Dagur - 29.06.1989, Page 4

Dagur - 29.06.1989, Page 4
’Ö — QMQKQRB^ RUÖA.Q 4 — DAGUR FERÐABLAÐ ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRIMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Eitt af Eddu-hótelunum á Norðurlandi er rekið i Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. — Tvö glæsileg, vel búin sumarhús til leigu í friðsælu umhverfi hvenær árs sem er. Nokkrar vikur lausar í sumar og stakar nætur. Hestaleiga ★ Bátaieiga ★ Stangveiði í sjó. Syðri-Hagi, Árskógsströnd Si'mi 96-61961. AA 6Ie/f'T'’ áák * v____________________________ j Útgáfan hefur ákveðið að bjóða nýjum áskrifendum eina bók ókeypis um leið og þeir gerast áskrifendur. Peir geta valið úr eftirtöldum bókum. Spennusöguflokkurinn: Morðið í Tauerngöngunum, Þeir dauðu drekka ekki Síðasta bónin, Líkið stjórnar leiknum. Ástarsöguflokkurinn: Hrakfallabálkur, Ómótstæðilegur karlmaður Sjúkrahúsið í frumskóginum, Indíánaprinsessan. SNORRAHÚS Pósthólf 58 • 602 Akureyri • -sr 96-24222 HótelEdda: „Yomunst tíl að sjá stæni hóp íslendinga á ferðalagi innanlands“ - segir Tryggvi Gtiðmmidsson hjá Ferðaskrifstofii íslands hf. Peir eru margir sem gist hafa Edduhótelin í ferðum sínum um landið á liðnum árum. Edduhótelin verða starfrækt áfram í sumar eins og áður og verða 15 hótel opin, en voru 17 í fýrra. Um ára- tuga skeið hefur rekstur hótelanna verið á hendi Ferða- skrifstofu ríkisins en síðastliðinn vetur keypti starfsfólk skrifstofunnar meiri- hlutann í fyrirtækinu og stofiiaði þar með Ferðaskrifstofu ís- lands hf. Tiyggvi Guðmundsson sem I sér um þá hlið sem snýr að rekstri Eddu- hótelanna segir að þessi breyting hafi ekki áhrif á rekstur Edduhótelanna. „Raunverulega hefur þessi breyting engin áhrif á Edduhótel- in. Ferðaskrifstofa íslands er hlutafélag þar sem starfsfólkið á 67% en ríkissjóður 33%. Eddu- hótelin ætlum við hins vegar að reka áfram með óbreyttu sniði.“ - Eru einhver nýmæli í rekstr- inum í sumar? „Ekki önnur en þau að nú bjóðum við annað árið í röð sér- stök tilboð til íslendinga þar sem við gefum mikinn afslátt af gist- ingu í júní og eftir 10. ágúst. Þá kostar gisting fyrir manninn í tveggja manna herbergi 1080 sem er 25% afsláttur. Þetta er að vísu háð því að menn kaupi fjórar nætur saman fyrirfram en þeir þurfa ekki að nota þær allar í einu, ekki endilega á sama stað og þurfa heldur ekki að nota þær allar sjálfir. Við erum með þessu að reyna að lengja tímann. Það er mikið að gera á hótelunum í júlímánuði og fram í ágúst en minna í júní og þess vegna erum við að reyna að teygja svolítið á þessu enda er júnímánuður bjart- asti tími ársins og einna skemmti- legasti tíminn til að ferðast um landið," segir Tryggvi. Tryggvi segir að um helmingur gesta á hótelunum séu útlending- ar en hinn helmingurinn íslend- ingar. Ferðaskrifstofan skipu- leggi töluvert af hópferðum um landið með gistingu á Edduhótel- um og því til viðbótar gisti tölu- vert af hópum frá öðrum ferða- skrifstofum á hótelunum. Þetta geri að verkum að á háannatím- anum séu hótelin fyrirfram þétt- bókuð þannig að fólk geti ekki gengið að því vísu að það geti fengið gistingu með stuttum fyrir- vara. „Auðvitað eru hótelin misjafn- lega mikið bókuð en ég ráðlegg fólki að setja sér alltaf þá reglu að panta fyrirfram. Það getur verið mjög til bóta að menn panti sér gistingu strax að morgni fyrir næstu nótt.“ - Nú heyrast raddir frá þeim sem við ferðamannaþjónustu starfa sem segja að meira sé pant- að en á sama tíma í fyrra. Er þetta raunin hvað ykkur varðar? „Já, við erum bjartsýnir. Hér er heldur aukning í bókunum miðað við sama tíma í fyrra og við vonum að þegar upp verði staðið þá höldum við þessari aukningu. Helmingur okkar gesta eru íslendingar og við von- umst til að sjá stærri hóp íslend- inga á ferðalagi innanlands enda gæti maður ætlað að þeir skiluðu sér að einhverju leyti hér innan- lands ef dregur úr utanlandsferð- um, eins og verið er að tala um. Fólk getur meira ráðið sér sjálft hér heima og ekki síður ferðast fyrir minni pening þannig að ferðalag hér heima er góður val- kostur," segir Tryggvi. JÓH „Ég ráðlegg fólki að setja sér alltaf þá reglu að panta fyrirfram,11 segir Tryggvi. Mynd: jöh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.