Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 2
2 fltBAÆflDR e.£*Wðjudargur Jgú^if«Ö9 fréttir Viimuaðstæður kannaðar um borð í frystitogunun - Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari fór um borð í Örvar og Arnar Nýlega fór Magnús Ólafsson sjúkraþjálfari frá Akureyri í ferð með frystitogurunum Örvari og Arnari frá Skaga- strönd að beiðni forráðamanna til að kanna vinnuaöstæöur og það sem betur mætti fara. Magnús hefur unnið að slíkum könnunum í landi undanfarin fimm ár og árangur verið nokkur góður. „Svona starf gengur út á það að reyna að benda á aðstæður á vinnustað sem betur niega fara. Það á að reyna að laga aðstæð- urnar að fólkinu frekar en fólkið að aðstæðunum,“ sagði Magnús. „Það skiptir afskaplega miklu rnáli að aðstaða sé góð þegar menn vinna eins mikið og t.d. á frystitogurum. Álagið er rnarg- víslegt ekki aðeins erfiðar vinnu- aðstæður lieldur einnig umhverf- ið.“ „Framkvæmdastjóri togaranna hafði samband við mig en hann hafði orðið var við að mann- skapurinn hafði farið illa og þurft að vera mikið í burtu vegna veik- inda. Þessu vildi hann gjarnan reyna að bæta úr,“ sagði Magnús. Hann sagði .fólk yfirleitt taka mjög vel í þetta þegar það vissi hver tilgangurinn væri. „Ég man að vísu á einum vinnustað eftir því að fólk hélt að það ætti að fara að pína meiri út úr því. Auð- vitað er hugsanlegt að fá meiri afköst en það er þá vegna þess að fólki líður betur." Yfirleitt tekur Magnús mynd- bönd og Ijósmyndir á þei'm vinnustöðum sem hann kannar en einnig skrifar hann skýrslur. Myndböndin eru síðan til sýnis á stöðunum þannig að hægt sé að Iæra af þeim. „Oftast er unnið hægt og rólega eftir skýrslunum og þær hafðar til hliðsjónar þegar farið er út í breytingar. Það vant- ar kannski á að geta fylgt hlutun- um meira eftir.“ Árangurinn segir Magnús koma fram í meiri samheldni á vinnustöðunum, fólk verður ánægðara. Einnig verður minna vart við vöðvabólgu, bakskaða og önnur líkamleg óþægindi. „Verkstjórar hafa sagt mér að ekki sé nokkur vafi á að þetta skili sér.“ KR Grasvöllurinn á Siglufirði illa farinn: Síður en svo ónýtur - er álit Guðmundar H. Gunnarssonar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Grasvöllurinn á Siglufírði er heldur illa útlítandi eftir óvenju harðan vetur. Stór svæði á vellinum hafa kalið og þurrkarnir í júlí hafa leikið grátt það gras vallarins sem lifði af vorhörkurnar. I sumar hefur lítið verið spilað á vellin- um og hafa Siglfírðingar velt því fyrir sér hvort völlurinn kunni að vera ónýtur. Guð- mundur H. Gunnarsson hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar skoðaði völlinn á dögunum og segir það af og frá að hann sé ónýtur. Grasvöllurinn á Siglufirði var formlega tekinn í notkun á sl. ári. Fyrsti alvöru kappleikurinn á vellinum var milli KS og UBK þann 20. ágúst , 1?88, Völlurinn var tyrfður árið 1987 °g leit mjög vel út síðari hluta sumars í fyrra. Það kom mönnum því nokkuð á óvart hversu illa hann var útleikinn í vor og fyrri part sumars. Samkvæmt upplýsingum Jakobs Kárasonar, sem sæti á í vallarnefnd á Siglufirði, leist mönnum ekki meira en svo á ástand vallarins og því voru kvaddir til sérfróðir menn til að líta á aðstæður. Guðmundur fór vestur og tók sýni úr vellinum og er að vænta niðurstöðu úr þeirri greiningu í þessari viku. „Völlur- inn kól hjá okkur en þeir blettir eru að lagast. Hins vegar er það gras sem kom fagurgrænt undan snjó í vor farið að gulna. Þarna virðist eitthvað vera að gerast og fyrir það verður að komast," seg- ir Jakob. „íþróttaráð ákvað að loka vellinum af þessurn sökum,“ bætti hann við. Áður höfðu KS- menn æft á vellinum og einn leik- ur fór fram á honum 14. júlí sl., milli KS-manna og Dalvíkinga. Guðmundur H. Gunnarsson segir að þar sem ekki liggi niður- stöður rannsókna fyrir sé erfitt að segja fyrir um hvað valdið hafi því að gras á vellinum tók skyndi- lega að gulna. Hann segir þó ekki ósennilegt að hluti vallarins hafi þornað upp í nokkra daga og grasið því gulnað. Guðmundur tekur fram að engin ástæða sé til að ætla að völlurinn geti ekki náð sér aftur á strik eftir þá vætutíð sem verið hefur undanfarna daga. óþh Þannig leit grasvöllurinn á Siglufiröi út fyrir tæpu ári síðan. Nú er völlurinn illa kalinn og gras gult í rót. , Mynd: ss i Kári