Dagur - 15.04.1989, Page 8

Dagur - 15.04.1989, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 15. apríl 1989 'í’. * * * *♦ V ... i’!í i að bygaja hratt - Stefán Sigurðsson á Hótel Stefaníu ræðir um hóteldrauminn sem rættist og viðrar hugmyndir um átak í ferðamannaþjónustu Sumir draumar rætast og það gerði draumur Stefáns Sigurðssonar úrsmiðs. Hótel Stefanía stendur nú undir nafni sem hótel eftir að Stefán lét innrétta þar eldhús, matsal og bar. En hann ætlar ekki að láta þar við sitja og frekari stækkun er fyrirhuguð. Sagan á bak við Hótel Stefaníu er dálítið merkilegt og við ætlum að rifja upp þennan draum Stefáns Sigurðssonar sem hófst þegar „skítblank- ur“ einstaklingur kastaði sér út í fasteignakaup. Við Stefán mæltum okkur mót í matsal Hótel Stefaníu fyrr í vik- unni. Pað hafði reynst erfitt að ná í kappann, enda vinnutími hans langur og verkefnin ærin. En nú var tækifærið komið og ég bað Stefán að segja mér söguna af úrsmiðnum sem gerðist hóteleig- andi. „Þetta byrjaði árið 1984 þegar ég keypti gamla, niðurnídda hæð í Hafnarstræti 88 hérna á móti," sagði Stefán og horfði yfir göt- una, „þar sem verslunin Amor er núna. Þegar ég fór að taka hæð- ina í gegn komst ég að því að hæðin fyrir ofan var laus og hafði farið á uppboð. Útvegsbankinn átti hana. Allar leiðslur milli hæða lágu saman og þar sem ég þurfti að lagfæra margt þá talaði ég við eigendurna og það endaði með því að ég keypti þessa íbúð á hæðinni. Þá var spurningin hvað ég ætti að gera við þetta og niður- staðan var sú að setja upp her- bergi. Þá var Hótel KEA aðeins með 35 herbergi og gistingarmál í ólestri í bænum en mikil traffík og þjóðfélagið ekki eins gjald- þrota og núna. Fólk gat eytt aur- um og ferðast um landið." „Skítblankur en fullur af orku“ - Þú hefur þá leigt út herbergi í þessu gamla húsi. „Já, þegar þetta fór í gang voru herbergin í fullri leigu allt sumar- ið og þó nokkur nýting yfir vetur- inn. Þarna voru 5 herbergi til leigu og ég var bara helvíti stoltur af þessu. Dæmið gekk vel, fólk var ánægt og þetta var hið huggu- legasta fyrirtæki." - En þetta var bara byrjunin. Hvað gerðist næst hjá þér? „Þar sem ég var svo til beint á móti Hótel KEA þá fylgdist ég vel með hjá þeim og vissi af því þegar Kaupfélaginu var boðin þessi húseign hér, Hafnarstræti 83-85, til stækkunar á Hótel KEA. Þeim var boðið þetta skrif- lega á ákveðnu verði og með ákveðnum skilmálum og góðum umhugsunarfresti, en þeir sinntu þessu ekki neitt þannig að ég komst inn í kaupsamninginn. Skítblankur en fullur af orku. Ég lét teikna húsið í einum grænum hvelli sem hótel. Þetta þótti mikill flöskuháls í ferðamál- um á Akureyri og ég sagðist ætla að klára fyrir vorið. í desember ’84 var gengið frá kaupsamningn- um og ég sagðist ætla að opna 17. maí sem ég og gerði. Síðustu íbúarnir hér fóru út um miðjan febrúar ’85 þannig að ég hafði ekki nema röska tvo mánuði til framkvæmda en dæmið gekk upp á þessum tveimur mánuðum. Enda eins gott að láta dæmið ganga því blankur maður verður að byggja hratt svo það gefist ekki tími til að rukka hann!“ Stefanía stækkar og stækkar - Hvernig gekk að breyta íbúð- arhúsnæði í hótel? „Ágætlega en húsið var auðvit- að eins og gatasigti á meðan. Öll- um veggjum var ruslað út og 18 snyrtingum og salernum komið fyrir. Það var skipt um lagnir alveg út í götu svo maður myndi ekki lenda í stífluvandræðum á miðju sumri. Þetta hafðist og 17. maí var Hótel Stefanía reiðubúið með 19 herbergi í boði.