Dagur - 29.06.1989, Page 15

Dagur - 29.06.1989, Page 15
DAGUR FERÐABLAÐ — 15 + + um á allar hliðar hvar sem á er litið. Framan af meðan hér á landi voru fullhugar og ötulir aflamenn sigu þeir mjög í bergið og sáust lítt fyrir enda var þá fuglatekjan ólíkt meiri en nú, og urðu tíðum af því ógurlcgir mannsskaðar og slys; fórust menn Húsið í Drangey er eftirmynd Víðimýrarkirkju og í grasbalanum við það er skjólsælt mjög. Þar er gott að setjast niður með nestið sitt. Mynd: VG neitað hér. Brattar skriður þarf að klífa, þröng einstigi eru á leið- inni og nær öruggt má telja að farið var með „Faðirvorið" á rétt- um stað. En þegar upp var komið launaðist ferðalöngunum erfiðið. Útsýnið er stórkostlegt og unaðs- legt var að maula nestið sitt í skjólsælum grasbala og hlýða á sögur Jóns. Sögurnar segir hann bæði lognar og sannar enda sé það háttur sigmanna sem í eyjuna koma að segja sögur, helst sem ótrúlegastar. Nú er eitt hús í Drangey sem reist var fyrir fáum árum. Húsið er eftirmynd Víðimýrarkirkju f Skagafirði og í því gista sigmenn á vorin. í Drangey má enn þann dag í dag sjá bæli Grettis Ás- mundarsonar. Jón segir Gretti greinilega hafa valið staðinn af mikilli snilld því frá honum er gott útsýni, karlinn hefur getað fylgst vel með öllum mannaferð- um úr landi, auk þess sem þar er gott skjól. Ekki hefur væst um þá bræður meðan á Drangeyjar- búsetu stóð. Fuglar og egg eru fyrirtaks fæða og þá gekk sauðfé laust í Drangeysem hægt var að „grípa“ til. Karlinn hrundi í jarðskjálfta „í Þórðarhöfða í Skagafirði sem hefir 150 faðma háa sjóarhamra bjuggu forðum kall og kelling sem voru nátttröll, og áttu þau eina kú sér til bjargar. Eitt sinn bar það til eina nótt að kýrin var yxna, en þá var ekki naut við hennar hæfi nær en í Tindastól hinumegin fjarðarins. Fóru þau þá á stað með kúna og óðu skemmstu leið yfir fjörðinn, en það er um fjórar vikúr sjóar, og héldu henni undir bolanum úr Tindastól. Héldu þau svo aftur sömu leið til baka. En þegar þau voru valla komin á miðjan fjörð dagaði þau upp og urðu þau þá að steini á firðinum norðan við hana, en kellingin sunnan og vestan til... En úr kúnni varð eyj- an sjálf og þótt þess sé ekki getið að kýrin hafi verið búin að taka við fangi í för karls og kerlingar hefur hún þó einatt orðið Skag- firðingum arðsöm vorbæra.“ Þannig segir þjóðsagan frá myndun Drangeyjar og „fylgi- fiska“ hennar. Reyndar stendur kerlingin enn tignarleg og fríð, en karlinn hrundi í jarðskjálfta fyrir all mörgum árum síðan. Jarðfræðin segir allt aðra sögu. Var forðabúr Skagfírðinga Drangey er um 180 metrar á hæð yfir sjávarmáli þar sem hún er hæst. Hún er gerð úr þverhníptu móbergi og er aðeins kleif á ein- um stað þar sem nefnist Upp- ganga. Efst í Uppgöngu liggur járnstigi upp á Brúnahellu og þar er líka keðja til stuðnings. Þar sem gengið er upp á Drangey er tæp bjargsylla á einum stað sem heitir Gvendarbjargsylla, eða altari Guðmundar góða. Þar er siður að hver sem upp fer fari með bænirnar sínar áður en lengra er haldið svo ekkert illt komi fyrir á leiðinni. Að flatarmáli er Drangey um 0,2 ferkílómetrar að stærð og er hún vel grasi gróin þegar upp er komið enda var þangað áður fyrr flutt fé á sumrin til beitar. Drang- ey er fræg fyrir fugla- og eggja- töku sem þar hefur verið stunduð. Á hverju vori söfnuðust menn þangað til að síga eftir eggjum, en vitað er að í eynni hafi veiðst 200 þúsund fuglar á einu vori enda var eyjan forðabúr Skagfirðinga þegar sultur svarf að landsbúum. Bjargsig til eggjatöku er enn stundað á hverju vori frá Drang- ey. Það er frækileg íþrótt og ekki nema á færi fullhuga að iðka hana. Hún er líka hættuleg og fjöldi manna hefur farist við sig, bæði í Drangey og annars staðar þar sem sig er stundað. Festarnar þverkubbaðar sundur Margar þjóðsögurnar eru til um Drangey og bræðurna Gretti og Illuga Ásmundarsyni sem þar dvöldu í útlegð í þrjú ár. Frækið er afrek Grettis þegar hann synti í land úr eynni til þess að ná í eld, en slokknað hafði í glóð- um þeirra bræðra. Síðan hafa