Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 24

Dagur - 29.06.1989, Blaðsíða 24
24 — DAGUR FEfíÐABLAÐ Þingeyjarsýslur Nokkuð öruggt er að fullyrða að af öllum stöðum landsins komi flestir ferðamenn til Mývatns á sumrin, a.m.k. þeir erlendu. „Ekkert skrýtið," segja þeir ef- laust sem þangað hafa komið því náttúrufegurð þar er einstök. Mývatn er annað stærsta vatn í byggð á íslandi, þar er silungs- veiði meiri en í nokkru öðru vatni á landinu og þá er það frægt fyrir fuglalíf sitt. Landslag í og við Mývatn einkennist af ýmsum sköpunarverkum jarðeldsins. Þar eru stórir sprengigígar, gosmal- argígar og gervigígar. Dimmu- borgir eru austan vatnsins með tröllslegu og mjög sérkennilegu landslagi en þær eru myndaðar í wrnri hrauntjörn sem þornað hef- ur upp. Þjóðsaga ein segir af skessu sem bjó í afrétti við Mývatn. Hún var nátttröll og þurfti því að vinna sín verk á nóttinni, sem m.a. fólust í að stela veiði úr vatninu bændum til ama, en hún réri venjulega út á vatnið á „nökkva" sínum. Eitt sumar þeg- ar óvenju mikil veiði var í vatninu stundaði hún iðju sína óvenju mikið og mislíkaði Strandabónd- anum það mjög. „Eina nótt sfðla um sumarið var það að skessan ræðst ofan að vognum og ætlar eftir vana að veiða þar. En erhún kemur er bóndi fyrir og er að veiðiskap í vognum. Hún treyst- ist ekki til að leggja að bónda því hann var við fjórða mann og ætl- ar að bíða til þess bóndi hefur lokið veiðskaþarstörfum sínum, en bóndi fer sér hvergi hart því hann veit hvað skessu líður, og líður svo fram undir morgun. Skessan gjörist heldur óþolin- | móð, en villþó ekki fara svo búin. Og er bóndi hættir veiðinni fer skessan til og dregur fyrir á vognum. En er hún hefur lokið því starfi heldur hún heimleiðis til byggða sinna, og sem hún er komin meir en á miðja leið heim að Skessuhala þá rennur upp sól. Er svo sagt að skessa léti þar niður nökkvann sem hún var stödd þegar sólin rann upþ, færi sjálf upp I hann og alltyrði svo að steini." í dag má sjá menjar skessunnar og bátsins hennar í Nökkvabrekku milli skessuhala og Mývatns. Þegar lagt er upp í austur frá Akureyri er vert að taka sér góð- an tíma og fara aðeins utan hefð- bundinna leiða. Enginn verður svikinn af að koma í Fjörður eða líta á Kaldbak í návígi. í Ljósa- vatnsskarði eru tilvalin útivistar- svæði, sömuleiðis í Fnjóskadal i og víðar. Ásbyrgi í Kelduhverfi er stórbrotið náttúrufyrirbæri með um 100 .metra háum hamra- veggjum. 'Byrgið sjálft er 3,5 km á lengd inn í botn en um 1,1 km breitt I mynni. Húsavík er síðan miðstöð samgangna og þjónustu auk þess hve fegurð bæjarins heillar. GISTING: Hótel: Hótel Edda Stórutjörnum er í miöju Ljósavatnsskarði og því stutt þaöan í Vagnlaskóg og aö Goðafossi. Þar eru 24 herbergi, veitingasala og sundlaug svo eitthvað sé nefnt. Hótel Kiðagil er sumarhótel sem býður bæði gistingu í upp- búnum rúmum og í svefnpoka- plássi. Allar veitingar eru á boð- stólum. Sumarhótelið að Laugum í Þingeyjarsýslu er rekið 3 mánuði á ári yfir sumarið. Þar er sund- laug en hótelið er aðeins í 45 km fjarlægð frá Akureyri. Hótel Húsavík er þægilegt nýtískulegt hótel í nágrenni stór- brotins landslags og náttúrufeg- urðar. Á Húsavík er lífleg höfn, áhugavert safn og einstök kirkja. Sundlaug, bílaleigubílarog veiði- leyfi á staðnum. Hótel Reykjahlíð er notalegt hótel með útsýni yfir Mývatn. Við Mývatn eru banki, sundlaug, verslanir, bílaleiga og leiguflug. Hótel Reynihlíðersömuleiðis í hjarta náttúruundralandsins við Mývatn. Þeir bjóða skoðunar- ferðir á landi og úr lofti auk hesta-, hjóla-, og bílaleigu. Sumarhótelið Lundur í Öxar- firði er 8 herbergja hótel með uppbúnum rúmum, auk þess sem boðið er upp á svefnpoka- pláss í skólastofum. Þar er hægt að fá allar tegundir veitinga, á staðnum er sundlaug og hesta- leiga. Hótel Norðurljós á Raufarhöfn er sumarhótel með gistirými fyrir 40 manns. Hægt er að fá fram- reiddan mat ef óskað er. Hótel Jórvík er á Þórshöfn. Það er heilsárshótel hefur 7 