Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 14
14 TlöAfiöa *fl?r*ðwdagur 1Stágý$jkf£09 Laxá í Aðaldal: Stefiiir í mjög gott srnnar - fyrsti lax sumarsins í Hörgá veiddist um helgina Silungsveiðin á Norðurlandi er mjög misjöfn það sem af er sumri. Margar ár voru mjög litaðar langt fram eftir sumri en á síðasta hálfa mánuðinum hafa hlutirnir smám saman far- ið að snúast til betri vegar og nú eru silungarnir farnir að koma á land. Besta silungs- veiðin er í Laxá í Aðaldal en þar stefnir í mjög gott sumar, hvað silungsveiðina áhrærir. Þegar eru komnir jafn margir silungar á land eins og á öllu tímabilinu í fyrra og enn einn mánuður eftir af tímabilinu. Gott á silunga- svæðum Laxár Hjá Erlu Ásgeirsdóttur í veiði- heimilinu Rauðhólum við Laxá fengust þær upplýsingar að á Auglýsing um að álagningu launaskatts á árinu 1989 sé lokið Tilkynningar (álagningarseðlar), er sýna launa- skatt sem skattstjóra ber að ákvarða, hafa verið póstlagðar. Hér er annars vegar um að ræða launaskatt skv. 4. gr. laga nr. 14/1965 um launa- skatt með áorðnum breytingum, þ.e. á reiknuð laun manna við eigin atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi og á hlunnindi sem ekki eru greidd í peningum, og hins vegar launaskatt skv. 3. gr. sömu laga sem greiða ber af greiddum launum á árinu 1988. Kærur vegna álagðs launaskatts, sem skattaðil- um hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1989, þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans eigi síðar en 29. ágúst 1989. 31. júlí 1989 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Stéinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Ólafur Helgi Kjartansson. Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Rafn Einarsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. neðra silungasvæði árinnar hafi veiði verið dræm síðustu tvo dag- ana, í gærmorgun hafi veiðst tveir fiskar og í fyrradag 9 fiskar alls. „Það eru komnir 880 silung- ar á land en heildarveiðin á þessu svæði í fyrra var 720 silungar þannig að þetta lítur mjög vel út,“ sagði Erla. Stærsti fiskurinn hingað til veiddist í vikunni en það var 6,5 punda urriði. Þá veiddist einn lax í vikunni á þessu svæði, sá fyrsti í sumar. Hólmfríður Jónsdóttir tók í sama streng hvað varðar efra sil- ungasvæðið. Hún sagði að nú hafi veiðst 2300-2400 fiskar sem sé jafn mikil veiði eins og allt árið í fyrra. „Veiðin sveiflast svona milli ára og þetta fer mest eftir framboðinu á æti. Ætið í fyrra- sumar og fram í miðjan júní í ár var mjög gott þannig að silungur- inn hafði mjög góðan vaxtar- möguleika. Áð þessu æti býr silungurinn enn og þar sem áin hefur verið nokkuð köld þá hefur silungurinn ekki horast að neinu marki. Þessi fiskur er tómur í maganum þegar hann veiðist en hann er ekki magur. Og ég á ekki von á að hann eigi eftir að missa meira það sem eftir er sumars vegna þess að mýið er komið í ána. Einhver hreyfing virðist Umsjón: Jóhann Olafur Halldórsson. vera komin í þessi átumál, a.m.k. hafa endurnar verið að snúa við frá Húsavík og neðri hluta Laxár og upp á Mývatn á ný,“ segir Hólmfríður. Hólmfríður segir að stærsti fiskurinn sem veiðst hafi á sínu svæði í sumar sé um 7 pund en meðalþyngdin sem af er sumri sé um 2,5-3 pund. Mjög dræm veiði hefur verið í Mývatni það sem af er sumri og svo var einnig síðasta sumar. Hólmfríður segir að vissulega séu tengsl milli silungsveiðinnar í vatninu og veiðinnar á silungasvæðum Laxár en hrunið í vatninu komi mun seinna fram í ánni. Þannig megi búast við að á næsta ári fari hrunsins í vatninu í fyrra að gæta í ánni. Ágæt byrjun í Þorvaldsdalsá Samkvæmt upplýsingum sem Veiðiklóin hefur aflað sér var veiðin ágæt á fyrsta deginum í Þorvaldsdalsá á Árskógsströnd. Þannig fengu veiðimenn 8 laxa í ánni og einnig talsvert af bleikju á neðra svæðinu á laugardaginn en eitthvað var veiðin rólegri á sunnudaginn. Fyrsti laxinn í Hörgá Fyrsti