Dagur - 19.09.1989, Blaðsíða 16
Óvíst um upphaf
loðnuvertíðar
- Krossanesverksmiðjan löngu tilbúin
Útgerðarmenn og forstöðu-
menn loðnuverksmiðja hafa
undanfarið búið sig undir
loðnuvertíðina, sem senn fer í
að taka á móti
hönd. Rcyndar ríkir meiri
óvissa um loðnuveiðarnar nú
en á sama tíma í fyrra, því ekk-
ert er vitað hvar loðnan heldur
Lögreglan:
Meistara-
helgin
ákaflega
róleg
Nýliðin helgi var með eindæm-
um róleg á Akureyri að sögn
lögreglunnar þar og fóru t.d.
öll hátíðahöld í kringum
íslandsmeistara KA mjög vel
fram.
„Við urðum ákaflega lítið varir
við þetta, nema auðvitað úti á
flugvelli. Strákarnir komu í Sjall-
ann og voru ákaflega prúðir og
stilltir þar. Okkur þóttu hátíðar-
höldin fara mjög vel fram,“ sagði
varðstjóri á Akureyri í gær. VG
Egilsstaðir:
slökkvistöðvar
í augsýn
Akveðið hefur verið að reisa
áhaldastöð og slökkvistöð á
Egilsstöðum. „Þetta hefur ver-
ið gamall draumur, en þetta
mál hefur verið í gangi Iengi,“
sagði Sigurður Símonarson
bæjarstjóri á Egilsstöðum.
I upphafi hafði verið búið að
ákveða að byggja áhaldahús af
ákveðinni stærð og kom þá fram
vilji frá Bunavörnum á Héraði
um að vera í samfloti með bygg-
ingu slökkvistöðvar í huga. Að
sögn Sigurðar er lítill vandi að
bæta við einingum fyrir slökkvi-
stöð í húsinu og hefur nú verið
tekin endanleg ákvörðun um
þetta.
Brunavarnir á Héraði sjá um
brunavarnir allt frá Jökuldal og
inn á Skriðdal, en aðstaða þcirra
nú er mjög léleg og ófullkomin.
„Þeir hafa lítið getað endurnýjað
tækjakost af þessum sökum, því
ekki hefur verið hægt að geyma
hann. Pað er því bráðnauðsyn-
legt að ljúka þessu sem fyrst,“
sagði Sigurður. VG
sig.
Grænlendingar leigðu fyrir
nokkru færeyskt skip til loðnu-
leitar, en ekki er vitað til að nein
loðna hafi fundist ennþá í leið-
angrinum.
Geir Zoéga, forstjóri Krossa-
nesverksmiðjunnar, segir að
menn séu löngu tilbúnir til að
taka á móti loðnu til bræðslu.
Fyrsta loðnan kom til Krossaness
með færeyskum skipum fyrir
nokkru, en ekkert hefur borist
eftir það.
„Staðan í dag er sú að menn
eru ekki hrifnir af að flengjast um
allan sjó til að leita loðnunnar.
Hins vegar eru nokkur af þeim
skipum sem við teljum að muni
landa hérna að gera sig klár fyrir
loðnuvertíðina," sagði Geir.
Örninn KE 13 er hættur á
rækjuveiðum, en ekki er vitað
nánar hvenær hann fer út. Súlan
EA 300 er að koma frá Englandi,
þar sem hún var til viðgerða.
Skipið fer væntanlega á veiðar
fljótlega upp úr næstu mánaða-
mótum.
„I fyrra vissu menn að loðnan
væri Grænlandsmegin við mið-
línu, þar sem færeysk og norsk
skip voru að veiða hana. Núna
eru þeir ekki að veiða neitt og
einu fréttirnar sem maður fær eru
að loðnan liggi djúpt við botninn,
á rækjuslóð, því þeir sem eru á
rækjuveiðum verða mikið varir
við loðnuna. í því ástandi er hún
ekki veiðanleg í nót. En þessi
tími, rétt fyrir upphaf loðnuver-
tíðar, er alltaf versti tíminn fyrir
verksmiðjurnar,“ sagði Geir.
Ungir og gamlir skákmenn gripu fegins hendi tækifæri til að tefla við skákmann eins og Bent Larsen. Mynd: kl
Fjöltefli á sal Gagnfræðaskólans:
Akureyringar velgdu
Larsen undir uggum
- þrír sigruðu hann og sex náðu jafntefli
Danski stórmeistarinn Bent
Larsen tefldi tjöltefli á sal
Gagnfræðaskóla Akureyrar
síðastliðinn sunnudag. Teflt
var á 33 borðum og voru þátt-
takendur á öllum aldri, sá
yngsti 8 ára. Larsen hafði 27
vinninga upp úr krafsinu.
Hann sigraði í 24 skákum, 6
lyktaði með jafntefli og 3
skákmenn náðu þeim ágæta
árangri að sigra stórmeistar-
ann.
