Dagur - 25.07.1989, Síða 14

Dagur - 25.07.1989, Síða 14
 Áhöfn þyrlu Varnarliösins sýndi björgunaræfingu. Margir fóru í útsýnisflug á þessari þyrlu - fyrir „þúsundkall“ á niann. Vélknúinn svifdeki vakti mikla athygli. Mikil aðsókn var í að skoða innviði þyrlunn- ar bandarísku. Flugdagur á Akureyri ◄ Ungur drengur fær að prófa hjálm hcrflug- manns á þyrlunni stóru - hann er kannski ekki í vandræðum með að svara spurningunni „Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?“ ◄ Ungur þyrfluflug- maður horfir stoltur út um gluggann. Á laugardaginn stóðu félagar í Flugklúbbi íslands á Akureyri fyrir „Flugdegi“ í bænum, og notaði mikill fjöldi fólks sér tækifærið til að njóta þeirrar skemmtunar. Fjöldi flugvéla, smárra og stórra, var til sýnis, og voru vélarnar ýmist í eigu einkaaðila, flugfélaga eða Bandaríkjahers, þ.e. Varnarliðsins á Miðnesheiði. Flugið hefur alltaf heillað marga íslendinga, enda er þjóðin háðari loftsamgöngum en margar aðrar þjóðir. Fyrsti „Flugdagurinn“ var haldinn á Akureyri fyrir réttum 50 árum, og var þess minnst með flugsýningu nú. Síðasta opinbera flugsýningin af þessu tagi á Akureyri var haldin árið 1982. Milli fjögur og fimm þúsund manns fylgdust með sýningunni. EHB Iilsta sviffluga landsins - hún brotlenti í kirkjugarðinum á Akureyri á sínum tíma. Myndir: kl.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.