Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 4
3 nprtí- <r> i . , 4 - DAGUR - Fimmtudagur 19. október 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Af hveiju er það svo ... ? Þing Verkamannasambands íslands var haldið í Reykjavík í síðustu viku. í setningarræðu þingsins, vék Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasambandsins, m.a. að vaxtamálunum. Hann sagði það furðulegt að á sama tíma og öfhig fyrirtæki í framleiðslugrein- um römbuðu á barmi gjaldþrots væru vextir, sem á fínu máli nefndust fjármagnskostnaður, hærri útgjaldaliður hjá þeim en vinnulaun starfsfólks í ótrúlega mörgum tilfellum. Guð- mundur benti einnig á að vaxtakostnaðurinn væri ekki einungis að drepa atvinnufyrirtækin, heldur væri hluti launþega einnig að sligast undan vaxtakostnaði. „Ef ekki er hægt að hafa vísitölu á vinnulaun, af hverju er þá hægt að hafa lánskjaravísitöluna í fullum gangi?“ spurði formaður Verkamannasambandsins síðan. Þótt þessi spurning hafi eflaust aldrei verið áleitnari en nú, var henni ekki svarað á þingi VMSÍ, enda annarra að svara henni en verka- lýðsforustunnar. Þessarar spurningar hefur oft verið spurt áður en engin svör hafa fengist. Guðmundur J. hefði allt eins getað spurt hvort eitthvert lögmál ráði því að fjármagnseigendur eru tryggðir í bak og fyrir á hverju sem gengur - ekki bara með lánskjaravísitölu heldur einnig fjallháum raunvöxtum - á sama tíma og hagur launþega er skertur nánast eftir þörfum. Það er sama spurning í öðrum búningi. Vinnuveitend- ur klifa nú sem fyrr á því að fyrirtækin beri litla sem enga kauphækkun - vegna erfiðs árferðis eða einhvers annars. Launþegar verði því að taka á sig vissa kaupmáttarskerðingu. Það virð- ist ekki hvarfla að vinnuveitendum að rétt sé að fjármagnseigendur taki á sig vissa skerðingu eða beri hluta þeirrar áhættu, sem felst í sveifl- um íslensks efnahagslífs. Það er augljóst að fyrirtæki sem borgar álíka upphæð á ári í laun annars vegar og fjármagnskostnað hins vegar, gæti bætt hag starfsmanna sinna umtalsvert, ef vextir væru skaplegri en raun ber vitni. En um slíkt má helst ekki hugsa, hvað þá ræða opinber- lega. Ef verkalýðsforystan ætlar að ná einhverjum árangri í næstu samningahrinu, hlýtur hún að setja stjórnvöldum úrslitakosti: Annað hvort verði lánskjaravístalan tekin úr sambandi og raunvextir lækkaðir til muna eða launavísitala verði tekin upp að nýju. Um þetta ályktaði nýaf- staðið þing VMSÍ m.a. Það er óþolandi að láns- fjármagn sé tryggt upp í topp en laun ekki. Sér- staklega þegar hvorttveggja þarf að greiða úr sama vasanum. Að óbreyttu verða það alltaf launin sem skerðast. BB. fréttir Húsavík: Flugleiðir vilja halda áfram áætlunarfluginu - Álits bæjarstjórnar hefur ekki verið leitað enn Flugleiðamenn héldu fund með Bæjarstjórn Húsavíkur fyrir helgina og lýstu yfir áhuga sínum á að halda áfram að þjóna Húsvíkingum sem sér- leyfishafi. Eins og fram hefur komið í Degi hefur Arnarflug sótt um sérleyfið og býðst til að fljúga tvær ferðir á dag til Húsavíkur, alla daga vikunnar og án millilendingar. Einnig býðst Arnarflug til að annast flugið þrjá daga í viku til reynslu í eitt ár, og þá á móti Flugleiðum sem gætu valið hvaða fjóra daga þeir vildu fljúga til Húsavíkur. Nú fljúga Flugleiðir níu ferðir á viku til Húsavíkur, en ferðirnar eru sameinaðar Sauðárkróksflug- inu, þannig að alltaf er milli- lent á Sauðárkróki á annarri hvorri leiðinni. „Flugleiðir þekkjum við eftir margra ára þjónustu og sani- skipti. Arnarflug þekkjuni við minna en þeir hafa góðan orðstír frá þeim sveitarfélöguni í kring um okkur sem þeir hafa þjónað,“ sagði Bjarni Þór Einarsson, bæj- arstjóri, aðspurður um fundinn. Bjarni var spurður hvort Flug- leiðamenn hefðu boðið upp á einhverja nýbreytni með tilkomu samkeppninnar um sérleyfið: „Raunar ekki. Þeir sögðust hreinlega ekki geta boðið aðra hluti en þeir væru með, miðað við þann farþegafjölda seni hér færi urn, þeir væru mjög jarð- bundnir og biðu aðeins það sem þeir gætu staðið við. Það hefur þann galla að flugið er sameinað Sauðárkróksfluginu en millilend- ingar á Sauðárkróki skipta í mörgum tilfelluni sáralitlu máli, og þegar fólk getur valið sér ferðadaga getur það valið daga sem flogið er beina leið. En menn sem þurfa að skreppa