Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 16
wsam Akureyri, fiinmtudagur 19. október 1989 Umsækjandi um Siglu- Q arðarpr estakall hætti við - Bragi Jóhann Ingibergsson, guðfræð- ingur, kannaði aðstæðuf á Siglufirði í gær Lækkum matarreikninginn! KEA NETTÓ Höfðahlíð 1 Engar umsóknar höfðu borist Biskupsstofu í gær uni stööu sóknarprests á Siglufiröi í Eyjafjarðarprófastsdæmi og Skinnastaö í Þingeyjarprófasts- dæmi. Hins vegar fengust þær upplýs- ingar á Biskupsstofu að einn hafi sótt um Siglufjörð en sú umsókn Fjárlagafrumvarp boðar hækkun bifreiðagjalds Tekjur ríkissjóðs af bifreiðum eru umtalsveröar. Þannig er áætlað að á næsta ári verði heildartekjur ríkissjóðs af þungaskatti og bifreiðagjaldi samtals um 2,1 milljarður króna. Þá er miðað við að bif- reiðagjald verði hækkað um 2- 3 krónur á kíló á árinu. Þessi fyrirhugaða hækkun á bifreiðagjaldi skilar um 300 millj- ónum í ríkiskassann í viðbótar- tekjur. Heildartekjur af bifreiða- gjaldi verður því nærfellt einn milljarður króna á næsta ári. Þungaskattur og bensíngjald munu ekki hækka í samræmi við heimildir á næsta ári, að því er fram kemur í fjárlagafrumvarp- inu. Þungaskatturinn kemur til með að skila ríkissjóði 1200 millj- ónunt í tekjur, þ.e. 100 milljón- um meira en í ár. JÓH Akureyri: SjaBinnog Uppinn fá andlitslyftingu „Margumtalaðar breytingar á Sjallunum eru nú komnar í gang og við stefnum að því að þeim verði lokið um eða eftir næstu mánaðamót,“ sagði Sigurður Thorarensen, fram- kvæmdastjóri Sjallans. „Ég get glatt Akureyringa með því að það verður ekki byggt yfir núverandi dansgólf. Sviðið verð- ur flutt og sett í austurenda húss- ins eða þar sem það var í gamla daga. Að auki verður reynt að hressa upp á húsið, það málað og teppalagt," sagði Sigurður. Fleiri skemmtistaðir á Akur- eyri en Sjallinn fá andlitslyft- ingu þessa dagana. Síðustu daga hafa staðið yfir endurbætur á húsnæði Uppans. Að sögn Þráins Lárussonar, veitingamanns, er unnið að því að „hressa" upp á efri hæð veitingastaðarins en neðri hæðin verður óbreytt. „Staðurinn var orðinn voða- legur þreyttur eftir sumarið þannig að nauðsynlegt var að endurnýja innréttingar á efri hæðinni," sagði Þráinn. Endurbættur Uppi mun opna kl. 18 í dag. óþh hafi verið dregin til baka. Þrátt fyrir að engin umsókn hafi komið um Siglufjörð eru taldar miklar líkur á að Bragi Jóhann Ingibergsson, guðfræð- ingur, sæki um. Samkvæmt heim- ildum Dags var Bragi Jóhann og kona hans á Siglufirði í gær að kynna sér aðstæður og ræða við kjörmenn. Eins og Dagur hefur skýrt frá hefur einn maður verið orðaður við Skinnastað, Eiríkur Jóhanns- son, guðfræðingur. Samkvæmt heimildum Dags hel'ur iiann cnn- þá fullan hug á að sækja unt Skinnastað. Umsóknarfrestur um Siglu- fjörð og Skinnastað rennur út 28. október nk. óþh Tveir aö spjalla Mynd: KL Beðið eftir dökkgrænu ljósi frá Sovét um viðræður um kaup á saltsíld: Söltun hafin á flest um verstöðvum frá Vopnafirði til suðvesturhoms - „þetta hefur gengið afleitlega,“ segir Rúnar Aðalbjörnsson á Heiðrúnu EA Það sem af er síldarvertíðinni hefur silfur hafsins reynst sjómönnum erfitt. Mun minna hefur veiðst af síld en á sama tíma í fyrra. Síldarsöltun er þó víðast hvar hafin og samkvæint upplýsingum Síldarútvegs- nefndar er nú saltað á flestum verstöðvum frá Vopnafirði til suðvesturhornsins. Sovétmenn hafa sýnt áhuga á viðræðum um kaup á saltsíld en þeir hafa enn sem komiö er ekki látiö uppi hversu niikið magn þeir vilja kaupa og