lax sumarsins í Hörgá veiddist um helgina. Fiskurinn fékkst í Bægisárhyl en í fyrra fengust 10 laxar úr ánni og búast má því við að einn og einn lax komi á land á næstu vikum. Þar hefur silungsveiðin verið ágæt en mikill leir spillt fyrir. í Eyjafjarðará liafa sést góðir laxar en enginn þeirra hefur bitið á öngul veiðimanna. Hins vegar hafa upp undir 100 bleikjur orðið að lúta í lægra haldi fyrir veiði- mönnum. í Fnjóská hefur verið ágæt bleikjuveiði. Um 50 bleikjur eru komnar á land og 40 laxar. JÓH Björn Egilsson: Prestur að sunnan Prestur að sunnan messaði í Sauðárkrókskirkju sunnudag- inn 11. júní 1989. Hann heitir Bragi Friðriksson, prestur og prófastur í Garðabæ. Hann er vörpulegur, ber höfuð og herð- ar yfir meðalmenn og ber kápu Krists með reisn. Ekki gat ég greint, að hann nyti þess að horfa niður á þá sem minni voru. Með Garðaprófasti var ungur maður prestvígður, Gunnlaugur Garðarsson. Hann er svo lágur á velli og grannur, að mér fannst hann hlyti að vera kórdrengur, en hann flutti vel það sem hann talaði. í prédikun sinni ræddi séra Bragi um gleðina og tileinkaði hana Skagfirðingum og sótti svo langt að benda á að skagfirskir landnámsmenn hefðu verið glað- ir í sinni, þegar þeir bjuggu til nöfnin: Tindastól, Glóðafeyki og Víðivelli. Ég held að Skagfirðingar á vor- um dögum séu ekki minni gleði- menn en aðrir landsmenn, hvað sem áður hefur verið, því nú er allt orðið flatt. í gamalli þingvísu eru þessar ljóðlínur: Sunnlendingar sveima á, sálarflatneskjunni. Og sunnlenska sálarflatneskj- an er nú komin um allt land svo ekki má milli sjá. Og flatneskjan er á öllum sviðum, svo sem í stjórnmálum. Stjórnmálamenn karpa um málefni líðandi stundar, svo ekki meir. Þeir sem teljast til Sjálfstæðisflokksins eru ekki meiri íhaldsmenn en hinir og kommar nefna ekki þjóðnýt- ingu. Peningafantar eru í öllum flokkum, ekki eingöngu í Sjálf- stæðisflokknum eins og áður var talið. Peningafantar þurfa að vera til, svo einhverjir geti orðið ríkir og borgað menninguna, sem er dýr. Að vera í kirkju hjá Suður- landspresti, séra Braga, verður mér ógleymanlegt, meðan ég man eitthvað. Því veldur hin mikla og fagra söngrödd hans. Á því sviði hefur hann yfirburði yfir flesta stéttarbræður sína, sem ég hef heyrt til. Sönglist hefur alltaf verið snar þáttur í guðsþjónustu. Hann er einn af þessum prest- um sem mér eru niinnisstæðir fyr- ir mikla söngrödd. Hinir voru prestar á Mælifelli fyrstu 40 ár þessarar aldar. Séra Sigfús Jóns- son frá 1900 til 1918 og séra Tryggvi Kvaran frá 1918 til 1940. Séra Sigfús skírði mig og fermdi. Ég man ekki þegar hann skírði mig, ég var svo ungur. Á þeim tíma var það eitur í beinum fólks, að börn færu til Guðs óskírð, en ósannað hvort það breytir nokkru. Séra Sigfús hafði svo mikla söngrödd að af prestum var hann talinn standa næst séra Geir á Akureyri í sönglist. Séra Tryggvi Kvaran var söng- maður góður. í móðurætt hans voru miklir söngmenn. Móður- bróðir hans var Eyjólfur Einars- son á Mælifellsá, nafnkenndur söngmaður og synir hans voru Þormóður Eyjólfsson á Siglufirði og Sigurður Birkis. Ég var á Mælifelli í 5 ár, frá 1920 til 1925. Þar var þá mikið sungið og oft heimafólki til skemmtunar. Oft voru sungin lög við ljóð eftir Þorstein Erlingsson og stundum „Danagrund með grænan baðm“. Frú Anna frá Kirkjubæ á Rangárvöllum hafði góða söngrödd. Hún hafði áður verið í Danmörku. Séra Braga Friðrikssyni varð á í messunni á Króknum. Hann fór ekki rétt með trúarjátninguna. Hann sagði „upprisa mannsins", í staðinn fyrir „upprisa holdsins". Það ber að virða, sem vel hefur dugað um aldaraðir. Auðvitað rís holdið upp! Svo mikill höfðingi sem Garðaprófastur er, mun honum reynast létt að standa undir smá yfirsjónum. Ég þakka séra Braga Friðrikssyni komuna til Skagafjarðar. í minni vitund er tónlist æðst allra lista. Björn Egilsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.