Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 10
19 {--Qft$SMtM>«ttf)8daggn 1 i ágóst 't$®9 i Gamla miðvarðaparið úr 2. flokki KA fyrir 12 árum síðan, þeir Alfreð Gísla- son og Friðjón Jónsson, léku aftur saman nú um helgina með TBA gegn SM í 4. deildinni í knattspyrnu. Þessir stóru og sterku drengir sáu til þess að ekk- ert mark var skorað hjá TBA en Alfreð brenndi reyndar áf víti fyrir TBA í leiknum. Guðlaugur og Bencdikt glíma til úr- slita í opnum flokki. Benedikt vann þá glímu. Guðlaugur Halldórsson varð öruggur sigurvegari í -86 kg flokki lagði alla keppinauta sína í þeim flokki. Benedikt Ingólfsson vann gull t -95 kg flokki. Hann sigraði alla andstæðinga sína á ippon (10 stig, sem er fullnaðarsigur). Hann vann þar að auki allar glímur sínar á þessum móti á ippon. Svala Björnsdóttir lagði alla andstæðinga sína í -56 kg flokki og hlaut því gullverðlaunin í þeim flokki. Fjóla Guðnadóttir keppti í opnum flokki kvenna og lenti í þriðja sæti. Það þýðir að hún hlaut bronsverðlaunin í þeim flokki. í opnum flokki karla glímdu þeir Guðlaugur Halldórsson og Benedikt Ingólfsson til úrslita og hafði Benedikt betur. í þriðja og fjórða sæti lentu þeir Paul Crowe frá Mön og Birgir Christiansen frá Færeyjum. í sveitakeppni karla sameinuð- ust lið íslendinga og Álandsey- inga því báðar sveitirnir voru fámennar. Þar sem liðsmenn beggja sveita, þrír íslendingar og tveir Álandseyingar, voru svipað- ir að þyngd þurftu þeir Benedikt, Guðlaugur og Álandseyingurinn Anders Bentson að keppa við menn úr þyngri flokkum til að uppfylla öll skilyrði sveitakeppn- innar. Það kom ekki að sök og sigraði þessi sameiginlega sveit andstæðinga sína og hlaut gull- verðlaunin í þessum flokki. Fær- eyingar lentu í 2. sæti og Mön í því þriðja. Eyjaleikarnir á milli íslend- inga, Færeyinga, Alandsey- inga og Mön fóru fram í Fær- eyjum fyrr í þessum mánuði. Islensku keppendurnir í júdó voru allir úr KA og stóðu þeir sig mjög vel á þessum leikum. Þar var Benedikt Ingólfsson fremstur í flokki og hlaut hann þrenn gullverðlaun í keppn- inni. Sveit fslands skipuðu Benedikt Ingólfsson, Guðlaugur Halldórs- son, Hilmar Trausti Harðarson, Svala Björnsdóttir og Fjóla Guðnadóttir. Benedikt hlaut þrenn gullverðlaun, eins og áður sagði, Guðlaugur hlaut tvenn gullverðlaun og eitt silfur. Hilmar Trausti hlaut eitt gull og eitt silfur, Svala hlaut eitt gull og Fjóla Guðnadóttir hlaut eitt brons. Hilmar Trausti keppti í -71 kg flokki og hlaut silfurverðlaun í þeim flokki. Hann tapaði úrslita- glímunni á móti færeyskum keppanda og var sá úrskurður dómara mjög umdeildur. Svala Björnsdóttir hlaut gull í 56 kg. flokki. KA og Yölsungur eru komnir í úrslit í 4. flokki karla því að KA lagði Þór 5:1 í gærkvöld á KA-velIinum. Eins og sést þá var hart barist í leiknum en KA-menn höfðu betur. Mynd/KL íslenska drengjalandsliðið: Guðmundur markahæstur - Akureyringar með öll mörkin Islenska drengjalandsliðið í knattspyrnu tók þátt í alþjóð- legu knattspyrnumóti í Ung- verjalandi um helgina. Guð- mundur Benediktsson úr Þór varð næst-markahæsti kepp- andi mótsins með þrjú mörk. Þórður Guðjónsson úr KA sá um að skora fjórða mark íslands í venjulegum leiktíma. íslendingar lentu í 7. sæti eftir að hafa lagt úrvalslið Bæjaralands 4:3 að velli í keppni um 7.