Dagur - 29.06.1989, Qupperneq 18
18 — DAGUR FERÐABLAÐ
Akureyrí/Eyjafjörður
„Verðum aðgeta tekið
vel á móti íerðamömium4 ‘
- segir Gísli Jónsson, íramkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar
Gísli segir Mývatnssveitina langvinsælasta viðkomustaðinn á Norðurlandi.
Mynd: KL
Ferðaskrifstofa Akur-
eyrar er umsvifamikil
á sviði ferðamála,
jaíiit innanlands sem
erlendis. Þar má
incrkja helstu breyt-
ingar í ferðamanna-
þjónustu á Norður-
landi og þróun á
ferðavenjum Norð-
lendinga. Við hittxun
Gísla Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Ferða-
skrifstofu Aknrcyrar,
að máfi og báðum
hann að segja frá
starfsemi skrifstof-
nnnar um þessar
mundir.
Fyrst barst talið að starfsem-
inni innanlands, enda „túrism-
inn" í fullum gangi á þessum
árstíma. En ferðamenn koma
ekki bara til Akureyrar og
Norðurlands á sumrin eins og
fram kemur í máli Gísla. En
hvernig er starfsemin innanlands
í grófum dráttum?
„Við erum auðvitað mest hér á
Norðurlandi og tökum bæði á
móti útlendingum og Islending-
um. Viö crum orönir nokkuð
stórir í því að skipuleggja ráð-
stefnur á Akureyri og gerum viö
það alveg frá grunni. Skiptir þá
ekki máli livort t'ólkið er að koma
frá Reykjavík, Austfjörðum eða
Vestfjörðum; við búum til heild-
arpakka fyrir þetta fólk. Fetta er
ört vaxandi þáttur í starfseminni
og gerir það að verkum að hlutur
íslendinga eykst, auk þess sem
fe röa ma n naþj ón ustan d re i f i st
meira yfir árið. Ráðstefnurnar
eru á þeim tíma sem útlending-
arnir eru ekki hér, þ.e. á vorin,
haustin og yfir veturinn.
Mývatnssveit langvinsælasti
viðkomustaðurinn
Síðan hefur blaðið snúist við í
sambandi við hclgarpakkana.
Áður fyrr var fólki hreinlega
mokað suður til Reykjavíkur í
stærstu flugvél sem hægt var að
fá, en nú kemur fólk hingað
norður í sama mæli og fólk fer
héðan suður.
Þá erum við með þessar sumar-
ferðir fyrir útlendingana og þar
er Mývatnssveitin langvinsælasti
viðkomustaðurinn á Noröur-
landi. Einnig erum við með
styttri ferðir frá Akureyri, út í
Hrísey, Grímsey, lil Dalvíkur og
Ólafsfjarðar, og hafa þær feröir
notið vaxandi vinsælda."
- Þú segir að ráðstefnur dragi
fólk til Akureyrar yfir vetrarmán-
uðina en hefur Akureyri ekki
flciri tromp á þeim tíma?
„Vissulega. Fólk vill koma
hingað, slappa af og njóta
skemmtunar. Þar hefur leikhúsið
mest aðdráttarafl ásamt
skíðahótelinu. Sjallinn hefur hins
vegar minna aödráttarafl en
áður. En þarna spilar verkefna-
val Leikfélags Akureyrar líka
stóra rullu því hluti at' þessu fóiki
kernur hrcinlega hingað til að
fara í leikhús og það skilur eftir
sig peninga á ýmsum öðrum stöð-
um í bænum líka. Ég held að
leikfélagið verði að sníða verk-
efni sín dálítið eftir .mögulegri
aðsókn, þótt ég sé ekki að fara
fram á stanslausa ærslaleiki."
Beint flug til Akureyrar
- Förum þá út fyrir landstein-
ana. Ferðaskrifstofan er með
umboð fyrir Úrval og Útsýn og
auk þess hafið þið staöið fyrir
beinu flugi. Hver er staðan í
utanlandsferðunum?
„Þaö hefur verið heldur minna
um sólarlandaferöir hjá okkur en
þó ekki eins mikill samdráttur
eins og virðist verða hjá skrifstof-
unum í Reykjavík. Hins vegar er
veruleg aukning í áætlunarflugi
og styttri ferðum með flugvélum.
Fólk er að breyta mynstrinu og
ferðast frekar á eigin vegum, þá í
styttri tíma og í ódýrari fcrðum.
Leigir kannski bíl úti og lætur
framhaldið ráðast. Fólk er líka
mun ferðavanara en áður og þá
þarf kannski ekki að skipuleggja
ferðirnar eins vandlega fyrir
það."
- En livað með beint flug frá
Akureyri, er meiningin að gera
meira af því?
