Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 1
Útgerð G. Ben á Árskógssandi: Tilboð gert í nýtt skip í stað Amþórs - loðnuveiðiskip í Vestmannaeyjum tilbúið til afhendingar ef kauptilboð og skilyrði verða samþykkt strax eftir helgi. „Þarna er um að ræða lítið loðnuveiðiskip sem ekki er á síld- arkvóti. Kvótar af Arnþóri og Sæþóri yrðu þá að fást fluttir yfir á skipið. Ég vil ekki trúa því aö það verði vandamál," segir Hermann. Hann segir úrval af skipurn ekki mikið á innlenda markaðn- um en hugsanlegt sé þó að þegar frá líði komi fleiri skip á sólulista. Tíminn sé hins vegar mjög tak- markaður því stefnan sé að nýja skipið nái að nýta síldarkvóta útgerðarinnar. Enn óvíst um afstöðu aðila á Norðurlandi eystra til skipulags slátrunar: Rallkappar framtíðarinnar. G. Ben, útgerð Arnþórs EA- 16 sem sökk á síldarmiðunum fyrir suðaustan iand í síðustu viku, hefur gert tilboð í skip í Vestmannaeyjum. Um er að ræða yfir 200 tonna skip, eða nokkru stærra skip en Arnþór var. Hermann Gtiðmundsson, hjá G. Ben segir að kapp sé lagt á að fá skip sem fyrst og gangi kaupin í gegn og kvóti fáist fluttur á nýja skipið verði unnt að senda það til vciða Allt of lítið gerst í þessum málum“ - segir Kristján Karl Kristjánsson, kaupfélagsstjóri KL á Þórshöfn Kristján Karl Kristjánsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélag Langncsinga á Þórshöfn, segir nauðsynlegt að fyrir liggi eigi síðar en um áramót sameigin- leg afstaða sláturleyfishafa á Norðurlandi eystra um hvernig staðið skuli að slátrun á svæð- inu í framtíðinni. Hann segir að umræður um þetta hafi leg- ið niðri í sláturtíðinni en menn verði að setjast niður strax upp úr mánaðamótum og komast að niðurstöðu um þetta mál. Eins og Dagur hefur greint frá hefur svokölluð úreldingarnefnd Björgúlfur EA seldi í Hull í gær: 103 króna meðalverð - andvirði aflans 15,6 milljónir Björgúlfur EA-312 seldi 151,9 tonn að andvirði 15,6 milljónir Gjaldþrot Híbýlis: Undirverktakar skilieftii Nú liggur ljóst fyrir að undir- verktakar Híbýlis verða krafð- ir um að þeir skili aftur tækjum og efni sem þeir fjarlægðu af byggingarstöðum, eftir að Ijóst var að fyrirtækið myndi íýsa sig gjaldþrota. Brynjólfur Kjartansson hrl., bústjóri, segist bíða eftir tilboði frá Akureyrarbæ í eignarhluta Híbýlis í Helgamagrastræti 53. Varðandi undirverktakana og efnið sem þeir tóku sagði hann: „Þetta hlýtur að verða rannsakað af opinberum aðilum og þess krafist að hlutunum verði skilað aftur.“ Hann sagði að ekki stæði til að kæra undirverktaka fyrir að fjarlægja hlutina en reynt yrði að ná þeim með góðu áður en til harkalegri aðgerða kærni. „Eig- um við ekki að segja að þeim til- mælum verði fyrst beint til manna að þeir skili aftur því sem þeir hafa tekið". EHB króna í Hull Meðalverð i krónur. Englandi í kíló er gær. 103 Uppistaða í aflanum var þorskur. Seld voru 100 tonn fyrir 10 milljónir króna sem gefur 100 króna meðalverð. Af kola voru seld tæp 27 tonn fyrir2,7 milljón- ir króna, meðalverð rúmlega 100 krónur. Fyrir 19,6 tonn af ýsu fengust 2,2 milljónir, meðalverð tæpar 113 krónur. óþh komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé unnt að fallast á úreldingu sláturhúsanna á Kópaskeri og Vopnafirði á meðan ekki liggi fyrir sameiginleg niðurstaða heimamanna um hvernig staðið skuli að slátrun í framtíðinni. Þessi afstaða er túlkuð seni þrýst- ingur á heimamenn að setjast nú þegar