig einhverja ævintýraþyrsta amer- íska pabbastráka, sem hingað hyggjast leggja leið sína til að kynnast háttum „rauða storms- ins“ íslenska, það er að segja blessaðrar kríunnar, og tekst vonandi betur til en fyrri hópum að verjast henni. Það er annars fáránlegt að við skulum ekki grfpa þetta gullvæga tækifæri og koma þeim í eitthvert almenni- legt kríuvarp gegn greiðslu í dollurum sem okkur sárvantar. í stað þess að vera að efna til úlfúðar og deilna útaf þessum greyjum. Rússarnir komu ekki Við fengum annars smjörþef af því hversu mikið hald er í bless- uðum verndurunum okkar um síðustu helgi. Það hefur verið undir miðnætti á föstudags- kvöldið, þegar maður sat fyrir framan imbann sinn, eitt augna- blik stilltan á Stöð 2, þegar á skjánum birtist fagurlega íhaldsblátt skilti sem boðaði aukafréttatíma innan stundar vegna kjarnorkuslyss á Atlants- hafi, og vitaskuld tók hjartað snöggan kipp. Þar sem nær var miðnætti stillti maður transis- tortækið sitt á gufuna öðru nafni „Útvarp Reykjavík". Þar var þá grautfúll og eins og hálf- tinibraður þulur að lesa fréttir af einhverju allt öðru. En síðar um nóttina kom svo fréttatími Stöðvarinnar þar sem skýrt var frá því að rússneskur kafbátur hefði sokkið sextán hundruð mílur norður af Langanesi, og möguleiki væri á stórfelldri geislamengun. Nú kom það í sjálfu sér ekki á óvart. þó að þeir í Sovét væru dálítið seinir á sér blessaðir að skýra frá þessu, glasnost og perestrojka hafa nefnilega enn sínar takmarkanir. En hitt vek- ur athygli hversu seint verndar- arnir okkar voru upplýstir um málið. Er málið ef til viil þannig vaxið að verndararnir séu hrein- lega ekki færir um að gegna gæsluskyldu sinni, eða telji ís- lensk stjórnvöld svo lítils virði að þeir þurfi ekki að vera að ómaka sig við að upplýsa smá- atriði á borð við eitt kjarnorku- slys? Rússarnir komu ekki í þetta sinn, en maður spyr stundum sjálfan sig hvað hefði gerst hefðu þeir nú komið? Hvað hefði gerst ef þetta kjarn- orkudót þeirra hefði farið að springa í grennd við ísland? Það er hætt við að ekki hefði verið mikið eftir af aurum til að borga BHMR eða öðrum eftir slíkan skell. Draslið burt Það virðist vera einhvern veg- inn harla fánýtt að vera að kýta eitthvað útaf þéssum amerísku strákagemlingum sem hingað hafa boðað komu sína í júní. Þeir munu vitaskuld aldrei gera nokkurt gagn þó svo að Rússarn- ir einhvern tímann geri innrás í landið, en geta sjálfsagt nýst, þurfi að grisja kríustofninn, og því eru menn einfaldlega að gera moldviðri útaf engu. Miklu nær fyndist manni nú að um- ræðan færðist á ögn hærra og nytsamlegra plan, til að mynda það hvernig koma megi Rússum og öðrum í skilning um það, að þetta drasl þeirra sem er að þvælast á fiskimiðunum verður að fara burt hið bráðasta, að stríðsleiki sé best að leika ein- hvers staðar þar sem þeir trufla ekki nytsama fæðuöflun mann- kynsins, og þar sem þeir ógna ekki lífríki umhverfisins. Einhver myndi sjálfsagt segja að hér væri kjörið verk fyrir Grínpísið, óg mikið óskaplega væri það nú gaman ef það stillti útblásnum kjarnorkukafbátum fyrir framan skrifstofur Aero- flot og annarra rússneskra fyrir- tækja, í stað hvalanna fyrir framan staðina er selja lífs- björgina okkar. Þá væri jafnvel hægt að taka til athugunar þann möguleika að Grínpísið fengi hér höfuðstöðvar. Sömuleiðis mætti þá athuga hvort við ætt- um ekki að gefa úrsögn í afmæl- isgjöf til NATO, nema það beitti sér í alvöru fyrir því að farið yrði með þetta kjarnorku- drasl stórveldanna burt af höfunum áður en einhver óbæt- anlegur skaði yrði . . . í dag gerir kjarnorkan það að verkum að hið barnalega íslenska kjara- fár sem nú geisar, ekki síst með- al þeirra sem gleymt hafa forn- um bræðralagshugsjónum ný- trotskiismans, verður hjóm. Menntun kann að vera peninga virði, en einmitt hálaunuðum menntamönnum hættir oft til að selja sig eyðingaröflunum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.