Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 7
ÞtSSJtUdagoP i: ágG#Þ«^<M»<SÖ*a-73 Knattspyrna/2. deild: Völsungur réð ekki við Stjömuna Völsungur varð að bíta í það súra epli að tapa fyrir Stjörn- unni í Garðabænum og er liðið því áfram í næstneðsta sæti deildarinnar. Húsvíkingarnir börðust vel í leiknum og var markalaust í leikhléi. Um miðjan síðari hálfleik skoraði Stjarnan vafasamt mark og eft- ir það var ekki spurning um hver úrslitin yrðu. Aðdragandi marksins var þannig að Stjörnumaðurinn Valdimar Kristófersson átti þrumuskot að marki sem Harald- ur Haraldsson markvörður Völsunga varði mjög vel en hélt ekki knettinum og þaðan barst hann til Árna Sveinssonar sem skoraði, 1:0. Margir töldu að knötturinn hefði farið í hönd Árna en dómarinn sá ekkert athugavert við atvikið og dæmdi markið löglegt. Skömmu áður höfðu Völsung- ar átt gullið tækifæri til þess að komast yfir. Kristján Olgeirsson átti góða sendingu á Hörð Ben- onýsson sem lék upp kantinn og átti síðan skot í stöng Stjörnunn- ar. Þaðan barst boltinn til Jónas- ar Hallgrímssonar hinum megin í vítateignum en skot hans fór Önnur úrslit 1. deild: Valur-FH 0:1 2. deild: UBK-Víðir 3:3 einnig í stöngina! Eða eins og segir í kvæðinu: „íslands óham- ingju verður allt að vopni.“ Eftir að Stjörnumenn höfðu náð forystunni var eins og allur vindur væri úr Húsvíkingunum. Heimamenn tóku öll völd á vell- inum og fljótlega bætti Valdimar Kristófersson öðru marki við fyr- ir Stjörnuna. Síðustu mínútur leiksins sóttu Garðbæingar stíft en tókst ekki að bæta við mörkum. Liðið er þvf með örugga forystu í 2. deildinni og ekkert bendir til annars en Stjarnan fari að dæmi Fylkis- manna í fyrra og Leifturs árið þar áður og fari beint úr 3. deild upp í 1. deild. Þetta var ekki dagur Völsunga og mega þeir nú fara að taka sig verulega á því næstu lið virðast vera að hirða stig hér og þar og fallið bíður handan við dyrnar. Helgi Helgason og félagar í Völsungsliðinu sóttu ekki gull í greipar Stjörnumanna og töpuðu 2:0. Knattspyrna/2. deild: Leiftur lá í Garðmum Þrátt fyrir stórleik Þorvalds Jónssonar í marki Leifturs tókst honum ekki að bjarga stigi fyrir Ólafsfirðinga því eft- ir að hafa varið tvívegis frá- bærlega frá sóknarmönnum Garðsbúa kom varnarmaður- inn Sævar Leifsson aðvífandi og skoraði sigurmark heima- manna. Þetta var leikur hinna sterku varna og stæltra varnarmanna. Síðasti leikur Sveins með Þór - Kristján ekki með gegn KA Sveinn Pálsson knattspyrnu- maður í Þór leikur sinn síðasta Sveinn Pálsson er á leið til Banda- ríkjanna og leikur sinn síðasta leik með Þór gegn KA í kvöld. leik á keppnistímabilinu gegn KA í kvöld. Hann er á leið til Bandaríkjanna í nám og missir því af þeim leikjum sem Þór á eftir í deildinni. Kristján Krist- jánsson verður hins vegar ekki með gegn KA því hann er meiddur. Sveinn fer til Háskólans í Suð- ur-Karólínafylki (USC) og ætlar að nema markaðsfræði í vetur. Hann fær niðurfellingu á skóla- gjöldum og ætlar að sjá til í vetur hvernig honum líst á námið áður en hann ákveður með framhald- ið. Þetta nám er 4 ár en Sveinn kemur aftur heirn næsta sumar og leikur þá áfram með Þórsurum. Kristján Kristjánsson þurfti að fara út af gegn Fylki meiddur og er ekki enn búinn að jafna sig af meiðslum sem hafa verið að hrjá hann að undanförnu. Það verður því skarð fyrir skildi því Kristján er markahæstur Þórsara í deild- inni með 4 mörk. Bæði lið eru þekkt fyrir mikla baráttu og af henni sást ómælt í leiknum, e.t.v. á kostnað