niður og móta sameigin- lega tillögu um framtíðarskipulag slátrunar á svæðinu. „Pví miður hefur allt of lítið verið að gerast í þessum málum. Nú verðum við að fara í fullan gang,“ sagði Kristján. Hann segir að sú hugmynd sé ennþá uppi að koma upp fullkomnu sláturhúsi á Þórshöfn. Margir styðja þá hugmynd, að sögn Kristjáns, og segist hann telja margt mæla með henni. „Við höfum þegar sent ráðuneytinu beiðni um úreldingu hússins hér, með þeim fyrirvara að hægt verði áfram að slátra hér á Þórshöfn,“ segir Kristján. Kristán segir að nú þegar sé fyrir hendi fokhelt hús á Þórs- höfn sem hugmyndin hafi vcriö að innrétta sem sláturhús. Um er að ræða hús sem Sögunarmyllan hf. byggði og hefur staðið fokhelt í um eitt ár. Leitað hefur verið álits á kostnaði við að innrétta húsið til slátrunar. óþh Skinnaiðnaður Sambandsins: Hafiii kynning á „línu“ næstu tveggja ára á helstu mörkuðum - níu mánaða uppgjör að fæðast þessa dagana „Við höfum að undanförnu verið að kynna ’90 og ’91 lín- una af okkar framleiðslu á helstu mörkuðum okkar, m.a. Bretlandi og Italíu. Það er of snemmt að segja til um árang- uriiin af því. Við eigum eftir að fá viðbrögð frá okkar kaup- endum,“ segir Bjarni Jónas- son, framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar Sambandsins. „Þcim virtist ekki lítast illa á það sem við höfum fram að færa. Okkar vara hefur oftast líkað vel. Þetta er alltaf spurningin um að fylgjast með tískusveiflunum, hitta á réttu vöruna, á réttum tíma og á réttum stað,“ sagði Bjarni. Þessa dagana er að fseðast upp- gjör fyrstu níu mánaða ársins. Bjarni er ófáanlegur á þessu stigi að tjá sig um afkomu fyrirtækis- ins. „Ég vil ekkert um það segja. Þetta á eftir að fara fyrir stjórn Sambandsins og á meðan hún hefur ekki fengið uppgjörið í hendur vil ég ekki tjá mig um það.“ óþh Hermann segir að tveir til þrír mánuðir líði þar til greiðsla komi frá tryggingafélögum vegna Arnþórs. „Þau mál eru því í lagi en matið er ekki hátt miðað við það sem þarf að kaupa. Síðan var talsvert sem ekki var tryggt, t.d. síldarnótin, kör í lestum og ann- að smærra. Tjónið er því talsvert en það er fyrir mestu að mennirn- ir náðust heilir, maður veltir sér ekki upp úr hinu,“ segir Hermann. Áhöfn Arnþórs hefur ekki far- ið í aðra vinnu frá óhappinu og sagðist Hcrmann ekki sjá fram á að útgcrðin gæti boðið þeim aðra vinnu nema að nýtt skip fáist. Þau mál gætu skýrst í dag. JÓH Útgerðarfélag Akureyringa hf.: Vænn kvóta- bátur keyptur Útgerðarfélag Akureyringa hefur fest kaup á Baldri frá Keflavík, sem er 40 tonna eik- arbátur. Að sögn Gunnars Ragnars, framkvæmdastjóra ÚA, var ráðist í þessi bátakaup í því skyni að auka kvótann hjá togurum fyrirtækisins en um 550 tonna kvóti fylgir Baldri. Þar af er þorskkvótinn mjög vænn, eða 507 þorskígildi. Gunnar sagði að þessi kvóti nýttist að sjálfsögðu ekki allur á þessu ári því nokkuð væri gengið á hann. Þó væri Ijóst að sá kvóti sem Baldur átti eftir myndi laga stöðuna hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á þessu tímabili en Gunnar sagði að fyrst og fremst væri verið að hugsa um framtíð- ina, enda sjá menn ekki fram á aukinn kvóta á næstunni. Harðbakur kom inn til löndun- ar í gærmorgun með um 1 H) tonn af blönduðum afla, mest þorski og karfa. Þá sagði Gunnar að von væri á Norðfjarðartogara á föstu- daginn sem myndi landa hjá Útgerðarfélaginu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.