“ - Þú hefur stækkað við þig smám saman síðan. „Já, sumarið ’88 bætti ég við fjórum herbergjum þegar ég keypti íbúð til viðbótar. í des- ember fékk ég síðan síðustu íbúðina í húsinu afhenta, hófst handa við að breyta henni í janúar og kláraði í mars. Nú er engin íbúð eftir en ég á sund hérna á milli húsanna og þar e'r næsti áfangi fyrirhugaður, senni- lega sex herbergi í viðbót.“ - Hér er líka viðbygging. Hve- nær kom hún til sögunnar? „Já, ég byggði við hérna inni í portinu, eldhús og bar. Við vor- um í grunninum um miðjan janúar og byggingin kláraðist í byrjun mars. Ég var aðeins með morgunmat fram að þessu en nú bættist við eldhús, bar og matsal- ur. Með þessum framkvæmdum er Hótel Stefanía loksins orðið hótel sem stendur undir nafni. Hótel sem hefur ekki veitingasal og bar er bara gistiheimili en þarna má segja að langþráður draumur hafi ræst.“ „Keppinautarnir vildu vera lausir við samkeppnina“ Við gæddum okkur á vöfflum og kaffi og ytri aðstæður komu inn í þetta spjall, enda finnst mörgum það skjóta skökku við að ráðast í byggingarframkvæmdir á þessum varhugaverðu tímum. „Já, á sama tíma og maður er að byggja þetta eru gjaldþrot í þessum bransa á fullum krafti og útlitið andskoti svart. En ég er fullur bjartsýni og tel að þetta sé rétt framkvæmd og hótelið komi til með að ganga vel. Það hefur reyndar strax sannað sig. Fólk er ánægt með staðinn og ég tel að vel hafi tekist upp með barinn og matsalinn. Nú þegar hafa verið það háir toppar að við höfum ekki getað annað eftirspurn, t.d. síðasta laugardag þegar 50-60 fleiri vildu komast í mat en pláss var fyrir. Hótel Stefanía er því greinilega komið á blað yfir veit- ingahús. Við keyrum á sann- gjörnu verði og bjóðum upp á hugguleg húsakynni. Barinn er opinn hér öll kvöld, til hálf eitt á virkum kvöldum og til hálf þrjú um helgar og aðsóknin hefur ver- ið góð. Það er enginn vafi á því að það vantaði stað sem þennan í bæinn. Við erum í landsins mesta ferða- mannabæ og það er ekkert of mikið af veitingahúsum hér, þótt keppinautarnir vildu auðvitað fegnir vera lausir við samkeppn- ina.“ „Ég ætlaði að fara alla leið“ - Þú sggðir áðan að langþráður draumur hefði ræst. Stefndir þú að hóteli sem þessu frá upphafi? „Já, allan tímann. Þetta átti ekki bara að vera gistihús, ég ætl- aði að fara alla leið. Hótelið hef- ur miklu meiri breidd eftir þessa breytingu. Fólk vill hafa matsölu- stað á hóteli og fólk vill hafa bar á hóteli, a.m.k. mjög stór hópur. Nú er ég mjög vel í stakk búinn fyrir sumarið. Það hefur aldrei verið eins mikið bókað fyrir sumarið og nú, hvað sem það þýðir og hvort fólk mætir þegar þar að kemur. Veturinn er búinn að vera harður og það bendir kannski til þess að sumarið verði gott.“ - Við tölum um það að Akur- eyri sé vinsæll ferðamannabær en þarf ekki að gera eitthvað til að laða hingað ferðamenn og halda þeim hér? Þurfið þið ekki að gera eitthvað Stefán? „Vissulega.- Við þyrftum að þjappa okkur betur saman sem erum í þessum ferðamanna- bransa og vinna sameiginlega að auglýsingum. Auglýsingastarf- Notalegt spjall í leðursófa á barnum í viðbyggingunni.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.