„Beinu flugin hafa lukkast vel,
eins og t.d. Glasgow í fyrra. Við
reiknum með að fara þrjár slíkar
ferðir í haust. Mér finnst að það
mætti gera meira af þessu og vísa
þá til þess að síðustu vikur hafa
öll hótel í Reykjavík verið full-
bókuð og erfitt fyrir erlenda
ferðamenn að fá inni. Þetta þýðir
stöðvun fyrir landsbyggðina, og
það væri ekki vitlaust að hafa
eina til tvær ferðir í viku til Akur-
eyrar, t.d. frá London og Kaup-
mannahöfn. Það er sjálfsagt að
dreifa fólkinu. Það getur síðan
flogið aftur heim í gegnum Kefla-
vík. Þetta var einu sinni reynt, en
þá fóru menn kannski full grimmt
í þetta og á óhagkvæmum tíma,
en mér finnst tímabært að reyna
betta aftur."
Hótel Norðurland
- Að lokum Gísli, gistiaðstaða á
vegum FA hefur breyst með til-
komu Hótel Norðurlands. Voruð
þið ekki með gistingu á Þelamörk
áður?
„Jú, við rákum hótelið á Þela-
mörk sl. tvö sumur, sem var nátt-
úrlega bara gistiheimili. Við
fundum fyrir því að fólk vildi
miklu frekar vera inni í bænum
og það varð úr að við ætluðum að
leigja Varðborg en þetta endaði
með því að við keyptum hótelið
og fórum í allsherjar breytingar á
húsnæðinu. Þar með varð Hótel
Norðurland til. Þar eru 28 nýinn-
réttuð gistiherbergi, þar af 18
með baði. Það er hlutafélagið
Hótel Norðurland hf. sem stend-
ur að rekstrinum en Ferðaskrif-
stofa Akureyrar er hluthafi og
kemur til með að sjá um rekstur-
inn að hluta til.
Við teljum það forsendu núm-
er citt, tvö og þrjú til þess að fá
ferðamenn í bæinn verðum við
að geta tckið almennilega á móti
þcim, og þá ekki síst í gistingu og
mat. Þetta hefur breyst mjög til
batnaðar fyrir okkur með til-
komu Hótel Norðurlands," sagði
Gísli að lokum. SS
Bílaleiga Akureyrar:
Ijlendingar hriihastir aíjqipum
fara þá yfirleitt á hálendið
Háaxinatímmn hjá
Bílaleigu Akureyrar
er yíir siiiiiartímaiin
eins og gefur að
sltilja. Langmest er
um að vera í júlí og
ágúst en þá eru allir
jeppar bílaleigunnar í
stanslausri notkun
því mikil ásókn er af
hálíu útlendinga í að
komast í íjallaferðir.
Að sögn Bergþórs
Karlssonar starfs-
manns bílaleigunnar
hafa margir meira að
segja pantað með
hálfs til eins árs fyrir-
vara.
„Stærsti hluli útlendinganna
kemur ekki fyrr en eftir mánaða-
mótin maí-júní og allir vilja fara
af stað á sama tíma því hálendið
er opið svo stuttan part sumars-
ins. Núna lítur út fyrir að það
verði seinna fært um hálendið og
þess vegna eru ennþá fleiri senr
vilja fara í einu," sagði Bergþór.
Fyrir kemur að útlendingar
lendi í vandræðum uppi á hálend-
inu og sagði Bergþór starfsmenn
Bílaleigu Akureyrar reyna að
ráðleggja þeim sem tækju bíla-
leigubíla hjá þeim áður en haldið
er af stað. „Þeir verða að passa
sig á ánum og við segjum þeim
frá hvaða leiðir eru opnar því
snjórinn er sumsstaðar lengur að
fara en annarsstaðar og jafnvel
þótt hann sé farinn þá getur tekið
nokkurn tíma að verða almenni-
lega fært því vegirnir geta verið
lengi að þorna. Menn geta því
lent í vandræðum ef þeir fara
eitthvað annað en búið er að
segja þeim að sé opið." Þetta
sagði hann þó horfa til betri vegar
því í sumar yrði vikulega gefið út
kort þar sem merkt væri inn á
hvaða leiðir væru færar og væru
það Vegagerð ríkisins og Land-
vernd sem stæðu fyrir því.
Bergþór sagði fólksbíla venju-
lega ekki pantaða með eins mikl-
um fyrirvara og jeppana, þar
nægðu tveir til þrír mánuðir.
Hann liélt að ekki yrðir um sam-
drátt að ræða í sumar og að
útleiga yrði svipuð og undanfarin
ár. Að vísu væri alltaf mest að
gera þegar útlendingarnir væru á
ferðinni en heldur rólegra þegar
þeirra tíma væri lokið. KR
„Það vilja allir fara af slað á sama tíma,“ segir Bergþór Karlsson. Mynd: kl