Pað voru þrír góðkunnir
félagar úr Skákfélagi Akureyrar
sem lögðu Bent Larsen að velli;
þeir Gylfi Þórhallsson, Jakob
Kristinsson og Jón Björgvins-
son. Þeir sem gerðu jafntefli við
kappann voru Jóhann Snorra-
son, Ólafur Kristjánsson, Rún-
ar Berg, Stefán Jónsson, Svein-
björn Sigurðsson og Þór Valtýs-
son.
Þetta verður að teljast góður
árangur hjá Akureyringum.
Þarna sáust margar skemmtileg-
ar og spennandi skákir og vildu
menn meina að Larsen hefði
verið hætt kominn í fleiri skák-
um en náð að bjarga sér fyrir
horn.
Að sögn Páls Hlöðvessonar,
formanns Skákfélags Akureyr-
ar, tókst fjölteflið vel og var
Larsen ánægður með komuna
til Akureyrar. Páll sagðist þó
hafa viljað sjá fleiri þátttakend-
ur, en hægt var að tefla á alls 50
borðum þannig að fleiri hefðu
auðveldlega getað komist að.
Páll ávarpaði Larsen fyrir
mótið og færði honum gjafir frá
Skákfélagi Akureyrar og síðan
kynnti Albert Sigurðsson
skákdómari reglurnar. Larsen
samþykkti að stýra hvítu og
svörtu mönnunum til skiptis á
borðunum, en stundum eru þeir
sem tefla fjöltefli með hvítt á
öllum borðum. SS
Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði:
Töluvert tjón varð er seiði
drápust í eldisstöðinni
ólag á símakerfinu lamaði viðvörunarkerfið
Nokkur þúsund seiði drápust í
eldisstöð Silfurstjörnunnar hf.
í Öxarfírði aðfaranótt laugar-
dags og telur Björn Benedikts-
son, stjórnarformaður fyrir-
tækisins, að fjárhagslegt tjón
sé eitthvað á aðra milljón
króna. Þetta voru 300 gramma
seiði en einnig voru stærri seiði
í stöðinni og sagði Björn að
hér hefði getað orðið mun
meira tjón, en á hinn bóginn
hefði verið hægt að koma í veg
fyrir þetta óhapp ef símakerfíð
hefði virkað.
Uppbygging fiskeldisstöðvar
Silfurstjörnunnar í Sandfellshaga
er að komast á lokastig. Þar er
beitt nýstárlegri sjódælingu úr
sandlögum og verið er að þróa
Ókeypis línubeitmg í Ólafsfírði
Sú nýbreytni hefur verið tekin
upp í hraðfrystihúsinu í Ólafs-
firöi að bátar og trillur, sem
landa hjá húsinu, fá tilbúnar
línur með beitu, bátunum að
kostnaðarlausu.
Hér mun vera um tilraun að
ræða í skamman tíma. Útgerðir
bátanna leggja línur inn hjá
frystihúsinu og fá þær síðan beitt-
ar og tilbúnar aftur, án nokkurra
útgjalda. Hér er um verulega
kjarabót að ræða, því alkunna er
að aukinn kostnaður fylgir því
fyrir báta að hafa beitningafólk í
vinnu. Erfitt hefur verið að ráða
beitningafólk á staðnum undan-
farið. EHB
þessa aðferð. Hún er háð sjávar-
föllum og fleiri atriðum og til að
koma í veg fyrir óhapp er við-
vörunarkerfi í stöðinni, en að
þessu sinni kom það ekki að full-
um notum og seiðin sem drápust
fengu ekki nóg vatn. Þetta er
fyrsta óhappið sem Silfurstjarnan
hefur orðið fyrir.
„Við erum með öryggiskerfi
sem varar við ef vatnsrennsli
minnkar, hitabreytingum, raf-
magnsleysi og fleiri atriðum.
Þetta hefur komið að góðum not-
um og sannað gildi sitt. Fyrst fara
blikkljós og flauta af stað í stöð-
inni og síðan hringir róbófónn í
þrjú ákveðin númer þangað til
einhver svarar. En síminn sem
kerfið er tengt við var alls ekki
virkur þessa nótt og hann var
dauður þangað til seinnipartinn á
sunnudag,“ sagði Björn.
Hann sagði að svo óheppilega
hefði viljað til að maður sem að
öllu jöfnu sefur í stöðinni hefði
ekki verið við þessa nótt og því
hefði enginn heyrt í viðvörunar-
flautu stöðvarinnar. Hún fór í
gang en það var símakerfið sem
brást og sagði Björn að það hefði
verið ólag á símanum í Öxarfirði
síðastliðin þrjú ár, öllum til ama
og nú til tjóns.
Alls voru um 60 þúsund seiði í
stöðinni en aðeins hluti af þeim
sem drapst því flest fengu nægi-
legt súrefni. Björn sagði að trygg-
ingar myndu væntanlega ekki
bæta þetta tjón en hann vonaði
hins vegar að Póstur og sími
myndi sjá sér fært að lagfæra
langvarandi truflanir á símakerf-
inu, truflanir sem sumir vilja
rekja til rafmagnsgirðingar í
Presthólahreppi. SS