Dagur - 02.08.1989, Page 5

Dagur - 02.08.1989, Page 5
Miðvikudagur 2. ágúst 1989 - DAGUR - 5 kvikmyndarýni Umsjón: Jón Hjaltason Melanie Griffith, Harrison Ford og Sigourney Weaver. Syndum bera gjöld Borgarbíó sýnir: Ein útivinnandi (Working Girl.) Leikstjóri: Mike Nichols. Höfundur handrits: Kevin VVade. Helstu leikcndur: Mclanie GrifTith, Harrison Ford og Sigourney Weaver. Twenticth Century Fox 1988. Þegar öllu er á botninn hvolft er söguþráður Einnar útivinnandi ekki ýkja stórbrotinn. Myndin fjallar um hugsanleg kaup risa- fyrirtækis á meðalstórri útvarps- stöð. En í höndunum á Mike Nic- hols verður þessi hálfgerða „naglasúpa“ að ansi spennandi kvikmynd um fjörugt ástalíf, pretti og misfrómar persónur. Melanie Griffith leikur þrítuga útivinnandi konu sem er staðráð- in í því að verða eitthvað annað og meira en einkaritari og veiði- bráð karlkyns yfirmanna sinna. Hún starfar hjá stóru fjármála- fyrirtæki en gengur ekki sem best að ná markinu. Henni lyndir ekki við karlana, enda neitar hún að tengjast þeim náið neðan mittis. Vegna þessa „samstarfsörðug- leika“ er hún rétt í þann veginn að missa vinnuna, fær þó eitt tækifæri enn, er færð til innan fyrirtækisins og gerist eikaritari Sigourney Weaver. Par lærir Griffith á sársaukafullan hátt að hver er sjálfum sér næstur. Hún trúir Weaver fyrir hugdettu sinni um kaup og sölu á fyrirtækja- markaðinum. Weaver stelur hug- myndinni og aðeins tilviljun kem- ur í veg fyrir að áform hennar verði að veruleika. Sama tilvilj- unin veldur því að Griffith er allt í einu komin í þá aðstöðu að geta látið eitthvað að sér kveða í við- skiptaheiminum, að vfsu undir fölsku flaggi. Þegar hún kemst á snoðir um óheiðarleika yfir- manns síns grípur hún gæsina. Svolítið gróf fyndni Kevins Wade nýtur sín vel í Einni úti- vinnandi og hvort sem það er til- viljun eða annað þá undirstrikar hún vel þá erfiðu stöðu sem kvenmenn virðast geta lent í á vinnumarkaðinum. Þær eru ekki teknar alvarlega. - „Ég er ekkert kjötstykki sem þú getur pantað,“ segir Griffith við kærastann þeg- ar hann biðlar til hennar við óheppilegar kringumstæður. Og þegar einn yfirmanna hennar ger- ist melludólgur snýst hún til varn- ar á sannfærandi hátt. Þessari kímni eru þó settar þröngar skorður þar sem er hin banda- ríska rómantík innpökkuð í bandaríska drauminn um göng- una úr fátækt í ríkidæmi. Óneit- anlega liggur við að þessi hrist- ingur verði væminn í Einni úti- vinnandi en það er passandi væmni og hæfir því sem á undan fer. ið í notkun 200 fm húsnæði í suðurálmu, þar verður fundar- aðstaða í framtíðinni, húsnæði fyrir hið eiginlega félagsstarf verkalýðsfélaganna. Breyting- ar sem gerðar voru á húsnæðinu sem tekið hefur verið í notkun annaðist Norðurvík hf, ásamt ýmsum undirverktökum. Snær Karlsson, starfsmaður verkalýðsfélaganna sagði þetta vera í fyrsta sinn í 78 ára sögu verkalýðsfélaganna sem þau eignuðust eigið húsnæði, en hing- að til hefði starfið að mestu farið fram á heimilum stjórnarmanna eða í leiguhúsnæði úti í bæ. Segja mætti að tímabært hefði verið að félögin eignuðust eigið húnæði fyrir 80 ára afmælið, en ástæðan fyrir hve seint að þessu kæmi væri hve mikla áherslu félögin hefðu lagt á atvinnuuppbyggingu. Þau hefuð tekið þátt í öllum helstu atvinnugreinum; sjávarútvegi, fiskiðnaði og iðnaði. Snær sagði alla vinnuaðstöðu á nýju skrifstofunum mun betri en verið hefði í helmingi minna leiguhúsnæði sem flutt var úr og því yrði vonandi hægt að skila betri þjónustu. Snær starfar á vegum verkalýðsfélaganna og vinnumiðlunar Húsavíkur en auk hans verður einn starfsmaður á vegum Lífeyrissjóðsins Bjargar á skrifstofunni. Kári Arnór Kárason er útibús- stjóri Alþýðubankans. Hann sagðist ánægður með hvernig til hefði tekist við breyingar á hús- Anna Mb»> ía_ Karts-.. áttir, Kari A- isdóJCv f mvndina ' * H- •n.iarl i« ir ,‘iistjóri og Jóhanna Guð- Tarismann bankans sem var í næðinu og vonast til að bankinn gæti bætt og aukið þjónustu eftir að vera kominn í sérhúsnæði á góðum stað í bænum, en hann var áður til húsa á skrifstofu verkalýðsfélaganna. Alls vinna þrír starfsmenn við útibúið en stöðugildi eru tvö. Kári Arnór sagði rniklar breyt- ingar á bankamarkaði fyrirhug- aðar. Reikna mætti með að úti- búið yrði útibú frá íslandsbanka þegar fram liðu stundir og það mundi hleypa krafti í starfsemina þar sem Isíandsbanki yrði mjög stór, miðað við Alþýðubankann sem væri lítill banki. IM P.UOACS Fyrir verslunarmannahelgina Tjöld 3ja til 5 manna. Svefnpokar. Bakpokar 65 og 75 I. Vindsængur, tjalddýnur. Kælitöskur 24, 32 og 40 I. Tjaldborð, tjaldkollar. Pottasett, diskasett. Tjaldhælar, tjaldsúlur. Viðskiptavinir vinsaml. ath. að lokað verður laugardaginn 5. ágúst. HH EYFtJÖRÐ WPr Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 VöriJLkynnincf í dag frá Osta- og smjörsölunni frá kl. 15-18.30. Kynntar verða 5 tegundir af ostum og marmaraostakaka. Kynningarverð og með þessu er brauð frá Brauðgerð KEA / A fimmtudag vörukynning á Pizza-, vor- og kínarúllum og Minute Maid frá Coca cola. Á föstudag vörukynning frá Kjötiðnaðarstöð KEA og Sanitas Sjáumst í Sunnuhlíð Opið mánudaga til föstudags frá kl. 9-20. Laugardag frá kl. 10-20 Kjörbúö KEA Sunnuhlíð Önnumst öll verðbréfaviðskipti og veitum hvers konar ráðgjöf á sviði fjármála Tegund bréfs Vextir umfram verðtryggingu Einingabréf 1,2 og 3 8,3-12,5% Bréf stærri fyrirtækja 9,0-11,5% Bréf banka og sparisjóða 7,0-8,0% Spariskírteini ríkissjóðs ... 5,5-6,0% Skammtímabréf 8,0-8,5% Hlutabréf ? Gengi Einingabréfa 26. júlí 1989. Einingabréf 1 4.068,- Einingabréf 2 .... 2.252.- Einingabréf 3 .... 2.662,- Lífeyrisbréf ..... 2.045.- Skammtímabréf .. 1,398 KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Verðbréfer eign sem ber arð

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.