knatt- spyrnunnar. Hins vegar var leikurinn ekki grófur þrátt fyrir að ekki einn einasti leikmaður Víðis væri í banni! Ekki var mikið um marktæki- færi í fyrri hálfleik því leikurinn fór að mestu fram á miðjum vall- arhelmingnum. Þó fékk Óskar Ingimundarson ágætt tækifæri en Þorvaldur sá við fyrrum þjálfara sínum. Svipað var uppi á teningnum í síðari hálfleik en þó voru Víðis- menn aðgangsharðari uppi við markið. Tvívegis varði Þorvaldur vel frá Óskari og þar að auki skaut Guðjón Guðmundsson hátt yfir í ágætu tækifæri. Reyndar skoraði Arthur David beint úr aukaspyrnu fyrir Leiftur «n Gísli í marki Víðis lét knött- inn fara því aukaspyrnan var óbein og ekki má skora úr slíkri spyrnu. Það var síðan á 70. mínútu að Sævar Leifsson skoraði sigur- markið, eins og þegar hefur verið lýst. Víðisliðið var mjög jafnt í þessum leik og eru Garðsbúar nú í harðri baráttu við Stjörnuna um toppsætið í deildinni. Bestu menn liðsins í þessum leik voru þeir Björn Vilhelmsson og síðan Daníel Einarsson, kletturinn í vörninni. Einnig átti Gísli í markinu ágætan leik. Hjá Leiftri var Þorvaldur best- ur og reyndar var hann yfirburða- maður á vellinum. Þeir voru ófáir boltarnir sem hann hirti og því blóðugt að tapa leiknum. Árni var einnig sterkur í vörninni en sóknarleikur Leifturs var ekki nægjanlega beittur og því fór sem fór. MG/AP Staðan 1. deild FH 12 6-4-2 17:11 21 Valur 12 6-3-3 14: 7 21 KA 11 5-4-2 17:11 19 Fram 11 6-1-4 16:11 19 KR 11 4-4-3 17:15 16 ÍA 11 5-1-5 12:14 16 Víkingur 11 2-4-5 16:16 10 Þór 11 2-4-5 11:17 10 ÍBK 11 2-4-5 11:18 10 Fylkir 11 3-1-7 10:22 10 2. deild Stjarnan n 8-1-2 25:11 25 Víðir n 7-2-2 16:10 23 ÍBV 9 6-0-3 22:15 18 Selfoss 10 6-0-4 12:14 18 Breiðablik 11 4-3-4 24:19 15 Leiftur 11 3-4-4 10:11 13 ÍR 11 3-3-5 13:16 12 Einherji 10 3-2-5 15:26 11 Völsungur 11 2-2-7 15:27 8 Tindastóll 11 2-1-8 16:19 7 Knattspyrna/1. deild: Akureyrarslagur í kvöld - KA og Þór mætast á Akureyrarvellinum Það verður hörkuslagur á Akur- eyrarvelli í kvöld er Þór og KA mætast í 1. deildinni í knatt- spyrnu. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið því KA má ekki tapa stigum í toppbaráttunni og Þórsarar bcrjast nú fyrir lífi sínu í 1. deildinni. Það verður því hart barist í leiknum og búast má við fjölmenni á völlinn. Stefán Gunnlaugsson formað- ur knattspyrnudeildar KA segir að allt geti gerst í leiknum í kvöld því staða liðanna í.ideildinpi virð-. ist litlu máli skipta í sambá'ndi við úrslit leikja hjá KA. „Þar að auki er árangur okkar gegn Þór í 1. deild ekki neitt til að hrópa hurra fyrir,“ sagði formaðurinn. „En þar verður vonandi bragarbót á í kvöld,“ bætti hann við og brosti. Sigurður Arnórsson formaður knattspyrnudeildar Þórs er bjart- sýnn á að þetta geti orðið skemmtileg viðureign. „Leikir liðanna í deildinni hafa yfirleitt verið fjörugir og skemmtilegir og ég á von á því að slíkt verði uppi á teningnum í kvöld,“ segir Sigurður. Báðir formennirnir kváðust vona að áhorfendur myndu mæta á völlinn til þess að styðja sína ntenn því það væri enginn almennilegur Akureyrarslagur ef ekki myndu mæta stuðningsmenn beggja liða til þess að hvetja sitt lið til sigurs. KA-menn tefla fram óbreyttu liði frá sigurleik sínum við Frarn í síðustu umferð. Þar að auki er Steingrímur Birgisson að ná sér af meiðslunum en Stefán Ólafs- son á við einhver meiðsli að stríða. Kristján Kristjánsson leikur ekki með Þór eins og sagt er frá annars staðar á síðunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.