Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 19. september 1989 ií:». •>:sw? - „Ólýsauleg tilfimimg“ - sagði Örn Viðar Arnarson sem skoraði fyrra mark KA meistaratitilinn. Örn er nú ekki ókunnugur markaskorun því hann lék áður með Reyni á Árskógsströnd og var helsti markaskorari Reynis- liðsins. Hann er 23 ára og gekk til liðs við KA-menn í fyrra. En hvernig tilfinning var það að koma að nýju inn í liðið og skora þetta ntikilvæga mark? „Þetta var ólýsanleg tilfinning. Boltinn kom þarna inn á mig og ég hugsaði um það eitt að skjóta niðri á Þorstein og skora þannig og það tókst,“ sagði Örn Viðar eftir leikinn. En hver er munur- inn á því að leika í 3. og svo 1. deild. „Það eru tveir ólíkir heim- ar,“ sagði Örn. Það er miklu mciri hraði, harka og samkeppni I. deildinni. Það er ekkert gaman að sitja oft á bekknum, en það geta bara 11 leikmenn spilað í einu og maður verður að sætta sig við það. En á svona degi gleymist það allt saman,“ sagði Örn Viðar og lyfti íslandsmeistarabikarnum. Örn Viðar Arnarson hefur þurft að sætta sig við að sitja á varamannabekk KA í mest allt sumar, en hann kom inn í liðið í leiknum gegn ÍBK í stað Þor- valdar Örlygssonar sem var í leikbanni. Örn Viðar gerði sér þá lítið fyrir og skoraði fyrra mark KA og má segja að það mark hafí fært KA íslands- Örn Viðar Arnarson skoraði fyrra mark KA gegn ÍBK. Mynd: Jakofc íþróttir Ormarr í lögreglu- fylgd á flugvöllimi - gat ekki klárað leikinn Ormarr Örlygsson KA-maður fór út af þegar tæpar fímmtán mínútur voru til leiksloka og hljóp þá sem fætur toguðu til Ormarr Örlygsson íslandsmeistari tvö ár í röð. búningsherbergja. Þar snarað- ist hann í sturtu og skaust að því loknu upp í lögreglubíl með fullum Ijósum sem brun- aði í burt frá íþróttpvellinum. Hvað var að gerast? Hafði varnarmaðurinn knái brotið eitthvað af sér eða þoldi hann ekki pressuna og liafði verið hringt í lögregluna til þess að láta fjarlæga hann? Nei, stað- reyndin var sú að Ormarr var á leið til Frakklands á gærusýn- ingu og flugvélin átti að fara í loftið kl. 16.00. Málið leystist farsællega því þegar var búið að fara með farangur Ormars upp á tlugvöll og Ormarr náði að stökkva inn í vélina áður en landgöngubrúin var færð frá vélinni. Á hlaupunum heyrði hann tilkynnt að KÁ hefði orðið fslandsmeistari og gat því varpað öndinni léttar í vélinni á leið til Frakklands. Þess má geta að Ormarr varð íslandsmeistari með Fram í fyrra og það eru ekki margir leikmenn sem hafa orðið Íslandsmeistarar tvö ár í röð, með sitt hvoru lið- inu! Hætta á toppnum - segir Jón Kristjánsson, íslandsmeistari í knattspyrnu og handknattleik árið 1989 Jón Kristjánsson vann það afrek á þessu ári að verða bæði íslándsmeistari í handknattlcik með Val og Islandsmeistari í knattspyrnu með KA. En hvor titilinn var nú ánægjulegri? „Það var gaman að vinna í handboltanum, en ég verð að segja að knattspyrnutitillinn með KA er ánægjulegri. KA er jú allt- af mitt gamla félag,“ sagði Jón kampakátur eftir að titillinn var í höfn á laugardaginn. „Ég var að dekka mann og sá þá að boltinn fór til okkar. Ég tók þá á rás og þegar boltinn kom til mín gerði ég mér grein fyrir að ég var á auðum sjó, þrátt fyrir að vera á eigin vallarhelmingi," sagði Jón þegar hann var spurður um aðdragandann að síðara marki KA. Það þarf ekki að segja neinum íþróttaáhugamanni frá því að hann