nokkrir menn þreytt „Grettis- sund“ milli eyjar og lands en fyrstur þeirra var Erlingur Páls- son lögreglumaður sem synti árið 1927. í sumar er ætlunin að endurvekja „Grettissund" í formi boðsunds milli tveggja björgun- arsveita og verður fróðlegt að fylgjast með því. Fræg er sagan af því þegar Drangey var vígð og við grípum hér niður í Þjóðsögum Jóns Árnasonar þar sem frá þessu er sagt. „En ekki var fuglatekjan annmarkalaus í þá daga því Drangey lítur sem fyrr segir eins og sæbrattur klettur upp úr sjón- úr vöðum og sigum, sprungu á niðurfallinu, lentu á klettum svo hvert bein mölbrotnaði. Þess þóttust menn brátt vísir verða að jafnt fórust þeir úr berginu sem góðar festar höfðu og hinir sem lakari vaði höfðu og þótti það ekki einleikið: voru festar þeirra þverkubbaðar sundur er upp voru dregnar eins og þær væru annaðhvort höggnar sundur með exi eða skornar með öðru egg- járni . . . Leið svo þar til Guð- mundur góöi Arason varð biskup á Hólum...Hann lét menn sína sækja mjög til Drangeyjar á vor- um bæði til fiskifanga og fugla- tekju og fór brátt að bera á því að vættir þeir er á eynni voru gengu ein- í berhögg við biskupsmenn sem aðra og uröu því mannsskað- ar stórir." Trautt sigið í Heiðnaberg Guðmundi góða er sagt frá mannskaðanum og ákveður að fara í eyna með klerka og vígt vatn. Fór liann um Drangey og vígði hana jafnt uppi sem niðri en þar sem hann komst ekki í fjör- una, seig hann í bjargið. „Ekki er þess getið að hann hafi neinstað- ar orðið neinna meinvætta var fyrr en hann var kominn vestur fyrir norðurhorn eyjarinnar að Úppgönguvík aftur. Þar seig hann í bergið sem víðar og er hann er kominn svo langt niður sem honum þótti hæfilegt byrjar hann þar scnt annarstaðar vígslu og yfirlestra. En er hann hefur litla stund lesið kemur loppa ein stór bæði grá og loðin með rauðri ermi út úr berginu og heldur á stórri skálm og biturlegri er hún bregður á festina sem biskup var í og tekur hún þegar í sundur tvo þætti festarinnar; en það vildi biskupi til lífs að skálmin beit ekki á þriðja þáttinn því hann var þaulvígður. 1 því heyrir biskip rödd úr berginu segja: „Vígðu ekki meira Gvendur biskup; ein- hverstaðar verða vondir að vera.““ Þarna hætti biskup vígslunum og er bjargið óvígt enn í dag. Heitir það Heiðnaberg og segir sagan að menn sígi trautt í það. Þar hafa og oröið dauðaslys þeg- ar reynt hefur veriö að síga, en freistingin er mikil því sagt er að hvergi sé jafn mikið af fugli. Góður fótabúnaður nauðsynlegur í sumar verður ferðamönnum boðið upp á dagsfcröir í Drangey í tengslum við tlug Flugleiða til Sauðárkróks. Ferðaþjónustan Áning hefur skipulagt ferðirnar þannig að tlogiö er frá Reykjavík að morgni, siglt til Drangeyjar kl. 10.00 en siglingin tekur 50-60 mínútur, komið aftur á Sauðár- krók kl. 17.00 og til Reykjavíkur um kvöldmat. Ferðamönnum annars staðar að gcfst vitaskuld líka kostur á að komast í eyna og er þeim bent á að hafa santband við Ferðaþjónustuna Áningu. Nauðsynlegt er að vera vel búinn, einkum til fótanna þegar farið er í Drangey. Þá getur líka verið gott að eiga nokkurra daga frí eftir slíka ferö því harðsperrur eiga það til að gera vart við sig á eftir. VG Hcimildir: Islcnskar Þjúðsögur og ;uvin- týri: Jón Árnason og Landið þitt fsland. Punktarnir á íslandskortinu merkja Edduhótelin sextán. Viljir þú þægilega gistingu velur þú Edduhótel. Verðlag er þar sanngjarnt og andrúmsloftið notalegt. Það er ef til vill besti punkturinn. Edduhótelin eru á þessum stöðum: 1 Laugarvatni ML s: 98-61118 2 Laugarvatni HSL s: 98-61154 3 Reykholti s: 93-51260 4 Laugum Dalasýslu s: 93-41265 5 Reykjum Hrútafirði s: 95-10004 6 Laugarbakka V-Hún s: 95-12904 7 Húnavöllum A-Hún s: 95-24370 8 Akureyri s: 96-24055 9 Hrafnagili s: 96-31136 10 Stórutjörnum s: 96-43221 11 Eiðum s: 97-13803 12 Hallormsstað s: 97-11705 13 Nesjaskóla s: 97-81470 14 Kirkjubæjarklaustri s: 98-74799 15 Skógum s: 98-78870 16 Hvolsvelli s: 98-78187 Tdcx Tdc&t 554 (9>l-625895

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.