á hvaða verði. í fyrrinótt fékkst töluvert af síld út af Berufirði en önnur svæði eystra voru heldur dauf. Að sögn Rúnars Aðalbjörnsson- ar á Heiðrúnu EA er síldin mjög dreifð og einhverra hluta vegna hefur hún lítið sem ekkert „hlaupið saman“ í torfur. „Þetta hefur gengið afleitlega," sagði Rúnar. Að sögn Kristjáns Jóhannes- sonar, hjá Síldarútvegsnefnd, er söltun almennt komin á fullt eystra og hjá síldarsaltendum syðra. Þá eru hafin frysting á síld á Hornafirði og Eskifirði. Einar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Síldarútvegsnefnd- ar, segir að á þessu stigi sé erfitt að spá fyrir um árangur af við- ræðum við Sovétmenn um sölu á saltsíld. „Þeir hafa tilkynnt okkur að þeir séu tilbúnir til viðræðna. Sameiningarmál hreppanna þriggja í Skagafirði: Miklar tíkur á sameiningu - atkvæðagreiðsla um hana í þessum mánuði Almennur borgarafundur um sameiningu hreppanna þriggja, Hofsóshrepps, Fells- hrepps og Hofshrepps, var haldinn á Hofsósi á þriðjudag- inn var. Um eitt hundrað manns sóttu fundinn. Á fundinum kynnti svokölluð Sameiningarnefnd þessi mál ásamt fulltrúum frá félagsmála- ráðuneytinu. I framsöguerindum sem þarna voru flutt kom m.a. fram að ef rétt væri að þessarri sameiningu staðið ætti hún að spara töluverða fjármuni í yfir- stjórn sveitarfélaganna þriggja. Nú þegar liggur fyrir að félags- " ............ málaráðuneytið mun styðja sam- eininguna með sérstöku fjárfram- lagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laganna. til skuldajöfnunar, að upphæð níu milljónir. Fjórar þeirra kæmu til greiðslu strax en hinar fimm greiddust á fimm árum. Samkvæmt nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélaga, þá munu ákvæði um jöfnunarfram- lög úr jöfnunarsjóði koma Hofs- og Fellshreppum meira til góða ef þeir sameinast Hofsóshreppi, heldur en ef þeir gerðu það ekki. Talið er að þetta komi til með að muna 3-4 millj. á ári ef af verður. Er hér fyrst og fremst um tekju- jöfnun að ræða. Samvinna þessara sveitarfélaga hefur verið mikil undanfarin ár einkum í félagsmálum, atvinnu- og skólamálum. Á fundinum ræddu menn einnig um þau efna- hagslegu áföll sem Hofsós hefur orðið fyrir og jafnframt um möguleika á því að efla mætti aft- ur atvinnulífið í kjölfar samein- ingarinnar. íbúar þessara hreppa ganga til atkvæðagreiðslu um sameining- una þann 28. þessa mánaðar. Úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu eru bindandi. kj Hins vegar liggur ekkert fyrir um gjaldeyrisheimildir þeirra til kaupa á saltsíld héðan, með öðr- um orðum hvað þeir mega kaupa mikið og á livaða verði.“ óþh Akureyri: Dökkar horftir í atvimiumálimi málmiðnaðarmanna Atvinnuhorfur hjá járniðnað- armönnum á Akureyri eru dökkar um þessar mundir og óvissuástand framundan ef ekkert verður að gert. „Það hefur verið sagt upp yfirvinnu hjá flestum fyrirtækjum í málmiðnaöi á Akureyri og útlitið er því vægast sagt dapurt,“ sagði Hákon Hákon- arson formaður Félags málm- iðnaðarmanna í samtali við Dag. Ástæðan er fyrst og fremst erf- ið staða útgerðarinnar varðandi eiidurnýjun og viðhald á flotan- um, að sögn Hákons. „Nú virðist færast meira í vöxt að leitað sé eftir þjónustu til annarra landa sem er nánast alveg ófært að verði til frambúðar. Það er því afskaplega dapurt í okkur hljóðið þessa dagana.“ VG TOT TTlkTC'W’TD nA/'1 A D TJTA TZT? A IDJUIlilMJLrJlIu** DJlh£\ DAGANA 12.-21. OKTÓBER Vörukynningar ★ Skemmtilegar uppákomur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.