Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 15

Dagur - 19.10.1989, Blaðsíða 15
fþróffir Fimmtudagur 19. október 1989 - DAGUR - 15 Lokahnykkinn vantaði - og KA tapaði 27:23 fyrir Val Handknattleikur/VÍS-mótið: og KA-strákarnir misstu taktinn en þeir náðu samt að halda haus og hleyptu Val ekki of langt frá sér. Með mikilli baráttu náðu þeir að jafna 18:18, en þar með var draumurinn búinn. Valur komst yfir og þegar rúmar 5 mínútur voru til leiksloka var staðan 24:23 fyrir Val. Þá fór allt í baklás hjá KA og Hlíðarendapiltarnir skor- uðu þrjú síðustu ntörkin í leikn- um og lokastaðan því 27:23 fyrir Val. " Besti maður KA var Erlingur Kristjánsson þjálfari. Hann skor- aði falleg mörk í leiknum og var sterkur í vörninni. Axel Stefáns- son markvörður varði eins og berserkur í fyrri hálfleik, en dal- aði nokkuð í þeim síðari. Friðjón Jónsson spilaði sinn besta leik á tímabilinu og var vel ógnandi í sókninni. í heild var allt annað að sjá til KA-liðsins og hlýtur þessi leikur að gefa KA-mönnum auk- ið sjálfstraust. Næsti leikur KA er gegn FH- ingum á Akureyri 28. október. FH-ingar fóru á kostum gegn KR í gær og unnu þá 29:21. Héðinn Gilsson verður hins vegar í leik- banni og má því búast viö hörku- leik á Akureyri. Brynjar Harðarson var besti Valsmaðurinn og átti KA-vörnin í mestu erfiðleikum að stöðva hann. Hornamennirnir Jakob Sigurðsson og Valdimar Gríms- son voru einnig frískir að vanda og skoraði Jakob þrjú síðustu mörk leiksins. Páll Guðnason |Haustinót UFA í frjálsuni íþróttum unglinga var haldið njlega á Akureyrarvellinum. Agætt veður var þegar mótið fór fram en völlurinn var nokk- uð blautur og þungur. Keppcndur voru á aldrinum 7- 14 ára og viö skulum líta á árang- urinn í einstökum flokkum: 10 ára og yngri 60 m hlaup: Sek. 1. Sigurður A. Guðmundsson 9,5 2. Orri F. Óskarsson 10,0 3. Þórarinn Jóhannesson 10,7 2. Sigríður Hannesdóttir 4,10 3. Sandra Ólafsdóttir 4.00 400 m hlaup: Mín. 1. Smári Stefánsson 1:15,0 2. Birgir Ö. Reynisson 1:17.2 1. Alice H. Björgvinsd. 1:15,3 2. Sandra Ólafsdóttir 1:17,6 3. Harpa Pálsdóttir 1:34,9 13-14 ára 100 m lilaup: Sek. 1. Elísabet Jónsdóttir 14.1 2. Rósa Björnsdóttir 14,3 3. Kristín Björnsdóttir 14,6 400 m hlaup: Sck. 1. Rósa Björnsdóttir 68.9 2. Kristín Björnsdóttir 72.6 3. Hrönn Bessadóttir 74.0 Langstökk: M 1. Elísabet Jönsdóttir 4,83 2. Rósa Björnsdóttir 4.33 3. Sigurlaug Stefánsdóttir 3.77 Skíði: KA-menn náðu enn einu sinni ekki að fylgja góðum fyrri hálf- leik á eftir og máttu sætta sig við 27:23 tap gegn Valsmönn- um á Hlíðarenda í gærkvöld. Leikurinn var mjög fjörugur og skemmtilegur og var allt annað að sjá til KA-liðsins en í leiknum gegn Stjömunni. KA var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og náði strax í fyrstu mínútunum forystunni í leiknum. Pessari forystu hélt KA allan hálfleikinn og var um tíma komið með 4 marka forystu, 8:4. Þá fóru KA-menn á kostum og áttu