Dagur - 16.09.1989, Page 5

Dagur - 16.09.1989, Page 5
tómstundir Laugardagur 16. september 1989 - DAGUR - 5 - Sæunn Guðmundsdóttir, safnari á Sauðárkróki, í tómstundaspjalli Það blundar í mörgum okkar sú árátta aö safna að okkur öli- um mögulegum hlutum, allt frá smæstu frímerkjum til gam- alla bíla og allt þar á milli. Enn fleiri hafa þaö að tómstunda- gamni að safna hlutum og keppast við að safna sem mestu að sér. Sumir einbeita sér að cinhverju sérstöku til að safna, t.d. frímerkjum, en aðr- ir safna hinu og þessu. A Sauð- árkróki býr ung kona að nafni Sæunn Guðmundsdóttir sem safnar í tómstundum sínum og hefur gaman af. Hún á orðið myndarlegt safn hinum ýmsu hlutum, en leggur núna mikla áherslu á að safna spilum. Það eru nokkur ár liðin síðan hún byrjaði á því og á orðið um 5000 spilategundir. Sæunn fékkst til að spjalla örlítið um þessa iðju sína við útsendara Dags. Þegar Sæunn bjó á Akureyri fyrir nokkrum árum, fékk hún „bakteríuna" fyrir því að safna. Hún byrjaði á að safna servíett- urn, steinum, barmmerkjum, spilum o.fl. Var hún komin með myndarlegt safn, sérstaklega af barmmerkjunum og servíettum. Barmmerkin hefur hún gefið til annara safnara og servíettusafnið brann inni í eldi. Fyrir fimnt árum flutti hún til Sauðárkróks en hefur komist í lítil kynni við safnara þar. Það var svo fyrir nokkru sem hlutirnir fóru að ganga, eftir að hún hafði hringt í „Þarfaþingið" á Rás 2 og „aug- lýst“ sig. Símhringingum linnti ekki, Sæunn komst í sambönd við marga safnara, milli 20 og 30, og er komin á fullt í spilasöfnun- ina. Frá því hún hringdi hefur henni hlotnast hátt í 1000 spila- tegundir. Það var ekki úr vegi að spyrja Sæunni fyrst að því hvað hefði fengið hana til að byrja á því að safna. Er með söfnunaráráttu „Ég er með söfnunaráráttu, ég safna eins miklu að mér og ég get. Á Akureyri voru margir að safna spilum. Það var eigin- lega litli bróðir minn sem byrjaði á þessu, í skólanum hjá honum voru allir í spilasöfnun. Síðan gafst bróðir minn upp og ég tók við safninu hjá honum. Annars hefur þetta verið svona hjá mér, ég hef safnað öllu sem ég hef get- að komist í,“ sagði Sæunn, og bætti því við að lítill sonur hennar, ekki orðinn 5 ára, væri þegar farinn að safna frímerkjum og fleiru. „Þetta virðist vera eitthvað í blóðinu," sagði Sæunn. Þarfaþingið hleypti öllu á fullt - Hvað er gaman við það að safna? „Það er bara að fylla eitthvað upp sem mann vantar í lífinu. Maður kemst í samband við aðra, ég hef kynnst mörgum í gegnum þessa söfnun sem hafa sömu áhugamál. Það er gaman að dunda við þetta, sjá eitthvað nýtt. Ég má ekkert fara öðruvísi en að sjá einhver sérkennileg spil, sem ég verð að kaupa. Þetta er ekki svo kostnaðarsamt, það er mikið um býtti hjá söfnurum. Þó ég kaupi einn stokk þá fæ ég hann til baka.“ - Þekkirðu marga safnara út um allt land? „Já, já. Ég var fyrst mest með söfnunina á Akureyri. En eftir að ég hringdi í „Þarfaþipgið" þá hef ég komist í kynni við safnara alls staðar, s.s. frá Húsavík, Höfn í Hornafirði, Reykjavík, Ólafs- firði, Blönduósi, Akureyri og víðar. Ég hef komist í samband við safnara á öllum aldri, allt frá ungum krökkum upp í vel full- orðið fólk. Sumir hafa safnað í fjöldamörg ár, alveg frá því þeir voru börn. Kona á Dalvík á 14 þúsund spilategundir! Safnarar hafa ekki með sér nein samtök og sagði Sæunn að þörfin fyrir slíkt