Dagur - 29.06.1989, Síða 2
2 — DAGUR FERÐABLAÐ
Glæsibílar sf.
Glæsibæjarhreppi, Eyjafirði
Fólksflutningar með allt að
45 farþega í sama bíl.
Gerum tilboð í lengri og
skemmri ferðir.
Klængur sími 96-26875 og 985-21430.
Tilboðsferðir • Tilboðsferðir Tilboðsferðir
Gisting og allar
almennar veitingar
Útleiga á veitingasölum til
veislu-, funda- og ráðstefnuhalds.
Húna vatnssýslui
Þegar komið er í Húnavatnssýslu
ef ferðast er að sunnan, eru ferða-
menn komnir Norður. Sýslan
nær vestan frá Hrútafirði og
Hrútafjarðará austur að Skagatá
og eftir því sem vötn deila milli
Húnaflóa, Skagafjarðar og allt til
Hofsjökuls. Þá liggur hún upp frá
Húnaflóa og ganga inn úr honum
firðirnir Hrútafjörður, Miðfjörður
og Húnafjörður. Gróður er víða
mikill í sýslunni, starengjar með
ám en annars einkum mýrlendi
og graslendi. Víða má finna stór-
kostleg náttúruundur svo sem
Hvítserk við vestanverðan botn
Húnafjarðar. Þetta er kletta-
drangur sem brim hefur sorfið í
þrjú göt og lagað svo til að hann
líkist þrífættri ófreskju sem styð-
ur trýninu niður.
Skemmtileg þjóðsaga er til um
Hrútafjarðarháls milli Hrútafjarð-
ar og Miðfjarðar. Á hálsinum eru
miklar fúamýrar en melásar á
milli og var hann talinn mjög erf-
iður yfirferðar fyrrum. „ Sagt er að
einu sinni hafi tvær kerlingar hitzt
í Reykjavík og komist í hár
saman; var önnur þeirra borin og
barnfædd á Suðurlandi, en hin á
Norðurlandi. Eftir mörg fáryrði og
skammir sem þeim fóru á milli
segir hin sunnlenzka: „Farðu til
helvítis. “ En norðlenzka kerlingin
vildi ekki velja hinni betri sama-
stað, en gat ekki beðið henni verri
bölvunar bæna en að hún segir:
„Farður yfir Hrútafjarðarháls. “
Sem betur fer eru samgöngur í
dag orðnar þess eðlis að ekki er
ástæða til að vara menn við háls-
inum. í Húnavatnssýslum er
vegakerfið sérstaklega gott þar
sem svo til allir þjóðvegir eru nú
með bundnu slitlagi.
Ferðamönnum sem leggja leið
sína um sýsluna stendur margt til
boða. Fyrir utan stórbrotið lands-
lag er þar að finna marga merka
sögustaði á við Víðidalstungu,
Hof í Vatnsdal, byggða- og
skipasafnið að Reykjum og fleira.
Þar er sömuleiðis víða hægt að
komast í veiði og ekki þarf að
hafa áhyggjur af maganum þeg-
ar ferðast er á svæðinu því
nokkrir afburða veitingastaðir eru
alltaf í nágrenninu.
GISTING:
Hótel:
Staðarskáli hefur uppá aö bjóða
4 herbergi með handlaugum og
veitingastað með léttvínsleyfi.
Staðarskáli er vinsæll áningar-
staður ferðamanna.
eða á Hvammstanga.
Hótel Edda Húnavöllum er ein-
staklega vinalega staðsett. Fög-
ur Langadalsfjöllin gleðja augað í
fjarska, en Reykjahyrna rís tign-
arleg í suðri.
Hótel Blönduós er lítið hótel á
kyrrlátum stað. Herbergjafjöldinn
er 16, þar er veitingastaður og
bar og útvegar hótelið silungs-
veiðileyfi. Golfvöllur er í grennd.
Gistiheimilið Dagsbrún er
nýtískulegt 8 herbergja hótel
búið vönduðum húsgögnum. Þar
er setustofa með sjónvarpi.