í Valsmenn ekkert svar við fersk- [ um sóknarleik og sterkum varn- | arleik Akureyringanna. Valsmenn hresstust nokkuð fyrir leikhlé og náðu að jafna 12:12 en KA átti síðasta orðið og staðan því 13:12 fyrir KA þegar gengið var til búningsherbergja. Hcimapiltarnir kontu grimmir til leiks í síðari hálfleik og náöu Guðnuindur Guðmundsson var seigur á línunni fyrir KA og skoraði 3 mörk fljótlega að jafna og komast yfir fyrir KA 15:14. A þessu leikkafla var eins varði einnig nokkuð vel í Vals- markinu. Dómarar voru þeir Kjartan Steinbach og Einar Sveinsson og dæmdu þeir ágætlega. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 11/3, Júlíus Gunnarsson 5. Jakob Sigurðsson 4, Valdimar Gríms- son 4, Jón Kristjánsson 2/1, Finn- ur Jóhannsson 1. Páll Guðnason 11 varin skot. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 7/2, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 5/2 Friðjón Jónsson 4, Guð- mundur Guðmundsson 3, Jóhannes Bjarnason 2, Pétur Bjarnason I og Karl Karlsson 1. Axel Stefánsson 13 varin skot. bjb/AP Körfuknattleikur: Frábær leikur Stólanna - Bo Heiden fór hamförum Lokahóf KRA - á sunnudaginn í Dynheimum Lokahóf Knattspyrnuráðs Akureyrar verður haldið í Dynheimum á sunnudaginn 22. október kl. 14.00. Þar verða veitt verðlaun fyrir árangur á þeim mótum sem KRA stóð fyrir í suinar. Veitt verða verðlaun til allra Akureyrarmeistara, valinn verð- ur Knattspyrnumaður Akureyrar 1989 og markahæsti maður KRA-móta fær sérstaka viður- kenningu. Allir þeir sem þátt tóku í mótum á vegum KRA í sumar eru hvattir til þess að mæta í Dynheima á sunnudaginn kl. 14.00. Stig Tindastóls: Bo 44, Sturla 16, Björn 16, Sverrir 14, Valur 11 og Pétur2. Stig Vals: Chris Behrends 37. Svali 23, Einar 11, Ari 8. Matthías 3 og Björn Z og Arnar G 2 hvor. kj Tindastóll frá Sauðárkróki lék sinn langbesta leik, það sem af er vetri, er liðið mætti Vals- mönnum, í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, á þriðjudaginn var. Leikur liðsins var allt ann- ar en áður og var hálf ótrúlegt að vita til þess, að þetta var sama lið og Haukarnir rúlluðu upp aðeins tveimur dögum áður. Úrslit leiksins urðu 103:88. Stólarnir fengu tljúgandi start og komust í 12:0, með fjórum þriggja stiga körfum. Þremur frá Bo og einni frá Sverri. Áfram héldu þeir af sama krafti og Vals- menn sáu varla til sólar. Slíkur var yfirgangur heimamanna. Sá eini þeirra sem klóraði í bakkann var Chris Behrends. Hann hefur yfir miklum stökkkrafti að ráða og nýtti sér það óspart. Þegar um 5 mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik var staðan 46:23 heima- mönnum í vil. Var það mesti munurinn sem sást í leiknum. Þegar blásið var til leiklés var staðan 57:38. Stólarnir byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti, en fljótlega jafn- aðist leikurinn og Valsmenn minnkuðu óðfluga bilið. Er þeim hafði tekist að minnka muninnn alla leið í 9 stig, sögðu Tindarnir