Dagur - 25.07.1989, Page 13

Dagur - 25.07.1989, Page 13
Mfái M WÉtferfiw - - s r Þriðjudagur 25. julí 1989- DAGUR - 13 Húsavík: Snorri er dáinn Selkópurinn Snorri er dáinn. Eins og lesendur Dags eflaust muna var sagt frá því í byrjun júní að fjölskylda frá Húsavík hefði fundið selkóp, illa á sig kominn, í Saltvíkurfjöru. Fjöl- skyldan, Hera Hermannsdótt- ir, Stefán Sveinbjörnsson og börn þeirra, fór heim með selkópinn og hlúði að honum. Var Snorra búið ból viö heita pottinn í garðinum og heillaði hann bæði fulloröna og börn, enda var kópurinn gæfur og tók fólkinu sem sínum ættingj- um, en þeim hefur hann lík- lega aldrei kynnst. Snorri bjó í hálfan mánuð hjá fjölskyldunni á Húsavík en þá var hann fluttur að Breiðuvík á Tjörnesi. Þar eru selalátur og var fyrirhugað að sleppa Snorra í sjó þegar hann hefði aldur til. En selkópnum entist ekki aldur til að komast í kynni við aðra land- seli, hann dó eftir hálfs mánaðar dvöl á Tjörnesinu. Stefán sagði að það hefðu ver- ið viss vonbrigði að kópurinn skyldi drepast, þó alveg eins hefði verið reiknað með því í byrjun. Kópurinn lifði í fjórar vikur frá því hann fannst, virtist hinn hressasti og var mikið búið að hafa fyrir honum, t.d. við að reyna að fá hann til að nærast. En það gekk alltaf illa og mun eitt- hvað hafa verið að meltingunni. Hugsanlega hefur meltingarveg- urinn laskast er kópurinn skreið einn og yfirgefinn um Saltvíkur- fjöru og át sand í stað móður- mjólkur. IM Bfllinn minn - ný og aðgengileg handbók fyrir bfleigendur Vaka-Helgafell hefur j»efið út' bókina Bíllinn minn. I þessari aðgengilegu handbók eru grein- argóðar og hagnýtar upplýsingar sem gefa öllum bíleigendum kleift að annast sjálfir viðhald- bíla sinna. Þanning er hægt að draga verulega úr verkstæðis- kostnaði. I bókinni er á einfaldan og skýran hátt farið yfir helstu þætti í innri byggingu bílsins, sýnt hvernig fylgjast má með ástandi hans, hvernig greina má bilanir og hvernig gera má við þaö sem aflaga fer. í þessari bók má finna flest það sem bíleigandinn þarf vita um bílinn.Fjöldi ljósmynda og skýr- ingateikninga eru í bókinni sem Jóhannes Jóhannesson tækni- fræðingur þýddi og staðfærði. Bókin er unnin í samvinnu við Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Bíllinn minn er 312 blaðsíður. Prentsmiðjan Oddi sá um prent- un og bókband og Magnús Hjör- leifsson tók kápumynd. Bókin kostar 2.450 krónur með sölu- skatti. Leiðrétting í grein um Byggðasafn Suður- Þingeyinga að Grenjaðarstað í blaðinu s.l. miðvikudag var sagt að Margrét Bóasdóttir væri þriðji byggðasafnsvörðurinn að Grenj- aðarstað. Það er ekki rétt, hún er fimmta í röðinni. Safnverðir á undan henni voru Ólafur Gísla- son, Porgerður Sigurðardóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir og Aðalbjörg Halldórsdóttir. Þetta leiðréttist hér með. Héldu hlutaveltu Þessar duglegu ungu stúlkur héldu hlutaveltu fyrir Rauða kross íslands og söfnuðu góðri fjárupphæð fyrir félagið. Peningarnir hafa verið afhent- ir og stúlkunum, sem heita SoiTía Guðmundsdóttir og Jóhanna Sævars- dóttir, eru færðar kærar þakkir fyrir. KROSSANES Okkur vantar nokkra starfsmenn í verksmiðju okkar. Upplýsingar veitir Hilmar Steinarsson, vinnslustjóri, í verksmiöjunni viö Krossanesbraut á Akureyri frá þriöjudeginum 25. júlí. Krossanes. Blaðamaður Dagur óskar eftir að ráða blaðamann til starfa á Sauðárkróki frá og með 20. sept- ember nk. Um er aö ræöa fullt starf og mun viðkomandi jafn- framt verða umboðsmaður blaðsins á Sauöárkróki. Góö íslensku- og vélritunarkunnátta áskilin. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist ritstjóra Dags, Strand- götu 31, 600 Akureyri, fyrir 10. ágúst nk., merkt: „Blm. Sk“. Til sölu úr þrotabúi Til sölu eru eftirgreindar eignir úr þrotabúi Þor- steins Aðalgeirssonar: Fasteignir: Mímisvegur 17, Dalvík. Bjarkarbraut 3, Dalvík. Ytra-Holt, Dalvík. Loödýrabú aö Böggvisstööum. Þá eru til sölu u.þ.b. 27.000 minkar, sem skiptast þannig: U.þ.b. 5000 fullorðin dýr og u.þ.b. 22.000 hvolpar. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 21847. Árni Pálsson hdl., bústjóri til bráðabirgða. Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerö nr. 208/1979, sbr. reglugerð nr. 1/1980, veröur haldið verklegt próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa í nóvember 1989. Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi prófnefnd löggiltra endurskoðenda, fjármálaráöuneytinu, til- kynningu þar aö lútandi fyrir 1. september n.k. Til- kynningunni skulu fylgja skilríki um aö fullnægt sé skilyröum til aö þreyta prófraun sbr. lög nr. 67/1976. Prófnefndin mun boöa til fundar meö prófmönnum í september n.k. Reykjavík, 21. júlí 1989. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Auglýsing um lausar fjölbýlishúsalóðir við Vestursíðu Til umsóknar eru 5 lóöir viö Vestursíðu til aö byggja á 3ja hæöa fjölbýlishús samkvæmt bygg- ingarskilmálum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu byggingafull- trúa Akureyrar að Geislagötu 9 í viötalstíma kl. 10.30-12.00. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst nk. Akureyri, 21. júlí 1989. Byggingafulltrúi Akureyrar. --------------------------------- Haflð þið opið á laugardögtim eda sunnudögum í sumar? Ef svo er, viljum við minna á að Dagur, helgarblað kcmur út snemma á laugardögum. (Fyrir kl. 8.00 til áskrifénda á Akureyri.) Haíið samband við auglýsingadeild Dags fyrir ld. 11 á fimmtudag, og auglýsingin birtist á laugardag. Strandgötu 31 • Sími 24222. Dagblaðið á landsbyggðinni

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.