gerði ekki nein mistök þrátt fyrir að þurfa að hlaupa með boltann unt 50 metra vegalengd. Hann skoraði örugglega og gull- tryggði þar með sigur KA í leikn- um. Jón segir að öllum líkindum hafi hann nú leikið sinn síðasta leik með KA í knattspyrnunni. „Það er varla hægt að vera í tveimur íþróttagreinum ef maður ætlar að ná árangri í annari hvorri. Er ekki líka sagt að hætta eigi á toppnum," sagði Jón um leið og Érlingur rétti honum íslandsmeistarabikarinn. Örn Viðar ér ekki eini að- komumaðurinn í liði KA. Hauk- ur Bragason markvörður og Gauti Laxdal eru báðir uppaldir Framarar, en hafa leikið með KA-liðinu undanfarin ár. Antony Karl Gregory gekk til liðs við KA í fyrra frá Val og í vor kom félagi hans Jón Grétar Jónsson hingað norður. Allir þessir leikmenn hafa fallið frábærlega inn í gamla KA-kjarnann; Þorvald, Erling, Bjarna og Halldór, sem hefur verið saman að mestu óbreyttur síðan 1984. Síðan koma Ormarr og Jón Kristjánsson inn aftur og þessi blanda hefur reynst sigursæl á þessu keppnistímabili. KA-liðið sér nú líklega á eftir Þorvaldi Örlygssyni fyrir næsta keppnistímabil, en eins og flest- um er kunnugt, hefur hann gert samning við enska stórliðið Nott- ingham Forest og fer hann til Englands í næstu viku. „Farðu frá, ég ætla að skora,“ gæti Jón Kristjánsson KA-maður verið að segja við Keflvíkinginn Ingvar Guðmundsson. Jón skoraði síðan annað mark KA. Mynd: Jakob Það var leiðindaveður í Keflavík er leikurinn fór fram, hávaðarok og völlurinn rennblautur, en það var ékk- ert rok í hjörtum KA-manna. Þeirléku sinn bolta af skynsemi og virtust ekki láta það hafa áhrif á sig að íslands- meistaratitillinn væri í augsýn. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálf- leik en KA-menn voru þó mun spræk- ari í öllum sóknaraðgerðum sínum. Það var strax á 10. mínútu að Árskógs- strendingurinn í liði KA, Örn Viðar Arnarson, fékk knöttinn eftir góða sóknaruppbyggingu sinna manna og renndi knettinum örugglega í netið hjá Þorsteini Bjarnasyni. Kelfvíkingar reyndu að klóra í bakk- ann en komust lítið sem ekkert gegn hinni sterku vörn norðanmanna. Þeir reyndu nokkrar háar sendingar inn í teiginn en þar var Haukur Bragason sem kóngur í ríki sínu og hirti alla bolta. Síðari hálfleikur þróaðist svipað og sá fyrri. KA-menn voru meira með boltann en Kelfvíkingar börðust ágæt- lega án þess þó að ná að skapa sér nein sérstök færi. Um miðjan hálfleikinn virtust þó gestirnir missa taktinn um tíma og sóttu þá heimamenn af meiri móð. Þá átti Kjartan Einarsson m.a. skot í slá KA-liðsins og Halldór Halldórsson bjargaði á marklínu á snilldarlegan hátt nokkru síðar. En Keflvíkingar gleymdu sér í sókn- araðgerðum sínum og allt í einu var Kampakátir KA-strákar í Keflavík eftir aö íslandsmeistaratitillinn var í höfn ásamt Gnðjói syni formanni knattspyrnudeildar og Sigmundi Þórissyni formanni KA. TITILLl „Það var tími til kominn að heppnin væri með okkur,“ sagði Guðjón Þórðarson, kampakátur þjáifari KA-manna, eftir að piltarnir hans höfðu tryggt sér Islandsmeistaratitil- inn með því að leggja ÍBK að velli 2:0 í Keflavík á laugardaginn. Með heppni átti hann ekki við sigurinn á ÍBK, því sá sigur var fyllilega verð- skuldaður, heldur að Fylkir hafði lagt FH að velli og þar með fór íslandsmeistaratitillinn norður um heiðar í fyrsta skipti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.