stopp og náðu aftur að rífa sig upp fyrir leikslok og auka mun- inn á ný. Og lokatölurnar eins og áður sagði 103:88. Bo Heiden fór gjörsamlega hamförum í leiknum og var besti maður vallarins. Hann gerði 44 stig og hirti 23 fráköst! Geri aðrir Frjálsar íþróttir: Ágætt haustmót UFA Bowman fór á kostum gegn Val og skoraði 44 stig. betur. Björn Sigtryggsson lék sinn besta leik í langan tíma, var sífellt ógnandi í leik sínum og hitti vel. Sturla Örlygsson átti líka góðan leik, hann spilaði félaga sína vel uppi og átti 9 stoðsendingar. Sverrir Sverrisson átti mjög góða spretti og stjórn- aði leik sinna manna af mikilli röggsemi. Valur Ingimundarson var frekar rólegur í leiknum, skaut ekki mikið en hitti þó ágæt- lega úr þeim fáu skotum sínum, sem hann tók. Bestir Valsmanna voru þeir Chris Behrends og Svali Björg- vinsson. Þá átti Einar Ólafsson ágætan leik og Ari Gunnarsson sgætan seinni hálfleik. Dómarar voru Leifur Garðars- son og Kristján Möller og dæmdu þeir vel. 1. Svala Björnsdóttir 9,7 2. Sólveig R. Sigurðard. 10,5 3. Ragnheiður Guðmundsd. 10,6 Langstökk: M 1. Sigurður A. Guðmundsson 3,60 2. Þórarinn Jóhannesson 3,50 3. Orri F. Óskarsson 3,26 1. Svala Björnsdóttir 3,26 2. Sólveig R. Sigurðard. 3,10 3. Ragnheiður Guðmundsd. 2,97 400 m hlaup: Mín. 1. Orri F. Óskarsson 1:23,3 2. Hilmar Stefánsson 1:27,3 3. Sigurður A. Guðmundss. 1:36,2 1. Kristín Ingimarsd. 1:43,1 2. Inga J. Kristinsd. 1:48,5 11-12 ára 60 m hlaup: Sek. 1. Smári Stefánssson 8,7 2. Birgir Ö. Reynisson 9,4 1. Hólmfríður Jónsdóttir 9,1 2. Sigríður Hannesdóttir 9,2 3. Sandra Ólafsdóttir 9,3 Langstökk: M 1. Smári Stefánsssón 4,25 2. BirgirÖ. Reynisson 3,90 1. Hólmfríður Jónsdóttir 4,19 Valdimar með landsliðinu - í Austurríki Valdimar Valdimarsson skíða- maður hefur svo sannarlega haft nóg fyrir stafni að undan- förnu. Hann fór til Júgóslavíu til æfinga á vegum skíðaþjálf- ara SRA, Fiorjan Jagodic, en er nú staddur í Austurríki á æfingum með íslenska skíða- landsliðinu. Valdimar hefur æft mjög vel að undanförnu og má búast við ntiklu af honunt í vetur. Hann mun einnig, ásamt úrvalshópi SRA, fara til Austurríkis í des- ember þannig að Valdimar verð- ur skæður í brekkunum í vetur. Það verður líka í nógu að snú- ast fyrir norðlensku skíðakrakk- ana í vetur; Vetraríþróttahátíð ÍSI veröur í Hlíðarfjalli og alþjóðlegt mót er fyrirhugað á Akureyri í tengslum við þá hátíð. Síðan eru það þessi hefðbundnu punktamót og- svo auðvitað Landsmótið sem haldið verður í Reykjavík að þessu sinni. Valdimar Valdimarsson. Staðan 1. deild Stjarnan 3 3-0-0 67:51 6 FH 3 2-1-0 80:67 5 Valur 3 2-0-1 76:69 4 KR 3 2-0-1 64:70 4 Víkingur 3 1-1-1 65:65 3 Grótta 3 1-1-1 56:57 3 IK 3 1-0-2 73:71 2 HK 3 1-0-2 66:78 2 ÍBV 3 0-1-2 65:71 1 KA 3 0-0-3 59:73 0 Úrslit í 1. deild: Stjarnan-IR 28:23 HK-ÍBV 20:18 Víkingur-Grótta 21:21 FH-KR 29:21 Valur-KA 27:23

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.