Dagur - 29.06.1989, Page 25

Dagur - 29.06.1989, Page 25
GMÖ'ViR'rR fWJÖAJQ - DAGUR FERÐABLAÐ — 25 Ferðafélag Húsavíkur: Fjórir bjórvotir luku afiiiælisgöngiunii Þinghúsið Hraunbæ í Aðaldal 6, 2ja manna herbergi. Góö snyrtiaöstaöa. Boröstofa/setustofa/eldunaraöstaða. Boðið er upp á morgunmat. Upplýsingar í símum 96-43595 og 43695. segir Hermaun Aðalsteinsson, formaður Ferðafélag Húsavík- ur varð 50 ára 16. maí sl. Haldið var upp á af mæli Ferða- félagsins með matar- veislu laugardaginn 13. maí og einnig var gefið út afinæfisrit, þar sem meðal efiiis er ágrip af sögu félagsins, sögur frá félagsmönnum og fjöldi mynda. Rit- stjóri afmælisritsins er Sigurjón Jóhann- esson. Formaður félagsins er Hermann Aðalsteinsson og tók hann við emhættinu 1984. Hannvar spurður um starfsemi félagsins. „Það hefur verið töluvert mikil starfsemi og sérstaklega í sam- bandi við Sigurðarskála, sem stendur við Kverkfjöll og er nefndur eftir Sigurði Egilssyni frá Laxamýri, fyrrum formanni félagsins. Skálinn var reistur 1971-2 og fyrir tveim árum lögð- um við í þær framkvæmdir að stækka hann um helming, við jukum svefnpláss, gerðum heil- mikla setustofu og löguðum aðstöðuna. Sigurðarskáli er byggður upp af þremur ferðafé- lögum; Fljótsdalshéraðs, Vopn- firðinga og Húsvíkinga, sem eiga hann í sameiningu. Það var ekki margt fólk sem kom í skálann fyrstu árin, fyrir þrem árum komu þangað 7-800 manns en síðastliðið ár losaði það 3000 manns. Við höfum verið með gæslu í skálanum tvö síðastliðin sumur og svo verður einnig í sumar.“ - Hvernig er sumardagskráin hjá félaginu? „Fyrsta ferðin sem við fórum var afmælisganga 15. maí, frá Æðarfossum til Húsavíkur. Þá var krapahríð svo við, þessir fjór- ir sem kláruðum gönguna af þeim tíu sem lögðu af stað, komum bjórvotir í bæinn.’ Farið verður á Þeistareyki 30. júní til 2. júlí og þá verður gengið á Víti. Ferð í Fnjóskadal og Garðsárdal verður 15.-17. júlí. Naustavík og Vargsnes verða skoðuð 29. júlí, þá verður keyrt að BjÖrgum og gengið þaðan. Fyrirhugðuð er ferð á Snæfell 5. ágúst. Suðurárbotnar, Gæsavatna- leið, Askja og Herðubreið eru á dagskránni 11.-13. ágúst. Ferð að Herðubreið verður 19. ágúst og Kverkfjallaferð 2.-3. september." - Er þetta óvenju viðamikil ferðaáætlun hjá félaginu í sumar? „Já, við höfum ekki sett upp áætlun um ferðir svona löngu fyrirfram, heldur hafa ferðirnar Ferðafélag Húsavíkur átti stóraf- mæli á árinu. Hermann Aðalsteins- son er formaður þess. Mynd: im oft verið ákveðnar með viku fyrirvara og svo ræðst það af þátt- töku hvort farið verður." - Eru gönguferðir að verða vinsælli en verið hefur undanfar- in ár? „Já, og við erum að hugsa um að bæta fleiri stuttum gönguferð- um við. Þær eru dálítið vinsælar og það eru ótrúlegustu mann- eskjur sem koma í gönguferðirn- ar, enda eiga þær að henta öllum á öllum aldri því við röltum í rólegheitum 1, 2 eða 3 tíma.“ - Hvað ert þú búinn að starfa lengi með félaginu? „Síðan '72 og ég var við gæslu í Sigurðarskála tvö sumur, viku í senn.“ - Til hvers gerist fólk félagar í Ferðafélaginu? „Kannski til að styrkja félagið, eða eignast bókina sem Ferðafé- lag íslands gefur út, því hún er árstilleggið. Það getur hver sem er ferðast með Ferðafélaginu ef hann vill, þó hann sé ekki félagi. Félagar njóta svo hlunninda, fá afslátt af gistingu í skálum ferða- félaganna. Fólk sækist eftir fé- lagsskapnum í ferðunum og að sjá meira af okkar landi. Það er samheldinn hópur sem fer í ferðir með okkur og sérstaklega góðir ferðafélagar, allir leggjast á eitt með að skemmta sér og vinna saman.“ - Manstu eftir eftirminnilegu atviki úr ferðum ykkar? „Það hefur ýmislegt skemmti- legt skeð. í blaðinu okkar segir t.d. frá sérkennilegu atviki úr Kverkfjallaferð 1977. Komið var að Jökulsá, þar sem vatnamæl- ingaskúr er, þarna er sérkenni- legt landslag, stórar klappir og vikurmöl á milli. Fimm ára strák- brá sér bak við stein til að ur pissa en kom allt i einu með íra- fári og með allt niður um sig og sagði: „Ég sá hvítklædda konu bak við steininn." Við héldum þetta vera vitleysu í stráknum og hlógum að honum, en þegar við komum heim að skálanum og fórum út úr bílnum sagði hann: „Amma, sérðu hvítklæddu kon- una við dyrnar á skálanum.