væri kannski ekki svo mikil, en sagðist alls ekki vilja koma í veg fyrir að samtök af því taginu yrðu stofnuð. Sæunn vill meina að þátturinn „Þarfaþing- ið“ á Rás 2 hafi breytt miklu fyrir safnara, þeir geti orðið víðtækari í þessari áráttu sinni. Margir safnarar hafa náð samböndum út í lönd, en Sæunn sagðist ekki vera komin svo langt. Sæunn veit um fullorðna konu á Dalvík, Birna heitir hún og hefur safnað spilum frá unglingsaldri og er komin með um 14 þúsund spila- tegundir! Sæunn sagðist halda að það væri mesta safn hér á landi, og þó víðar væri leitað. Hún hef- ur lengi ætlað sér að heimsækja Birnu, því spil eru víst ekki það eina sem hún safnar. - Tekur það langan tíma að safna að sér hlutum eins og t.d. spilum? „Ég veit Jíað ekki, en ég hef verið fljót. I það heila er það um eitt og hálft ár sem ég hef gefið mig í þetta að ráði. Þetta fer auð- vitað eftir því hvað þú kemst í samband við marga, sumir eru lengi og aðrir fljótir.“ Söfnun er ekki tímafrek tómstundaiðja - Þarftu að halda einhverja skrá yfir spilin? „Nei, það hefur ekki verið nein skriffinnska, ég er alveg farin að þekkja hvaða spil ég á og hver ekki. Ég man nokkurn veginn hvar og hvenær ég fékk hverja spilategund fyrir sig.“ Sæunn stefnir ekki á neinn sér- stakan fjölda af spilum, hún seg- ist ætla að safna eins miklu og hún mögulega getur. Hún skreppur fljótlega til Þýskalands Slys gera ekki<£> ■ $C r m r m ÖKUM EINS OG ME boo a undan ser! «r- og þar býst hún örugglega við að bæta við safnið. Sæunn mælir með því að fólk eyði tómstund- um sínum í að safna, það sé ekki svo tímafrek iðja. Hún segist geta ráðið tímanum alveg sjálf, sleppt því að safna í nokkra mán- uði þess vegna, og tekið svo rassíu á ný. „Þetta hentar ágætlega fyrir heimavinnandi húsmóður eins og mig, fullorðið fólk sem hefur lítið við að vera, og fyrir unga krakka. Fólk kynnist með þessu og viss stemmning skapast. Það er hægt að safna öllu milli himins og jarðar, það er bara að nota hug- myndaflugið,“ sagði Sæunn Guðmundsdóttir, safnari á Sauð- árkróki, að lokum í stuttu spjalli við Dag. -bjb Sæunn með hluta af spilasafni sínu, sem hún hefur komið fyrir í venjulegum myndaalbúmum. Mynd: -bjb Við komum í heimsókn Hótel KEA 17. september Kl. 14:00-17:30 Spnte Spnte AÐAJÁ Ðtt f Jf miMAKF Ftj Lágmúla 7, sími 84477 Við komum fljiigandi Við lyftum okkur til flugs frá Reykjavíkurflugvelli og hefj- um sérstakt kynningarátak utan borgar á starfseminni og ferðum þeim sem við höfum að bjóða. Við komum á Dornier-vélinni okkar sem jafnframt verður til sýnis að utan og innan á meðan á hverri heimsókn stendur. Velraráætlun okkar Við ætlum að kynna fyrir- tækið, vetraráætlun okkar, borgirnar sem við fljúgum til og ferðamöguleika út frá þeim. Auk sölufólks verða á staðnum tveir flugmenn og ein flugfreyja sem ætla að kynna störf sín. Frúin (Hamborg Sú ágæta frú verður með í för og mun hefja upp raust sína og syngja fyrir við- stadda og eflaust gera eitthvað fleira óvænt og skemmtilegt. Henni til að- stoðar verður stúlka afyngri kynslóðinni. Ferðatilboð - ferðagetraun Við gerum ykkur Ifka sér- stakt ferðatilboð sem gildir aðeins þann dag sem kynn- ingin stendur. Þar að auki efnum við einnig til ferða- getraunar á öllum sjö stöðunum með farmiðum til Amsterdam í vinning. „Safna öllu sem ég kemst í“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.