Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 9
Þrlðjudagur 1. ágúst 1989,-' d/03UR - 9 Knattspyrna/2. deild: Einheiii lagði Tindastól 4:3 í köflóttum leik talbjörn Björnsson formaður Einherja er mjög lið- kur knattspyrnumaður og hefur um margra ára skeið rið einn aðalburðarásinn í Einherjaliðinu. Um helg- i unnu þeir góðan sigur á Tindastóli 4:3. Mynd: Jóhann Einherjamenn láta ekki að sér hæða og lyftu sér úr fallsæti með því að leggja Tindastól frá Sauðárkróki að velli á Vopna- firði 4:3 í 2. deildinni í knatt- spyrnu. Hávaðarok var á Vopnafirði er leikurinn fór fram og setti það að sjálfsögðu ntikinn svip á leikinn. Leikmenn beggja liða börðust vel og greinilegt á öllu að bæði lið vissu hvað í húfi var. Hins vegar var knattspyrnan ekki upp á ntarga fiska fyrsta hálftímann og var boltinn oft utan vallar. Síðustu 15. mínútur hálfleiks- ins fóru þó hlutirnir að gerast fyr- ir heimamenn og skoruðu þeir 4 mörk á þeim tíma. Baldur Kjart- ansson braut ísinn er hann skor- aði fram hjá Gísla í marki Tinda- stóls. Gísli Davíðsson skoraði annað markið er hann þrumaði knettinum í mark af löngu færi. Markvarðarhrellirinn Þrándur Sigurðsson skoraði síðan þriðja markið nokkru síðar og rétt fyrir leikhlé bætti Kristján Davíðsson Guðbrandur Guðbrandsson skoraði fyrir Tindastól, cn liðið tapaði samt 4:3. fjórða markinu við. Heimamenn trúðu vart sínum eigin augum, 4:0, fyrir Einherja! Bjarni þjálfari Tindastóls hefur sjálfsagt lesið vel yfir sínum mönnum í búningsherbergjunum og það var allt annað Tindastóls- lið sem skeiðaði út á völlinn í síð- ari hálfleik. Þeir hófu strax þunga sókna að marki heimamanna og Guðbrandur Guðbrandsson skoraði á 52. mínútu og nokkrum mínútum síðar bætti Eyjólfur Sverrisson öðru marki við fyrir Tindastóll. Formaður knatt- spyrnudeildarinnar á Vopnafirði, Aðalbjörn Björnsson, varð svo óheppinn að skora í sitt cigið mark en þar með var ntarkasúp- an búin. Lokatölur 4:3 Einherja í vil. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Einherja sem lyfti sér úr 9. sæti í það 7. í deildinni. Liðið barðist vel í þessum leik og gaf Tinda- stólsmönnum engan friö að spila boltanum. Síðan var sóknar- leikurinn beittur og sigurinn því verðskuldaður. Staða Tindastóls versnaði til muna við þetta tap og þeir sitja nú einir og yfirgefnir á botni 2. deildar með 7 stig. Liðið er hins vegar allt of gott til að vera á þeim stað og það hlýtur að vera að þetta fari að smella saman hjá Sauðkrækingunum. II Mynd: KL Knattspyrna/4. deild: TBA enn taplaust TBA sigraði SM 5:0 í 4. deild- inni á laugardaginn og er liðið næsta öruggt í úrslit því næst efsta liðið, HSÞ-b, tapaði fyrir Æskunni 6:4 á Svalbarðseyri. UMSE-b lagði Neista 3:2 og Hvöt sigraði Eflingu 2:1 á Laugum. Það var sannkallað markaregn á Svalbarðseyri á föstudagskvöld- ið. Æskan varð fyrri til að skora en síðan skoraði Viðar Sigurjóns- son þrjú mörk fyrir HSÞ-b á tæp- um tveimur mínútum og þannig var staðan í leikhléi. Æskan minnkaði muninn í 3:2 en Stefán Guðmundsson bætti við fjórða markinu HSÞ-b. Flest lið hefðu nú gefist upp en Æskan tvíefldist og skoraði fjögur mörk áður en dómarinn flautaði til leiksloka. Baldvin Hallgrímsson setti þrjú mörk fyrir Æskuna, Gunnar Berg tvö og Stefán Rögnvaldsson eitt. viku. markaregn á Svalbarðseyrinni síðari hálfleik en sóknarleikur TBA var beittari og Bragi Sig- urðsson og Sigurpáll Árni bættu við sínu markinu hvor fyrir tenn- isdrengina. TBA hcfur því enn ekki tapað leik á íslandsmótinu. Hvöt lagði Eflingu Það var hörkuleikur að Laugum er Efling tók á móti Hvöt. Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru hlutirnir að gerast. Gísli Torfi Gunnarsson skoraði fyrir Hvöt en Þórarinn Jónsson jafnaði fljót- lega fyrir Eflingu. Hvatarmenn sóttu stíft eftir markið og upp- skáru laun erfiðis síns ér Gísli bætti við öðru marki fimm mínút- um fyrir leikslok. í millitíðinni hafði reyndar Friðrik Þ. Jónsson markvörður Eflingar varið víta- spyrnu frá Axeli Rúnari Guð- mundssyni með miklum tilþrif- um. UMSE-b sigraði Neista UMSE-b sigraði Neista 3:2 í ágætum leik. Eyjafjarðardreng- irnir voru sterkari en Hofsósingar veittu verðuga mótspyrnu. Sig- urður Bjarkason skoraði fyrst fyrir UMSE-b og Valþór Brynj- arsson bætti síðan öðru marki við. Hjalti Þórðarson minnkaði muninn fyrir Neista rétt fyrir leikhlé. Valþór bætti síðan þriðja markinu við fyrir UMSE-b í síð- Atli M. Rúnarsson markvörður UMSE-b varði vítaspyrnu gegn Neistanum. TBA enn taplaust TBA fékk óskabyrjun gegn SM á Melum í Hörgárdal því eftir rúm- ar tíu mínútur var staðan orðin 3:0 Akureyrarliðinu í vil. Sigur- páll Árni Áðalsteinnsson skoraði tvö þessara marka og Jóhannes Bjarnason eitt. Var mark Jóhannesar sérlega glæsilegt, þrumuskot í vinkilinn frá víta- teig. Alfreð Gíslason brenndi síðan af víti fyrir TBA skömmu fyrir leikhlé. Leikurinn jafnaðist nokkuð í Guðni fór holu í höggí ari hálfleik og síðan varði Atli M. Rúnarssón markvörður víta- spyrnu með glæsibrag frá Neista- mönnum. En Hjalta tókst að skora sitt annað mark og undir lok leiksins sóttu þeir Hofsósing- ar nokkuð stíft. Vörn UMSE-b gaf hins vegar ekki eftir og stigin þrjú urðu eftir í Eyjafirði. Grænlendingurinn Anas Hellman kemur til KÁ. Anas kemur -tilKA Tveir leiknienn hafa nú gengið til liðs við 1. deildarlið KA, það eru Grænlendingurinn Anas Hellman og svo Vest- mannaeyingurinn Jens Gunn- arsson. Á móti kemur að Ólaf- ur Hilmarsson hefur ákveðið að leika aftur með sínu gamla félagi Þór. Anas er sterk vinstri-handar skytta og kemur frá Nuuk í Grænlandi. Hann er nú í Dan- mörku en kernur til Akureyrar í lok september. Jens Gunnarsson er 19 ára garnall og kemur frá ÍBV. Hann er sterkur línumaður og á sjálfsagt eftir að veita öðrum línumönnum KA verðugt aðhald. Ólafur Hilmarsson er genginn til liðs við Þórsara eftir rúmlega ársdvöl hjá KA. Einnig er frá- gengið að Sigurður Pálsson mun leika aftur me'ð Þór. Það er því Ijóst að Þórsliöiö kentur mun sterkara til leiks næsta vetur en það var á síðasta keppnistímabili. Golf: Hörð barátta - í parakeppninni Hulda Vilhjálmsdóttir og Þór- arinn B. Jónsson sigruðu í parakeppni hjá GA. í öðru sæti kontu mæðginin Elsa Kemp og Sigurður Haraldsson eftir að hafa tapað bráðabana fyrir Huldu og Þórarni. í þriðja sæti komu þau Fjóla Stefánsdóttir og Skúli Agústsson. Aukaverðlaun fengu þau feðgin Ingibjörg Stefánsdóttir og Stefán Einarsson og Jónína Pálsdóttir og Guðni Jónsson. Það voru Amaro, Kjötiðnaðar- stöð KEA, Hótel KEA, Höldur, Hlóðir, Bautinn og Uppinn sem gáfu öll verðlaun á mótinu. Það var mikil og góð þátttaka á þessu móti og var gerður góður rómur að þessu fyrirkomulagi. Parakeppni er nú að ryðja sér til rúms hjá golfklúbbunum hér- lendis og má því búast við að keppendum fjölgi ár frá ári. Guðni „Trölli“ Jónsson hinn geðþekki kylfingur í Golf- klúbbi Akureyrar, gerði sér lít- ið fyrir og fór holu í höggi á Jaðarsvelli á mánudaginn. Guðni var að spila ásamt félög- um sínum, þeim Gísla Jónssyni, Þórarni B. Jónssyni og Eyjólfi Ágústssyni og draumahögginu náði hann á 6. braut, með járni númer 5. -KK Sigurvegararnir í parakcppninni, Hulda og Þórarinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.