Ferðaþjónusta bænda:
Bændur hafa tekið vel við sér á
undanförnum árum hvað varðar
ferðaþjónustu. í Húnavatnssýslu
er að finna fjölmarga bóndabæi
sem bjóða gistingu. Þeir eru:
Melstaður og Brekkulækur í Mið-
firði, Víðigerði í Víðdal, Hnausar
í Þingi, Stóra Giljá í Ásum og
Geitaskarð í Langadal.
Tjaldsvæði:
Margir kjósa að ferðast með
tjaldið og í Húnavatnssýslu eru
þrjú skipulögð tjaldsvæöi. Við
Staðarskála í Hrútafirði, á
Hvammstanga og Blönduósi auk
Skagastrandar. Alls staðar eru til
staðar salerni og ýmis góð þjón-
usta í nágrenninu.
Kjörbúð KEA
Byggðavegi 98
Ci Virkadaga . kl. 9.00-20.00
3UlTlclr*LllJílLll 1 Laugardaga .... kl. 10.00-20.00
Sunnudaga .... kl. 10.00-20.00
SumartilboðKa«“ml...:::: £ ll
Blanda 6x200 ml . kr. 174,-
Orillkol ★ Grillolía
★ Grillmatur ★ Mikið úrval
í handhægum umbúðum
Kjörbúð KEA Byggðavegi 98
f sumarskapi
Hótel Edda Reykjum liggur á
sjávarbökkum við Hrútafjörð.
Stutt er á Hvammstanga og út á
Vatnsnes þar sem ríkir einstök
kvöldblíða þegar kyrrir milli haf-
og Iandgolu.
Vertshúsið á Hvammstanga er
lítið og notalegt hótel með tveim-
ur veitingasölum og 6 herbergj-
um.
Hótel Edda Laugabakka er
friðsælt og í notalegu umhverfi.
Sundlaug er í nágrenni hótelsins
og stutt að bregða sér að Bjargi
AFÞREYING:
Auk skipulagðra hópferða stærri
ferðaskrifstofa um landið sem
flestar koma við í Húnavatns-
sýslu býður Ferðamálafélag
Húnavatnssýlu upp á skoðunar-
ferðir í sumar fyrir Vatnsnes og
Skaga. Farið veröur einu sinni í
viku fram í miðjan ágúst. Á
leiðunum má sjá fjölbreytt
landslag, gróður, fugla- og dýra-
líf.
Staðarskáli:
Moðsteikt oö
re\1rt kjöt
á matseðlinum
Ferðalangar sem leið eiga um Norðurland stansa gjarn-
an á leiðinni í Staðarskála í Hrútafirði og fá sér hress-
ingu. Þar hefur nú verið bryddað upp á spennandi nýj-
ung í matargerð sem er reyksteikt kjöt í sérstökum þar-
tilgerðum ofni.
Ingvar Guðmundsson matreiðslumaður í Staðarskála
segir hér vera um nýjung í matreiðslu á landinu að
ræða. Keyptur var sérstakur ofn til matreiðslunnar en í
honum er lambakjöt og svínakjöt moðsteikt og reykt
samtímis við 90 gráðu hita í þrjá og hálfan tíma. Við
þessa meðferð verður kjötið sérlega meyrt og bragðgott
og fær í sig reykbragð.
„Kjötið hefur líkað mjög vel. Fað er framreitt ýmist
með góðri rjómasósu og bökuðum kartöflum eða skor-
ið í pítur. Þá kemur svínakjötið mjög vel út og við höf-
um líka prófað að steikja lax í ofninum og það var sér-
lega gott,“ sagði Ingvar. Við matargerðina er notað
sérstakt krydd en þrátt fyrir reykinguna finnst vel upp-
runalega bragðið af kjötinu. Gestum Staðarskála gefst
kostur á að velja þessa rétti af matseðlinum í framtíð-
inni og er hópum bent á að panta með fyrirvara.
VG