-8. sætið. Ekki var hægt að fá upp- gefið hverjir skoruðu mörk Islands í þeim leik en jafnt var eftir venjulegan leiktíma og því var tekið til þess ráðs að taka Knattspyma 2. flokkur: Þór skelltí ÍBK - en KA tapaði Akureyrarliðin í 2. flokki karla kepptu við IBK um helgina. Gestirnir skelltu KA á föstu- dagskvöldið 2:1 en Þórsararnir tóku þá í kennslustund og rúll- uðu þeim upp 5:1 á laugardag. KA-liðið var ekki sannfærandi á KA-vellinum gegn ÍBK á föstu- dagskvöldið. Það vantaði bæði baráttuna og sigurviljann í liðið en af slíku höfðu Suðurnesjapilt- arnir af nógu að taka og því var sigurinn þeirra. Reyndar voru bæði mörk ÍBK af ódýrari gerðinni og því svekkj- andi fyrir KA að tapa leik á slík- um mörkum. Það fyrra kom eftir hornspyrnu og einn varnarmanna KA skallaði boltann glæsilega í eigið mark. Það síðara kom eftir að varnarmaður KA hafði brotið klaufalega á Keflvíkingi og dæmd var vítaspyrna sem gestirnir skor- uðu örugglega úr. Björn Pálmason minnkaði muninn -um miðjan seinni hálf- leik með snyrtilegu marki en áður hafði Ægir Dagsson í marki KA varið nokkrum sinnum stór- glæsilega. Lokatölur voru því 2:1 fyrir ÍBK og verða það að teljast sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Engin miskunn hjá Þór Keflvíkingar fengu hins vegar að kenna á því gegn Þórsurum dag- inn eftir á Akureyrarvellinum. Þeir rauðklæddu voru í miklum ham og áttu Keflvíkingar aldrei möguleika í leiknum. Árni Þór Árnason var góður í leiknum og áttu Keflvíkingar í miklum erfið- leikum með hraða hans og leikni. Einnig var Axel Vatnsdal áber- andi og eru þcir tveir tvímæla- laust eitt besta framherjapar í 2. flokki í dag. Staðarí í leikhléi var 3:0 en fljótlega í síðari hálfleik minnk- uðu Keflvíkingar muninn í 3:1. En Þórsarar voru ekkert á því að gefast upp og bættu tveimur mörkum við fyrir leikslok. Árni Þór var markahæstur í leiknum með tvö mörk, Axel Vatnsdal skoraði eitt, Þórir Áskelsson eitt og að lokum skor- aði Páll Gíslason eitt mark úr vítaspyrnu. Sem sagt, stórsigur Þórs 5:1. Þórir Áskelsson skoraði fyrir Þór gegn ÍBK. vítaspyrnur. íslendingar léku fyrst við Frakka, sem síðar sigruðu á mót- inu, og töpuðu 4:2. Guðmundur Benediktsson úr Þór skoraði bæði mörk íslands í þeim leik. í næsta leik rassskelltu Ung- verjar okkur og sigruðu okkur 9:1. Guðmundur skoraði eina mark íslands í þeim leik. Þá var komið að Júgóslövum og í jöfnum og spennandi leik sigruðu Júgóslavar 2:1. Það var Þórður Guðjónsson úr KA sem skoraði mark íslands. í gær léku síðan íslendingar við Úrvalslið Bæjaralands, eins og áður var sagt, og útkoman sem sagt 7. sæti sem er þokkaleg- ur árangur því þetta er mjög sterkt mót. íslenska landsliðið mun dvelja nokkra daga í Ungverjalandi við æfingar en heldur síðan til Eng- lands þar sem það tekur þátt í Norðurlandamótinu í knatt- spyrnu sem að þessu sinni er haldið þar í landi. Staðan 3. deild KS 11 10-1-0 44: 2 31 Þróttur N . 12 8-2-2 35:15 26 Dalvík 11 6-2-3 28:13 20 Huginn 11 5-2-3 20:22 17 Reynir Á, 11 4-2-5 23:20 14 Magni 10 4-1-5 18:22 13 Kormákur 11 2-2-7 20:44 8 Valur Rf. 12 2-2-8 9:39 8 Austri 9 0-2-7 5:25 2 4. deild TBA 11 7-4-0 33:12 25 Hvöt 11 5-4-2 18:13 19 HSÞ-b 11 6-0-5 32:24 18 UMSE-b 11 4-2-5 17:22 14 Æskan 10 2-4-4 25:19 13 SM 10 3-3-4 14:21 12 Efling 9 2-2-415:25 8 Neisti 112-1-8 10:24 7 Karfa: Þór með þjálfara Körfuknattleiksdeild Þórs hef- ur ráðið til sín þjálfara fyrir næsta keppnistímabil. Hann heitir Brand Hagwood, 28 ára Bandaríkjamaður, svartur á hörund, og mun hann að sjálf- sögðu einnig leika með liðinu. Hagwood er bakvörður og hef- ur leikið í V-Þýskalandi og í Arg- entínu. Hann er 2,06 á hæð og ætti því að geta skorað mikið af stigum fyrir Þórsara í vetur. Hagwood skoraði að meðaltali 23 stig í leik í Þýskalandi og ætti því að getað orðið fjör aö horfa á Þórsarana í körfunni næsta vetur. Eyjaleikamir: KA í sviðsljósinu - tryggði íslendingum 7 gullverðlaun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.