“ Þetta fannst okkur dálítið sérstakt, enda hefur verið sérstök lukka yfir skálanum. Einu sinni kviknaði í honum og það var stórfurðulegt að hann skyldi ekki brenna til kaldra kola. Ég hef ekki trú á að krakki fari að búa til svona sögu. - Ætlar þú með í margar ferð- ir í sumar? „Ég reikna með að fara í flest- ar ferðirnar. Ég skora á sem flesta að fara í ferðir með okkur, því þegar fólk hefur farið í eina ferð langar það yfirleitt að fara aftur. IM Ferðaáætlun Va ■ ysJ ESjx Ferðafélags Akureyrar Strandgötu 23 • Sími 22720. 1. júlí: Mælifellshnjúkur í Skagafirði. Gönguferð. 1.-4. júlí: Borgarfjörður eystri - Húsavík eystri - Loðmundarfjörður (4 dagar). 8. júlí: Flateyjardalur. 8.-14. júlí: Strandir - Snæfellsnes - Breiðafjarðareyjar (7 dagar). (Sumarleyfisferð.) 15.-16. júlí: Kerlingarfjöll - Hvítárnes - Hveravellir. 15.-19. júlí: Náttfaravíkur - Flateyjardalur - Fjörður - Látraströnd. Gönguferð (5 dagar). 18.-20. júlí: Landmannalaugar - Eldgjá - Veiðivötn (4 dagar). 22. júlí: Laugafell. 22. júlí: Kambsskarð. Gönguferð. 22.-25. júlí: Hvannalindir - Kverkfjöll - Askja - Herðubreiðarlindir (4 dagar). 29.-30. júlí: Fjörður. Gist í tjöldum. 4.-7. ágúst: Nýidalur - Gæsavatnaleið - Askja - Herðubreiðarlindir (4 dagar). 6. ágúst: Hrísey. E.t.v. sigling kringum eyjuna. 12. ágúst: Fyrir Skaga. 12. ágúst: Norðurárdalur - Seldalur - Hjaltadalur. 19. ágúst: Laugafell - Vatnahjalli. 25.-27. ágúst: Ásbyrgi - Hljóðaklettar - Forvöð. 2.-3. sept.: Héðinsfjörður. SBA SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR SF AKURKVRI Bl!S COMPANY Símar: 23510, 27732 & 985-22616 Akureyri - Mývatn - Akureyri 1989 17. mai - 30. júni Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miöv.d. Fimmtud. Föstud. Laugard. Akureyri - Mývatn 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 Mývatn - Akureyri 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 1. júlí - 31. ágúst Akureyri - Mývatn 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 Akureyri - Mývatn 20.00 20.00 20.00 20.00 20 00 Mývatn - Akureyri 08.00 08.00 08.00 08.00 08.00 Mývatn - Akureyri 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 Mývatn - Akureyri 19.30 19.30 19.30 19.30 19.30 19.30 19.30 1.-30. sept. Akureyri - Mývatn 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 Mývatn - Akureyri 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 1. okt. 1989 6. maí 1990 Akureyri - Mývatn 14.00 20.00 16.30 Mývatn - Akureyri 17.00 08.00-20.00 Akureyri -1 Egilsstaðir - Akureyri 1989 19. maí - 31 maí Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miöv.d. Fimmtud. Föstud. Laugard. Akureyri - Egilsstaöir 08.15 08.15 08.15 Egilsstadir - Akureyri 16.00 16.00 16.00 Mývatn - Akureyri 19.30 19.30 19.30 1. júni - 18. júni Akureyri - Egilsstaðir 08.15 08.15 08.15 08.15 í ^ Egilsstadjr - Akureyri 16.00 16.00 16.00 16.00 Mývatn - Akureyn 19.30 19.30 19.30 19.30 19. júni - 31. ágúst Akureyri - Egilsstaðir 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 08.15 Egilsstadir - Akureyri 16.00 16.00 16.00 16.00 16.00 16.00 16.00 Mývatn - Akureyri 19.30 19.30 19.30 19.30 19.30 19.30 19.30 01. sept. -18. sept. Akureyri - Egilsstaðir 08.15 08.15 08.15 Egilsstaðir - Akureyri 16.00 16.00 16.00 Mývatn - Akureyri 19.30 19.30 19:30 Akureyri - Mývatn - Akureyri Akureyri - Egilsstaðir - Akureyri Frá Akureyri: Frá Reynihlíð: Frá Akureyri: Frá Egilsstöðum: 08.15 Akureyri / 18.15 08.15 Akureyri / 21.00 10.00 Fosshóll 17.30 09.15 Fosshóll 20.20 10.30 Laugar 17.10 09.30 Laugar 20.10 10.50 Arnarvatn 16.55 10.00 Skútustaðir 19.50 11.20 Skútustaðir 16.50 11.00 Reynihlíð 19.30 12.00 Reynihlíð 16.30 11.40 Grimsstaðir 18.30 12.30 Möðrudalur 18.05 13.00 Skjöldóltsstaöir 17.00 Afgreiðsla Egilsstoðum: Hotel Valaskjalf, simi 97-11500 13.40 Jökulsárbrú 16.30 Afgreiðsla Mývatnssveit: Hótel Reynihlið, simi 96-44170 14.10 Egilsstaðir 16.00 Afgreiðsla Akureyri: Umferðamiðstöðin, Hafnarstr. 82, sími 24442

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.