her- bergi og býður allar veitingar. Gistiheimilið Smáratúni Sval- barðseyri er á rólegum og þægi- legum stað aðeins 11 km frá Akureyri. Gisting er fyrir 15 manns í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum. Gistiheimilið Hlíðarendi í Bárð- ardal býður gistingu í íbúð fyrir fjóra fullorðna og tvö börn með eða án fæðis. Nýtt gistiheimili, Þinghúsið í Aðaldal, er gamalt þinghús sem byggt var 1929 og hefur verið gert upp. í því eru sex tveggja manna herbergi með uppbúnum rúmum. Gistiheimilið Grennd er í gamla barnaskólanum við Grenj- aðarstað. Þar er svefnpokapláss fyrir allt að fimmtíu manns auk eldunaraðstöðu. Hraunbrún í Reykjahlíð býður gistingu í 3 tveggja manna her- bergjum og 10 fimm manna. Á Skútustöðum í Reykjahlíð er gisting fyrir um 15 mahns í upp- búnum rúmum auk svefnpoka- plássa í rúmum eða á dýnwn. Þar er eldunaraðstaða. í Skjólbrekku við Skútustaði er svefnpokapláss fyrir hópa með sturtum og eldunaraðstöðu. Á Húsavík er gistiheimili að Auðbrekku 6 en bókað er á það í gegnum Hótel Húsavík. Gistiheimilið Birkirein 11 Mývatnssveit hefur 3 tveggja til fimm manna herbergi og eldun- araðstöðu. Á Bjarnastöðum í Öxarfirði er boðin gisting í gömlum sveitabæ með aðstöðu fyrir gistingu í 5 uppbúnum rúmum. I Barnaskóla Svalbarðshrepps er rekin gisting í svefnpokaplássi eða uppbúnum rúmum fyrir allt að 40 manns. Boðið er upp á venjulegar veitingar, veiðileyfi og fleira. Á Kópaskeri er heilsárs gisti- heimili fyrir 9 manns’ og þar er sömuleiðis hægt að fá máltíðir. Ferðaþjónusta bænda: Víða í Þingeyjarsýslum reka bændur ferðaþjónustu þar sem boðið er upp á gistingu, fæði og margs konar afþreyingu. Þjón- ustan er rekin að Grýtubakka II í Höfðahverfi, Landamótum í Köldukinn, Narfastöðum Reykja- dal, Stöng, Laxárbakka og Bjargi við Mývatn, Bláhvammi við Mývatnsveg, Hraunbæ í Aðaldal, Hóli og Skúlagarði Kelduhverfi. Tjaldstæði: Fjöldi tjaldstæða er í Þingeyjar- sýslum enda mikill fjöldi ferða- manna sem leggur þangað leið sína. Þau eru á Grenivík, í Vaglaskógi, Laugum, Hafralækj- arskóla, Húsavík, Lundi Öxar- firði, Ásbyrgi, við Hljóðakletta, í Reykjahlíð, á Skútustöðum, Grímsstöðum á Fjöllum, í Herðu- breiðarlindum, Kverkfjöllum og á Raufarhöfn. AFÞREYING: Ferðaskrifstofa Húsavíkur býður upp á margvíslegar ferðir í sumar. Tvisvar í viku er farið í dagsferðir í Jökulsárgljúfur auk þess sem skipulagðar eru skoð- unarferðir með báti í Lundey, Náttfararvík og Flatey. Þá er farið á sjóstangaveiði þegar þess er óskað. Fyrir þá sem kjósa lengri ferðir er farið í 3ja daga ferð í Kverkfjöll með viðkomu á Egils- stöðum. Jón Árni Sigfússon er með dagsferðir í júlí og ágúst í Öskju og Herðubreiðarlindir og ferð að Dettifossi-Ásbyrgi-Hljóðaklettum. Ferðaþjónustan Eldá í Mý- vantssveit rekur viðamikla ferða- þjónustu. Þeir skipuleggja lengri og skemmri ferðir auk þess sem rekin er gistiþjónusta. Farið er í 4ra og 8 tima ferðir um Mývatn auk annara áhugaverðra ferða um svæðið. Hestaleigur eru mjög víða í Þingeyjarsýslum. Ýmist er boðið upp á stutta leigu eða skipulagð- ar ferðir t.d. í Fjörður á vegum Pólarhesta. Víða á svæðinu eru ágætis veiðivötn og -ár, golfvöllur er á Húsavík og alls staðar hægt að finna heppilegar gönguferðir. Sögustaði er sömuleiðis víða að finna. Allt í útileguna T.d. Tjöld 2ja-5 manna Hústjöld Svefnpokar Bakpokar Tjalddýnur Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Kælitöskur 24ra-40 I Útigrill Grillkol Opið laugardaga kl. 9-12. SPARISKIRTEINI RÍKISSIÓÐS Spariskírteini ríkissjóðs bera nú 6,8-7,3% vexti umfram verðbólgu Gengi Einingabréfa 29. júní 1989. Einingabréf 1 3.997,- Einingabréf 2 2.218,- Einingabréf 3 2.609,- Lífeyrisbréf 2.010,- Skámmtímabréf 1,377 MAUPÞ/NG NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Þann 1. júlí n k: lækka vextir á spariskírteinum PA55AMYMDIR 6 myndir í stað 4 mynda áður IDASTOFftl^ PÁLS LJÚSMYNDASTOFA SKIPAGÖTU 8 • AKUREYRI SlMI 23464

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.