Dagur - 01.08.1989, Blaðsíða 5
frétfir
Smábátahöfn á Skagaströnd
Nýlega hófust framkvæmdir við smábátahöfn á Skagaströnd. í sumar verður fyrsti áfangi verksins unninn en þar er
um að ræða 18 metra langa bryggju. Við bryggjuna er piáss fyrir um 20 báta en að sögn Guðmundar Sigvaldasonar
sveitarstjóra hefur lengi vantað aðstöðu sem þessa á Skagaströnd. Kostnaður við þennan fyrsta áfanga er 4-5
milljónir. Mynd: ET
Erfiðleikar hjá veitustofnunum Siglu^arðar:
Gert rað fyrir tugmilljóiia kr. halla
á rekstri rafveitu og hitaveitu
Samkvæmt nýsamþykktri fjár-
hagsáætlun Siglufjarðarbæjar
er gert ráð fyrir 26,7 milljóna
króna tapi á hitaveitu bæjar-
ins, og 23,6 milljóna króna tapi
á rafveitunni í ár.
Samkvæmt bókunum bæjar-
stjórnar eru nákvæmar tölur um
áætlað tap hitaveitunnar kr.
26.741.000,- en rafveitunnar kr.
23.652.000,- Sverrir Sveinsson,
rafveitustjóri, var spurður hverju
þetta sætti.
Hann upplýsti að Hitaveita
Siglufjarðar hefði verið rekin
með tapi á undanförnum árum,
en tapið á Rafveitunni mætti
rekja til þess að hún hefði búið
við óhagkvæma valkosti í orku-
öflun og dýrar framkvæmdir í
bænum. „Við reiknuðum með að
hitaveita bæjarins fengi samsvar-
andi aðstoð og aðrar hitaveitur
landsins, en hún gleymdist við
gerð fjárlaga. Það verður leið-
rétt, en veitan var byggð á árun-
um eftir orkukreppuna fyrir mjög
óhagstæð lán. Við máttum búa
við lágt hitastig á vatninu og bull-
andi olíukeyrslu undanfarin ár,
og sitjum í því að þetta hefur
safnast upp hjá okkur vegna þess
að lán, sem við reiknuðum með
að létt yrði af okkur, hafa farið í
vanskil. Gjaldskráin hefur verið
sambærileg við aðrar veitur.
Hvað rafveituna svertir þá
endurspeglar fjárhagsáætlun
hennar þær rekstarforsendur sem
við er að glíma. Við þurfum að
færa niður skuldir, þ.e. útistand-
andi eignir, og líka að takast á
við verkefni sem bæjarstjórn hef-
ur farið út í undanfarin þrjú ár,
verkefni sem voru kannski stærri
en við höfum efni á, aðallega
vegna framkvæmda í gatnakerfi
bæjarins, en þar verður rafveitan
eðlilega að fylgja á eftir með
lagnir o.s.frv.,“ sagði Sverrir.
EHB
Vöruskiptin við útlönd janúar-maí 1989:
Vöruskiptajöfnuður hagstæður
um röskar 2.700 millj. króna
í maímánuði voru fluttar út vörur
fyrir röskar 7.000 millj. kr. og inn
fyrir nær 8.500 millj. kr. fob.
Vöruskiptajöfnuðurinn í maí var
því óhagstæður um nær 1.500
millj. kr. Af innflutningnum í
maí stafa um 2.800 millj. kr. af
þotukaupum Flugleiða hf. og að
þeim frátöldum hefur vöruskipta-
jöfnuðurinn verið hagstæður um
1.300 millj. kr. í maí í fyrra var
vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð-
ur um röskar 200 millj. kr. á föstu
gengi.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs
voru fluttar út vörur fyrir nær
30,4 milljarða kr. en inn fyrir
rösklega 27,6 milljarða kr. fob.
Vöruskiptajöfnuðurinn á þessum
tíma var því hagstæður um rösk-
ar 2.700 millj. kr. en á sama tíma
í fyrra var hann óhagstæður um
nær 700 millj. kr. á sama gengi.
