Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 21

Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 21
Það er ekki amalegt að geta leikið sér berrassaður í heitum sandi á sólarströnd. Mynd: kl eru farnar ferðir vikulega í sumar en á strandlengjunni er m.a. að finna bæina Torremolinos sem íslendingar hafa heimsótt á fjórða árátug, Fuengirola og Marbella. Costa del Sol á ekki aðeins erindi við sóldýrkendur. Fólk á öllum aldri finnur þar fegurð, tilbreytingu og marghátt- aða ánægju. Þá fara vinsældir staðarins sem vetrardvalarstaðar vaxandi þannig að mörg hótel eru fullbókuð árið um kring. Á „sól- arströndinni“ eru margir fræg- ustu golfvellir Evrópu og fleiri hundruð tennisvellir. Börnunum ætti heldur ekki að leiðast því í næsta nágrenni er Tívolí, vatns- skemmtigarður og dýragarður. Ferðalöngum gefst kostur á margs konar kynnisferðum með- an á dvöl stendur. Par má nefna dagsferðir til Granada, Sevilla, Gibraltar og Afríku. Gististaðir á vegum Útsýnar á Costa del Sol eru margir, staðsettir þannig að hver og einn á að geta valið sér híbýli samkvæmt eigin kröfum. Álla fimmtudaga fram í októ- ber verður flogið með Útsýnar- farþega til Algarve í Portúgal, sem sagður er einn sólríkasti staður Evrópu, en loftslagið er þurrt og þægilegt og golan frá Atlantshafinu svalar á heitum dögum. Á Algarve heilla skemmtigarðarnir yngra fólkið, en veitingastaðirnir og næturlífið á hug þeirra fullorðnu. Af kynn- isferðum má nefna tveggja daga ferð til Lissabon, dagsferð með bát meðfram ströndinni og kabarett-kvöld. Á Ítalíu er dvalið í Lignano 16. árið í röð á vegum Útsýnar. Petta er skógivaxin eyja úti fyrir ströndum N-Ítalíu, þar sem frjálslegt og glaðvært andrúms- loft gerir allt ómótstæðilegt t.d. matinn, en ekki er mælt með megrunarkúr meðan dvalið er I Lignano. Kynnisferðir eru farnar til Feneyja, Rómar og Flórens svo eitthvað sé nefnt. í sumar, annað árið í röð, er boðið upp á vikulegar ferðir til Kýpur þar sem búið er í Limas- sol, næststærstu borg Kýpur og aðal ferðamannastað landsins. Þar er mikið úrval frábærra veit- ingastaða. Farþegum er boðið upp á skoðunarferðir, m.a. fjalla- ferð þar sem ekið er upp á Ólympustind, dagsferðir til Pap- hos og Nicosia. Svartiskógur í Þýskalandi er fslendingum að góðu kunnurþ.e. þeim sem horfðu á þættina um sjúkrahúsið í Sjónvarpinu. Rómantík læknaliðsins er aðeins brot af því sem þarna er að finna, heillandi náttúrufegurð í Titisee eftirsóttum dvalarstað og ótelj- andi möguleikar á ferðalögum draga ferðalangana að. Útsýn býður viðskiptavinum sínum nú í fyrsta skipti þá nýjung að þeir sem kjósa að ferðast á eigin vegum með flugi og bíl, þurfa ekki endilega að skila bíln- um á sama stað og ferðin hófst. Upphafsstaðurinn er þó ávallt sá sami, Luxemburg, en skila má bílnum í Kaupmannahöfn, Frankfurt, Salzburg, París, Milano eða Luxemburg. Úrval Dvalarstaður Úrvalsfarþega á Mallorka er ströndin Sa Coma á austurströndinni. Þar er öll að- staða fyrir ferðamenn eins og best verður á kosið, góð aðstaða til íþróttaiðkana og úrval veit- ingastaða. Boðið er upp á tveggja og þriggja vikna ferðir í beinu leiguflugi. Frá Sa Coma er farið í skoðunarferðir með íslenskum fararstjórum til Valldemossa, Sa Clobra og Pollensa, í miðalda- veislu í S’Alqueria, drekahellar skoðaðir og fleira. Ferðir Úrvals -til Kýpur á vit ástar og ævintýra eru vikulega í sumar. Dvalarstaður farþega er í Limassol á suðurströnd eyjarinn- ar. Boðið er upp á gistingu í hót- elherbergjum eða á íbúðahótel- um. Þá eru Floridaferðir Úrvals vinsælar, flogið er beint frá Keflavíkurflugvelli til Orlando, en boðið er upp á dvöl ýmist í Orlando, Grenelefe Resort eða St. Petersburg Beach við Mexíkó- flóa. All flestir sem til Florida koma heimsækja vitaskuld Walt Disney World og Sea World og meðal vinsælla skoðunarferða frá Florida má nefna þriggja daga lúxussiglingu um Bahamaeyjar. Flug, bíll og hús er nokkuð sem Úrval mælir með. í Þýska- landi stendur til boða gistiríg í Daun Eifel og Biersdorf þar sem möguleikar til skemmíana, íþrótta, útiveru og annarrar afþreyingar eru nánast ótætnandi á báðum stöðunum. í Frakklandi hefur ferðaskrifstofan á sínum snærum íbúðir í Lahnstein, París eða sumarhús á Rivierunni, í Austurríki í Walchsee og Zell am See, auk þess sem mælt er með ferðalagi á bílaleigubílum til Bretlands, Danmerkur og hinna Norðurlandanna. Þá eru ýmsar spennandi sér- ferðir skipulagðar í sumar og haust. Skipulagðar eru ferðir til Ítalíu, rútuferð um Mið-Evrópu, fimmtán daga ferð um Austurríki og S-Þýskaland, átta daga haust- ferð á Vínhátíð við Mósel og Rín Framhald á næstu síðu. Flug og bíll til Evrópu er vinsæll fararmáti nú til dags. Besti bitinn í bænum Kjúklingabitar Hamborgarar Pítur og fiskur Lamba- og nautabuffsteikur Rjómaís Skipagötu 14 Sími21464 DAGUR FERÐABLAÐ — 21 cmtMite kAcosre ARGUS/SÍA LACOSTE Kemuruppum þinn góða smekk! Súlnaberg Matstofa I. hæð. Opið frá kl. 8-22. ★ Höfðaberg Veitingasalur II. hæð. ★ Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld. ★ Hljómsveitin Gautar leikur fyrir dansi laugardagskvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.