í dagsferðir til að reka erindi í Reykjavík keyra oft til Akureyr- ar og fljúga þaðan þrátt fyrir að Flugleiðir fari tvær ferðir til Húsavíkur, það stafar af því að dagurinn fyrir hádegi yrði þeim ónýtur vegna þess hve langan tíma tekur að millilenda á Sauð- árkróki. Því hentar þessi tilhögun ekki þeim sem þurfa í dagsferðir og Flugleiðamönnum var bent á að vegna þessa hefði farþega- fjöldi frá Húsavík sáralítið auk- ist, þrátt fyrir aukna tíðni á ferðum. En þessir farþegar sem keyra til Akureyrar fljúga suður meö Flugleiðum svo þetta er fyrst og fremst óþægilegt fyrir okkur heimamenn en ekki Flugleiðir." Samgöngumálaráðherra mun hafa sagt opinberlega að hann muni leita álits sveitarstjórna varðandi úthlutun á leyfum til áætlunarflugsins, en að sögn Bjarna Þórs hefur ráðuneytið ekki enn leitað álits bæjarstjórn- ar og því hefur málið ekki verið rætt í bæjarstjórn. „Arnarflug er að bjóða það sem við viljum helst; tvö bein flug á dag, alla daga vikunnar. Fokkerinn er of stór fyrir mark- aðinn hér til að geta sinnt honum á þann hátt en Dorniervélin er ekki með jafnþrýstibúnaði. I raun vantar okkur bundið slitlag á flugvöllinn, þar sem ekki er til hæfilega stór torfæruvél sem get- ur flogið, lent í möl og blautri mold og er með jafnþrýstibún- aði,“ sagði bæjarstjóri. Ef til vill verður það ferða- mannaumferð en ekki heima- mannaumferð um flugvöllinn sem úrslitaáhrif hefur um það hvort flugfélagið fær sérleyfið. Arnarflug hefur lýst sig tilbúið til að reyna að beina auknum straurn erlendra ferðamanna á Húsavík- urflugvöll, og það ætti einnig að vera Flugleiðum í lófa lagið. Þingeyingar eru án efa áhuga- samir um aukna vinnu við ferða- mannaþjónustu, og líta því líklega hýrast til þess félagsins sem flesta ferðamennina reynir að færa þeim. IM Verðkönnun á slátri og sláturafurðum: Mjög mikill verðmunur milli verslana - allt frá 26% til 347% munur Mikill verðmunur er niilli verslana á slátri og sláturaf- urðum, en í haust var felld nið- ur hámarksverðlagning á þess- um vörum. Af því tilefni kann- aði Verðlagsstofnun nýlega verð á innmat hjá rúmlega 80 seljendum sláturafurða víðs vegar á landinum og kemur þar fram að allt að 347% verð- munur er á einstökum afurð- um milli verslana. Ef borið er saman verð á 12 sölustöðum sláturafurða á Norð- ur- og Austurlandi kemur fram að hæsta verð á 5 slátrum í kassa er í Hagkaup á Akureyri og kost- ar þar 499 krónur stykkið. Lægsta verð á 5 slátrum í kassa var hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egilsstöðum, en verð þeirra var jafnframt það lægsta á landinu. Sölufélag Austur Húnvetninga á Blönduósi var með lægsta verð ofangreindra verslanna á lifrum, hjörtum og sviðum, Slátursala KEA á Dalvík og Sláturhús KEA á Akureyri voru með lægsta verð á nýrum. Hæstu verð á lifrum og hjört- um voru hjá verslunum KEA á Akureyri og hæsta verð á sviðum var hjá Sláturhúsi KEA á Akur- eyri. I ár er slátur óniðurgreitt en í fyrra nam niðurgreiðsla á smá- söluverði úm 8-10%. Verðhækk- un milli ára nemur samkvæmt því um 21-25%. -KK Átaksverkefni á Hvammstanga: Förum að skoða næstu skref - segir Karl Sigurgeirsson, umsjónarmaður verkefnisins „Menn eru að velta fyrir sér ýmsum hugmyndum en um þær hafa engar ákvarðanir ver- ið teknar,“ segir Karl Sigur- geirsson, sem hefur umsjón með átaksverkefni í atvinnu- málum á Hvammstanga. „Það hefur lítið gerst í þessu að undanförnu. Slátrun stendur yfir og nóg að gera sem stendur. Ég býst hins vegar við að eftir um hálfan mánuð munum við setjast niður og ræða næstu skref í þessu.“ Að átaksverkefni standa fyrir- tæki og stofnanir á Hvamms- tanga. Nefna má Sparisjóð V- Húnavatnssýslu, sveitarfélögin í sýslunni, Verkalýðsfélagið Hvöt á Hvammstanga, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Meleyri hf., Iðnþróunarfélag Norður- lands vestra og Byggðasjóð. Átaksverkefnið hófst í sumar sem leið og er fjármögnun þess tryggð til árs, eða til loka júní á næsta ári. „Flestir eru hins vegar á því að þetta þurfi að standa í að minnsta kosti tvö ár,“ segir Karl. „Ég held að átaksverkefni af þessu tagi sé ákveðin leið fyrir dreifðar byggðir landsins til að bregðast við samdrætti í hefð- bundnum greinum atvinnulífs- ins.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.