Fyrstu fimm mánuði þessa árs
var verðmæti vöruútflutnings
11% meira á föstu gengi en á
sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir
voru um 71% alls útflutningsins
og voru um 5% meiri en á sama
tíma í fyrra. Útflutningur á áli
var 35% meiri og útflutningur
kísiljárns var 78% meiri en á
sama tíma á síðastliðnu ári.
Útflutningsverðmæti annarrar
vöru (að frátöldum skipum og
flugvélum) var 2% meira í janúar-
maí en á sama tíma í fyrra, reikn-
að á föstu gengi.
Verðmæti vöruinnflutnings fob.
fyrstu fimm mánuði ársins var
1% minna en á sama tíma í fyrra.
Verðmæti innflutnings til stóriðju
var álíka mikið og í fyrra, en
verðmæti olíuinnflutnings fyrstu
fjóra mánuði ársins var nær
fjórðungi meira en á sama tíma í
fyrra, reiknað á föstu gengi. Þess-
ir innflutningsliðir ásamt inn-
flutningi skipa og flugvéla eru
jafnan breytilegir frá einu tíma-
bili til annars, en séu þeir frátald-
ir reynist annar innflutningur
(73% af heildinni) hafa orðið um
18% minni en í fyrra, reiknað á
föstu gengi.
Dalvík:
„Brennsi“
undir stýri
Einn ökumaður var tekinn á
Dalvík aðfaranótt sl. laugar-
dags grunaður um ölvun við
akstur. Ökumaður var Dalvík-
ingur af yngri kynslóðinni.
Að öðru leyti var helgin heldur
tíðindalítil hjá lögreglunni á
Dalvík. Að vísu þurfti hún að
hafa afskipti af einu og öðru
aðfaranótt laugardagsins en allt
var til lykta leitt á farsælan hátt.
óþh
Þriðjudagur 1. ágúst 1989 - DAGUR - 5
ÞBGf teúpB .k - RUOAO -
SJÓMANNAFÉLAG EYJAFJARÐAR
Félagsfundur
Sjómenn í sjómannafélagi Eyjafjarðar.
Félagsfundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Skipa-
götu 14, 4. hæð, þriðjudaginn 1. ágúst n.k. kl. 20.00.
Fundarefni.
Kröfugerð í komandi samningum.
Umræða um lagabreytingu.
Félagar! Nú mætum við allir vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Fyrir
verslunarmannahelgina
Tjöld 3ja til 5 manna.
Svefnpokar.
Bakpokar 65 og 75 I.
Vindsængur, tjalddýnur.
Kælitöskur 24, 32 og 40 I.
Tjaldborð, tjaldkollar.
Pottasett, diskasett.
Tjaldhælar, tjaldsúlur.
Viðskiptavinir vinsaml. ath.
að lokað verður laugardaginn 5. ágúst.
JiJ EYKTÖHB
Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275
Blaðamaður
Dagur óskar eftir að ráða blaðamann til
starfa á Sauðárkróki frá og með 20. sept-
ember nk.
Um er að ræða fullt starf og mun viðkomandi jafn-
framt verða umboðsmaður blaðsins á Sauðárkróki.
Góð íslensku- og vélritunarkunnátta áskilin.
Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist ritstjóra Dags, Strand-
götu 31, 600 Akureyri, fyrir 10. ágúst nk., merkt:
Rlm Rlf“
----------------------------------------------------------.
Haflð þið opið
á laugardögum eða
suunudögum í sumar?
Ef svo er, viljuin vlð miiina á
að Dagur, helgarblað
kemur út snemma á laugardögum.
(Fyrir kl. 8.00 til áskrifenda á Aknreyri.)
Haíið samband við
auglýsingadeild Dags
íyrir ld. 11 á íimmtudag,
og auglýsingin birtist á laugardag.
Strandgötu 31 • Sími 24222.
Dagblaðið á landsbyggðiimi