Dagur - 02.06.1989, Side 11
Mui
studagur 2. júní 1989 - DAGUR - 11
Byggingarfyrirtækið Aðalgeir Finnsson hf. á Akureyri:
Byggir fullbúin einbýlishús á
fjórum til fímm mánuðum
- á annað þúsund manns skoðuðu
eitt slíkt um síðustu helgi
Húsift var sýnt með öllum innréttingum oe húsgögnum frá Örkinni hans
Nóa. Myndir: KL
Byggingarfyriftækið Aðalgeir
Finnsson hf. á Akureyri hélt
sýningu á glæsilegu einbýlishúsi
úr timbri um síðustu helgi.
Húsið sem stendur við Bakka-
síðu 10 á Akureyri er fjögurra
herbergja, 122 fm að stærð
með 28 fm sambyggðum bíl-
skúr og var það sýnt fullbúið,
með öllum innréttingum og
húsgögnum frá Örkinni hans
Nóa.
Að sögn Arnar Jóhannssonar
verkstjóra hjá Aðalgeir Finnssyni
hf., vakti húsið mikla athygli sýn-
ingargesta, sem voru á milli 12-
1500. „Við byrjuðum á byggingu
hússins í desember síðastliðinn
og því hefur verkið tekið um 5
mánuði. Þetta hefur verið erfiður
vetur og við getum byggt svona
hús á 4 mánuðum. Þetta er timb-
urhús og það er hægt að byggja
þau allt árið. Byggingartími
slíkra húsa er styttri en steinhúsa,
fyrir utan það að þau eru ódýrari.
Þetta hús kostar t.d. 9 milljónir,"
sagði Örn.
Húsið er klætt að utan með
sérstökum plötum og þær eru
viðhaldsfríar. Þá er marmari í
gluggaáfellunum að utan, sem
einnig er viðhaldsfrír.
Fyrirtækið á 13 lóðir í Síðu-
hverfi undir slík hús og er þegar
búið að selja 6 hús. Tvö þeirra
eru í byggingu og búið er af taka
grunninn af þremur til viðbótar
en húsin er hægt að fá á mismun-
andi byggingarstigi. Örn sagði
ennfremur að eftir sýninguna
hefðu fjölmargir sýnt því áhuga
að eignast slík hús. „Það sem set-
ur strik í reikninginn hjá þessu
fólki er staðan í lánamálunum.
Ef að þau mál stæðu betur í dag
væri ekkert mál að selja þessi
hús,“ sagði Örn Jóhannsson.
-KK
Egilsstaðir:
Vel heppnuð M-hátíð
M-hátíðin, sem haldin var á
Egilsstöðum dagna 19.-21. maí
sl., þótti takast í alla staði mjög
vel. Aðsókn var glimrandi góð og
sóttu á þriðja þúsund manns þau
dagskráratriði sem í boði voru og
var nánast fullt hús á þeim öllum.
Guðmundur Guðlaugsson, okk-
ar maður á Egilsstöðum, tók
myndirnar hér að neðan meðan á
hátíðinni stóð. En þótt sjálfri M-
hátíðinni sé nú lokið, má geta
þess að sýning austfirskra lista-
manna stendur enn yfir og lýkur
ekki fyrr en 25. júní. Þar eru
sýnd um 60 verk eftir 19 lista-
menn víða af Austfjörðum.
Frá setningarathöfn M-hátíðarinnar. Sigurður Símonar-
son, bæjarstjóri á Egilsstöðuin, er lengst til hægri á
myndinni.
Plöntusalan
er hafin
Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00 og um helg-
ar í júní frá kl. 13.00-16.00.
Skógrækt ríkisins, Vöglum, sími 25175
og Laugabrekka, Skagafirði, sími 95-6216.
pjónusta
Bókhald
★ Leiðbeiningar og aðstoð við bókhald á staðnum
★ Einnig fullkomin bókhaldsvinna á skrifstofu okkar
★ Val hagkvæmustu leiða
Uppgjör og framtöl
★ Á réttum tíma
★ Stórra og smárra fyrirtækja
★ Samvinna við löggilta endurskoðendur
Tölvur - Hugbúnaður
★ Ráðgjöf, sala og kennsla í samvinnu við Trón
★ Tölvuvinnsla bókhalds, launa, ritvinnsla o.fl.
Rekstrarráðgjöf — Stofnun
★ Áætlanagerð
★ Stofnun sameignarfélaga, hlutafélaga
★ Samruni og sameining félaga
★ Skipulagning
Laun
★ Fullkomin launaúrvinnsla
★ Kennsla á launaforrit
Ráðningar
Sérþekking í ráðningu:
★ Skrifstofufólks
★ Stjórnenda
★ Sölumanna, bankamanna o.fl.
★ Afleysingar
S_ S = REKSTRARRÁÐGJÖF
=T“ =7- E E REIKNINGSSKIL
= ===== RÁÐNINGAR
TRYGGVABRAUT 22 ■ SÍMI 96-25455 • 602 AKUREYRI