Lárusson, til Itægri, ásamt Hallbirni Björnssyni rafvirkjameistara sem llar raflagnir við bátana. Mynd: et Skagaströnd: ^ium flóra daga í sumarfrP - segir Kári Lárusson sem rekur dráttarbraut ásamt félaga sínum Þrátt fyrir erfíðleika í skipa- sniíðum innanlands virðist nóg vera að gera í viðhaldi smærri báta. Ekki er allavega annað að heyra á Kára Lárussyni á Skagaströnd en ásamt félaga sínum Ólafí Guðmundssyni tók hann í febrúar síðastliðn- um á leigu dráttarbraut hreppsins. Síðan hefur verið meira en nóg að gera. Það er ekki bara bjartsýnin sem réði því að þeir félagar færð- ust þetta í fang því báðir eru þeir menntaðir í þessa áttina. Kári er trésmiður og vélvirki en Ólafur er skipasmíðameistari. Kári sér um reksturinn og rekur raunar að auki eigið trésmíðaverkstæði. „Það er smá uppihald í þessu núna sem betur fer. Ætli við fáum ekki svona fjóra daga í sumarfrí í sumar,“ sagði Kári þar sem blaðamaður rakst á hann inni í „stjórnstöð" brautarinnar, þar sem raunar er ekki pláss fyrir margt annað en dráttarspilið. Dráttarbrautina leigja þeir félagar af Höfðahreppi en áður var reksturinn í höndum Mána- varar sem varð gjaldþrota síðast- liðinn vetur. En er þetta framtíð- in hjá þeim? „Já ætli það ekki bara,“ segir Kári. Þegar hann svo er spurður hvort ekki standi þá til að eignast græjurnar svarar hann neitandi. „Þá þurfum við að fara að hafa áhyggjur af peningunum í þessu. Umsetningin er ekki nægilega mikil til þess að standa undir kaupunum." ET Vanskili í bankaútibúunum á Akureyri: Sjávarútvegsfyrirtækin í mestum vanskilum Svo virðist sem almenningur og stjórnendur fyrirtækja fari sér varlegar í fjáifestingum og lántökum nú en áður, sam- kvæmt upplýsingum frá banka- útibússtjórum á Akureyri. Vanskil hafa almennt aukist nokkuð í bankaútibúum bæjarins, og mest þar sem sjáv- arútvegsfyrirtækin hafa við- skipti. í heild ríkir þó ágætt jafnvægi í viðskiptum peningastofnana í bænum, og hefur síður orðið vart við þá miklu vanskila- og gjald- þrotasveiflu sem bankamenn kvarta yfir í höfðuborginni. „Ég get ekki merkt að vanskil hafi aukist, þau eru ekki meiri nú en á síðasta ári. En því er samt ekki að neita að vanskilin eru of algeng, vanskil eiga eiginlega ekki að vera til,“ sagði Gunnar Hjartarson hjá Búnaðarbankan- um á Akureyri. Hann sagði einnig að eftirspurn eftir lánum væri ekki meiri nú en venjulega í úti- búinu. „Það er þungt hjá fólki,“ sagði Kristín Jónsdóttir hjá Alþýðu- bankanum. Hún segir að banka- starfsfólk verði vart við þetta m.a. á þann hátt að nokkuð meiri vinna sé í kringum vanskilamál. Akureyringar væru skilafólk, ekki vanskilafólk, en tvímæla- laust mætti oft rekja vanskil til þrengri stöðu efnahagslífsins í heild, eins og alkunna væri. „Fólk er varkárara og tregara til að fara út í stórkostlegar fram- kvæmdir en áður og minni bjart- sýni gætir en fyrir tveimur árum,“ sagði Kristín. „Ég get tekið undir að vanskil hafa aukist og þetta er allt saman þyngra en áður. Þó er aukningin ekki áberandi mikil. Mér sýnast almennar aðstæður í þjóðfélag- inu liggja þarna til grundvallar,“ sagði Ásgrímur Hilmisson, úti- bússtjóri Útvegsbanka íslands hf á Akureyri. „Vanskil eru svipuð og hafa verið hérna. Ef ég miða við Reykjavík þá er útibúið hérna í betri kantinum hvað þetta snertir. Eftirspurn eftir lánum er svipuð og áður, hún er nokkuð meiri hér fyrir norðan en fyrir sunnan," sagði Guðjón Stein- dórsson, útibússtjóri Iðnaðar- bankans á Akureyri. Helgi Jónsson, útibússtjöri Landsbanka íslands, sagði að vanskil hefðu óneitanlega aukist talsvert sem væri ekki óeðlilegt, enda væri Landsbankinn með stórviðskipti við sjávarútveginn. Vanskil einstaklinga hefðu einnig aukist, en þó mun minna en sjáv- arútvegsfyrirtækja. „Það er erfitt ástand í þjóðfélaginu, en það hefur oft verið erfitt áður. Þetta gengur í bylgjum og við skulum vona að birti upp fyrr en seinna," sagði hann. EHB Sjónvarpsvísir Stöðvar 2: Taföist í prentun Vegna táfa í prentun í Reykja- vík, verður einhver bið á því að áskrifendur Stöðvaf 2 á Akur- eyri, fái Sjónvarpsvísi fyrirágúst í hendur. Sjónvarpsvísirinn er rétt kom- inn til bæjarins og verður honum dreift af krafti næstu daga og því eru áskrifendur beðnir að sýna örlitla þolinmæði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.